Fréttatíminn - 13.12.2013, Blaðsíða 72
Málið dekkað
Þ
Það stendur bíll í hlaðinu hjá flestum og
víða tveir. Einkabíllinn er þarfaþing, raun-
ar svo að erfitt er fyrir flesta að ímynda
sér daglegt stúss án hans. Við förum
á bílnum í vinnuna og hann auðveldar
okkur öll helstu erindi, hvort heldur þarf
að sækja börn eða senda, ná í afa eða
ömmu eða skjótast út í búð. Ógleymd eru
þá ferðalög, lengri eða skemmri. Auðvi-
tað má segja að við notum bílinn of mikið,
skynsamlegra væri að fara styttri leiðir
gangandi eða hjólandi og aðrar í strætó.
Það gera vitaskuld margir – en því er ekki
að leyna að bílinn sparar okkur sporin.
Yngri dóttir okkar hjóna leit raunar á
bílinn sem einn af fjölskyldunni þegar
hún var að vaxa úr grasi. Hún endasentist
með móður sinni út og suður í bílnum sem
við áttum þá, var með sitt dót í honum
og skildi því ekki þegar við seldum hann
og fengum okkur nýjan. Það dugði lítt að
halda því fram að hann hefði verið orðinn
lúinn og tími kominn á endurnýjun.
Þannig fer maður ekki með þá fjölskyldu-
meðlimi sem þreytast. Hvað á þá að gera
við ömmu og afa – svo ekki sé talað um
langömmu og langafa? Á að selja þau?
Við þessu voru fá svör en við sefuðum
stúlkuna með því að kíkja annað slagið á
þann gamla á stæði nýju eigendanna. Hún
tók nýja bílinn aldrei almennilega í sátt
og harmaði það ekkert sérstaklega þegar
við seldum hann. Þá var hún enda orðin
táningur og skildi málið betur. Það mátti
selja bílinn en ekki ömmu.
Sumir fullorðnir tengjast bílum sínum
raunar all sterkum böndum, að því er
manni virðist. Þannig sá ég viðtal nýverið
í sjónvarpi við mann sem á þrjá Mustang-
bíla, tvö nýleg tryllitæki og eitt gamalt
sem jafnframt er fyrsti bíllinn sem hann
eignaðist. Bíladella þessa manns er
því ansi sérhæfð. Ég hef aldrei eignast
tryllitæki. Sem ungur maður hefði ég
getað hugsað mér það en það kom aldrei
til, af ýmsum ástæðum. Í fyrsta lagi átti
ég ekki fyrir slíku apparati og þegar við
hjónakornin létum loks eftir okkur að
kaupa bíl réðu fjölskylduþarfir valinu. Svo
hefur verið alla okkar tíð. Konan hefur af
skynsemi séð til þess að við höfum ekki
anað út í neina vitleysu. Aðeins einu sinni,
í stuttan tíma, áttum við amerískan bíl
af hóflegri stærð, ekki tryllitæki. Kon-
unni fannst húddið hins vegar of langt og
hringdi því í mig einn góðan veðurdag og
bað mig vinsamlegast að losa mig við doll-
aragrínið, hún hefði pantað japanska pútu
sem hentaði okkur betur. Ég gerði eins og
fyrir var lagt.
Í seinni tíð höfum við leyft okkur þann
munað að reka tvo bíla. Með einföldum
heimilisútreikningum má eflaust sýna
fram á að það sé óskynsamlegt – en það
verður að hafa það. Við vorum orðin ansi
leið á eilífu skutli og höfum rekið einn
aðalbíl sem konan ekur hvunndags og við
saman þegar þannig stendur á og síðan
annan og ódýrari sem ég nota í vinnuna.
Þetta er ágætt fyrirkomulag. Konunni
finnst stundum að bíllinn „minn“ sé
orðinn heldur lúinn og því þurfi stundum
að kaupa í hann dempara eða gorm. Ég
bendi hins vegar á að afskriftir séu meiri
af fína bílnum „hennar“ og því jafnist þetta
út þótt ekki þurfi að sinna honum að öðru
leyti en að fara með hann í reglubundna
skoðun í umboðinu – og að henni lokinni
bíði konfektmolar á stokknum milli
sætanna frá hanskaklæddum verkstæðis-
mönnum.
Bílum þarf að sinna með ýmsu móti,
auk fyrrgreindra skoðana. Það þarf að
setja á þá eldsneyti. Sá gjörningur er
á minni könnu. Ég held raunar að mín
ágæta kona líti aldrei á eldsneytismæl-
inn þegar hún ekur, hún treystir því að
ég athugi stöðu hans og fylli tankinn
eftir þörfum. Bílana þarf líka að hreinsa.
Á mínum yngri árum nennti ég því en
viðurkenni að nú er ég orðinn latur við
þá iðju. Við rennum bílunum því gegnum
þvottastöð þegar þurfa þykir, að minnsta
kosti þeim nýrri. Hinn er frekar sjálf-
hreinsandi og nokkuð má treysta á að
rigning og rok hjálpi til.
Síðan þarf að skipta um dekk að vori og
hausti. Ég hef yfirleitt farið með vagnana
á hjólbarðaverkstæði og beðið meðan
ágætir starfsmenn þar hafa sett undir
sumar- eða vetrardekk, eftir árstíðum. Í
haust kom ég því hins vegar ekki í verk
með bíl konunnar – eða sameiginlega bíl-
inn okkar – eftir því hvernig á það er litið,
en kaupa þurfti vetrardekk undir hann.
Ég hafði ekki stórar áhyggjur þar sem bíll-
inn er fjórhjóladrifinn og því ólíklegt að
hún yrði strandaglópur. Mín ágæta kona
nennti hins vegar ekki að bíða, eftir að
desember gekk í garð með frosti og snjó,
og tók málið í eigin hendur. Hún hringdi í
hjólbarðaverkstæði og sagðist þurfa dekk
undir bíl sinn hið bráðasta. Hjólbarðamað-
urinn sá engin tormerki á því, hann ætti
dekk af öllum stærðum og gerðum svo
hún væri velkomin með bílinn. „Hvaða
dekkjastærð þarftu?,“ spurði hann
stimamjúkur við frúna á hinum
enda línunnar. „Það veit ég
ekki,“ sagði konan, sannleik-
anum samkvæmt. „Það er
ekkert vandamál, við finn-
um út úr því, hvaða tegund
er bíllinn?,“ sagði maður-
inn, mjúkmáll sem fyrr.
„Landkrúser,“ svaraði kon-
an umsvifalaust og taldi
málið leyst. „Landkrúser,“
sagði dekkjamaðurinn,
„hvaða gerð, 90, 120 eða
150?“
„Hef ekki hugmynd,“
sagði minn betri helming-
ur og dekkjakaupandi, „
en hann er hvítur!“
Jónas
Haraldsson
jonas@
frettatiminn.is
HELGARPISTILL
Te
ik
ni
ng
/H
ar
i
72 viðhorf Helgin 13.-15. desember 2013