Fréttatíminn - 13.12.2013, Blaðsíða 32
Verðmætt veganesti
Framtíðarreikningur Íslandsbanka er
verðmæt gjöf sem vex með barn inu.
Hann er bundinn þar til barnið verður
18 ára og ber hæstu vexti almennra
verðtryggðra inn lánsreikninga bankans
hverju sinni.
Með því að stofna Framtíðarreikning í
nafni barns safna ástvinir fyrir það í sjóð
sem getur seinna meir orðið ómetanlegt
veganesti út í lífið.
Þú finnur sérfræðinga í sparnaði
í þínu útibúi.Framtíðarreikningur
vex með barninu
Öllum nýjum Framtíðarreikningum og
innlögnum yfir 3.000 kr. fylgir falleg peysa.*
Jólakaupauki!
* Meðan birgðir endast.
Við bjóðum
góða þjónustu
islandsbanki.is | Sími 440 4000
stöð er að fara að sýna þættina sem er mjög
gaman. Þetta er stöð fyrir sænskumælandi
Finna sem er skondið því ég er Svíi en tala
íslensku í þáttunum. Mér finnst þetta bara
virkilega spennandi og hvetur mig áfram.“
Lúsíumessa í dag
Fjölskylda Yesmine skiptist á að eyða jól-
unum á Íslandi og í Svíþjóð. „Við erum hér
annað hvert ár. Þá er hangikjötsveisla í
sveitinni með tengdaforeldrunum. Síðasta
aðfangadag vorum við bara heima hjá okkur
og borðuðum kalkún og fórum svo til þeirra
daginn eftir. Önnur hver jól erum við síðan
í Svíþjóð og þá eldar pabbi mest af matnum.
Mér finnst gott að vera hjá pabba og við erum
náin. Mamma dó árið 2007 þegar dóttir mín
var bara þriggja mánaða.“ Yesmine vill ekki
fara nánar út
í það. „En fjöl-
skylda mömmu
er mjög stór og
við hittumst
alltaf þegar ég
fer til Svíþjóðar.
Pabbi minn
kemur líka oft
hingað um jólin
þegar við erum
hér og jafn-
vel systir mín
líka. Mér finnst
gott þegar þau
koma.“
Yesmine
heldur í ýmsar
sænskar jóla-
hefðir og bakar lúsíubollur með börnunum.
„Þetta er bara sætt hveitideig með saffran.
Lúsíuhátíðin er falleg hefð sem ég held mikið
upp á “ Í Svíþjóð eru haldnar Lúsíugöngur
ungmenna sem öll eru klædd hvítu og í farar-
broddi er stúlka í hvítum kyrtli með kerta-
ljósakrans um höfuðið en það var siður að á
morgni Lúsíumessu kæmi ung stúlka klædd
sem Lúsía með morgunverð handa heim-
ilisfólkinu. „Ronja hefur tekið þátt í Lúsíu-
göngunni hér á Íslandi síðustu þrjú ár. Þá eru
sungnir sálmar og jólalög og þetta er afskap-
lega fallegt. Í íþróttahúsinu Globen í Stokk-
hólmi er alltaf stór hátíð og þykir það mikill
heiður að vera valin sem Lúsía.“ Lúsíumessa
er 13. desember og af því tilefni stendur
Sænska félagið á Íslandi fyrir messu í Sel-
tjarnarneskirkju í jólahefðir Íslendinga vakti
athygli Yesmine þegar hún flutti hingað.
