Fréttatíminn - 13.12.2013, Blaðsíða 54
Jólamatseðill
Tapas barsins
Frá 18. nóvember
5.990 kr.
Hefst með Faustino freyðivíni í fordrykk
7 gómsætir jólatapas fylgja síðan í kjölfarið
Tvíreykt hangikjöts tartar með balsamik vinaigrette
Rauðrófu- og piparrótargrafinn lax
Spænsk marineruð síld með koriander og mangó
Léttreykt andabringa með malt- og appelsínsósu
Kalkúnabringa með spænskri „stuffing“ og calvados villisveppasósu
Steiktur saltfiskur með sætri kartöflumús
Hægelduð grísasíða með heimatilbúnu rauðkáli, fíkjum og fjallagrasasósu
Og í lokin tveir ljúfir eftirréttir
Rise a la mande með berjasaft
Ekta súkkulaðiterta
Vesturgata 3B | 101 Reykjavík | Sími 551 2344 | www.tapas.is
RESTAURANT- BAR
tvö ljóð eftir konur, Jakobínu Sigurðardóttur
og Höllu Eyjólfsdóttur. Halla samdi ljóðið
„Frostrós á gleri“ sem ég þekkti ekki fyrir
og ég féll strax fyrir því. Þetta er fallegur
kveðskapur sem talar til manns. Þau fjalla
ekki um jólasveina og jólagjafir heldur um
barnið í jötunni, um birtu og hlýju.“
Átta lög eru á plötunni og segir Sigríður
að þau hafi haft skamman tíma til að vinna
plötuna, en þau hafi ákveðið að bíða með út-
gáfuna ef þau yrðu ekki ánægð. „Við vildum
ekki gefa afslátt af neinu. Það var svona sem
við vildum gera þetta og það er gleðilegt
að það skyldi ganga upp.“ Þetta er í fyrsta
skipti sem Sigríður gefur út jólaplötu og seg-
ir hún það í raun vera dæmigert fyrir hana
að gefa út einmitt svona plötu. „Þetta er
mjög íslenskt og fer bara beint í kjarnann.“
Sigríður, Guðmundur og fleiri hafa áður
unnið saman að jólaplötu því fyrir tveimur
árum tóku þau upp plötu heima fyrir jólin,
létu prenta 200 eintök og gáfu í jólagjafir.
Spurð um uppáhalds jólalagið segist Sig-
ríður hlusta mikið á jólalög og hafa sérstakt
dálæti á sálminum „Það aldin út er sprung-
ið“ sem hún segist bara hlusta á yfir hátíðina
sjálfa. Ég segist ekkert kannast við þennan
sálm en Sigríður sannfærir mig um að ef ég
heyri hann þá muni ég þekkja hann. Eftir
viðtalið fór ég því á netið og fann Sigríði
sjálfa syngja þennan sálm, og ég kannaðist
vissulega við hann. „En það jólalag sem mér
finnst skemmtilegast að syngja er Jóla-
kötturinn eftir Ingibjörgu Þorbergs. Lagið
er skemmtilegt og þetta er mikill texti. Ég
söng þetta um daginn fyrir börn og áttaði
mig á því að þau hlusta mjög vel, þau vita
hver jólakötturinn er og þeim fannst þetta
allt hálf skelfilegt. Mér þykir vænt um jóla-
köttinn því við eigum hann. Jólakötturinn
er íslenskt fyrirbrigði eins og Grýla og við
ættum að halda í það eins lengi og við getum
– jólasveinana þrettán, Grýlu og jólaköttinn.
Óvenjulegt jólatré
Á bernskuheimili Sigríðar voru gerðar ým-
iss konar tilraunir þegar kom að jólatrénu.
„Mamma hefur verið svona jólaólíkindatól.
