Fréttatíminn - 13.12.2013, Blaðsíða 18
S
Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur aldrei þurft að
grípa til þess neyðarúrræðis að beita skotvopnum á
vettvangi fyrr en á dögunum er karlmaður í Árbæj-
arhverfi í Reykjavík féll í áhlaupi hennar. Sérsveitin
hefur þó margoft verið kölluð til í þeim tilgangi að
yfirbuga menn, ýmist vopnaða egg- eða skotvopn-
um. Atburðurinn í Árbæjarhverfinu á sér því ekki
hliðstæðu en við tilraunir sérsveitarmannanna til að
yfirbuga manninn skaut hann ítrekað að þeim.
Í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra
og lögreglustjóranum á höfuðborgar-
svæðinu var atburðurinn harmaður
en fram tekið að við fyrstu sýn yrði
ekki betur séð en sérsveitarmennirn-
ir hefðu farið eftir verklagsreglum.
Ríkissaksóknari tilkynnti í framhald-
inu um rannsókn á atvikum og að-
gerðum lögreglu á vettvangi. Málið
er því í farvegi en vakti að vonum
athygli hér á landi og jafnvel erlendis.
Eðlilegt er að umræða vakni um
vopnaburð lögreglunnar við atburð
sem þennan. Nauðsynlegt er að vopnuð sérsveit
sé á vegum ríkislögreglustjóra til að bregðast við
aðstæðum sem upp geta komið. Fjölmörg dæmi eru
um það að sérsveitin hafi yfirbugað og handtekið
vopnaða menn, hættulega sjálfum sér og öðrum. Til
þess að bregðast við svo alvarlegu ástandi þarf sér-
þjálfaða menn sem búnir eru nægum vörnum.
Umræðan er hins vegar ekki bundin við vopna-
burð sérsveitarmenna heldur hins almenna lög-
reglumanns sem ber ekki skotvopn í starfi. Í
könnun sem Landssamband lögreglumanna lét
gera snemma á síðasta ári kom fram að lögreglu-
menn væru almennt andvígir vopnaburði en vildu
aukið aðgengi að skotvopnum. Þar var vísað í
norska fyrirmynd. Almennir lögreglumenn í Noregi
ganga ekki með skotvopn, ólíkt starfsbræðrum í
Danmörku og Svíþjóð, en norska lögreglan er með
í bílum sínum skotvopnahirslu sem ekki er hægt að
opna nema með til þess bærum áhöldum.
Lögreglan vinnur nú að því að meta áhættu og
öryggisþörf, meðal annars í tengslum við hug-
myndir um vopnaburð. Reiknað er með að þeirri
vinnu ljúki um áramót. Haft hefur verið eftir Hönnu
Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra að hún sé
tilbúin að skoða málið en mikilvægt sé að lögreglan
ljúki sinni vinnu áður en afstaða verður tekin til
þess. „Við erum auðvitað öll að vonast til þess að við
getum búið í samfélagi sem er tiltölulega laust við
þessa hluti,“ segir ráðherrann, en bætir því við að
lögreglan verði að geta gripið til vopna við aðstæður
þar sem þess gerist þörf.
Almennum lögreglumönnum mæta að sönnu
alvarlegar aðstæður en þeir geta, ef á þarf að halda,
kallað til sérsveit. Vonandi kemur ekki til þess að
íslenskir lögreglumenn fari að ganga með byssu í
hulstri við almenna löggæslu, eða með byssu í lög-
reglubílum. Atburðurinn í Árbæjarhverfi, einn og
sér, gefur ekki tilefni til þess. Þar var um veikan
einstakling að ræða og afmarkað tilvik. Helgi Gunn-
laugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félags-
fræði við Háskóla Íslands, segir að vangaveltur
um betri aðgang lögreglunnar að skotvopnum séu
venjulega tengdar framgangi skipulagðrar glæpa-
starfsemi. Í því sambandi sé hætta á að ógnarjafn-
vægi myndist. Sýni eða beiti lögregla skotvopnum
telji brotamenn sig þurfa að gera slíkt hið sama.
Aukinn vopnabúnaður þurfi því ekki að þýða það
sama og öryggi lögreglumanna og borgara.
Í könnun sem gerð var á vegum könnunarfyrir-
tækisins MMR fyrir tveimur árum kom fram að
mikill meirihluti landsmanna, 70 prósent, er andvíg-
ur því að lögreglumenn beri skotvopn við almenn
skyldustörf. Lögreglumenn gæta öryggis borgar-
anna og um leið þarf að gæta að öryggi þeirra við
skyldustörf. Farsælla virðist vera að sú gæsla verði
hér eftir sem hingað til án byssuburðar. Leiðin er
fremur að fjölga lögreglumönnum, sem fækkað
hefur í niðurskurði undangenginna ára. Að því er
stefnt á nýju ári, með sérstöku fjárframlagi, að því
er fram hefur komið hjá innanríkisráðherra.
