Fréttatíminn - 13.12.2013, Blaðsíða 46
F yrirkomulagi deildarkeppn-innar á Englandi var breytt fyrir keppnistímabilið 1992–
93. Liðin í efstu deild stofnuðu þá
Úrvalsdeildina og um leið var tölu-
röð hinna deildanna breytt á þann
veg að sú næstefsta varð 1. deild og
svo framvegis.
Manchester United hafði oft
byrjað tímabil vel en síðan runnið
á rassinn. Nú var þessu öfugt farið.
Liðið fór afar illa af stað í hinni
nýstofnuðu Úrvalsdeild og tapaði
fyrstu tveimur leikjunum, þar af
0-3 í hinum síðari, sem var gegn
Everton. Þá gerði liðið eitt jafntefli,
en svo sigraði það í næstu fimm
leikjum. Beinu brautinni var þó ekki
náð. Fimm jafntefli í röð og síðan
tveir ósigrar sýndu ótvírætt fram á
mikinn óstöðugleika hjá liðinu og
við því varð að bregðast. Marka-
skorun var aðalvandamálið. „Liðið
skoraði ekki nema 21 mark í deild-
inni á seinni hluta síðasta tímabils á
móti 42 mörkum á þeim fyrri,“ sagði
Alex Ferguson þegar hann rifjaði
upp vandann sem steðjaði að liðinu.
„Okkur vantaði greinilega marka-
skorara, einhvern sem gat gert
gæfumuninn í jöfnum leikjum.“
„Spurðu hvort Eric Cantona sé
til sölu.“
Sumarið 1992 hafði Ferguson borið
víurnar í Alan Shearer, framherja
hjá Southampton, sem kaus frekar
að ganga í raðir Blackburn en
Manchester United. Þá keypti hann
Dion Dublin frá Cambridge og lof-
aði hann mjög góðu, en meiddist því
miður fljótlega og varð strax ljóst að
hann yrði lengi frá. Það varð til þess
að knattspyrnustjórinn fór aftur á
stúfana og reyndi að kaupa David
Hirst frá Sheffield Wednesday.
Þeim megin var ekki ljáð máls á því
en Svo hljóp nokkuð óvænt á snærið
hjá Ferguson. Gefum honum orðið:
„Martin Edwards, stjórnar-
formaður félagsins, og ég gátum
ómögulega séð fyrir okkur það
sem í vændum var þegar við sátum
síðdegi eitt, seinni hluta nóvem-
bermánaðar, inni á skrifstofunni
hans og ræddum hvað við þyrftum
að gera til þess að vinna Englands-
meistaratitilinn. Við vissum að það
þýddi ekkert að sverma fyrir leik-
mönnum hjá helstu keppinautum
okkar: Liverpool, Arsenal, Manc-
hester City og Leeds. Þaðan yrði
Enginn seldur til Manchester
United. En kannski mætti ræða
við þá hjá Everton um Peter Bear-
dsley. Hann hafði ekki náð að sýna
sitt rétta andlit þar eftir sölu frá
Liverpool og um hann vorum við
að ræða þegar síminn hringdi hjá
Edwards. Á hinum enda línunnar
var einn af stjórnarmönnum Leeds,
Bill Fotherby, og var tilgangur
símtalsins að kanna hvort að Denis
Irwin væri til sölu. Það kom ekki
til greina að selja hann og tóku
Edwards og Fotherby þá upp annað
tal og óskyldara. En einmitt þá fékk
ég hugmynd. Ég vildi ekki trufla
spjall þeirra, gekk því að skrif-
borðinu sem Edwards sat við og
skrifaði á blað fyrir framan hann:
„Spurðu hvort Eric Cantona sé til
sölu.“ Edwards leit spyrjandi á mig
og þegar ég kinkaði kolli til merkis
um að mér væri alvara gerði hann
eins og ég bað um. Fotherby hikaði,
en sagði svo að það væri ekki úti-
lokað; kvaðst myndu ræða við
knattspyrnustjóra Leeds, Howard
Wilkinson, um þetta og hafa svo
samband innan klukkustundar.
Þegar Edwards hafði slitið
símtalinu spurði hann: „Af hverju
Cantona?“ „Jú, við unnum Leeds,
2-0, fyrr á tímabilinu,“ svaraði ég,
„og eftir leikinn voru Bruce og Pal-
lister að tala um hann og í síðustu
viku barst hann í tal á milli mín og
Gérard Houllier [landsliðsþjálfara
Frakka], sem hefur mikið álit á hon-
um.“ … Við þurftum ekki að bíða
lengi eftir símtalinu frá Fotherby.
Hann hringdi aftur innan hálftíma
og sagði að Wilkinson væri til í að
selja Cantona fyrir eina milljón og
þrjú hundruð þúsund pund. Ed-
wards tókst að lækka upphæðina í
eina milljón punda og sigrarnir voru
rétt handan við hornið.“
Þvílík kaup!
