Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.12.2013, Blaðsíða 111

Fréttatíminn - 13.12.2013, Blaðsíða 111
Barnabækur á pólsku. Książki dla dzieci i młodzieży po polsku BERGSTAÐARSTRÆTI 7 F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Virðing Réttlæti Færð þú umsaminn hvíldartíma í desember? Hvíldartíminn Lúsíuhátíð í tengslum við sýninguna Samleik Listasafn Reykjavíkur blæs til Lúsíuhátíðar í dag, föstudaginn 13. desember klukkan 16-18, í tengslum við sýningu Önnu Hallin í Ásmundarsafni þar sem boðið verður upp á leiðsögn um sýninguna. Anna Hallin er fædd í Svíþjóð og á sýningunni skoðar hún meðal annars tengsl Ásmundar Sveinssonar við landið og verk Carls Milles, en Ásmundur var nemandi Milles í Stokkhólmi um árabil. Í Svíþjóð er siður að halda Lúsíuhátíð 13. desember og í tilefni dagsins verður boðið upp á Bellmannsglögg, sænskt hvítvínsglögg og Lúsíuketti, ilmandi smábrauð krydduð með saffrani. Þá mun Ragna Sigurð- ardóttir, rithöfundur, leiða gesti um sýninguna en hún skrifaði texta í sýningarskrá hennar, að því er fram kemur í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Viðburðurinn hefst klukkan 16 og leiðsögn Rögnu klukkan 17. Frítt er fyrir handhafa menn- ingarkortsins. Desember er vina- mánuður í Ásmundarsafni. Þá geta menningarkorthafar boðið vini með sér í safnið. Náttúrufræðistofa Kópavogs varð 30 ára um liðna helgi en af því tilefni eru nú til sýnis munir úr fyrstu söfnum stofunnar, það er að segja skeljasafni, steinasafni og fuglasafni. Ókeypis er inn á safnið. Bæjar- ráð Kópavogs gaf safninu í afmælisgjöf fjarsjá með þrífæti og augnlinsu. Verður hún meðal annars notuð við fuglaskoðun og á sumarnámskeiðum fyrir börn og unglinga. Hlutverk Náttúrufræðistofunnar er að safna, varðveita og sýna náttúrugripi, standa að fræðslu og rannsóknum í nátt- úrufræðum og stuðla að náttúru- og um- hverfisvernd. Frá upphafi hefur Kópa- vogsbær staðið að rekstri stofunnar en hún hefur einnig aflað verulegra sértekna með útseldum verkefnum. Elsta skjal í vörslu Náttúrufræðistof- unnar er dagsett 27. september 1970 og er hvatning Árna Waag, kennara í Kópavogi, til bæjaryfirvalda um að setja á stofn nátt- úrugripasafn og kaupa skeljasafn Kópa- vogsbúans Jóns Bogasonar en hann hafði verið um skeið starfsmaður Hafrann- sóknastofnunar. Í upphafi samanstóð safngripakostur- inn af þessu skeljasafni Jóns Bogasonar og fuglasafni Hans Jörgensens sem var fyrsti skólastjóri Vesturbæjarskóla í Reykjavík, en Kópavogsbær keypti þessi söfn. Auk þess keypti bærinn hluta af steinasafni Halldórs Péturssonar og Svövu Jónsdóttur. Skeljasafnið var stærst þessara safna en auk söfnunargleðinnar var Jón Bogason afbragðs teiknari og gaf hann seinna Náttúrufræðistofunni eftirprent af mörgum teikninga sinna. Þær teikningar er nú einnig til sýnis í anddyrinu. Fyrsti forstöðumaður safnsins var Árni Waag en seinna tók við Hilmar J. Malm- quist. Hilmar varð forstöðumaður Nátt- úruminjasafns Íslands nú í haust og tók þá við af honum Finnur Ingimarsson. Sýning sænsk-íslensku myndlistar- konunnar Önnu Hallin „Samleikur“ í Ásmundarsafni. Efnt verður til Lús- íuhátíðar í tengslum við sýninguna í safninu í dag, föstudag.  Ásmundarsafn  safn nÁttúrufræðistofa Kópavogs 30 Ára Munir úr fyrstu söfnum stofunnar til sýnis Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri ásamt for- stöðumanni Náttúrufræðistofu Kópavogs, Finni Ingimarssyni. menning 111 Helgin 13.-15. desember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.