Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.12.2013, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 13.12.2013, Blaðsíða 44
Ég er að reyna að kenna, í þessari bók, hvernig maður byggir upp hreinan vilja. Lágmúla Laugavegi Nýbýlavegi Smáralind Smáratorgi Borgarnesi Grundarfirði Stykkishólmi Búðardal Patreksfirði Ísafirði Blönduósi Hvammstanga Skagaströnd Sauðárkróki Húsavík Þórshöfn Egilsstöðum Seyðisfirði Neskaupstað Eskifirði Reyðarfirði Höfn Laugarási Selfossi Grindavík Keflavík Mundu eftir jólahandbók LyfjuGleðilegar gjafir í alla pakka Lyfja hefur að bjóða gjafavöru í úrvali fyrir alla fjölskylduna. Hjá okkur færðu fallegar gjafir sem koma sér ávallt vel. Hver sem árstíðin er þá höfum við alltaf sama takmark: Við stefnum að vellíðan. - Lifi› heil www.lyfja.is G unnlaugur Guðmundsson, Gulli stjarna, er sjálfsagt þekktasti stjörnuspek- ingur landsins enda hefur hann starfað sem slíkur í áratugi. Hann hefur sent frá sér sjálfshjálpar- bókina Leiðin til sigurs en í henni horfir hann inn á við og leiðbeinir fólki um hvernig það geti náð árangri í lífinu án þess að gangur himintunglanna komi þar við sögu. „Ég hélt námskeið í sjálfsrækt árin 1993 til 1995 og bjó í kringum þau til kennslugögn sem ganga út frá því að maðurinn sé samsettur úr sálarlífi, líkama og andlegum eiginleikum,“ segir Gulli. „Þarna bjó ég til aðferðafræðina sem ég kalla leiðina til sigurs en til þess að ná árangri þarf að gera alla þessa grunnþætti upp. „Þú ferð í gegnum sálarlífið og gerir það upp. Ferð í gegnum þetta líkamlega og þetta andlega og gerir allt upp. Málið er að það er svo mikið af bókum sem fjalla bara um eitthvað eitt af þessu. Bara um mataræði, til dæmis, en ég er að reyna að gera heildarkerfi. Þú verður að fara í gegnum þig allan ef þú ætlar að ná raunverulegum árangri. Þetta er lífsstíll og ef allt er í steik í sálarlífinu þá nærðu ekki árangri.“ Von og Ósk Framan á bókinni eru tvær dúfur. Merkingarbærar að sjálfsögðu. „Ég kalla þær Von og Ósk. Það sem við gerum í rauninni í lífinu er að við senda vonir og óskir út í loftið. Og af hverju rætast svo ekki þessar vonir og óskir? Vegna þess að þú skýtur þær í rauninni niður sjálfur. Þú sendir efa og ótta strax á eftir þeim. Ég nota dæmi um flugvélamóð- urskip í bókinni. Flugvélarnar á skipinu bera ýmis nöfn. Ein vélin heitir Von og önnur Ósk. Prófum að senda þessar vélar út í loftið með von í brjósti um að þær snúi til baka stútfullar af peningum. Þetta er eitthvað sem við gerum gjarn- an. Við sendum vonir og óskir út í loftið. En oft á tíðum gerist ekkert og það er einkum tvennt sem kemur í veg fyrir árangur. Í fyrsta lagi er athygli okkar er ekki vakandi. Við sendum ósk út í loftið en svo gleymum við bara óskinni. Í öðru lagi er vilji okkar ekki hreinn. Við sendum vélarnar Ósk og Von af stað en skömmu síðar sendum við herþoturnar, Efa og Ótta, á loft og skjótum Óskina og Vonina niður. Þess vegna náum við ekki árangri,“ segir Gulli og spyr í framhaldinu: „Hvernig kemur þú í veg fyrir það? Þú verður að taka til í sálar- Við skjótum vonina niður Stjörnu- spekingurinn Gunnlaugur Guðmundsson er þekktastur sem slíkur enda hefur hann í áratugi dregið upp og rýnt í stjörnukort fólks. Hann sýnir nú á sér nýja hlið í sjálfs- hjálparbókinni Leiðin til sigurs þar sem hann segist taka á öllum grunn- þáttum sem fólk þurfi að sinna til þess að ná raunverulegum árangri. Hann hefur viðað að sér efni í bókina í tuttugu ár og byggir hana ekki síst á eigin sigrum og ósigrum í lífinu. Gunnlaugur Guð- mundsson er þekktur stjörnuspekingur en horfir ekki til himins í sjálfshjálparbók sinni Leiðin til sigurs þar sem hann fer yfir alla grunnþætti sem þurfa að vera í lagi hjá fólki þannig að það geti náð árangri. Ljósmynd/Hari lífinu. Þú verður að losa þig við ótta og hræðslu. Flótti er frumorsök allra vandamála þannig að ég fer í gegnum hvernig maður tekur á flótta í sálarlífinu. Hann er orsök vandamálanna og það er verkefni að takast á við hann.