Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.12.2013, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 13.12.2013, Blaðsíða 4
JÓLATILBOÐ Er frá Þýskalandiwww.grillbudin.is Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 FULLT VERÐ 109.900 94.900 13,2 kw/h Yfir 11 ára reynsla á Íslandi Hannað fyrir Ísland Nýtt kortatímabil Hálsmen til styrktar fötluðum börnum veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Vægur bloti á láglendi, en ekki úrkoma yfir miðjan daginn. HöfuðborgarsVæðið: Hægur vindur, slydduél fyrst, en síðan þurrt. snjókoma og HVasst framan af degi um s- og sV-Vert landið. kalt n-til. HöfuðborgarsVæðið: Hríðarveður um morguninn, en slotar síðan. snjókoma eða éljagangur líklega sunnan- og suðVestanlans framan af degi. HöfuðborgarsVæðið: snjókoma eða él og óljóst með vindstyrkinn. meiri jólalegur snjór? Útlitið um helgina er frekar óljóst. Krappar lægðir gætu skotist hratt yfir eða fram hjá landinu á laugardag og sunnudag og í því liggur óvissan. ekki er loku fyrir það skotið að bæti í þann jólalega snjó sem þegar er orðinn. éljagangur eða jafn- vel snjókoma sunnanlands og vestan frá því seint á morgun og fram á sunnudag. eins líklega austast. Helst að það verði alveg úrkomulaust fyrir norðan. 3 1 1 2 3 0 -1 -3 -2 -1 -1 -2 -7 -7 -3 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is grámulla, sjötta silfurskart leonard hefur nú litið dagsins ljós. Áður voru það Hjartarfi til styrktar hjartveikum börnum, Blálilja til styrktar blindum börnum, sóldögg til styrktar sykursjúkum börnum, smjörgras til styrktar downs-börnum og ljósberi til styrktar gigtveikum börnum. að þessu sinni er grámulla fyrirmynd eggerts Péturssonar listmálara og sifjar jakobsdóttur gullsmiðs og hönnuðar. Menið verður selt til styrktar íþróttastarfi fatlaðra barna. leonard styrkir íþróttastarf fatlaðra barna með sölu á hálsmeninu. ólafur stefánsson handboltakappi afhenti fötluðum börnum fyrsta menið í verslun leonard í kringlunni síðastliðinn miðvikudag. alpasvæðið í tungudal opnað skíðamönnum skíðasvæði ísafjarðarbæjar opnar alpasvæðið í tungu- dal á morgun, laugardaginn 14. desember klukkan 10. Samkvæmt veðurspá verður gott færi og flott veður, segir í tilkynningu frá skíðasvæði ísafjarðarbæjar. starfsmenn svæðisins eru á fullu í lokaundirbúningi fyrir opnun. gönguskíðasvæðið á selja- landsdal hefur verið opið í rúman mánuð og heldur það áfram. um helgina verður opnuð braut á skarðsengi sem er rjómi göngu- svæðisins, segir enn fremur. opnunartími alpasvæðisins um helgar er milli 10 og 16 og frá klukkan 11 á seljalandsdal. þar er aðgengi nokkuð frjálst og getur hver sem er kveikt ljósin og gildir sú regla að síðasti maður slekkur. gefum og gleðjumst Hannesarholt gengst fyrir aðventufagnaði á morgun, laugardaginn 14. desember, undir heitinu „gefum og gleðjumst“. Hátíðin er haldin í samstarfi við Fjölskyldu- miðstöð rauða krossins í reykjavík og mun allur ágóði af henni renna til miðstöðvar- innar. fagnaðurinn stendur frá klukkan 12-18 og er aðgangur ókeypis. Á hverjum klukkutíma verður boðið upp á 5 mínútna pistil, söngatriði, hljóðfæraleik og söguupplestur við notaleg- an arineld. þá verður föndur í risinu og allan daginn eru kaffiveitingar á boðstólum. tilgangur aðventufagnaðarins er að fanga jólaandann með því að gefa af sér og gleðjast með öðrum, en um leið að styrkja fjölskyldu- miðstöð rauða krossins í reykja- vík til frekari afreka. allir þeir fjölmörgu sem leggja til dagskráratriði í aðventufagnað- inum hafa gefið vinnu