Fréttatíminn - 13.12.2013, Blaðsíða 12
Volkswagen up! kostar frá
2.050.000 kr.
www.volkswagen.is
Lítill að utan og stór að innan
Volkswagen up! setur ný viðmið í hönnun smábíla með því að sameina
nett ytra rými og rúmgott innra rými. Hvergi er gefið eftir í kröfum um
aksturseiginleika, gæðum né öryggi og því til sönnunar eru einróma hrós
bílablaðamanna um allan heim og 5 stjörnu einkunn í árekstrarprófunum
EuroNcap. Niðurstaðan er einföld: Volkswagen up! er alvöru smábíll.
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
Eyðsla frá
4,1 l/100 km
A
uk
ab
ún
að
ur
á
m
yn
d:
s
ól
þa
k,
þ
ok
ul
jó
s
í f
ra
m
st
uð
ar
a
, s
ky
gg
ða
r
rú
ðu
r
og
1
6“
á
lfe
lg
ur
Geðhjálp Krefst úrbóta í GeðheilbriGðisþjónustu við fanGa á litla-hrauni
Fangar hafa ekki aðgang að geðlækni
Vart þarf að hafa mörg orð um nauðsyn þess að fangar hafi aðgang að
þjónustu geðlæknis, segir Geðhjálp.
l andssamtökin Geðhjálp vekja athygli á að úrbóta er þörf á að-gengi og geðheilbrigðisþjónustu
við fanga á Litla-Hrauni, að því er fram
kemur í tilkynningu þeirra. Þar segir að
heimsókn formanns og framkvæmda-
stjóra samtakanna hafi leitt í ljós að
ákvæði laga um fullnustu refsinga um
að fangar eigi rétt á sambærilegri heil-
brigðisþjónustu og allur almenningur sé
ekki uppfyllt í fangelsinu.
„Í heimsókninni kom fram að fangar
á Litla-Hrauni hafa ekki haft aðgang að
geðlækni frá því geðlæknir í 20% starfi
lét af störfum í fangelsinu um miðjan
október. Vart þarf að hafa mörg orð um
nauðsyn þess að fangar hafi aðgang að
þjónustu geðlæknis. Hópur brotamanna
á við geðrænar raskanir af ýmsum toga
að stríða við innritun í fangelsi. Þá er
almennt viðurkennt að fangelsisvist hafi
alvarleg áhrif á andlega líðan
fólks. Með tilliti til framan-
greinds telja samtökin brýnt
að þjónusta geðlæknis við
fangelsið sé tryggð. Jafn-
framt verði starfshlutfall
geðlæknis endurskoðað
með þarfir fanga í huga.
Geðhjálp leggur áherslu á
bætt aðgengi og heildstæða
geðheilbrigðisþjónustu
við fanga. Í samtölum
við fanga í fangels-
inu kom í ljós að
algengt er að bið
eftir viðtali við sál-
fræðing á vegum
fangelsismálastofnunar sé á bilinu tvær
til þrjár vikur. Tveimur sálfræðingum
er ætlað að sinna 150 föngum á landinu
öllu ásamt föngum á reynslulausn. Ljóst
er að sálfræðingarnir hafa nauman tíma
til að sinna hverjum fanga fyrir sig við
þessar aðstæður fyrir utan að mikill
tími fer í ferðalög milli fangelsa. Lagt er
til að heildstætt teymi heilbrigðisstarfs-
fólks og iðjuþjálfa frá Heilbrigðisstofnun
Suðurlands sinni heilbrigðisþjónustu
við fanga á Litla-Hrauni í því skyni að
tryggja heildstæða, einstaklingsmiðaða
þjónustu.
Landssamtökin Geðhjálp leggja
áherslu á að geðheilbrigðisþjónusta
við fanga í fangelsinu verði efld, t.a.m.
verði aukin áhersla lögð á samtalsmeð-
ferð fanga. Rétt eins og almenningur
eiga fangar að eiga greiðan aðgang að
viðeigandi meðferð á Landspítalanum
Háskólasjúkrahúsi eigi þeir við alvarleg
andleg veikindi að stríða. Síðast en
ekki síst,“ segir í tilkynningunni,
„leggur Geðhjálp áherslu á að
föngum standi til boða nauðsyn-
legur stuðningur til að aðlagast
samfélaginu á nýjan leik að lok-
inni afplánun í fangelsi.“ -jh
Margrét Frímanns-
dóttir, forstöðumaður
fangelsinsins á Litla-
Hrauni.Geðhjálp
segir fanga þar
ekki hafa aðgang
að geðlækni.
12 fréttir Helgin 13.-15. desember 2013