Fréttatíminn - 13.12.2013, Blaðsíða 97
XE
IN
N
IX
1
3
11
0
02
Kíktu við að Fosshálsi 1 í Reykjavík
og skoðaðu fallega og skemmtilega
öðruvísi gjafavöru frá BoConcept.
Falleg gjafavara
frá BoConcept!
Púði „turn me around“ Púði „Sari“ Bollar „Collectors“ Vasi „Owl purple“
verð kr. 10.790,- stk. verð kr. 8.990,- stk. verð kr. 9.690,- 6 í pakka verð kr. 10.190,- stk.
Púði „Six assortments“ Teppi „Sari vintage“ Kertastjakar „Japanese Dolls“ Veggklukka „Mega numbers“
verð kr. 9.190,- stk. verð kr. 18.390,- stk. verð kr. 2.995,- stk. verð kr. 9.490,- stk.
Veitingastaðurinn K-bar við Laugaveg
74 í Reykjavík hóf göngu sína nýlega
en er þegar farinn að geta sér gott
orð fyrir kóreska matargerð. Færri
vita þó að K-bar er líka kaffihús sem
opnar dyr sínar kaffiþyrstum gestum
og gangandi klukkan 7.30 alla daga
vikunnar.
Ólaf Örn Ólafsson, annan tveggja
eiganda staðarins, langaði til að geta
boðið upp á eitthvað alveg sérstakt
sem væri spennandi viðbót við kaffi-
flóru Reykjavíkur. Hann ákvað því að
hefja samstarf við kólumbískan kunn-
ingja sinn, Luis Velez, sem leggur
metnað sinn í að framleiða „besta
kaffi í heimi“. Ólafur, sjálfur alræmdur
kaffiáhugamaður, vill meina að sér
hafi tekist það.
Luis hafði stundað kaffigerð í Kól-
umbíu í mörg ár en alltaf brennt það
og pakkað því fyrir utan landsteinana
þangað til hann ákvað að taka allt
framleiðsluferlið í sínar eigin hendur.
Nú malar hann og brennir baunirnar
og pakkar kaffinu á landareign sinni
í Kólumbíu. Þaðan fer varan beint til
neytandans milliliðalaust.
En það er ekki bara rjúkandi kaffi-
bolli beint frá kólumbískum akri sem
gestir geta notið á K-bar því með boll-
anum býður Ólafur upp á hina feikna-
vinsælu Cronuts. „Cronuts er að gera
allt vitlaust í Bandaríkjunum. Fólk
stendur í röðum í þrjá klukkutíma í
New York til að kaupa sér cronut á
morgnana. Þetta er sætabrauð sem
samanstendur af frönsku croissant
og ameríska kleinuhringnum, fundið
upp af bandarískum kökumeistara í
New York, stælt út um allan heim en í
fyrsta sinn á Íslandi hjá okkur.“
Ólafur segir blönduna af besta
kaffi í heimi og svo cronuts með því
ekki vera bara „sjúklega gott“ heldur
einfaldlega hollt fyrir sálina. -HH
Beint af
akri í
bolla