Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.12.2013, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 13.12.2013, Blaðsíða 38
skemmtir sér saman,“ segir Bubbi Morthens sem hefur gefið út sína fyrstu jólaplötu en hann býr með fjórum fallegum dísum, Ísabellu, Dögun París, Aþenu Lind og konu sinni Hrafnhildi Hafsteinsdóttur í Kjósinni við Meðalfellsvatn. Áhersla á gamaldags stemmningu „Á sínum tíma ætlaði ég að gera jólaplötu því að ég er sex barna faðir og sum eru orðin fullorðin. Svo fékk ég tækifæri til þess að fylla líf mitt af ljósberum og þá hugsaði ég með mér, nú ætla ég að gefa út jólaplötu. Kannski er þetta fyrsta jólaplatan mín af mörgum,“ segir Bubbi. Með uppáhaldslögum Bubba á plötunni eru lögin „Ljós og fag- ur“ sem og lagið „Gleym mér ei.“ „Mamma skreytti alltaf jólatréð á Þorláksmessu þegar ég var lítill en ég áður var ég bara settur í háttinn. Og svo man ég eftir þeirri mögnuðu upplifun þegar ég kom fram á að- fangadag og sá alla pakkana og tréð uppljómað. Í laginu „Ljós og fagur“ er ég að syngja um þessa stemn- ingu og er að spegla sjálfan mig sem lítinn strák sem fannst hörðu pakk- arnir mest spennandi,“ segir Bubbi. „Gleym mér ei“ er einhverskonar lífsóður og fjallar um aðra hluti en við syngjum endilega um jólin. Jólin eru líka sá tími sem maður hugsar til horfinna ástvina og „Gleym mér ei“ er líka lag um látin börn,“ segir Bubbi Bubbi segir að galdurinn við tón- listina sé að hún hafi svo margþætt áhrif og að hún sé heilun. „Hún getur verið með okkur í gleðinni og sorginni. Það er svo makalaust fyrirbæri sem tónlistin býður upp á,“ segir Bubbi. „Ég tók jólaplötuna upp sumarið 2012 en svo frestaðist útgáfan upp á dag í eitt ár. Vinnan við plötuna er búin að taka sinn tíma en ég bætti tveimur lögum við sem hafa svipað- an karakter án þess að vera hundr- að prósent sami hljómheimur. Það eru lögin „Gleym mér ei“ og „Jóla jólasveinn,“segir Bubbi. „Ég reyndi að stíga út úr þessum klisjuramma sem jólaútgáfan ber oft með sér og þessum týpísku jóla- lögum. Það er gamaldags hljómur á plötunni og gamaldags útsetningar. Lögin eru mjög stutt og meira að segja má finna „sixtís“- eða bítlaá- hrif í bland í gegnum plötuna,“ segir Bubbi. Hugmynd Bubba og markmið hans var að búa til gamaldags hljómheim og fékk hann góða sam- starfsmenn til þess að ná þeim áhrifum fram. „Hugmyndin var mín og fékk góða stráka til þess að hjálpa mér og þeir bjuggu til þennan hljómheim með mér. Hugmyndin með hljóm- heiminn var líka að hún myndi tengjast þeim tíma þegar foreldrar mínir voru lifandi,“ segir Bubbi. Segist hann vera ánægður með út- komuna. „Ég reyndi að vera einlægur og heiðarlegur og reyndi að forðast helstu klisjupyttina sem er svo auð- velt að detta í,“ segir Bubbi. Líður vel í náttúrunni Bubbi segir að lagið „Grýla er hætt að borða börn“ vinsælast á meðal barna sinna. „Það er til önnur útgáfa af þessu lagi en við hættum við hana því að ein af dætrum mínum var svo hrædd þegar hún heyrði lagið. Í upprunalega laginu var Grýla með óhljóð og alltaf þegar sá kafli kom þá færðist skelfingarsvipur yfir and- lit hennar og hún hélt yfir eyrun. Henni var mjög umhugað um það hvort að það væri nú örugglega allt öruggt og hvort að Grýla ætti heima í fjallinu hjá okkur,“ segir Bubbi. Segir hann það líklegt að hann gefi út aðra jólaplötu eða önnur jóla- lög. „Ég ætla aldrei að segja aldrei, því að ég er orðinn allt of gamall til þess,“ segir Bubbi. „Vandamálið við jólin er að mér finnst pínulítið eins og galdurinn við jólin sé horf- inn. Mér finnst eins og nútíminn sé búinn að taka þennan galdur og við öll hafa nauðgað jólunum. Mér finnst jólin vera orðin klæðalítil og útjöskuð,“ segir hann. Bubbi segir þó að hann hafi sem tónlistarmaður að sjálfsögðu alltaf þurft að sækja á þann markað. „Jólin eru tíminn sem við getum horft afturábak og áfram og mér finnst einhvern veginn að þegar jól- in eru orðin þannig að þau snúast um einhvers konar hórmang í hinu stóra samhengi er ég óskaplega þakklátur fyrir það að búa hér við vatnið þar sem eina áreitið í kring- um mig eru fuglar og hrafninn sem kemur og heilsar upp á okkur. Í þessum töluðu orðum eru tvær mýs að horfa á mig og eru að borða fræ af pallinum hjá mér,“ segir Bubbi. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is Jólin sá tími sem maður hugsar til horfinna ástvina Bubbi hefur loks gefið út sína fyrstu jólaplötu „Æsku minnar jól“ en hann hefur fundið þörf fyrir það enda er hann umkringdur litlum og stórum fegurðardísum á heimili sínu við Meðalfellsvatn. Bubbi vill að fólk leggi áherslu á kærleika og mildi í stað þess að stressa sig á tilbúnu nútímakapphlaupi. V ið þurfum að sækja inná-við og sækja í kærleika og mildi. Mér finnst líka ágæt- is hugmynd að á einhverjum tíma- punkti á aðventunni að fólk geri einn dag símalausan, sjónvarpslaus- an og útvarpslausan þar sem fjöl- skyldan fókuserar á hvort annað og Það er gamaldags hljómur á plötunni og gamaldags útsetningar, segir Bubbi Morthens. Ljósmynd/Hari 38 viðtal Helgin 13.-15. desember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.