Ég man að jólatréð var ekki alltaf hefð-
bundið. Stundum voru það bara greinar með
skrauti á borðinu, og ég man að stundum
sagði ég við mömmu: „Af hverju getum við
ekki verið með venjulegt jólatré?“ Þetta
var alltaf mjög frjálslegt. En mamma á svo
fallegt heimili og er mikil smekkkona og
núna skil ég hana svo vel að hafa viljað nota
hlutina á nýstárlegan hátt. Að sama skapi
var aldrei fastmótað hvað við borðuðum
eða hvert við fórum. Þetta snerist meira um
stemningna og einhvern anda sem hefur
alltaf fylgt heimilinu hennar og ég hef viljað
tileinka mér líka, kyrrð og ró yfir sjálfa há-
tíðina. Ég er yfirleitt með kveikt á Rás 1 sem
er besti vinur minn um jólin. Yfirleitt reyni
ég að vera búin að öllu á Þorláksmessu og
geta þá hlustað á jólakveðjurnar. Ég á stóra
fjölskyldu, á margar systur sem eiga mörg
börn og stór hluti af mínum jólum er að vera
með þeim.“
Sigríður er langyngst fimm systra og
fékk því nánast uppeldi einkabarns. „Systur
mínar voru orðnar svo stórar. Ég átti þá í
staðinn aukasett af mömmum en það hefur
breyst í gegnum tíðina og þær eru nú orðnar
vinkonur mínar. Elsta systir mín er reyndar
látin en hún var 21 ári eldri en ég og hefði
þess vegna getað verið mamma mín. Ég er
mjög heppin að hafa alltaf getað leitað til
hennar.“ Eins og stundum er með börn þá
langaði litlu Sigríði í allt öfugt við það sem
hún hafði. „Mig langaði að eiga bróður og
vera með venjulegt jólatré en í dag er ég
mjög ánægð og þakklát fyrir systur mínar.“
Héldu að jólin kæmu ekki
Enn eitt af þeim lögum sem færa Sigríði
jólin er „Bráðum koma blessuð jólin.“ „Ef
þú tekur burt textann er lagið ekki jólalegt
en um leið og þú heyrir fyrstu orðin kemur
jólatilfinningin. Ég söng þetta lag sem barn
í kórum og í skólanum, og það var alltaf
mikið spilað á Rás 1. Það er eins og þetta lag
ýti á jólatakkann á mér. Þannig skil ég vel
þegar fólk fær þessa tilfinningu þegar það
finnur ilminn af hangikjöti eða af einhverj-
um ákveðnum kökum. Ég skil að fólk tengi
við hefðir sem voru á þeirra bernskuheimili
en mér finnst samt að þú eigir að geta fundið
jólin þó þú hafir ekki þessa utanaðkomandi
hluti.“
Sigríður rifjar upp þegar hún eyddi jólum
í París með vinkonu sinni þegar þær voru
um tvítugt. „Við bjuggum úti, vorum frekar
blankar og ákváðum að fara ekki heim um
jólin. Við byrjuðum á að ákveða að við ætl-
uðum bara að útiloka að það væru jól því við
vorum alveg vissar um að við yrðum bara
grátandi og miður okkar. Þegar jólin nálg-
uðust fórum við síðan og keyptum í gríni
fullt af ljótu jólaskrauti og stóru plastdóti.
Við fengum að vísu sent hangikjöt, baunir,
malt og appelsín – eins klisjulega og það
hljómar. Við keyptum síðan fullt af litlum
pökkum handa hvor annarri til að hafa nóg
að opna, kveiktum á mjög hátíðlegri tónlist
með King's College Choir og þegar klukkan
varð sex voru bara allt í einu komin jól. Við
vorum búnar að undirbúa okkur undir að
jólin myndu ekkert koma til okkar, í úthverfi
í París þar sem nágrannarnir héldu ekki jól
og það var opið á barnum. Ég hugsaði þá
með mér að það sem skipti máli væri bara að
stilla sig inn á jólin og þau koma þrátt fyrri
allt. Við fórum svo í messu í Sacre Coeur og
sungum Heims um ból á íslensku. Kirkjan
var full af túristum og það var ekki þessi
sami innileiki en hann var bara heima hjá
okkur. Þá fattaði ég að ég þarf ekki að hafa
allt sem ég hélt að ég þyrfti til að upplifa
jólin, ég gat bara safnað mér saman í mín
eigin jól.“
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Sigríður Thorlacius var ekki komin með aðventukrans á fyrsta í aðventu en hefur bætt úr því þó hún reikni
ekki með því að jólalöggan mæti heim til hennar. Ljósmynd/Hari
54 viðtal Helgin 13.-15. desember 2013