Eric Cantona og Alex Ferguson
náðu strax vel saman. Knattspyrnu-
stjórinn vissi að leikmaðurinn hafði
býsna sérstakan persónuleika að
geyma og tækist að virkja hann
á réttan hátt þá yrði það til heilla
fyrir alla sem tengdust Manches-
ter United. Hann var öðruvísi en
aðrir og fékk leyfi til þess að vera
það. Gott dæmi um það er þegar
allir leikmenn Manchester United
áttu einhverju sinni að mæta í sínu
fínasta pússi við eitthvert tækifæri.
Og það voru allir í eins jakkafötum,
dökkum og stífpressuðum, nema
Cantona. Hann var léttklæddur í
skærum litum eins og þátttakandi
í kjötkveðjuhátíð og engum kom til
hugar að setja út á það. Allra síst
Ferguson sem gekk bara til hans og
sagði þetta eitt: „Flottur.“ Eða svo
segir sagan.
Cantona var ekki orðinn löglegur
með Manchester United þegar leik-
menn þess héldu niður til London,
undir lok nóvembermánaðar, til að
keppa við Arsenal. Hann fór þó með
liðinu þangað, einungis til að horfa
á leikinn að menn héldu, en klukk-
an hálf tíu á leikdeginum, laugar-
daginn 28. nóvember, bankaði
Brian Kidd upp á hótelherbergið hjá
Ferguson og sagði: „Eric vill æfa.“
Ferguson bað Kidd að fara út
með Eric og aðstoða hann við æf-
inguna. Hélt knattspyrnustjórinn að
þetta tæki aðeins stutta stund, en
þegar hann gekk til hádegisverðar
voru þeir ókomnir. Tuttugu mín-
útum síðar birtust þeir og þá mundi
Ferguson eftir einu sem Houllier
hafði sagt um leikmanninn: „Can-
tona vill æfa mikið og þarf að æfa
mikið.“ Það voru orð að sönnu. Can-
tona lét sér ekki nægja hinar hefð-
bundnu æfingar, heldur staldraði
hann lengur við á æfingasvæðinu
að þeim loknum og æfði aukalega.
Á fyrstu æfingunni eftir leikinn
gegn Arsenal, sem Manchester
United sigraði 0-1 með marki frá
Mark Hughes, kom Cantona að
máli við Ferguson og bað hann að
útvega sér tvo leikmenn til að æfa
aukalega með sér. Knattspyrnu-
stjórinn varð í fyrstu hissa á þessari
beiðni, enda ekki venjan að menn
stöldruðu lengur við á æfingasvæð-
inu en nauðsyn krefði. Hann fékk
þó þrjá leikmenn til þess að verða
eftir; tvo til að gefa boltann fyrir á
Cantona og einn markvörð. Þetta
vakti athygli hinna og næsta dag
urðu fleiri að eigin ósk eftir með
honum og sífellt fjölgaði í þeim
hópi á næstu dögum. Það voru ekki
síst ungu leikmennirnir sem vildu
verða eftir með Cantona og aðstoða
hann, sem og læra af honum. Þar
hafa piltar á borð við Ryan Giggs
og David Beckham verið nefndir
og ekki urðu þeir lakari leikmenn
fyrir vikið.
Segja má að Cantona hafi breytt
viðhorfi æði margra hjá Manches-
ter United til æfinga og sýnt þeim
fram á það með óyggjandi hætti að
aukaæfingin skapar meistarann.
Lýkur hér með þessum stutta kafla
úr bókinni Sir Alex, en Manchester
United varð í fyrsta sinn Englands-
meistari undir stjórn Alex Ferguson
árið 1993 og svo margsinnis eftir
það.
Í bókinni Sir Alex, eftir Guðjón Inga
Eiríksson, er farið yfir hinn magnaða
knattspyrnustjóraferil Sir Alex
Ferguson hjá Manchester United.
Hér á eftir verður gripið niður í
bókina og einmitt á þeim stað þegar
stjórinn nældi í Eric Cantona – leik-
manninn sem var síðasta púslið í
fyrsta stórliði Ferguson-tímans hjá
Rauðu djöflunum.
Sögulegt símtal
Eric Cantona var keyptur
til Manchester United
í nóvember árið 1992.
Liðið vann ensku deildina
í fyrsta sinn undir stjórn
Alex Ferguson vorið eftir.
Ljósmyndir/NordicPhotos/Getty
Alex Ferguson
fagnaði vel og
innilega þegar
Manchester
United varð
Englandsmeist-
ari vorið 1993.
Cantona fagnar með Ryan Giggs sem þá
var ungur og upprennandi leikmaður
United. Giggs er enn að spila, tuttugu
árum síðar.
Gullmeðferð fyrir konuna
þína í jólapakkann
Yndisleg 50 mín. andlitsbað sem
veitir húðinni mýkt, raka og ljóma
enda uppistaða kremana gull, nudd
á andllit, háls og herðar sem
gefur slökun og losar
um þreytu.
Verð kr. 8900.-
Þverholti 18
Sími: 552 2460
Handprjónasamband Íslands
Skólavörðustíg 19
s. 552-1890
www.handknit.is
Kærleiksvettlingar
Góðir fyrir
jólin
46 bækur Helgin 13.-15. desember 2013