sína. Hálsmenið grámulla. n iðurstöður könnunar sem for-svarsmenn nemenda á heilbrigðis-vísindasviði Háskóla Íslands létu gera í haust sýndu að einungis átta prósent þeirra sem ljúka læknanámi við HÍ næstu tvö árin og 13 prósent nema í hjúkrunar- fræði geta hugsað sér að starfa á Landspít- alanum að námi loknu. Um helmingur allra nemenda í læknisfræði, hjúkrunarfræði, sjúkraþjálfun og lífeinda- og geislafræði stefna að því að flytja til útlanda strax að námi loknu. Að sögn Ingu Þórsdóttur, forseta heil- brigðisvísindasviðs HÍ, eru niðurstöðurnar teknar alvarlega af háskólayfirvöldum og stjórn Landspítala og er nú unnið að því að bæta aðstöðu og viðhorf nemenda í heilbrigðisvísindum sem starfa á spítal- anum. „Í haust höfum við haldið fundi með forsvarsmönnum nemenda og forstjóra Landspítalans um það hvernig megi bæta aðbúnað þeirra þar. Til dæmis hafa verk- ferlar verið óljósir varðandi bólusetningar og prófanir gagnvart smitsjúkdómum. Nemendur hafa lýst því fyrir mér að vera óöruggir um hvernig þetta eigi að ganga fyrir sig og nú höfum við unnið að lausn á því,“ segir Inga. Nemendur í klínísku námi hafa, þar til nýlega, greitt hærra verð fyrir máltíðir í mötuneyti Landspítalans en starfsfólk hans. Því fyrirkomulagi hefur nú verið breytt þannig að nemendur greiða sama verð og aðrir. Í haust lýsti stjórn Félags læknanema yfir áhyggjum sínum af því að sérfræðingar hafi sífellt minni tíma til að sinna kennslu á spítalanum. Inga segir ljóst að það mál þurfi að leysa til lengri tíma og að óskandi væri að hægt yrði að greiða betri laun fyrir leiðbeinandi kennslu og að spítalinn gæti betur sinnt hlut- verki sínu gagnvart háskólanum. Þar sem fjármagn til Háskóla Íslands sé af mjög skornum skammti sé það erfitt. „Árið 2012 var staðan sú að í Háskóla Íslands voru 12 skráðir nemendur á hvern kennara. Ef við miðum við Kaupmannahafnarháskóla, þá eru þar fimm nemendur í fullu námi á hvern kennara svo við erum ekki einu sinni hálfdrættingar. Gautaborgarháskóli er sá sem kemst næst okkur en þar eru níu nemendur í fullu námi á hvern kennara.“ Þá bendir Inga á að Háskóli Íslands fái 1,6 milljón á ári frá ríkinu með hverjum nemanda í fullu námi en að í Kaupmanna- hafnarháskóla sé upphæðin 6,1 milljón. „Það vantar gríðarlega mikið upp á ef við ætlum að standa okkur í samkeppni við nágrannalöndin um menntað vinnuafl. Yfirvöld verða að horfast í augu við þennan mun.“ dagný Hulda erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is  Heilbrigðismál Fáir vilja vinna á landspítalanum eFtir nám „Það vant- ar mikið upp á ef við ætlum að standa okkur í sam- keppni um menntað vinnuafl. Bæta viðhorf háskóla- nema til Landspítala unnið er að því að bæta viðhorf nemenda í heilbrigðisvísindum til landspítala eftir að niður- stöður könnunar sýndu að einungis 8 til 13 prósent þeirra geta hugsað sér að vinna þar að námi loknu. forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla íslands segir meira fjármagn verða að koma til svo hægt sé að sinna kennslu þeirra utan og innan spítalans betur og íslensk heilbrigðisþjónusta eigi möguleika í harðri samkeppni um menntað vinnuafl í framtíðinni. inga þórsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla íslands, segir mikla fjármuni vanta svo landspítalinn geti betur sinnt hlutverki sínu gagnvart Hí. fyrr í haust vakti félag læknanema athygli á því að sérfræðingar á spítalanum hefðu sífellt minni tíma til að sinna kennslu innan hans. 4 fréttir Helgin 13.-15. desember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.