„Mér fannst mjög skrýtið að hér væru 13 jóla-
sveinar sem allir gæfu í skóinn. Fyrst fannst
mér þetta algjört rugl en ég er búin að venjast
þessu. Í Svíþjóð er bara einn jólasveinn sem
kemur nóttina fyrir aðfangadag. Finnst
fannst mér það bara algjört rugl að það væru
svona margir jólasveinar,“ segir hún hlæjandi
og bætir við: „Mér finnst þeir líka svolítið
ljótir og alltaf að stríða fólki. Jólasveinninn í
Svíþjóð er sætur. Ég hef sagt Ronju hvernig
jólasveinninn í Svíþjóð er og við lesum jóla-
sögur frá báðum löndum þannig að jólahefð-
irnar eru svolítið blandaðar. Svíar borða síðan
lútfisk í staðinn fyrir skötu,“ segir hún en
lútfiskur er útvatnaður fiskur sem hefur legið
í lúti. „Mér finnst gaman að hefðum og hef
borðað skötu en mér finnst lútfiskur betri.
Hann er mildari.“
Yesmine og Addi giftu sig fyrir fimm
árum en þau kynntust upphaflega árið 1998.
„Það tók okkur alveg þrjú ár að ná saman.
Fyrst vorum við bara góðir vinir en þegar
við fórum að vinna meira saman fóru hlut-
irnar að breytast.“ Hún sér ekki ein um elda-
mennskuna á heimilinu heldur er Addi einnig
liðtækur í eldhúsinu. „Þegar ég elda nota ég
meira af kryddi, hvítlauk, chilli og engifer.
Hann eldar minna kryddaðan mat. Hann eld-
ar mjög góðan mat og er mjög duglegur. Addi
er mikill veiðimaður og hann er algjör snill-
ingur í að elda lax. Hann eldar líka gott lamb.
Stundum fer hann aðeins út í ítalska matar-
gerð. Minn stíll er ekki endilega hefðbundinn
indverskur matur heldur fæ ég frekar inn-
blástur frá Indlandi og fleiri asískum löndum
og bæti svo við ferskum íslenskum blæ.“
Nýtt chilli-súkkulaði
Enn er óákveðið hvað verður á veisluborðinu
næsta aðfangadag og Yesmine spyr hvað ég
ætli að borða á aðfangadag, svona til að fá
hugmyndir en á mér er lítið að græða því ég
hef ekki heldur hugmynd um hvað ég borða.
„Kannski höfum við bara kalkún aftur,“ segir
hún hugsi. „Eða lamb.“
Við erum staðnar upp og ég aftur farin
að dást að útsýninu þegar Yesmine segist
skyndilega hafa steingleymt einu, bregður
sér aðeins frá og kemur til baka með kramar-
hús úr sellófani fullt af súkkulaðibitum.
„Þetta er chilli-súkkulaði. Ég er búin að vera
að kenna fólki að búa svona til á námskeiðum
og fólk hefur verið mjög hrifið. Þetta er dökkt
súkkulaði með hnetum, möndluflögum og
kryddi þannig að þetta er bara frekar hollt
nammi. Mér fannst kominn tími til að gefa
eitthvað frá mér meira en bækur þannig að
nú er ég að framleiða chilli-súkkulaði.“ Yesm-
ine hefur verið gestakokkur í Munnhörp-
unni í Hörpu, þar býr hún til góðgætið sem
verður meðal annars til sölu þar og í Kjólar
og Konfekt. Ég stenst ekki freistinguna og
spyr hvort ég megi ekki opna kramarhúsið
og smakka. „Auðvitað,“ segir hún. Ég finn
hvernig kryddbragðið blandast við súkkulað-
ið og minnir á jól og austurlönd á sama tíma.
Nú þegar ég er búin að smakka súkkulaðið
krefst hún þess að ég taki allt kramarhúsið
með mér. „Þetta er það fyrsta matarkyns sem
ég sendi frá mér undir eigin nafni. Það fer
svo eftir viðtökunum hvort það verður eitt-
hvað meira seinna.“
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Bókahillurnar
setja svip sinn
á eldhúsið hjá
Yesmine og hefur
fólk sem kemur
til hennar jafnvel
tekið mynd af
þeim til að setja
upp svipaðar
hillur hjá sér. Ljós-
myndir/Hari
32 viðtal Helgin 13.-15. desember 2013