Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.12.2013, Blaðsíða 66

Fréttatíminn - 13.12.2013, Blaðsíða 66
Faxafeni 5, Reykjavík • Sími 588 8477 Dalsbraut 1, Akureyri • Sími: 558 1100 Opi› virka daga frá kl. 10-18 Laugardag frá kl. 11-16 og Sunnudag frá kl. 13-17 Dúnsæng með byltingakenndu efni sem heitir Outlast®. Efnið veitir einstaka hitajöfnun yfir nóttina. Of kalt Venjuleg sæng TempraKon og venjulegur svefnbúnaður Of heitt Hérna líður þér best Temprakon dúnsængin sem breytir öllu! Jólatilboð kr. 46.900 140x200 Fullt verð kr. 58.625 Afsláttur 20% Fylling: 90% hvítur siberíu gæsadúnn. 10% smáfiður. Fluffy dúnsæng Þykk og hlý dúnsæng. Stærð: 140x200 cm. Fylling: 90% hvítur siberíu gæsadúnn. 10% smáfiður. Áklæði: 100% bómull. Þyngd: 700 gr. Jólatilboð kr. 41.900 Fullt verð kr. 52.375 Nocturne Comfort dúnsæng Góð dúnsæng. Stærð: 140x200 cm. Fylling: Moskusdúnn. Áklæði: 100% bómull. Þyngd: 450 gr. Jólatilboð kr. 19.990 Fullt verð kr. 24.990 Afsláttur 20% Afsláttur 20% Afsláttur 20% Pure & Care dúnsæng Létt en sérlega hlý dúnsæng. Vottuð af asma- og ofnæmissamtökum Danmerkur. Stærð: 140x200 cm. Fylling: Hvítur moskusdúnn. Áklæði: Lífræn bómull. Þyngd: 660 gr. Fullt verð kr. 45.990 Jólatilboð kr. 36.790 Fyrir þá sem þú elskar! hvað myndi koma fyrir mömmu. Þetta kom eins og þruma út heiðskíru lofti.“ Dilly segist ekki hafa gert sér grein fyrir áhrifum móður- missisins fyrr en hún var sjálf orðin full- orðin og hafði eignast börn. „Börn aðlagast öllu. Það lá beinast við að ég byggi áfram hjá ömmu og afa. Feðrum var ekki jafn umhugað um umgengnisrétt þá og nú. Ég var bara áfram þar sem ég hafði alltaf verið. Amma og afi sögðu að ég hafi grátið mikið fyrst, vaknað á nóttunni og kallað á mömmu. En svo áttar maður sig á því að hún kemur ekki aftur. Það var ekki fyrr en seinna, þegar ég var byrjuð í skóla, sem ég fór að gera mér grein fyrir því að ég ætti ekki mömmu eins og hinir krakkarnir. En þriggja ára börn muna ekki eftir for- eldrum sínum ef þeir falla frá. Ég hugsaði oft um það í sambandi við börnin mín þrjú. Ég vissi þegar þau voru jafngömul mér þegar mamma dó og þótt mér fyndist ég svo tengd þeim vissi ég að ef ég félli frá myndu þau ekki muna eftir mér.“ Leitaði að mömmu í sjálfri mér Dillý var ekki há í loftinu þegar hún var orðin staðráðinn í að feta í fótspor móður sinnar og verða flug- freyja. „Mamma átti margar góðar vin- konur úr fluginu og ég varð nafli alheimsins í hópnum. Allar vildu hygla litlu móðurlausu stúlkunni; þær gáfu mér alls kyns dót, flug- freyjuhatt, bakka og bolla. Ein af mínum fyrstu minningum er frá því ég var á fimmta ári að raða upp borðstofustólum sem ég raðaði dúkkum og böngsum í, svo setti ég á mig hatt og veski, flaug eitthvað út í heim og bar fram veitingar á bökkum.“ Dillý kveðst hafa reynt að líkjast móður sinni í fleiru en starfinu. Hugsanlega hafi hún reynt að lifa lífi móður sinnar upp að ákveðnu marki. „Ég held að maður geri það, bæði meðvitað og ómeðvitað, þegar maður missir foreldri ungur; reyni að leita að þeim í sjálfum sér með því að feta í fótspor þeirra. Ég fór til dæmis í Kvennaskólann eins og mamma, sem var ekki svo algengt á þeim tíma þegar Kvennaskólinn var ennþá bara fyrir stúlkur. Ég fór líka að læra tungumál því mamma var mikil málamanneskja. Ég held ég hafi verið að reyna að finna hana í sjálfri mér.“ Amma hennar og afi héldu til haga persónulegum munum Maríu, sem Dillý þekkti og handlék frá því að hún var barn. „Það var allt geymt þegar hún dó – fötin hennar, nærfötin, skar- gripirnir og síðasti miðinn sem hún skrifaði á og bað pabba sinn um að vekja sig morguninn eftir. Ég held upp á þetta allt, meira að segja síðasta sígarettupakkann sem hún reykti úr, hann er orðinn fimmtíu ára gamall.“ Allt varðandi slysið og örlög Maríu var aftur á móti tabú og aldrei rætt. Blaðaúrklippur og gögn varðandi jarðarförina voru geymd í stórum kassa sem Dillý vissi af en sá ekki fyrr en hún var komin á uppreisnarskeið unglingsáranna og skoðaði kassann í óleyfi. „Ég hugsa að amma hafi eflaust haldið að hún væri að vernda mig, en trúlega var skýringin á því að ég mátti aldrei skoða þetta sú að amma vildi síður rifja upp þennan atburð sjálf.