Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.12.2013, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 13.12.2013, Blaðsíða 50
T il að koma í veg fyrir að detta í óhollustu er mikilvægt að borða alltaf morgunmat, borða þrjár aðalmáltíðir yfir daginn og sleppa því að borða eftir kvöldmat,“ segir Guðríður Torfadóttir, annar þjálfara í raunveruleika- þáttunum The Biggest Loser Ísland sem hefur göngu sína á SkjáEinum eftir áramót. „Mikilvægt er að drekka vatn reglulega yfir daginn. Gott ráð er að setja bara einu sinni á diskinn, muna að tyggja matinn og borða í rólegheitum. Ef fólk er dottið í einhverja syk- urvímu er alltaf best að fara út og hreyfa sig því það hjálpar líkamanum að hreinsa sig.“ Tökum á þættinum er lokið en þar kepptu þátttakendur í þyngdartapi og dvöldu á heilsuhótelinu Ásbrú í 10 vikur þar sem þeir reyndu að umbreyta lífsstíl sínum. Fréttatím- inn fékk Guðríði til að deila þekkingu sinni af heilsurækt með lesendum. Jólin eru matarhátíð. Hvað finnst þér um það? „Það er bara mjög eðlilegt að fólk komi saman yfir jólin, gleðjist og borði góðan mat. Hátíðardagarnir eru bara fimm og það ætti ekki að hafa slæm áhrif ef fólk borðar í hófi og nýtur matarins. Vandamálið er hins vegar að desember virðist vera orðinn einhver sukkmánuður í mat, sælgæti og drykk. Að nota jólahátíðina sem afsökun fyrir því að borða yfir sig aftur og aftur og þyngjast um mörg kíló er ekki gott mál.“ Hvaða ráða gefur þú keppendum í The Biggest Loser til að viðhalda heilsusamlegra líferni þegar keppendur eru komnir heim til sín? „Skipulag er það sem skiptir öllu máli fyrir þau, vera með raunhæf markmið og hreyfa sig á hverjum degi.“ Fylgið þið þjálfararnir þátttakend- um eftir nú þegar dvölinni á Ásbrú er lokið? „Þeir eru margir að æfa hjá okkur bæði í ReebokFitness og Crossfit Reykjavík og því hittum við þau reglu- lega. Hin erum við í sambandi við eins og þarf og þau vita að þau geta alltaf hringt í okkur til að fá smá hvatn- ingu eða ráðlegg- ingar.“ Bakar þú fyrir jólin? „Ég baka ekki sérstaklega fyrir jólin. Ég kaupi tilbúið piparkökudeig í Ikea til að skera út og mála. Þetta er aðallega gert fyrir börnin mín sem hafa mjög gaman að þessu.“ Desember er mjög annasamur hjá mörgum. Hvaða ráð hefur þú fyrir þá sem vilja hreyfa sig í erli dagsins? „Öll hreyfing skiptir máli og flestir ættu að geta fundið 10-15 mínútur á dag til að hreyfa sig. Ef fólk er að vinna mikið þá mæli ég með að nýta matarhlé í gönguferðir. Heima er líka hægt að gera æfingar eins og armbeygjur og hnébeygjur í 10 mínútur. Annars er desember frá- bær mánuður til að byrja í líkams- rækt. Við hjá ReebokFitness ætlum að hafa frítt frá 23. desember til 2. janúar ef fólk vill koma og prófa æfa með okkur um jólin.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is  Heilsa MikilvægT er að Missa sig ekki í jólaáTinu Jólin ekki afsökun til að sukka Guðríður Torfadóttir, annar þjálfara í raunveruleikaþættinum The Biggest Loser Ísland, segir mikilvægt að hreyfa sig daglega jafnvel þó það sé lítið í einu. Henni finnst jólin engin afsökun til að borða ítrekað yfir sig og þyngjast verulega á stuttum tíma. Hollar trufflur „Á vefnum heilsumamman.is fann ég uppskrift af Trufflum sem ég er mjög hrifin af,“ segir Guðríður. Trufflur 3 dl döðlur 1 dl kakó 3 msk kakósmjör (brætt) 1 tsk vanilludropar eða 0,5 tsk vanilluduft 0,5 tsk himalayasalt Leggið döðlurnar í bleyti í smástund, hellið vatninu af og maukið í matvinnsluvél. Bræðið kakósmjörið við mjög lítinn hita eða yfir vatnsbaði og bætið saman við. Bætið kakói, salti og vanillu saman við og blandið vel saman. Mótið litlar kúlur (þið gætuð þurft að stinga deiginu inn í ísskáp í smástund ef það er of lint). Veltið kúlunum upp úr kakói, kókos eða möluðum hnetum og kælið (líka hægt að setja eina hnetu inn í miðjuna, dýfa kúlunni í súkkulaði og skreyta með hnetubita.) Ég mæli líka með að gera kökupinna úr kúlunum. Það slær alveg í gegn hjá krökkunum. Þessi er holl og góð og börnin elska þetta. Guðríður Torfadóttir bendir á að hátíðisdag- arnir séu bara fimm þannig að það þurfi enginn að missa sig í sukki yfir jólin. 50 viðtal Helgin 13.-15. desember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.