Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.12.2013, Blaðsíða 96

Fréttatíminn - 13.12.2013, Blaðsíða 96
96 matur & vín Helgin 13.-15. desember 2013 Jólaostar Girnilegt úrval af ostagóðgæti og gúmmulaði. Perusætur og Gráðagóður  Bjór Bríó gengur vel vestanhafs Seldur á yfir hundrað stöðum í Kanada Íslenski bjórinn Bríó er nú fáanlegur á yfir hundrað sölustöðum í Kanada. Í sumar gekk Ölgerðin, sem framleiðir Bríó, frá samningum við Chri- stopher Steward Wine & Spirits um að flytja Bríó inn og dreifa í Kanada. Síðan hafa hlutirnir gengið hratt fyrir sig. „Það gengur ótrúlega vel með frændur okkar í Kanada, enda um vel ættaða smekk- menn að ræða, allavega að hluta.“ segir Kormákur Geirharðsson, vert á Ölstofu Kormáks og Skjaldar. Bríó er kominn í dreifingu hjá kanadísku ríkissölunni í héruðunum Bresku Kolumbíu og Albertu auk þess sem hann er fáanlegur á ýmsum börum og veitinga- húsum. Þá hefur ríkissalan í Saskatchewan staðfest að í byrjun næsta árs verði Bríó fáanlegur þar um slóðir. „Bríó hefur verið tekið frábærlega. Við erum þegar komnir á yfir 100 sölustaði þarna og þessi viðbótar listun í Saskatchewan bætir einhverjum slatta við þá tölu,“ segir Kormákur ennfremur. Bríó er ekki eini bjór Ölgerðarinnar sem fáanlegur er í Kanada. Ölgerðin hefur einnig flutt söluumboð á Egils Gulli í landinu yfir til Christopher Stewart og er Gull nú fáanlegur í verslunum í Manitoba. Bríó var sem kunnugt er þróaður af Borg Brugghúsi í samstarfi við Ölstofu Kor- máks og Skjaldar. Fyrst um sinn var hann eingöngu fáanlegur úr krana á Ölstofunni. Bríó hefur hlotið ýmis verðlaun á bjórkeppnum erlendis, til að mynda hlaut hann gullverðlaun á World Beer Cup. Veitingamennirnir Kormákur Geirharðsson og Skjöldur Sigurjónsson standa hér á milli bruggmeistaranna Valgeirs Valgeirssonar og Sturlaugs Jóns Björns- sonar í Borg Brugghúsi. Þeir eru ánægðir með útrás Bríó í Kanada. Ljósmynd/Hari Bríó er nú fáanlegur í verslunum í Kanada.  jól Þrettán daga skötuveisla á sjávarBarnum Meistara-Maggi kominn í jólaskap m enn eru vitlausir í þetta. Sumir eru svo sólgnir í skötuna að þeir koma oft til mín,“ segir Magnús Ingi Magnússon veitingamaður. Magnús er kominn í jólaskap og á veitinga- stað hans, Sjávarbarnum úti á Granda, er nú hægt að komast í skötuveislu þó enn séu tíu dagar fram að Þorlák. „Ég er búinn að gera þetta undanfarin sjö ár hérna og það komast allir í jólaskap þegar ég kveiki undir skötu- pottunum,“ segir Maggi, léttur í bragði. Vinsældir skötuveislunnar hafa verið slíkar að hún nær yfir lengra tímabil með hverju árinu. Fyrst um sinn byrjaði Maggi fjórum dögum fyrir Þorlák, veislan var svo lengd í viku en í ár stendur hún í heila þrettán daga. En meistarinn er ekki að okra á gestunum þó hann færi ef- laust létt með það, verðið er litlar 2.800 krónur. Maggi segir að viðskiptavinir hans taki því fagnandi að geta komið í skötu fyrir Þorláks- messu. „Já, sumir hafa það mikið að gera á Þorláksmessu og komast ekki yfir þetta þá. Svo eru aðrir sem vilja ekki standa í biðröð eins og gerist á Þorláksmessu.“ Algengt er að fólk hópi sig saman og heim- sæki Magga og hans fólk. „Vinnuhópar og alls- konar klúbbar koma aftur og aftur. Ég á von á hundrað manns úr Oddfellow nú á laugardag- inn.“ Hvað með þig sjálfan, ertu skötu-maður? „Jaaaa. Ég borða hana...,“ segir Maggi og lætur ekki meira uppi. „Maður er orðinn sam- dauna þessu, alveg ónæmur í nasaholunum. Þetta er bara ákveðin vertíð og svo setjum við allt í þvottavélina og hreinsum með sterkum efnum á eftir,“ segir hann og hlær dátt. Maggi er umsjónarmaður sjónvarpsþáttarins Eldhús meistaranna sem sýndur er á ÍNN. Hann á tryggan aðdáendahóp sem fylgist með þáttunum og snæðir reglulega hjá honum á Sjávarbarnum og systurstaðnum við hliðina, Texasborgurum. Eins og Meistara-Magga sæmir er fólki ekki í kot vísað þegar það kemur í skötuveislu til hans. „Við búum til alla skötuna sjálfir, lærðum af alvöru skötuköllum. Ég hef fengið svaka góð viðbrögð frá vönum mönnum að vestan. Sumir hafa grátið, það þykir toppur- inn þegar hún er það sterk. Við erum líka með mildari útgáfu og nýmóðins skötu og sitthvað fleira.“ Maggi er kominn í jólaskap enda ekki annað hægt þegar skötuilminn leggur yfir allt. Og okkar maður sér fram á annasama daga. „Það er extra stór skötuhelgi núna. Þorlákur er á mánudegi þannig að fólk verður að koma alla helgina. Þetta er rosalegur bissness fyrir mig.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Ég hef fengið svaka góð viðbrögð frá vönum mönnum að vestan. Sumir hafa grátið, það þykir toppurinn þegar hún er það sterk. Sjónvarpskokkurinn Maggi í Eldhúsi meistaranna er ekki maður einhamur. Auk þess að uppfræða landann í þætti sínum og steikja hamborgara á Texasborgurum rekur hann Sjávar- barinn úti á Granda. Og þar er hafin þrettán daga skötuveisla. Hundr- að manna hópur hefur boðað komu sína um helgina. Magnús Ingi Magnússon stendur vaktina á Sjávarbarnum þar sem hafin er þrettán daga skötuveisla. Ilminn leggur yfir Grandagarð og víðar. Ljósmynd/Hari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.