Fréttatíminn - 13.12.2013, Blaðsíða 14
Í Kvosinni er verið að gróðursetja ný tré sem hæfa betur en aspirnar sem fyrir voru. Meðfram Templarasundi koma 4
tré, við Kirkjutorg verða 10 tré endurnýjuð og
í Lækjargötu frá Iðnó suðurs eftir Fríkirkju-
vegi koma 6 tré. Hugað verður betur
að rými fyrir rótarkerfi trjánna með
rótarvænu burðarlagi undir nær-
liggjandi hellur. Auk nýrra trjáa
kemur undirgróður, runnar og
fjölæringar, að því er fram kemur í
tilkynningu Reykjavíkurborgar.
„Aspirnar sem fyrir voru höfðu
vaxið út fyrir rými sitt og voru víða
skemmdar á stofnum og rótar-
hálsi meðal annars eftir trjáhlífar
og hlemma. Rætur þeirra höfðu
lyft hellum og talin var hætta á að
þau gætu fallið í vondu veðri. Við
Skólabrú voru einnig fjarlægð tré
sem skemmd voru af akstri bíla en
engin tré koma í stað þeirra vegna
lítils rýmis fyrir rótakerfi.
Gráreynir, virginíuheggur og
skrautreynir koma í stað aspanna
nú. Að mestu eru það sömu tegundir og not-
aðar voru þegar breytingar voru gerðar við
Vonarstræti og Tjarnargötu árið 2011,“ segir
enn fremur.
„Við höfum verið að læra af reynslunni og
erum í raun enn að þreifa okkur áfram með
það hvaða tegundir hæfa best,“ segir Þórólfur
Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar.
„Við þekktum ekki götutré þegar byrjað var
á þessari gróðursetningu upp úr 1980. Þá var
unnið eftir þeirri þekkingu sem menn höfðu
þá og við höfðum ekki neina aðra tegund en
ösp til að velja úr. Góð götutré
þurfa að vera nægilega bein og há,
þannig að krónan sitji hátt.“ Þórólf-
ur segir að til standi að prófa fleiri
tegundir. Einnig á að kanna hvort
fýsilegt sé að flytja inn tré erlendis
frá sem búið er að rækta upp sem
götutré. Eftir 1-2 ára aðlögun hér
væru þau tilbúin til útplöntunar.
Trén og rótarkerfið sem fjarlægt
var verður skoðað sérstaklega af
fagaðilum, m.a. hvernig trén hafa
þroskast í þröngu rótarrými og
afleiðingar af skemmdum á rótar-
háls og stofn.
Aspartrén í Kvosinni eru ekki
þau einu sem þurfa að víkja því
fyrir liggur að það sama mun
gerast við Laugaveg fyrr eða síðar.
Stærstu aspartrén þar eru yfir 10
metra há og mörg þeirra illa farin og víða er
vandamál með hellulögnina. Reykjavíkurborg
hefur alls ekki afskrifað öspina, en henni er
valinn staður við hæfi og bendir Þórólfur á að
öspin þrífist vel í Borgartúninu og eigi vel við
þar sem hús séu stærri og meira pláss fyrir
stórar trjákrónur. -jh
Gráreynir,
virginíu-
heggur og
skrautreynir
koma í stað
aspanna nú.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
1
3
-3
1
4
1
*Á meðan birgðir endast
©DISNEY
GLÆSILEG GJÖF FYLGIR
FRAMTÍÐARREIKNINGI
Við stofnun eða innlögn á Framtíðarreikning
barns að upphæð 5.000 kr. eða meira fylgir
alfræðibókin Jörðin frá Disney með sem gjöf.
Tilvalin jólagjöf sem vex með barninu.
Komdu við í næsta útibúi Arion banka.
Framtíðarreikningur — gjöf til framtíðar
Borgarstarfsmenn gróðursetja ný tré í stað aspanna.
Kvosin Gráreynir, virGinÍuheGGur oG sKrautreynir
Aspirnar víkja fyrir
heppilegri trjám
Við höfum verið að læra af reynslunni og erum enn að þreifa okkur áfram
með það hvaða tegundir hæfa best, segir Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri
Reykjavíkurborgar.
14 fréttir Helgin 13.-15. desember 2013