Fréttatíminn - 13.12.2013, Blaðsíða 25
að yfirvöld mundu grípa inn í. Yfirlýsing seðlabanka-
stjórans var þess vegna stórt skref og margir sögðu:
„Ok, þetta er þá löglegt.“ Ég held samt að ennþá sé
þetta bóla og að menn séu að aðallega að kaupa þetta
af því að þetta er nýtt og mikið í fjölmiðlum.“
Í upphafi ársins kostaði bitcoin um 15 dollara en
eftir yfirlýsingu seðlabankastjórans þaut verðið upp
og náði hæst í um 1200 dollara. Fyrir skömmu síðan
bárust hins vegar fréttir frá Kína um að stjórnvöld
þar í landi ætluðu að beita sér gegn viðskiptum með
bitcoin. Um leið dalaði markaðurinn og stendur í um
900 dollurum þegar þetta er skrifað og er það um
tífalt það verð sem Geir greiddi fyrir brúðkaupsaf-
mælisgjöfina í júní.
Það eru tvær leiðir til þess að eignast bitcoin.
Önnur er sú að kaupa hann á markaði fyrir venjulega
peninga en hin er sú að gerast þátttakandi í netinu
sem framleiðir þessa peninga eða „grefur þá upp“.
Svipað net og á torrent-síðum
Bitcoin er búinn til af notendum á internetinu með
ókeypis og opnum hugbúnaði, sem er byggður upp
„svipaðri peer-to-peer“ hugsun og torrent-síður.
Hvaða tölvueigandi sem er getur hlaðið niður og
notað til þess að afla nýrra peninga. Nýr peningur
verður til þegar forritinu í tölvu notandans tekst að
leysa ákveðna gríðarlega flókna reikniþraut. Um leið
og ein þraut er leyst eykst sjálfkrafa sú tölvuvinna
sem þarf að vera að baki hverjum nýjum peningi.
Þessar stigvaxandi kröfur eiga að hægja á framleiðslu
nýrra peninga að tryggja að allt sé fyrirsjáanlegt og
takmarkað magn af bitcoin í umferð.
Af því að reikniþrautin þyngist með hverjum pen-
ingi sem bætist við hafa kröfurnar um vinnslugetu
tölva aukist hröðum skrefum. Sá sem hlóð niður hug-
búnaðinum í fartölvu sína um það leyti sem bitcoin
varð til árið 2009 hefði auðveldlega getað leyst fyrstu
þrautirnar og eignast pening með fartölvunni sinni
en í dag eru mjög litlar líkur á því að venjuleg fartölva
hitti á rétta lausn við reikniþraut og geti búið til nýjan
pening. Það er þó alltaf möguleiki.
Afkastageta á við 500 stærstu ofurtölvur
heimsins
En afkastageta kerfisins eykst ekki aðeins vegna þess
að notendum sé stöðugt að fjölga heldur er skýringin
fyrst og fremst sú að sífellt eru öflugri og öflugri
tölvur að tengjast þessu neti. Nú er talið að sameinuð
vinnslugeta þeirra tölvunotenda sem tengdir eru
bitcoin samsvari nú fimm hundruð öflugustu ofurtölv-
um í heiminum, samkvæmt því sem kom fram í The
Economist nýlega.
Þegar tölvan hefur fundið lausn á reikniþrautinni
og nýr peningur er orðinn til er hann geymdur í sér-
stöku stafrænu veski notandans sem minnir á net-
banka. Þegar peningur er notaður í viðskiptum til að
færa verðmæti milli manna er sendingin dulkóðuð og
fær rafræna undirskrift og rafræna vottun.
Orðið gjaldmiðilll í viðskiptum
Bitcoin-kerfið geymir síðan alla peninga sem til hafa
orðið og allar færslur sem gerðar hafa verið. Þessar
færslur eru allar óafturkræfar og er staðhæft að sá
sem vill falsa bitcoin eða bitcoin-færslur þurfi að hafa
yfir að ráða tölvukerfi sem hefur meiri vinnslugetu en
samanlögð vinnslugeta allra bitcoin-notenda.
Notendur android-síma geta fengið sér App sem
hægt er að nota til þess að senda bitcoin í aðra síma á
nokkrum mínútum og í október var fyrsti hraðbank-
inn fyrir bitcoin notendur tekinn í notkun í Vancouver
í Kanada en þar geta notendur Android-síma hlaðið
bitcoin inn í stafræna veskið sitt. Fjölmörg fyrir-
tæki eru farin að taka við bitcoin og hægt er að nota
hann sem í viðskiptum með varning eins og bækur,
tölvuleiki og fjölmargt fleira. Samfélagsmiðillinn
Reddit tekur við greiðslum í bitcoin og það gerir líka
WordPress, vinsælasta vefumsjónarkerfi í heimi og
fjölmargir aðrir. Eins eru komin á fót fyrirtæki sem
kaupa bitcoin í skiptum fyrir gjaldmiðla á borð við
dollara og evrur.
Pétur Gunnarsson
petur@frettatiminn.is
Skeifunni 10, Reykjavík
Hafnarstræti 91-93, Akureyri
Hafnarstræti 2, Ísafirði
Sími 540 2330
husgogn@penninn.is
www.penninn.isHúsgögn
ÍS
LE
N
SK
A
/S
IA
.IS
/P
EN
6
69
22
1
2/
13
DSWDSR
Eames stólar
Sígild
hönnun
frá 1950
TIlboð til áramóta:
DSR 35.900 kr.
39.900 kr.
DSW 49.400 kr.
54.900 kr. Opið
laugardag
kl. 11-16
sunnudag
kl. 13-17
Ævintýri eins og
þau gerast best!
Grimmsystur · Úlfur í sauðargæru
BÓKAÚTGÁFA
SÍMI 588 6609
WWW.BOKABEITAN.IS
Bókaflokkurinn í heild
sinni komst á metsölulista
Allir sem unna ævintýrum
eiga eftir að elska þennan
ævintýraráðgátubræðing!
Ertu búinn
að lesa fyrstu
bókina?
Frábærar
myndskreytingar
Hraðbanki fyrir bitcoin í Vancouver þar sem hægt er að hlaða
bitcoin-inneign inn í Android-síma. Mynd/Getty
Í þessari spjaldtölvu er hugbúnaður sem gerir viðskipta-
vinum hvaða fyrirtækja sem er kleift að greiða fyrir vörur og
þjónustu með bitcoin úr rafrænu seðlaveski í Android-síma.
Mynd/Getty
fréttaskýring 25 Helgin 13.-15. desember 2013