Fréttatíminn - 13.12.2013, Blaðsíða 96
96 matur & vín Helgin 13.-15. desember 2013
Jólaostar
Girnilegt úrval af
ostagóðgæti og
gúmmulaði.
Perusætur
og Gráðagóður
Bjór Bríó gengur vel vestanhafs
Seldur á yfir hundrað stöðum í Kanada
Íslenski bjórinn Bríó er nú
fáanlegur á yfir hundrað
sölustöðum í Kanada. Í sumar
gekk Ölgerðin, sem framleiðir
Bríó, frá samningum við Chri-
stopher Steward Wine & Spirits
um að flytja Bríó inn og dreifa
í Kanada. Síðan hafa hlutirnir
gengið hratt fyrir sig.
„Það gengur ótrúlega vel
með frændur okkar í Kanada,
enda um vel ættaða smekk-
menn að ræða, allavega að
hluta.“ segir Kormákur Geirharðsson, vert á Ölstofu Kormáks og Skjaldar.
Bríó er kominn í dreifingu hjá kanadísku ríkissölunni í héruðunum Bresku
Kolumbíu og Albertu auk þess sem hann er fáanlegur á ýmsum börum og veitinga-
húsum. Þá hefur ríkissalan í Saskatchewan staðfest að í byrjun næsta árs verði Bríó
fáanlegur þar um slóðir. „Bríó hefur verið tekið frábærlega. Við erum þegar komnir
á yfir 100 sölustaði þarna og þessi viðbótar listun í Saskatchewan bætir einhverjum
slatta við þá tölu,“ segir Kormákur ennfremur.
Bríó er ekki eini bjór Ölgerðarinnar sem fáanlegur er í Kanada. Ölgerðin hefur
einnig flutt söluumboð á Egils Gulli í landinu yfir til Christopher Stewart og er Gull nú
fáanlegur í verslunum í Manitoba.
Bríó var sem kunnugt er þróaður af Borg Brugghúsi í samstarfi við Ölstofu Kor-
máks og Skjaldar. Fyrst um sinn var hann eingöngu fáanlegur úr krana á Ölstofunni.
Bríó hefur hlotið ýmis verðlaun á bjórkeppnum erlendis, til að mynda hlaut hann
gullverðlaun á World Beer Cup.
Veitingamennirnir Kormákur Geirharðsson og Skjöldur Sigurjónsson standa
hér á milli bruggmeistaranna Valgeirs Valgeirssonar og Sturlaugs Jóns Björns-
sonar í Borg Brugghúsi. Þeir eru ánægðir með útrás Bríó í Kanada.
Ljósmynd/Hari
Bríó er nú fáanlegur í verslunum í Kanada.
jól Þrettán daga skötuveisla á sjávarBarnum
Meistara-Maggi
kominn í jólaskap
m enn eru vitlausir í þetta. Sumir eru svo sólgnir í skötuna að þeir koma oft til
mín,“ segir Magnús Ingi Magnússon
veitingamaður.
Magnús er kominn í jólaskap og á veitinga-
stað hans, Sjávarbarnum úti á Granda, er nú
hægt að komast í skötuveislu þó enn séu tíu
dagar fram að Þorlák. „Ég er búinn að gera
þetta undanfarin sjö ár hérna og það komast
allir í jólaskap þegar ég kveiki undir skötu-
pottunum,“ segir Maggi, léttur í bragði.
Vinsældir skötuveislunnar hafa verið slíkar að
hún nær yfir lengra tímabil með hverju árinu.
Fyrst um sinn byrjaði Maggi fjórum dögum
fyrir Þorlák, veislan var svo lengd í viku en í ár
stendur hún í heila þrettán daga. En meistarinn
er ekki að okra á gestunum þó hann færi ef-
laust létt með það, verðið er litlar 2.800 krónur.
Maggi segir að viðskiptavinir hans taki því
fagnandi að geta komið í skötu fyrir Þorláks-
messu. „Já, sumir hafa það mikið að gera á
Þorláksmessu og komast ekki yfir þetta þá. Svo
eru aðrir sem vilja ekki standa í biðröð eins og
gerist á Þorláksmessu.“
Algengt er að fólk hópi sig saman og heim-
sæki Magga og hans fólk. „Vinnuhópar og alls-
konar klúbbar koma aftur og aftur. Ég á von á
hundrað manns úr Oddfellow nú á laugardag-
inn.“
Hvað með þig sjálfan, ertu skötu-maður?
„Jaaaa. Ég borða hana...,“ segir Maggi og
lætur ekki meira uppi. „Maður er orðinn sam-
dauna þessu, alveg ónæmur í nasaholunum.
Þetta er bara ákveðin vertíð og svo setjum við
allt í þvottavélina og hreinsum með sterkum
efnum á eftir,“ segir hann og hlær dátt.
Maggi er umsjónarmaður sjónvarpsþáttarins
Eldhús meistaranna sem sýndur er á ÍNN.
Hann á tryggan aðdáendahóp sem fylgist með
þáttunum og snæðir reglulega hjá honum á
Sjávarbarnum og systurstaðnum við hliðina,
Texasborgurum. Eins og Meistara-Magga
sæmir er fólki ekki í kot vísað þegar það kemur
í skötuveislu til hans. „Við búum til alla skötuna
sjálfir, lærðum af alvöru skötuköllum. Ég hef
fengið svaka góð viðbrögð frá vönum mönnum
að vestan. Sumir hafa grátið, það þykir toppur-
inn þegar hún er það sterk. Við erum líka með
mildari útgáfu og nýmóðins skötu og sitthvað
fleira.“
Maggi er kominn í jólaskap enda ekki annað
hægt þegar skötuilminn leggur yfir allt. Og
okkar maður sér fram á annasama daga. „Það
er extra stór skötuhelgi núna. Þorlákur er á
mánudegi þannig að fólk verður að koma alla
helgina. Þetta er rosalegur bissness fyrir mig.“
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@frettatiminn.is
Ég hef
fengið
svaka góð
viðbrögð
frá vönum
mönnum
að vestan.
Sumir
hafa
grátið,
það þykir
toppurinn
þegar hún
er það
sterk.
Sjónvarpskokkurinn Maggi í Eldhúsi
meistaranna er ekki maður einhamur.
Auk þess að uppfræða landann í þætti
sínum og steikja hamborgara á
Texasborgurum rekur hann Sjávar-
barinn úti á Granda. Og þar er hafin
þrettán daga skötuveisla. Hundr-
að manna hópur hefur boðað
komu sína um helgina.
Magnús Ingi Magnússon stendur vaktina á
Sjávarbarnum þar sem hafin er þrettán
daga skötuveisla. Ilminn leggur yfir
Grandagarð og víðar.
Ljósmynd/Hari