Heimilisritið - 01.01.1956, Síða 37
vorhimininn yfir þeim. Nú var öll
stríðnin horfin úr augum hennar
og hann sá ekki annað en vin-
semd og áhuga. Hún var hrífandi
kvenleg og það var ómögulegt
annað en að verða hrifinn af
henni.
„Jú," sagði hann, „við skulum
bara segja þú."
Um leið rétti hún honum hönd-
ina og greip í hendi hans. Hon-
hitnaði um hjartarætur og fann að
hjarta hans sló hraðar.
„Jæja, heilsaðu þá vel nýju
kaupakonunni í Gullhaga. Ég
heiti Jenny," sagði hún og hló
<glaðlega. „Já, ég heiti Jenny
Hansen, hvort sem þú trúir því
eða ekki."
Hann brosti og var enn vand-
ræðalegur. „Ég heiti Hinrik, Hin-
rik Munk."
HÁDEGISVERÐINUM var lok-
ið og þeir höfðu farið inn í sitt
herbergi. Páll lá í rúminu með
hendurnar undir höfðinu og horfði
upp í loftið. Hinrik sat við borðið
og blaðaði eirðarlaus í vikublaði.
„Hún er hreint ekki svo slæm,
þessi nýja kaupakona," sagði
Páll og andaði djúpt. „Kannske
ætti ég að sleppa Guðrúnu á
Sandbakka og gera mínar hosur
grænar fyrir þessari."
Hinrik þaut á fætur. „Hvað
áttu við? Áttu við þessa stúlku,
JANÚAR, 1956
sem var að koma, kaupakon-
una?"
Páll brosti. „Já, hún er mjög
aðlaðandi. Finnst þér það ekki?
Gætirðu ekki hugsað þér að
kreista hana svolítið?"
Hinrik var með hugann í upp-
námi. Hann andaði djúpt að sér
og stóð upp.
„Þú ættir að skammast þín fyrir
að tala svona," hvæsti hann. „Og
þú skalt ekki voga þér að snerta
hana. Ég veit það vel, að þú ert
búinn að daðra við margar stúlk-
ur, en þú skalt ekki fá að snerta
hana ..."
„Guð minn góður!” Pátt lyfti
sér upp á olnbogann og starði á
Hinrik. „Hvað er eiginlega að
þér, maður? Maður skyldi halda
að fjandinn væri hlaupinn í þig.
Þú ætlar þó ekki að segja mér,
að þú sért orðinn skotinn í henni
strax?"
„Láttu hana í friði!" Augu Hin-
riks skutu gneistum, en æsingur
hans var í rénum og hann var
mildari í rómnum, þegar hann
sagði: „Þú hefur Guðrúnu, Páll.
Þið eruð trúlofið, það heíurðu sagt
mér, og þá er það ekki rétt af
þér .. ."
„Þú ert sá mesti bjálfi, sem ég
hef nokkru sinni kynnzt. Að vísu
er Guðrún unnustan mín, en þar
með er ekki sagt, að ég hafi ekki
leyfi til þess að dufla svolítið við
35