Fréttatíminn - 13.12.2013, Blaðsíða 108
LeikféLag akureyrar Hátíðarsýning á 40 ára atvinnuafmæLi
Æfingar hafnar á Gullna hliðinu
Æfingar eru hafnar hjá Leikfélagi Akureyrar á
Gullna hliðinu eftir Davíð Stefánsson en verkið
verður frumsýnt 17. janúar næstkomandi. Egill
Heiðar Anton Pálsson leikstýrir verkinu en það
er nú sett upp í fjórða sinn hjá LA. Sýningin er
hátíðarsýning félagsins á 40 ára atvinnuafmæli
þess, að því er fram kemur í tilkynningu leik-
félagsins.
Verkið fjallar um uppgjör kerlingar við líf sitt
og Jón mann sinn. Ferðalag hennar til hins gullna
hliðs með sálartetur bónda síns í skjóðu er löngu
orðið þekkt í íslenskum leikbókmenntum og
leitast uppfærslan við að vera trú þessari reisu
og varpa ljósi á hvaðan við komum. Hljómsveitin
Eva, með þær Sigríði Eir Zophoníasardóttur og
Jóhönnu Völu Höskuldsdóttur innanborðs, semur
nýja tónlist við verkið og tekur þátt í uppfærslunni
með lifandi tónlistarflutningi.
Með hlutverk kerlingarinnar fer María Pálsdótt-
ir sem eftir nokkuð hlé stígur aftur á fjalirnar hjá
LA. Auk hennar leika Aðalbjörg Árnadóttir, Hann-
es Óli Ágústsson, Hilmir Jensson og fjórtán nem-
endur úr Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar í
sýningunni. Egill Ingibergsson hannar leikmynd
og lýsingu, Helga Oddsdóttir hannar búninga,
Ingibjörg Huld Haraldsdóttir er aðstoðarleikstjóri
og Gígja Hólmgeirsdóttir aðstoðarkona er í starfs-
námi hjá LA.
Leikhópurinn fór í Laufás í fyrstu viku æfinga til að anda að sér torfbænum.
Mynd Bjarni Eiríksson
svaLur og vaLur Húbba! Húbba!
Snúa aftur úr
tuttugu ára útlegð
Jean Antoine
Posocco
hefur glatt hjörtu
margra mynda-
sögu unnenda á
Íslandi með því
að hefja útgáfu á
ævintýrum Svals
og Vals, eftir
tuttugu ára hlé.
m yndasöguhetjurnar Svalur og Valur nutu mikilla vinsælda á Íslandi fyrir þremur ára-
tugum eða svo þegar útgáfa evrópskra
myndasagna stóð í blóma á Íslandi.
Lukku-Láki reið um héruð, Ástríkur
lumbraði á klikkuðum Rómverjum,
Tinni leysti hverja ráðgátuna á fætur
annarri og Zorglúbb málaði merki Coca-
Cola á tunglið. Myndasöguútgáfan
fjaraði út og Svalur og Valur hafa ekki
komið út á íslensku í tuttugu ár.
Teiknaranum Jean Antoine Posocco,
sem búið hefur á Íslandi um langt árabil,
fannst þetta með öllu óhæft og hefur
nú sleppt þeim Sval og Val lausum á ís-
lenskum bókamarkaði eftir allt of langt
hlé. Og þetta er bara byrjunin: „Útgáfan
mun halda áfram á næsta ári. Það er á
hreinu,“ segir Jean. „Við munum koma
með bók og sögur sem hafa ekki birst
áður á íslensku.“
Þegar fram líða stundir munu svo
kunnuglegir titlar bætast við. „Mark-
miðið er að endurútgefa allar bækurnar
sem komu út hérna.“
Áform Jeans velta þó fyrst og fremst
á viðtökunum. „Auðvitað veltur þetta
allt á lesendunum og því fleiri sem
kaupa því meiri ástæða er til að gefa út.
Markhópurinn er til og við erum með
nokkrar hugmyndir um hvernig er hægt
að virkja hann betur.“
Svalur og Valur eru 75 ára á þessu
ári og fjöldi teiknara hefur sinnt þeim á
tímabilinu. Jean segir íslenska lesendur
þekkja sögur Franquin, Fournier og
Tome og Janry. Í bókinni sem Jean gefur
út núna eru fyrstu sögur Franquins um
Sval og Val.
Stefán Pálsson sagnfræðingur er
manna fróðastur um Sval og Val á Ís-
landi. Hann ritar formála að bókinni og
lýsir þar mikilli ánægju með framtaks
Jeans og segir meðal annars: „Vonandi
verður útgáfa þessarar stórskemmti-
legu og merku bókar upphafið að nýrri
endurkomu Svals og Vals inn á íslensk
heimili.“
Jean segist finna mikinn meðbyr. „Við
höfum fengið mikið lof fyrir að ráðast í
gefa Sval og Val út aftur þannig að það
ætti að vera markaður fyrir mynda-
sögubækur hérna. Málið er að þetta list-
form hefur verið í lægð í tuttugu ár og
það tekur örugglega tíma að venja fólk
aftur á að kaupa myndasögur
í bókum. Ég hef trú á því
að það sé hægt að reka
slíka útgáfu hérna þótt
hún verði ekki stór
í sniðum. Það má líka
segja að það sé afrek út af
fyrir sig að hafa náð eyrum
stóru útgefendanna sem
treysta okkur til að vera
fánaberi fransk-belgísku
myndasöguhefðarinnar á
Íslandi.“
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
Myndasöguhetjurnar Svalur og
Valur nutu mikilla vinsælda á Ís-
landi á seinni hluta síðustu aldar
þegar myndasögu útgáfa stóð hér
í blóma. Félagarnir tveir, Gormur,
íkorninn Pési, Sveppagreifinn og
þrjóturinn Zorglúbb áttu trausta og
dygga aðdáendur hér en engu að
síður hurfu þeir af sjónarsviðinu.
