Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.12.2013, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 13.12.2013, Blaðsíða 12
Volkswagen up! kostar frá 2.050.000 kr. www.volkswagen.is Lítill að utan og stór að innan Volkswagen up! setur ný viðmið í hönnun smábíla með því að sameina nett ytra rými og rúmgott innra rými. Hvergi er gefið eftir í kröfum um aksturseiginleika, gæðum né öryggi og því til sönnunar eru einróma hrós bílablaðamanna um allan heim og 5 stjörnu einkunn í árekstrarprófunum EuroNcap. Niðurstaðan er einföld: Volkswagen up! er alvöru smábíll. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði Eyðsla frá 4,1 l/100 km A uk ab ún að ur á m yn d: s ól þa k, þ ok ul jó s í f ra m st uð ar a , s ky gg ða r rú ðu r og 1 6“ á lfe lg ur  Geðhjálp Krefst úrbóta í GeðheilbriGðisþjónustu við fanGa á litla-hrauni Fangar hafa ekki aðgang að geðlækni Vart þarf að hafa mörg orð um nauðsyn þess að fangar hafi aðgang að þjónustu geðlæknis, segir Geðhjálp. l andssamtökin Geðhjálp vekja athygli á að úrbóta er þörf á að-gengi og geðheilbrigðisþjónustu við fanga á Litla-Hrauni, að því er fram kemur í tilkynningu þeirra. Þar segir að heimsókn formanns og framkvæmda- stjóra samtakanna hafi leitt í ljós að ákvæði laga um fullnustu refsinga um að fangar eigi rétt á sambærilegri heil- brigðisþjónustu og allur almenningur sé ekki uppfyllt í fangelsinu. „Í heimsókninni kom fram að fangar á Litla-Hrauni hafa ekki haft aðgang að geðlækni frá því geðlæknir í 20% starfi lét af störfum í fangelsinu um miðjan október. Vart þarf að hafa mörg orð um nauðsyn þess að fangar hafi aðgang að þjónustu geðlæknis. Hópur brotamanna á við geðrænar raskanir af ýmsum toga að stríða við innritun í fangelsi. Þá er almennt viðurkennt að fangelsisvist hafi alvarleg áhrif á andlega líðan fólks. Með tilliti til framan- greinds telja samtökin brýnt að þjónusta geðlæknis við fangelsið sé tryggð. Jafn- framt verði starfshlutfall geðlæknis endurskoðað með þarfir fanga í huga. Geðhjálp leggur áherslu á bætt aðgengi og heildstæða geðheilbrigðisþjónustu við fanga. Í samtölum við fanga í fangels- inu kom í ljós að algengt er að bið eftir viðtali við sál- fræðing á vegum fangelsismálastofnunar sé á bilinu tvær til þrjár vikur. Tveimur sálfræðingum er ætlað að sinna 150 föngum á landinu öllu ásamt föngum á reynslulausn. Ljóst er að sálfræðingarnir hafa nauman tíma til að sinna hverjum fanga fyrir sig við þessar aðstæður fyrir utan að mikill tími fer í ferðalög milli fangelsa. Lagt er til að heildstætt teymi heilbrigðisstarfs- fólks og iðjuþjálfa frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands sinni heilbrigðisþjónustu við fanga á Litla-Hrauni í því skyni að tryggja heildstæða, einstaklingsmiðaða þjónustu. Landssamtökin Geðhjálp leggja áherslu á að geðheilbrigðisþjónusta við fanga í fangelsinu verði efld, t.a.m. verði aukin áhersla lögð á samtalsmeð- ferð fanga. Rétt eins og almenningur eiga fangar að eiga greiðan aðgang að viðeigandi meðferð á Landspítalanum Háskólasjúkrahúsi eigi þeir við alvarleg andleg veikindi að stríða. Síðast en ekki síst,“ segir í tilkynningunni, „leggur Geðhjálp áherslu á að föngum standi til boða nauðsyn- legur stuðningur til að aðlagast samfélaginu á nýjan leik að lok- inni afplánun í fangelsi.“ -jh Margrét Frímanns- dóttir, forstöðumaður fangelsinsins á Litla- Hrauni.Geðhjálp segir fanga þar ekki hafa aðgang að geðlækni. 12 fréttir Helgin 13.-15. desember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.