Fréttatíminn - 13.12.2013, Blaðsíða 106
106 bækur Helgin 13.-15. desember 2013
Ævisaga Hermanns
Gunnarssonar, Hemmi
Gunn: sonur þjóðar, sem
Orri Páll Ormarsson
skráði, trónir á toppi
Bóksölulistans yfir
ævisögur.
Hemmi á toppnum
Bókadómur Háski í Hafi
s jómennskan er Íslendingum í blóð borin enda hafa fiskveiðar verið hryggjarstykkið í efnahag þjóðar-
innar alla síðustu öld og sjávarfang hefur
haldið lífinu í mannskapnum í gegnum
aldirnar. Það hefur aldrei verið heiglum
hent að sækja björg í bú í greipar Ægis.
Okkur er því tamt að tala um sjómennina
okkar sem hetjur hafsins og ekki verður
tölu komið á alla úr þeirra röðum sem
hvíla í votri gröf.
Þótt margt hafi breyst á síðustu ára-
tugum og mikilvægi sjávarútvegsins fyrir
þjóðarbúið sé að einhverju leyti víkjandi
er enn um grundvallar atvinnnugrein
að ræða og flestir láta sig atvinnuveginn
varða og svo lengi sem land byggist mun-
um við geta rifist um hverjir séu réttir
eigendur auðlindanna í hafinu, heildin
eða fáir útvaldir.
Bók Illuga Jökulssonar, Háski í hafi –
Sjóslys við Ísland í byrjun 20. aldar, hefur
því eðlilega breiða skírskotun enda fyrir-
finnst varla sú fjölskylda á Íslandi sem á
ekki í það minnsta einn sjómann í ætt-
artré sínu. Lesandinn á því sérstaklega
auðvelt með að tengja sig við sögurnar
sem Illugi rekur hér af sinni alkunnu
stílfimi. Harmurinn og gleðin sem fylgja
sigrum og ósigrum andspænis ægivaldi
hafsins snerta einhverja rammíslenska
taug sem bærist meira að segja í brjósti
borgarbarns sem ólst upp á síðustu
áratugum 20. aldarinnar og hefur aldrei
migið í saltan sjó. Sögur sjómannanna
sem gerðu út við allt aðrar aðstæður en
þekkjast í dag eru sannkallaðar Íslend-
ingasögur.
Bókin í annálsformi og sjóslys á fyrstu
árum 20. aldar eru í forgrunni þótt höfund-
ur standist einstaka sinnum ekki mátið og
bregði sér aftar í tímann, jafnvel aftur til
Kára Sölmundarsonar í Njálssögu.
Illugi telur upp slys þar sem menn fór-
ust, segir frá björgunarafrekum og eins
og við má búast frá hendi höfundar er
samfélagslýsing í bakgrunninum.
Illugi leggur mest í allnokkrar lengri
frásagnir þar sem dramatísk gáfa hans
fær að njóta sín. Dæmi um slíka sögu
er skaði sem varð þegar 27 manns, þar
af margar táningsstúlkur, fórust með
smábáti við Vestmannaeyjar eftir að
skipstjóri og áhöfn höfðu sýnt glæpsam-
legt gáleysi við að ofhlaða bátinn.
Einnig eru eftirminnilegar frásagnir
af hrakningum þýskra skipbrotsmanna
á Skeiðarársandi og Ingvarsslysinu við
Viðey þegar Reykvíkingar fylgdust heilan
dag með tuttugu mönnum týnast í sjóinn
einn og einn úr strönduðu skipi. Slysa-
varnamál voru í algjörum ólestri og Illugi
dregur sannarlega ekki dul á hve illa Ís-
lendingar stóðu sig í þeim efnum, bæði
stjórnvöld og flestir sjómenn. Þó eru á því
undantekningar, eins og Jón Sturlaugs-
son frá Stokkseyri, sem einnig er sagt
frá.
Margar styttri frásagnanna eru þó
ekki síður áhrifamiklar en þær lengri,
og má þar nefna frásögn af því þegar
nokkrir þrautþjálfaðir sjómenn drukkna
í blíðskaparveðri rétt frá landi í Ísafjarð-
ardjúpi, eða þegar kona á Snæfellsnesi
leggur út í sannkallaðan háska í hafi til
að komast aftur til nýfædds barns síns.
Það vantar því ekkert upp á dramatík-
ina í þessari kröftugu bók Illuga sem er
ágæt áminning fyrir landkrabbana um
að sjómennskan er ekkert grín.
Þórarinn Þórarinsson
Sjómennskan
er ekkert grín
Steinunn Jenný Karlsdóttir hefur sent frá sér barnabók þrátt fyrir
ungan aldur, en hún er aðeins átta ára. Þetta er frumraun hennar á
ritvellinum en bókina skrifaði hún með aðstoð föður síns, Karls Th.