Tuttugu ár eru liðin frá því Svalur
og Valur komu síðast út á íslensku
en teiknarinn Jean Antoine Po-
socco hefur nú bætt úr þessu með
útgáfu bókar með þremur sögum
um vinina tvo.
Vonandi
verður út-
gáfa þess-
arar stór-
skemmti-
legu og
merku bók-
ar upphafið
að nýrri
endurkomu
Svals og
Vals inn
á íslensk
heimili.
Í fyrstu Svals og
Vals bókinni sem
kemur út á íslensku
í tuttugu ár birtast
fyrstu sögur Fran-
quins um kappana.
Svalur og félagar nutu
mikilla vinsælda á
Íslandi áttunda og
níunda áratugnum.
108 menning Helgin 13.-15. desember 2013
TVEIR HRAFNAR
listhús, Art Gallery
Baldursgata 12 101 Reykjavík
+354 552 8822 +354 863 6860 +354 863 6885
art@tveirhrafnar.is www.tveirhrafnar.is
Opnunartímar: 12:00-17:00 miðvikudaga til föstudaga
13:00-16:00 laugardaga og eftir samkomulagi
AðVENTA
TVEIR HRAFNAR
LISTHÚS
Davíð Örn Halldórsson
Hallgrímur Helgason
Hulda Hákon
Húbert Nói Jóhannesson
Jón Óskar
Ragnar Þórisson
Steinunn Þórarinsdóttir
Óli G. Jóhannsson
og Kristján Davíðsson
Mary Poppins „Stórfengleg upplifun“ – EB, Fbl
Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is
Mary Poppins (Stóra sviðið)
Fös 13/12 kl. 19:00 Fös 27/12 kl. 19:00 Lau 4/1 kl. 13:00
Lau 14/12 kl. 19:00 Lau 28/12 kl. 13:00 Sun 5/1 kl. 13:00
Sun 22/12 kl. 13:00 Sun 29/12 kl. 13:00 Sun 12/1 kl. 13:00
Fim 26/12 kl. 13:00 Fös 3/1 kl. 19:00
Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala.
Jeppi á Fjalli (Nýja sviðið)
Fös 13/12 kl. 20:00 38.k Fös 20/12 kl. 20:00 Mið 15/1 kl. 20:00 Gamla bíó
Lau 14/12 kl. 20:00 39.k Lau 28/12 kl. 20:00 Fim 16/1 kl. 20:00 Gamla bíó
Sun 15/12 kl. 20:00 40.k Sun 29/12 kl. 20:00 Fös 17/1 kl. 20:00 Gamla bíó
Þri 17/12 kl. 20:00 Fös 10/1 kl. 20:00 Gamla bíói Lau 18/1 kl. 20:00 Gamla bíó
Mið 18/12 kl. 20:00 Lau 11/1 kl. 20:00 Gamla bíó Sun 19/1 kl. 20:00 Gamla bíó
Fim 19/12 kl. 20:00 Sun 12/1 kl. 20:00 Gamla bíó
Flytur í Gamla bíó í janúar v. mikilla vinsælda
Hamlet (Stóra sviðið)
Lau 11/1 kl. 20:00 Frums. Lau 18/1 kl. 20:00 4.k. Sun 26/1 kl. 20:00 7.k.
Sun 12/1 kl. 20:00 2.k Sun 19/1 kl. 20:00 5.k. Fös 31/1 kl. 20:00 8.k.
Fim 16/1 kl. 20:00 3.k. Fim 23/1 kl. 20:00 6.k.
Þekktasta leikrit heims
Refurinn (Litla sviðið)
Lau 21/12 kl. 20:00 12.k Lau 4/1 kl. 20:00 Fim 9/1 kl. 20:00
Sun 22/12 kl. 20:00 Sun 5/1 kl. 20:00 Fim 9/1 kl. 20:00
Glænýtt verðlaunaverk. Spennuþrungið, reifarakennt og margrætt
Jólahátíð Skoppu og Skrítlu (Nýja sviðið)
Lau 14/12 kl. 11:00 aukas Lau 21/12 kl. 13:00 Fös 27/12 kl. 13:00
Lau 14/12 kl. 13:00 Lau 21/12 kl. 14:30 Fös 27/12 kl. 14:30
Lau 14/12 kl. 14:30 Lau 21/12 kl. 16:00 aukas Lau 28/12 kl. 13:00
Sun 15/12 kl. 11:00 Sun 22/12 kl. 13:00 Lau 28/12 kl. 14:30
Sun 15/12 kl. 13:00 Sun 22/12 kl. 14:30 Sun 29/12 kl. 13:00
Sun 15/12 kl. 14:30 Sun 22/12 kl. 16:00 aukas Sun 29/12 kl. 14:30 aukas
Bestu vinkonur barnanna koma okkur í hátíðarskap
74,6% ... kvenna 35 - 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*
*konur 35 – 49 ára
á höfuðborgarsvæðinu.
Capacent jan - mars 2013
850 svör