“ Þegar hún var rúmlega tvítug ákvað Dillý að láta slag standa og sækja um starf hjá Flugleiðum, sem hún fékk. Hún man vel eftir fyrstu flugferðunum og hugsaði mikið til móður sinnar. „Mesta spennan var aftur á móti gagnvart ömmu, sem ég bjó ennþá hjá, en afi var þá dáinn. Það var auðvitað mikil eftirvænting meðan maður beið eftir svari um hvort maður fengi starfið. Ég man vel eftir því þegar ég fékk símtalið þar sem mér var sagt að ég hefði verið ráðin. Ég lagði á, öskraði og hopp- aði hæð mína af kæti áður en ég fór inn í eldhús til að segja ömmu frétt- irnar. Þar sat gamla konan grátandi og sagði: „Ég átti einu sinni dóttur sem var flugfreyja.“ Hún átti mjög bágt þá.“ Dillý segir ömmu sína þó hafi komist yfir ugginn og áður en langt um leið var hún farin að upplifa gamla tíma í gegnum dótturdóttur sína. Ég heyrði hana stundum segja í símann: „Já, þetta er orðið alveg eins og þegar María var að fljúga, ferðataskan er alltaf á gólfinu.“ En ég þurfti ávallt að hringa í hana um leið og ég var lent til að láta vita af mér og það gerði ég undantekn- ingarlaust.“ Flugfreyjan sem veiktist Dillý segir að framan af hafi það aldrei sótt sérstaklega á hana að hefði móðir hennar ekki verið kölluð á vakt með litlum fyrirvara væri hún líklega enn á lífi. „Ég komst í rauninni ekki að því fyrr en ég var fullorðin og lagði svo sem ekki mikla merkingu í það fyrr en mörgum árum síðar. Fyrir um 20 árum síðan var orðin tveggja barna móðir og fór með krakkana, sem voru þriggja og fimm ára, í tíu daga frí á Spáni. Á fyrsta deginum gefur íslenskur maður sig á tal við okkur, það fór ekki á milli mála að við vorum nýkomin, við vorum svo föl. Við förum að ræða saman og ég sagðist hafa smá áhyggjur af krökkunum fyrsta daginn í sólinni. Þá segist hann vera með bíl sem hann eigi að skila síðar um daginn en hafi verið búinn að lofa að aka gamalli konu fyrst upp í fjöllin. Hann bauð okkur að koma með og ég þáði það. Við börnin settumst í aftursætið en maðurinn og konan fram í. Á leiðinni barst það í tal að ég væri flugfreyja hjá Flugleiðum. Þá nefnir hann að móðir hans hafi einmitt verið flugfreyja. Ég spurði hvað hún héti, kannski kannaðist ég við hana. Hann nefndi nafnið, sem ég þekkti ekki, en bætti svo við: „Hún átti að vera um borð um Hrímfaxa, vélinni sem fórst í Osló um árið, en veiktist og komst ekki með.“ Þetta var ótrúlega skrítið augnablik. Augu okkar mættust í speglinum og ég sagði: „Mamma mín var kölluð út í þá ferð og dó í slysinu.“ Hann keyrði því næstum því útaf, honum brá svo. Hugsa sér tilviljunina að við skyldum hittast þarna. Móðir hans lifði en mín fór í staðinn. Ég held að hann hafi ekki alveg vitað hvernig hann ætti að bregðast við þessu. Það sem eftir lifði ferðar var alltaf eins og hann væri að reyna að bæta mér þetta upp; hann bauð okkur út að borða og var mjög góður við okkur og nat- inn. Þetta kom greinilega við hann, skiljanlega svo sem, þótt hann bæri auðvitað ekki ábyrgð á því hvernig fór. Þetta var slys.“ Flugið er mín ástríða Dillý segir engan vafa í sínum huga að móðurmissirinn hafi verið sá atburður sem hefur einna mest markað hana. „Móðurmissir hlýtur að gera það en ekki síður að alast upp hjá gömlu fólki. Það hafði sína kosti og galla. Gallarnir voru þeir að kynslóðabilið var gífurlegt, afi var fæddur fyrir aldamótin 1900. Þegar ég varð ung- lingur fannst mér lífið ansi erfitt og fannst við amma og afi ná illa saman. Kostirnir voru þeir að þetta þroskaði mig og gaf mér víðari sýn á lífið. En það fer ekki á milli mála að svona atburður mótar mann og meira en maður gerir sér grein fyr- ir. Ég var einbirni og fyrir vikið var stórfjölskylda mín fyrst og fremst eldra fólk, systkini ömmu og afa og vinir, sem hvarf hvert á fætur öðru á um tíu ára tímabili. Ég man þegar ég var fertug og eignaðist yngsta barnið mitt fannst mér erfitt að hafa engan til að hringja í. Á móti kemur að ég á góða vini og þá getur maður valið sér.“ Dillý hefur nú verið flugfreyja í 31 ár, lengur en móðir hennar lifði. Hún segist aldrei á ævinni hafa fundið fyrir votti af flughræðslu. „Ég elska að fljúga. Mér líður best þegar flugvélin sleppir jörðu, þar á ég heima og vil vera þar sem mest. Flugið er mín ástríða.“ María Jónsdóttir var rétt þrítug þegar hún lést í slysinu við Fornebu. Hún skildi eftir sig þriggja ára dóttur, Dillý. 66 bækur Helgin 13.-15. desember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.