Fréttatíminn - 13.12.2013, Blaðsíða 6
Jónas
Haraldsson
jonas@
frettatiminn.is
Jólahangikjötið frá Stað í Reykhólasveit er eftirsótt og sumum liggur svo
á að sækja hina gómsætu vöru að þeir skreppa vestur á flugvél. Mynd
reykhólar.is
Faxafeni 5, Reykjavík • Sími 588 8477
Dalsbraut 1, Akureyri • Sími: 558 1100
Opi› virka daga frá kl. 10-18
laugardaga frá kl. 11-16 og sunnudaga frá kl. 13-17
TIMEOUT
Jólatilboð
kr. 322.980
með skammeli
Jól
20
13
Þín stund
Þinn staður
TIMEOUT sTóllInn
Hannaður með fagurfræði
og þægindi að leiðarljósi.
Hönnuður: Jahn Aamodt
T IMEOUT Hægindastóll
Reykhólasveit eftiRsótt lostæti
Sóttu jólahangikjötið á flugvél
Mikil vinnutörn er í Reykskemmunni Stað um
þessar mundir að pakka og ganga frá pöntunum
til sendingar. „Það eru allir í fjölskyldunni í þessu,“
segir Eiríkur Snæbjörnsson, bóndi á Stað í Reyk-
hólasveit, í viðtali vefinn reykhólar.is. „Núna komu
menn meira að segja á lítilli einkaflugvél á Reyk-
hóla gagngert til að sækja jólahangikjötið enda er
framleiðslan mjög eftirsótt. Já, framleiðslan og sal-
an hafa farið jafnt og þétt upp á við með árunum,“
segir Eiríkur.
Um er að ræða lambakjöt og sauðakjöt, rúllu-
pylsur og bjúgu, auk þess sem Staðarfólk veiðir
rauðmaga á vorin og reykir hann. Reykingin er
bæði taðreyking og birkireyking.
„Búendur á Stað á Reykjanesi í Reykhólasveit
eru hjónin Sigfríður Magnúsdóttir og Eiríkur Snæ-
björnsson ásamt dóttur sinni og tengdasyni, Re-
bekku Eiríksdóttur og Kristjáni Þór Ebenezers-
syni frá Reykhólum, og ungum dætrum þeirra,
Védísi Fríðu og Anítu Hönnu. Þau standa öll í sam-
einingu að Reykskemmunni,“ segir enn fremur á
Reykhólavefnum.
„Það var um aldamótin sem þau byrjuðu á reyk-
ingunni og hafa verið í samtökunum Beint frá býli
og Veisla að vestan frá upphafi. Þau senda hvert á
land sem er, þó að núna hafi legið svo mikið á að
krækja í jólahangikjötið frá Reykskemmunni Stað,
að komið var á flugvél til að sækja það.“
R ússnesk farþegaþota af gerð-inni Sukhoi SuperJet-100 sem brotlenti á Keflavíkurflugvelli
í júlí í sumar er enn í flugskýli við
Keflavíkurflugvöll. Tugir rússneskra
flugvirkja vinna við vélina og er stefnt
að því að viðgerðum ljúki og vélinni
verði flogið af landi brott fyrir áramót.
Vélin hafði verið við æfingaflug á
vegum framleiðandans í því skyni að
fá rýmkaðar heimildir hennar til flug-
taks og lendingar við erfiðar aðstæð-
ur. Þegar vélin kom inn til lendingar
eitt skiptið, nánast fulllestuð og með
annan hreyfilinn óvirkan af ásettu
ráði, fóru hjól hennar ekki niður og
var henni því magalent. Hún rann
eftir flugbrautinni en stöðvaðist utan
hennar. Fimm manns voru um borð
og sluppu flestir ómeiddir en einn
ökklabrotnaði.
Vélin var síðan færð inn flugskýli
8805, stóra brúna byggingu í eigu
Isavia sem sést vel þegar Reykjanes-
braut er ekin í átt að Leifsstöð. Þar
hefur hún verið síðan, í rúma fimm
mánuði. Samkvæmt upplýsingum
Fréttatímans þurfti að bíða alllengi
eftir varahlutum en marga þeirra
þurfti að sérframleiða. Viðgerðin
hefur verið umfangsmikil og eftir því
kostnaðarsöm en áætlanir um kostnað
liggja ekki á lausu. Skipta hefur þurft
um hreyfla, hreyflafestingar og allan
botn vélarinnar fyrir neðan væng.
Ragnar Guðmundsson, stjórnandi
rannsóknar á flugslysinu hjá Rann-
sóknarnefnd samgönguslysa, sagðist
ekki geta upplýst um niðurstöður
rannsóknar á slysinu. Hann stað-
festi að þarna hefði verið um að ræða
stærsta flugslys sem svo stór farþega-
þota hefur orðið fyrir hér á landi.
Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri
Airport Associates á Keflavíkurflug-
velli, sagði að fyrirtæki sitt hefði veitt
Sukhoi ýmsa þjónustu vegna við-
gerðarinnar en útbúa þurfti viðgerð-
araðstöðu í flugskýlinu sem er alla
jafnan rafmagnslaust og óupphitað.
Hins vegar hefur Sukhoi flutt alla
flugvirkja og tæknimenn að utan til
þess að vinna við viðgerðirnar og hafa
íslenskir flugvirkjar ekki komið að
verkefninu.
Pétur Gunnarsson
petur@frettatiminn.is
flugslys Rússnesk þota sem bRotlenti í sumaR eR enn í keflavík
Tugir rússneskra flug-
virkja á fullu í viðgerðum
Talsverð umsvif eru enn í gangi á Keflavíkurflugvelli vegna viðgerðar á farþegaþotu sem brotlenti
á þar í sumar. Stefnt er að því að koma þotunni í loftið og af landi brott fyrir áramót.
Sukhoi Superjet 100 tekur allt að 95 farþega. Ekki fékkst leyfi til að mynda vélina sem brotlenti á Keflavíkurflugvelli og er enn
til viðgerðar en þessi mynd er fengin af heimasíðu framleiðandans. Ljósmynd/Sukhoi
Ragnar Guð-
mundsson ...
staðfesti að
þarna hefði
verið um að
ræða stærsta
flugslys sem
svo stór
farþegaþota
hefur orðið
fyrir hér á
landi.
6 fréttir Helgin 13.-15. desember 2013