Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.12.2013, Blaðsíða 64

Fréttatíminn - 13.12.2013, Blaðsíða 64
NÁM Á HÁSKÓLASTIGI • UNIVERSITY LEVEL Nánari upplýsingar á www.cesarritz.is og á skrifstofu skólans í síma 594 4000 www.MK.IS Spennandi námsmöguleiki fyrir nemendur sem lokið hafa stúdentsprófi og/eða iðnnámi í matvælagreinum. Nemendur útskrifast með alþjóðlegt skírteini í hótelstjórnun og geta í framhaldi lokið BA námi í Sviss. Námið fer fram á ensku. An exciting new option for those who hold a university entrance certificate or a vocational certificate in the hospitality industry. Students graduate with a certificate in Hotel and Restaurant Operations and may continue their studies towards a BA degree at César Ritz Colleges in Switzerland. HÓTEL STJÓRNUN HOTEL MANAGEMENT for further information visit www.cesarritz.is or phone the office at 594 4000 Viltu starfa á alþjóða vettvangi? Do you want to work abroad? INNRITUN STENDUR YFIR! ENROL NOW! M aría Jónsdóttir flugfreyja var á bakvakt þegar hún var kölluð óvænt út í síð- ustu ferð Hrímfaxa. Hún skyldi eftir sig þriggja ára dóttur, Sigurlaugu Halldórsdóttur - Dillý, sem átti síðar eftir að feta í fótspor móður sinnar. Hér birtist kafli úr bókinni þar sem Dillý rekur sögu móður sinnar. María Jónsdóttir flugfreyja var á 31. aldursári þegar hún lést í slysinu við Fornebu. Hún átti eina dóttur, Sigurlaugu Halldórsdóttur, sem ávallt er kölluð Dillý. Hún var að- eins þriggja ára þegar móðir hennar lést. Þótt hún hafi verið of ung til að muna eftir því telur Dillý engan vafa leika á að móðurmissirinn hafi verið sá atburður sem haft hefur einna mest áhrif á hana í lífinu. Sjálf átti Dillý síðar eftir að verða flugfreyja og telur að líklega hafi hún verið að leita að móður sinni í sjálfri sér með því að feta í fótspor hennar. María Jónsdóttir var fædd 1932, sú eldri tveggja systra og ólst upp í Vesturbæ þar sem hún æfði handbolta og frjálsar íþróttir. Hún setti meðal annars Íslandsmet í kúluvarpi sem stóð óhaggað í um tvo áratugi. „Mamma var víst mikill for- ingi í sér, litla systir hennar fylgdi henni og vinir hennar líka. Eftir að hafa lokið prófi í Kvennaskól- anum í Reykjavík fór hún að vinna í snyrtivöruverslunninni Oculus. Hún var víst mikið glæsikvendi, kölluð Maja í Oculus og var orðlögð fyrir að vera ávallt vel til höfð og flott í tauinu.“ Árið 1955 hóf María störf sem flugfreyja hjá Flugfélagi Íslands. Henni farnaðist vel í starfi og lét líka til sín taka í hagsmunabaráttu flugfreyja og var kjörin formaður Flugfreyjufélags Íslands árið 1958. Stuttu síðar, árið 1959, eignaðist „Ég átti einu sinni dóttur sem var flugfreyja“ Á páskadag 14. apríl 1963 fórst Hrímfaxi, farþegaflugvél Flugfélags Íslands, í aðflugi að Forn- ebu-flugvelli í Osló. Tólf voru um borð og létust allir. Þetta er eitt mannskæðasta slys í flugsögu Íslands. Hrímfaxi var ásamt systurvél sinni, Gullfaxa, flaggskip Flugfélags Íslands og hafði fram að þessu verið annálaður fyrir öryggi. Í bókinni Hrímfaxi – örlagadagur í Íslenskri flugsögu eftir Bergstein Sigurðsson er saga Vickers Viscount flugvélanna á Íslandi rakin; koma þeirra til lands- ins 1957, slysið og eftirmál þess. Rætt er við ýmsa sem tengdust slysinu, svo sem aðstandendur, sjónarvotta, flugmenn og flugvallarstarfsmenn. Hér birtist kafli úr bókinni. hún dóttur sína Sigurlaugu – Dillý. María og barnsfaðir hennar voru ekki í sambúð, heldur bjuggu þær mæðgur hjá foreldrum Maríu í blokkaríbúð við Hringbraut. „Þar bjuggu þau gömlu hjónin á fjórðu hæð en við fengum að hafa herbergi á loftinu út af fyrir okkur. Þegar mamma var í flugi passaði amma mig.“ Börn aðlagast öllu Flugfreyjustarfið var krefjandi, ekki síst fyrir einstæða móður sem var jafnframt í forystu í hagsmuna- baráttu stéttarinnar. Dillý hefur viðað að sér ýmsum gögnum um störf móður sinnar fyrir Flugfreyju- félagið og kynnt sér þau mál sem hún var að berjast fyrir. Á vormán- uðum 1963 var hins vegar komið nóg. „Ég á skjöl frá því í Dymbil- vikunni 1963, áður en hún fór í sína hinstu ferð. Þá var haldinn aðalfundur hjá Flugfreyjufélaginu, þar sem mamma biðst undan for- mennsku og önnur var kjörin. Ég veit það auðvitað ekki fyrir víst en ég hef á tilfinningunni að hún hafi þá ætlað sér að verja meiri tíma með mér.“ En þá kom skellurinn. Dillý var of ung til að skilja eða muna eftir því þegar slysið varð en ræddi síðar um það við ömmu sína og afa. „Mamma átti ekki að fara í flug um páskana. Hún var á bakvakt og var kölluð út vegna þess að önnur flugfreyja veiktist. Þau flugu út til Kaupmannahafnar, gistu þar yfir nóttina og flugu svo áleiðis heim daginn eftir með viðkomu í Osló. En þau komust aldrei á leiðarenda. Vélin fórst um morguninn og ég held að ömmu og afa hafi borist fréttirnar upp úr hádegi. Þetta var þeim mikið áfall. Ég veit ekki til þess að þau hafi verið sérstaklega flughrædd eða hafi óttast að eitt- Framhald á næstu opnu Sigurlaug Halldórsdóttir missti móður sína þegar Hrímfaxi fórst árið 1963. Sigurlaug, eða Dillý eins og hún er alltaf kölluð, fetaði síðar í fótspor móður sinnar og varð flugfreyja. Dillý er eiginkona leikarans Pálma Gestssonar og móðir hinnar ungu og upprennandi Maríu Birtu Bjarnadóttur, leikkonu og verslunareigenda. Ljósmynd/Hari 64 bækur Helgin 13.-15. desember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.