Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.12.2013, Blaðsíða 104

Fréttatíminn - 13.12.2013, Blaðsíða 104
104 bíó Helgin 13.-15. desember 2013 Hér kveður við hið gamal- kunna stef um baráttu góðs og ills.  Frumsýnd Frozen A llt frá því Walt Disney framleiddi teiknimyndina um Mjallhvíti árið 1937 hefur teiknimyndarisinn, sem ber nafn hans, gert sér mat úr sígildum ævintýrum. Þyrnirós, Gosi, Hrói höttur, Litla hafmeyjan og Pétur Pan eru nærtæk dæmi. Disney tók sögu H.C. Andersens, Litlu hafmeyjuna, sínum tökum 1989 og sló í gegn með krúttlegri útfærslu á harm- rænni sögu danska höfundarins. Í Frozen sækir Disney aftur í smiðju Andersens en myndin er lausbyggð á ævintýrinu um Snæ- drottninguna. Frozen gerist í konungsríki þar sem eilífur vetur ríkir vegna þess að Snædrottningin Elsa hefur hneppt landið í álög. Anna er bjart- sýn og vösk stúlka sem leggur upp í ferðalag til þess að ná fundum Snædrottningarinnar, en það vill svo til að þær eru systur, og reyna að fá álögunum aflétt. Elsa sjálf á heldur ekkert sjö dagana sæla vegna þess að á henni hvílir sú bölvun að allt sem hún snertir verður að snjó og ís. Hér kveður við hið gamalkunna stef um baráttu góðs og ills og eins og í öllum al- mennilegum ævintýrum nýtur aðalpersónan aðstoðar tryggra hjálparhellna. Fjallamaður- inn ungi, Kristján, slæst í för með Önnu og það gera líka ofurgáfað hreindýr og orð- heppni snjókarlinn Ólafur. Óskarsverðlaunahafinn John Lassetter stýrði framleiðslu myndarinnar en hann þyk- ir býsna lunkinn í þessum efnum og á til að mynda mikið til heiðurinn af mörgum vinsæl- ustu teiknimyndum sem sögur fara af, eins og til dæmis Toy Story-myndunum. Engu var til sparað við gerð Frozen enda ætlar Disney- samsteypan sér að græða vel á tiltækinu. Umhverfi sögunnar er unnið upp úr norsku landslagi en teiknararnir voru sendir til Nor- egs um hávetur til þess að fá góða tilfinningu fyrir því hvernig alvöru vetrarríki lítur út. Frozen verður sýnd bæði með ensku tali og íslensku en á frummálinu ljá leikararnir Edie McClurg, Jonathan Groff, Chris Williams, Josh Gad, Stephen J. Anderson og Kristen Bell helstu persónum raddir sínar. Aðrir miðlar: Imdb: 8,1, Rotten Tomatoes: 88%, Metacritic: 74% Teiknimyndaliðið hjá Disney hefur í gegnum áratugina víða leitað fanga og gert myndir eftir fjölda sígildra ævintýra. Danski rithöfundurinn H.C. Andersen hefur reynst teiknimyndarisanum haukur í horni og afbökun Disney á ævintýrinu um litlu hafmeyjuna gerði stormandi lukku á sínum tíma. Nú er leitað í smiðju Danans á ný en Frozen sækir innblástur í sögu hans um Snædrottninguna. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Disney í vetrarríki Andersens Anna og félagar lenda í ævintýrum með snjókarlinum hressa, Ólafi í Frozen.  Frumsýnd HomeFront Breski jaxlinn Jason Statham er öflugasti og afkastamesti hasar- myndaleikari vorra tíma og hefur tekið við keflinu af gömlu kemp- unum Sylvester Stallone og Arnold Schwarzenegger. Stallone virðist í meira lagi sáttur við arftakann en þeir félagar hafa gert það gott saman í tveimur Expendables- myndum. Og nú mætir Statham til leiks í Homefront sem gerð er eftir handriti Stallones sem sjálfur ætlaði sér einhvern tíma að leika aðalhlutverkið. Statham leikur fyrrverandi fíkniefnalögguna Phil Broker sem er nýflutt til lítils bæjar ásamt dótt- ur sinni og vonast til að finna þar frið eftir að hafa um árabil staðið í eldlínu baráttu lögreglunnar við eiturlyfjasala og annað hyski. Feðginin fá þó ekki að njóta kyrrðarinnar lengi og eftir að dótt- irin lendir upp á kant við hrotta í skólanum verður allt vitlaust. Fíkniefnaframleiðandinn Gator blandar sér nefnilega í málið og er fenginn til að flæma Phil úr bænum. Þegar hann kemst svo að fortíð Phils finnst honum upp- lagt að kála honum bara. Og þá grípur okkar maður, seinþreyttur til vandræða, til vopna og fjandinn verður laus. Aðrir miðlar: Imdb: 6,7, Rotten Tom- atoes: 38%, Metacritic 39%. Hvað ungur nemur... Jason Statham gefur ekkert eftir frekar en fyrri daginn.  GrænA ljósið Pioneer Olíusamsæri í Norðursjó Frændur vorir, Norðmenn, eru að verða ansi frekir til fjörsins í gerð spennumynda og í Pioneer sam- eina þeir krafta sína Erik Skold- bærg, leikstjóri Insomnia, og framleiðendur þeirrar frábæru spennumyndar Hausaveiðararnir sem gerð var eftir samnefndri sögu Jo Nesbø. Pioneer gerist í upphafi olíuævin- týrisins í Norðursjó snemma á 9. áratugnum þar sem samsæri og ofsóknarkennd krauma undir niðri. Petter sem er hugrakkur atvinnukafari tekur að sér hættulegasta verkefni í heimi þegar hann ákveður að kafa niður á botn Noregshafs, en skyndilegur harmleikur breytir öllu, og Petter áttar sig á því að hann er kominn í bráða lífshættu. Kafarinn Petter kemst að því að norska olíuævintýrið er ekkert grín. SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711 MANDELA: LONG WALK TO FREEDOM (12) ONIBABA (16) SUN: 20.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.