Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.12.2013, Blaðsíða 68

Fréttatíminn - 13.12.2013, Blaðsíða 68
V ið vorum svolítið smeykar áður en við komum hingað því við vissum ekkert um Ísland og vorum hræddar við að fólk væri með kynþáttafordóma en allir hafa verið mjög indælir og hjálplegir,“ segir Zahra Mesbah. Hún kom til Íslands sem flótta- maður þann 25. október 2012 ásamt móður sinni og systur, Hava og Fereshteh Mesbah. Þá komu hingað þrjár einstæðar mæður frá Afganistan sem voru búsettar í Íran ásamt börnum sínum. Fjöl- skyldurnar voru skilgreindar sem kvótaflóttafólk af Flóttamanna- stofnun Sameinuðu þjóðanna sem þýðir að þær höfðu fengið viður- kenningu sem flóttamenn utan heimalands síns af ástæðuríkum ótta við ofsóknir. Mæðgurnar hafa komið sér fyrir í lítilli íbúð í Vesturbænum þar sem þær taka á móti mér og bjóða upp á kex, fíkjur og te. „Við erum þakklátar fyrir þessa fallegu íbúð,“ segir Zahra. Þær höfðust við í flóttamannabúðum áður en þær komu til Íslands – fjölskyldufaðir- inn var myrtur í Afganistan, tveir bræðra þeirra voru einnig myrtir og sá þriðji lést úr hjartasjúkdómi. Allar byrjuðu þær strax að læra íslensku og skilja hana mjög vel en systurnar treysta sér ekki til að tala bara íslensku í viðtalinu þannig að viðtalið fer að mestu fram á ensku. Þær eru múslimar og þurfa því að hylja hár sitt í ná- vist karlmanna en þar sem aðeins konur eru þarna saman komnar í stofunni fær svart sítt hár þeirra að njóta sín. Misstu þrjá bræður „Staða flóttafólks í Íran er hræði- leg – sérstaklega kvenna. Í Íran og Afganistan hafa konur engin réttindi, fá ekki að mennta sig og mega ekki keyra,“ segir Zahra sem er tvítug en Fereshteh er 18 ára. Þær hófust við í flóttamanna- búðum þar sem aðeins voru konur áður en þær fengu aðstoð og voru fluttar til Íslands. Faðir þeirra var stjórnmálamaður í Afgan- istan og eftir að hann var myrtur fóru kona hans og börn að óttast um öryggi sitt því faðirinn hafði eignast marga óvini. „Einn bróðir minn var drepinn í skólanum. Hann fékk sér sopa af gosdrykk og féll niður. Farið var með hann beint á spítalann og þar var hann úrskurðaður látinn. Það var eitrað fyrir honum. Annar bróðir minn var kæfður. Elsti bróðir minn dó úr hjartasjúkdómi fyrri mörgum árum. Við vorum mikið hjá honum Hamraborg – Nóatún 17 – Hr ingbraut – Austurver – Grafarho l t KjúKlingamáltíð fyrir 4 Grillaður kjúklingur – heill Franskar kartöflur – 500 g Kjúklingasósa – heit, 150 g Coke – 2 lítrar* *Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero 1990,- Verð aðeins + 1 flaska af 2 L Framhald á næstu opnu Systurnar Zahra og Fereshteh komu til Íslands sem flóttamenn ásamt móður sinni í október á síðasta ári. Fjölskyldufaðirinn hafði verið myrtur í Afganistan og mæðgurnar höfðust við í flóttamannabúðum í Íran þegar hjálpin barst. Systurnar stunda báðar nám í Fjölbrautaskólanum við Ármúla og eru mjög metn- aðarfullar. Frá því þær komu til landsins hafa sjálfboðaliðar Rauða krossins aðstoðað þær við að kynnast samfélaginu. Flúðu frá Afganistan á spítalanum vikum saman og það var þá sem ég ákvað að verða læknir. Mig langar að geta hjálpað fólki í neyð,“ segir Zahra. Fereshteh segir á ensku að hana langi til að verða hjúkrunarkona en hún heldur sig annars til hlés. Báðar eru þær í námi við Fjölbrautaskól- ann við Ármúla þar sem þær læra ekki bara íslensku heldur einnig stærðfræði, málfræði, spænsku og ensku, svo eitthvað sé nefnt. Zahra segist vera örlítið stressuð því næsta dag sé hún að fara í próf og segir á íslensku: „Íslenskupróf á morgun í málfræði.“ Ég hrósa framburðinum sem mér finnst til fyrirmyndar. Þetta er fyrsta önnin þeirra í fjölbrautaskólanum en áður voru þær í námi hjá tungumála- og menn- ingarskólanum The Tin Can Factory í Borgartúni þar sem nemendur læra með því að gera. „Þar fórum við til dæmis saman út að versla og elduðum saman. Kennararnir töluðu bara íslensku og þetta var mjög gaman. Við elduðum hefð- bundinn íslenskan mat og lærðum nöfnin á honum.“ Þær hafa smakkað kæstan hákarl og bera honum ekki góða söguna. „Við fórum einu sinni með stuðningsfjöl- skyldu í Kolaportið þar sem við smökk- uðum harðfisk en okkur fannst hann ekki heldur góður,“ segir hún og systurnar hlæja en Zahra bætir við: „Af íslenskum mat þá er ég hrifnust af fiskisúpu.“ Töldu allt vera þakið ís Mæðgurnar hafa notið aðstoðar og vináttu stuðningsfjölskyldna á vegum Rauða krossins sem hefur hjálpað þeim mjög að bæði kynnast og aðlagast ís- lensku samfélagi. Þær vissu svo lítið um Ísland áður en þær komu að þegar hjálp- samur ferðalangur fræddi þær um Ísland þegar þær millilentu á leiðinni hingað frá Íran höfðu þær enga ástæðu til að efast þegar hann sagði þeim að á Íslandi væri alltaf allt ísi lagt og fólk klætt eins og eskimóar. „Við urðum hálf skelkaðar og héldum jafnvel að við þyrftum að búa í snjóhúsi,“ segir Zahra og þeim var því mjög létt þegar þær sáu með eigin aug- um að veruleikinn var annar. „Við hittum stuðningsfjölskyldur hverja helgi. Við höfum gert margt skemmtilegt saman eins og að fara á skauta og í fjallgöngu,“ segir hún. Þetta var í fyrsta skipti sem systurnar fóru á skauta og síðan hefur Fereshteh oft farið á skauta og er orðin mjög fær. Þær eru aðeins búnar að búa á Íslandi í rúmt ár og eru því enn að venjast ólíkri menningu. Þær ræða aðeins saman á persnesku áður en þær svara spurningu minni um hvað sé ólíkast menningunni í Afganistan og Íran. „Hér geta konur og karlar verið félagar og vinir. Í Íran og Af- ganistan má kona ekki tala beint við karl- mann og vera vinaleg. Hér gera hjón allt saman en í Íran þarf konan að gera allt og sér um alla vinnu á heimilinu. Konur fá ekki að njóta sín sem persónur,“ segir Zahra. „Það er dásamlegt tækifæri fyrir okkur að hafa fengið að koma til Íslands, við erum mjög þakklátar Íslendingum fyrir að hafa tekið vel á móti okkur og við ætlum að mennta okkur vel og gefa til baka til samfélagsins.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Systurnar Fereshteh og Zahra Mesbah segja það hafa verið dásamlegt tækifæri að fá að koma til Íslands. Ljósmynd/Hari Við urð- um hálf skelkaðar og héld- um jafn- vel að við þyrftum að búa í snjóhúsi. 68 viðtal Helgin 13.-15. desember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.