Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.12.2013, Blaðsíða 70

Fréttatíminn - 13.12.2013, Blaðsíða 70
Yamaha hljómborð Verð frá 39.990 Rafmagnspíanó Verð frá 109.990 Klassískir gítarar Verð frá 18.990 Prensonus heimastúdíó Verð frá 39.990 Tónlistarjól! VIÐ HÖFUM RÉTTU GRÆJURNAR Fender CD60 þjóðlagagítar með stillitlæki DVD ofl. Verð frá 26.990 Zahra, Fereshteh ásamt Hrefnu Hrund Pétursdóttur sem er sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum og hefur verið fjöl- skyldunni til halds og trausts. Ljósmynd/Hari Hef lært mikið af þeim É g var hér í íbúðinni og tók á móti þeim þegar þær komu. Þær voru mjög þreyttar eftir langt ferðalag,“ segir Hrefna Hrund Pétursdóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, sem hefur verið Zahra, Fereshteh og móður þeirra, Hava Mesbah, til halds og trausts eftir að þær komu til Íslands fyrir rúmu ári. „Ég bauð þær velkomnar, sýndi þeim herbergin þeirra og sagði þeim frá því að þær mættu drekka vatnið úr krananum.“ Hrefna segist hafa ákveðið að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum því hún hafi mikinn áhuga á fólki og samskiptum. „Síðan er maðurinn minn frá Tyrk- landi og ég hef mikinn áhuga á menningu annarra þjóða og finnst ég græða á að kynnast henni. Mér fannst hjálparstarf Rauða krossins áhugavert og spennandi og langaði að taka þátt. Ég fór því á vefsíð- una þeirra, skráði mig sem sjálf- boðaliða og í framhaldinu var haft samband við mig. Ég valdi síðan að taka þátt í þessu flóttamanna- verkefni því mér fannst það mest spennandi,“ segir Hrefna. Nokkrir sjálfboðaliðar vinna með hverri flóttamannafjölskyldu og misjafnt er hversu mikill tími fer í starfið. „Við hittumst um einu sinni í viku en aðrir hittast kannski bara einu sinni í mánuði. Í svona verkefnum fer kannski meiri tími í þau til að byrja með þegar fólk þarf á mestum stuðningi að halda. Svo verður fólk meira sjálf- bjarga og þá er þetta kannski orðin meiri vinátta. Ég hef farið með þeim að versla, kennt þeim á strætó og skutlað þeim. Mér fannst líka virkilega gaman að fara með þeim á skauta. Þær höfðu aldrei farið áður á skauta. Ég hafði þá sjálf ekki farið á skauta í mörg ár þannig að þetta var líka áskorun fyrir mig. Ég fór líka með þær í fyrstu fjallgönguna á Íslandi þegar við gengum á Úlfarsfell. Það var líka mikið ævintýri.“ Ein af ástæðunum fyrir því að Hrefna valdi að starfa hjá Rauða krossinum er að vinkona hennar var sjálfboðaliði í skaðaminnkun- arverkefninu Frú Ragnheiður sem ætlað er að ná til jaðarhópa sam- félagsins, svo sem útigangsfólks og fíkla. Vinkonan lét svo vel af sjálfboðastarfinu að áhugi Hrefnu á því að leggja sitt af mörkum jókst. Meðal annarra verkefna sem sjálfboðaliðar sinna er að starfa í athvörfum, flokka föt sem gefin eru og svara í hjálparsímann. Öllum býðst að fara á námskeið til að undirbúa sig. „Ég er búin að læra mjög mikið af þeim og mér finnst alveg ótrú- legt hvað Zahra og Fereshteh eru alltaf jákvæðar og bjartsýnar, sér- staklega í ljósi allra þeirra hremm- inga sem þær hafa lent í. Ég hef líka fengið tækifæri til að kynn- ast matarhefðum þeirra og þær elda svakalega góðan mat. Þær mæðgur hafa boðið mér og öðrum sjálfboðaliða í mat þar sem þær lögðu dúk á gólfið, röðuðu síðan réttunum á dúkinn og við settumst á gólfið og borðuðum saman. Þetta voru alls konar krydduð hrísgrjón, kjúklingur, brauð og bara virkilega góður matur. Ég hef líka tekið eftir hvað þær eru rosalega metnaðar- fullar. Þær leggja sig mjög fram í skólanum og eru staðráðnar í að standa sig vel. Ég hef grætt mikið á því að kynnast þeim og í dag er ég bara að heimsækja vini mína þegar ég fer til þeirra.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Hrefna Hrund Pétursdóttir, sjálf- boðaliði hjá Rauða krossinum, tók á móti mæðgunum þegar þær komu til landsins og í dag lítur hún á þær sem vini sína. 70 viðtal Helgin 13.-15. desember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.