Fjölgun lögreglumanna fremur en byssa í hulstri eða lögreglubíl
Vopnleysi hér eftir sem hingað til
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
NOTAÐIR BÍLAR Kletthálsi 2 · 110 Reykjavík · Sími 590 2160 · www.notadir.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
3
-2
4
9
3
Kia Sorento EX Luxury
Árg. 2006, ekinn 111 þús. km,
dísil, 140 hö., sjálfskiptur,
eyðsla 8,4 l/100.*
Verð: 2.750.000 kr.
Kia Sportage EX 4wd
Árg. 2012, ekinn 33 þús. km,
dísil, 136 hö., beinskiptur,
eyðsla 5,7 l/100.*
Verð: 4.950.000 kr.
Kia cee‘d Sportswagon LX 1,6
Árg. 2012, ekinn 35 þús. km,
dísil, 116 hö., sjálfskiptur,
eyðsla 5,6 l/100.*
Verð: 2.950.000 kr.
Kia cee‘d LX 1,6
Árg. 2012, ekinn 45 þús. km,
dísil, 116 hö., 6 gíra, beinskiptur
eyðsla 4,4 l/100.* Grænn bíll.
Verð: 2.550.000 kr.
Opið virka daga kl. 10-18
* Skv. uppgefnum meðaleyðslutölum frá framleiðanda.
5,5 ár
eftir af
ábyrgð
5,5 ár
eftir af
ábyrgð
5,5 ár
eftir af
ábyrgð
Veldu notaðan Kia
með lengri ábyrgð
Kia Sportage EX 4wd
Árg. 2013, ekinn 31 þús. km,
dísil, 136 hö., sjálfskiptur,
eyðsla 6,9 l/100.*
Verð: 5.790.000 kr.
Greiðsla á mánuði
39.900 kr.
M.v.60% innborgun og 84 mán. óverðtryggt
lán á 9,7% vöxtum. Árleg hlutfallstala
kostnaðar: 11,94%.
6,5 ár
eftir af
ábyrgð
Kia Rio LX 1,4
Árg. 2013, ekinn 24 þús. km,
dísil, 90 hö., beinskiptur,
eyðsla 4,1 l/100.* Grænn bíll.
Verð: 2.450.000 kr.
Greiðsla á mánuði
19.900 kr.
M.v.53% innborgun og 84 mán. óverðtryggt
lán á 9,7% vöxtum. Árleg hlutfallstala
kostnaðar: 12,53%.
6,5 ár
eftir af
ábyrgð
Gott
eintak
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@
frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg
Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon
hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdi-
mar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatím-
inn er gefinn út af Morgundegi ehf. og prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
Skelltu þessu á Wiki-
Leaks maður!
Kjósendur þínir verðskulda
að vita fyrir hvaða upphæð
þú seldir þig Hollywood og
hvaða leyniákvæði leynast í
samningnum.
Julian Assange, stofnandi
WikiLeaks, og Birgitta Jóns-
dóttir þingpírati tókust á um
þátt Birgittu í gerð kvikmyndar
um WikiLeaks sem Assange
finnur allt til foráttu.
La Cosa Nostra
Framsóknarflokkurinn er fyrst
og fremst fjölskylduflokkur.
Vigdís Hauks-
dóttir, formaður
fjárlaganefndar,
greindi kjarnann í
hugsjónum Fram-
sóknarflokksins.
Ekki er þó alveg
ljóst flokkur hvaða
fjölskyldna hann er.
Ætlar ekki að lúta í gras
Ég er svo mikið barn og bað
ekki um neitt skriflegt. Ég hélt
að hún myndi standa við þetta.
Ég hélt að ef fólk lofaði ein-
hverju stæði það við það.
Adolf Ingi Erlingsson, fyrr-
verandi íþróttafréttamaður, er
vægast sagt ósáttur við stjór-
nendur Ríkisútvarpsins sem létu
hann fjúka eftir rúmlega tuttugu
ára starf.
Má þá dánlóda núna?
Það er verið að breyta aðeins
um stefnu.
Snæbjörn Steingrímsson er að
hætta sem framkvæmdastjóri
SMÁÍS en sem slíkur hefur hann
staðið í ströngu í baráttu gegn
niðurhali efnis af netinu.
Peningarnir eru í bolt-
anum
Frítt!! Og ég kem ekki einu sinni
bílnum í gang á morgnana!
Andri Freyr Viðarsson kafnaði
nánast úr hneykslan í þætti
sínum Virkir morgnar á
Rás 2 þegar hann heyrði
af því að stjórnandi
íþróttadeildar RÚV byggi
frítt á vegum stofnunar-
innar í húsi á Vatnsenda.
Vegna þess hann
drekkur Mountain Dew
Hvernig geta Íslendingar sem
þjóð litið á þennan mann sem
leiðtoga.
Leikarinn og grínarinn Rus-
sell Brand vakti lukku þegar
hann gerði grín að Sigmundi
Davíð Gunnlaugssyni forsætis-
ráðherra.
Vikan Sem Var
18 viðhorf Helgin 13.-15. desember 2013