“ Sigrar og ósigrar Gulli segir að vissulega taki á að glíma við flóttatilhneiginguna. „Þetta er spurning um hvað þú vilt. Ég segi frá því í bókinni að ég hef oft sigrað í lífinu en ég hef líka oft beðið ósigur. „Ég hef oft klúðrað málunum og þegar ég horfi til baka þá sé ég að þegar mér gengur illa þá er oft ákveðin hegðun undanfari þess. Ég nenni ekki í ræktina. Ég borða ekki góðan mat og hugsa nei- kvætt. Og þá fara hlutirnir að ganga illa. En þegar ég tek mig á, fer að hugsa jákvætt og jafnvel að hugleiða. Fer í ræktina og borða góðan mat þá fer að ganga vel. Þannig að þú get- ur gengið leiðina til sigurs eða þú getur gengið leiðina til helvítis. Ég er að reyna að kortleggja þetta. Hvað þarf ég að gera til að ná árangri? Til að sigra í eigin lífi? Ég hélt þessi námskeið í tvö ár og ég hef gert þetta sjálfur. Í bókinni fer ég í gegnum hvern- ig á að vinna með sálarlífið, ég fer í gegnum líkamann, mataræðið og líka í gegnum mark- miðasetningu.“ Gulli kynnir einnig hugleiðsluaðferðina sem kennd er við vakandi athygli, eða „mindfull- ness“. „Ég tek þetta allt fyrir. Ég tek fyrir sálar- líf mannsins, líkamlega sviðið og hið huglæga og andlega. Spóla bara í gegnum þetta með ráð- leggingum og greiningu.“ Allur pakkinn „Það sem gerir þessa bók öðruvísi en aðrar bækur er að ég er að reyna að skoða heildina,“ segir Gulli. „Það er æðislega fínt að þú borðir góðan mat og farir í ræktina en ef þú ert með höfnunarkennd og reiði þá lemurðu konuna þína hvort sem þú hefur verið í ræktinni eða ekki. Af því að þú ert ekki búinn að taka sálar- lífið í gegn. Ef þú ferð í gegnum líkamsrækt og mataræði en hefur ekki skýr markmið þá nærðu heldur ekki árangri. Vegna þess að þú ert óttasleginn, fullur af efa og reiði og þá verða markmiðin ekki skýr.“ Gulli segir galdurinn liggja í hreinum vilja. „Ég er að reyna að kenna, í þessari bók, hvernig maður byggir upp hreinan vilja. Til þess að ná árangri. Þetta er í raun leiðin til sigurs í eigin lífi. Ég segi frá mínu eigin lífi, mínum eigin ósigrum, hvernig ég klúðraði málunum og svona. Þeim erfiðleikum sem ég lenti í hér áður fyrr. Þetta er mjög flott bók, skal ég segja þér, og þetta er svona tuttugu ára meðganga að baki henni. Ég skrifaði grunninn 1993 til 1995 en hef svo tekið þetta upp aftur og yfirfarið. Og af hverju er ég, stjörnuspekingurinn, að gera þetta? Ég fæ mjög margt fólk til mín í einkatíma þar sem ég er að lesa út úr stjörnu- kortum og er þá oft að vinna með sjálfsþekk- ingu. Ég nýti í raun allt það besta sem ég hef rakið mig á í þessum efnum á síðustu tuttugu árum.“ Gulli líkir manninum við hús í bókinni og þannig byrjar hann að taka til í kjallaranum, með tilheyrandi æfingum, og svo fikrar hann sig áfram upp og endar á tiltekt uppi í risi. „Þetta eru praktísk ráð, mjög yfirgripsmikið en ekkert hátíðlegt eða flókið,“ segir Gulli um leið sína til sigurs. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is 44 viðtal Helgin 13.-15. desember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.