Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.12.2013, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 13.12.2013, Blaðsíða 20
Íslensku jólasveinarnir komu upphaflega til að hræða börn Hrædd um að jólasveinninn stigi ofan á sig S tóri dagurinn var í gær – fyrsti dagurinn sem dóttir mín fékk gjöf frá jólasveininum í skóinn. Satt að segja var það fyrir einskæra tilviljun að ég mundi eftir að segja henni að setja skóinn út í glugga því ég var algjörlega ómeðvituð um hvaða dag Stekkjarstaur kæmi til byggða, fyrirmyndarmóðirin ég. Þökk sé myndum af annarra manna börnum á Facebook gat ég rétt fyrir háttinn sagt henni söguna af jólasveinunum sem gæfu góðum börnum í skóinn. Henni fannst þetta vitan- lega mjög undarlegt til að byrja með og óttaðist mest að jólasveinninn myndi stíga ofan á hana í rúminu þegar hann kæmi í myrkrinu en ég sagði henni að það væri ekkert að óttast. Þegar kom að því að velja skó vildi hún helst setja flottustu skóna sína í gluggann, bleika pallíettuskó, en þar sem þeir voru hjá ömmu hennar gekk það ekki. Ég harðbannaði henni að setja kuldaskóna sína út í glugga því þeir væru skítugir og hún þyrfti að fara í þeim á leikskólann daginn eftir og því væri ómögulegt að hafa þá úti í glugga. Við komumst að þeirri sam- eiginlegu niðurstöðu að segja inniskó með mynd af Dóru landkönnuði í gluggann. Vitanlega ætlaði barnið að setja báða skóna í gluggann því skór koma í pörum en mér tókst að sannfæra hana um að það væri nóg að setja bara annan skóinn. Svona hversdags, eða hverskvölds, halla ég hurðinni hjá henni þegar hún fer að sofa en í þetta skiptið æpti hún þegar ég gerði mig líklega til að halla aftur. „Það verður að vera opið. Annars kemst jólasveinninn ekki inn!“ sagði hún áhyggjufull. Eins og ekkert væri eðlilegra ítrekaði ég að jólasveinninn væri bara fyrir utan og teygði hendina inn um gluggann til að setja gjöf í skóinn. En dyrnar urðu samt að vera opnar. Það fyrsta sem blessað barnið sagði þegar það vaknaði í gærmorgun var: „Er jólasveinninn búinn að koma?“ Ég hafði vitanlega ekki hugmynd um það enda ekki búin að kíkja út í glugga og sagði henni að fara og athuga málið. Hún fór hikandi að glugganum en tók brátt gleði sína og tilkynnti hátt og snjallt hvað jólasveinninn hefði komið með: „Mandarínu!“ En Stekkjarstaur hafði ekki komið með neina venjulega mandarínu heldur hafði hann skrifaði nafnið hennar Lovísu á mandarínuna og teiknað á hana með svörtum túss- penna. Við mæðgur sammæltumst um að það mætti ekki skrifa á mandarínur en jólasveinninn fékk undanþágu hjá dóttur minni „því hann er svo snið- ugur.“ Þegar við komum á leikskólann hvíslaði hún spennt að mér að hún ætlaði að segja leikskólakennaranum á hennar deild að jólasveinninn hefði gefið henni mandarínu sem hann var búinn að skrifa á. En auðvitað er fátt rökréttara en að óttast að einhver jólasveinn hrein- lega stígi á mann þegar hann kemur að heimilinu um hánótt og auðvitað frekar undarlegt að setja bara annan skóinn í gluggann. Börn hugsa nefni- lega oft svo rökrétt. Þannig heyrði ég af barni sem náði ekki að festa svefn af ótta við þennan ókunnuga mann sem ætlaði að koma um nóttina þegar barnið væri sofnað. Það hljómar nefnilega svolítið óhugnarlega og á endanum þurftu foreldrar barnsins að telja því trú um að jólasveinnin væri ekki til svo barnið gæti sofið rólegt á nóttunni. Það er kannski heldur ekki að undra því íslensku jólasveinarnir voru fyrst kynntir til sögunnar til að hræða börn, líkt og foreldrar þeirra Grýla, Leppalúði svo og Jólaköttur- inn. En í dag er markmið þeirra sem betur fer að gleðja börnin og til að gleðja jólasveinana ætlum við Lovísa að sækja bleiku pallíettuskóna til ömmu hennar áður en næsti jóla- sveinn kemur. Erla Hlynsdóttir erla@ frettatiminn.is Sjónarhóll Sími 570 2400 · oryggi.is Stöndum vaktina allan sólarhringinn Vefverslun með öryggisvörur á oryggi.is Kertaljós og skreytingar þarf að umgangast með varúð Tryggið eldvarnir heimilisins, reykskynjarar, slökkvitæki og eldvarnarpakkar í miklu úrvali. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 23 24 7 Eldvarnarpakki 1 Tilboðsverð í vefverslun 14.668 kr. Listaverð 22.741 kr. Tilvalið í bílinn eða ferðavagninn Eldvarnarpakki 2 Tilboðsverð í vefverslun 20.937 kr. Listaverð 32.460 kr. Eldvarnarpakki 3 Tilboðsverð í vefverslun 13.398 kr. Listaverð 20.772 kr. Eldvarnarpakki 4 Tilboðsverð í vefverslun 7.205 kr. Listaverð 11.171 kr. Eldvarnarpakki 5 Tilboðsverð í vefverslun 14.177 kr. Listaverð 21.980 kr. Vikan í tölum 126 milljóna hagnaður var á rekstri framleiðslufyrirtækisins Truenorth í fyrra og þrefaldað- ist frá fyrra ári. Fyrirtækið sá um tökur á fjórum Hollywood- myndum hér á landi í fyrra. 15 prósentustiga aukning varð á sölu jólabjórs í nóvember miðað við sama mánuð í fyrra. 307 þúsund lítrar seldust í ár en 267 þúsund í fyrra. 4,8 milljarðar króna er heildar- söluverðmæti skyrs í verslunum á Norðurlöndunum í ár. Útflutnings- tekjur af skyri verða ríflega 500 milljónir króna. 1 sólarhringur leið frá því Pálma Þór Sævarssyni var sagt upp störfum sem þjálfari úrvals- deildarliðs Skalla- gríms í körfuknatt- leik þar til hann var endurráðinn. 20 viðhorf Helgin 13.-15. desember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.