Birgissonar, ritstjóra Herðubreiðar. Sigrún Erla Karlsdóttir mynd-
skreytti ævintýrið. Feðginin fögnuðu útgáfunni í bókabúð Máls og
menningar síðastliðinn miðvikudag.
„Kátur – Ævintýri ofurhvolps“ lýsir ævintýrum hvolpsins Káts sem
berast frá miðbæ Reykjavíkur í sveitina og jafnvel um furðuheima
sem enginn þekkir nema Kátur sjálfur. Aðspurður segir Karl frá því
að þau hafi fengið hvolp fyrir um ári síðan og þá hafi hugmyndin
byrjað að fæðast. Hundalífið var þeim framandi og sagan er tilraun
þeirra til að sjá heiminn með augum hvolpsins.
„Við fengum okkur hvolp fyrir ári síðan og vildum skilja hann“ segir
Karl, faðir Steinunnar. „Við vildum vita hvernig hann hugsaði og sá
heiminn.“ Bókin er því skáldskapur en byggir á skemmtilegum og
óvæntum uppákomum tengdum nýju lífi með Kát.
Ung stúlka stígur fram á ritvöllinn
Íslenski glæpakóngurinn Arnaldur Indriðason hefur fyrir
löngu lagt undir sig íslenskan bókamarkað og ekkert lát
er á sókn hans í nágrannalöndunum. Skuggasund var
verðlaunuð á Spáni áður en hún kom út og nú berast þær
fregnir frá Bretlandi að þýðing Victoriu Cribb á Furðu-
ströndum, Strange Shores, hafi verið valin ein af bestu
glæpasögum ársins í Bretlandi af þremur virtum dag-
blöðum: The Times, Financial Times og The Evening
Standard.
Arnaldur er ausinn lofi og gagnrýnandi The Times
segir Erlend eina áhugaverðustu persónu glæpa-
sagna um þessar mundir. Paul Binding, gagnrýn-
andi Times Literary Supplement, fór einnig fögrum
orðum um bókina í langri grein þar sem hann sagði
höfundinn teygja sig út fyrir hefðbundinn ramma
glæpasagnanna inn í heim fagurbókmenntanna.
Arnaldur á árslista í Bretlandi
Háski í hafi
Illugi Jökulsson
Sögur 273 s, 2013
Tvær
eftirminnilegar
Bókaútgáfan Hólar
holabok.is / holar@holabok.is
Von - Saga Amal Tamimi.
Þetta er sagan af stúlkunni sem var
fangelsuð af Ísraelsmönnum og flýði
síðar á lífsleiðinni á ævintýralegan hátt
til Íslands. Hún hefur margsinnis óttast
um líf sitt og á þá einu von að komið sé
fram við hana og alla aðra af virðingu.
Undir hraun er einstök frásögn Sigga
á Háeyri af eldgosinu í Heimaey,
flóttanum upp á fastalandið og öllu
því sem á eftir fylgdi.
Barnabækur á pólsku.
Książki dla dzieci
i młodzieży po
polsku
BERGSTAÐARSTRÆTI 7
Skemmtileg saga
Bókin er um strák sem fer út að leika
sér með ref og lendir óvænt í heim-
sókn hjá tveimur dvergum. Mér fannst
bókin mjög skemmtileg. Fyndnast
fannst mér á blaðsíðu 25 þegar dverg-
arnir gáfu Gumma grænan, súrsætan
drykk og brauð með arfa sem honum
leist fyrst mjög illa á en fannst svo
bara mjög gott á bragðið.
Ægir Thorarensen Skúlason, 6 ára.
Gummi og dvergurinn úrilli
Dagbjört Ásgeirsdóttir
Óðinsauga, 34 síður, 2013.
Steinunn Jenný og Karl
fögnuðu útgáfu bókar-
innar ásamt vinum og
vandamönnum í Máli
og menningu. Mynd/Hari
Harmur-
inn og
gleðin
sem fylgja
sigrum og
ósigrum
andspænis
ægivaldi
hafsins
snerta
einhverja
ramm-
íslenska
taug.
Í bókinni Háski í hafi – Sjóslys við
Ísland í byrjun 20. aldar segir Illugi
Jökulsson átakanlegar og á köflum
hádramatískar sögur af sjóslysum
við strendur Íslands á fyrstu árum
síðustu aldar. Stílgáfa Illuga nýtur
sín vel í þessum áhrifaríka annál um
eina allra hörðustu stétt íslenskrar
atvinnusögu sem býður öllum
hættum byrginn þegar lagt er upp
með að sækja gull í greipar Ægis.
Illugi Jökulsson
er alltaf í bolt-
anum og hefur
undanfarið dælt út
knattspyrnubókum
en hér horfir hann
til hafs og segir
átakanlegar sögur
af sjóslysum við
Íslands strendur í
byrjun 20. aldar.