Fjölnir

Ukioqatigiit

Fjölnir - 04.07.1997, Qupperneq 12

Fjölnir - 04.07.1997, Qupperneq 12
Tómas Sæmundsson / Cunnar Smári Egilsson Tvíræður formáli Fjölnis Sanwleilcurgnw „ Við höfum fastlega ásett að fara því einufram sem við höldum rétt vera og œtíð reyna af fremsta megni að Þriðja atriðið er sannleikurinn. Skyn- semina þyrstir eftir sannleikanum vegna hans sjálfs. Hann er henni dýrmætari en svo að hún spyrji sjálfa sig í hvert sinn til hverra nota hann sé. Hann er sálinni eins ómissandi og fæðan líkamanum. Því skal verða höfð sérleg aðgæsla á öllu sem leiðréttir dóma skynsem- innar og greiðir úr þeim hlutum sem hugurinn er í vafa um. Við höfúm fastlega ásett að fara því einu fram sem við höldum rétt vera og ætíð reyna af fremsta megni að Ieita sannleikans. Við skulum þess vegna af sömu kostgæfni forðast að halla sann- leikanum móti betri vitund til að styðja nokkurt mál eins og okkur þykir ótilhlýði- legt að þegja yfir honum þó hann kynni að baka okkur mótmæli og óvináttu sumra manna.42’ Enn er í fjórða lagi hlutur, en án hans væri allt sem að framan er talið manninum einskisvert, og þessi hlutur á í sérhverju mannlegu fýrirtæki að sitja í fyrirrúmi fyrir öllu öðru og sér í lagi að liggja öllum rithöfundum þungt á hjarta. Skynsemin heimtar ekki aðeins það sem nytsamt er og fagurt og satt heldur einnig það sem gott er og siðsamlegt. Allt sem valdið getur siðspillingu verður þessvegna úti- byrgt úr ritgerðum okkar og allt skal af fremsta megni stuðla að því að bæta siðgæðin þegar við Ieitumst við að sýna eðli og uppruna, orsakir og afleiðingar þeirra, hvað þeim sé til fyrirstöðu og hvernig því megi hrinda.43* leita sannleikans. Efniswal Við skulum þess vegna afsömu kost- gœfni forðast að halla sannleikanum móti betri vitund til að styðja nokk- urt mál eins og okkur þykir ótil- hlýðilegt að þegja yfir honum þó hann kynni að baka okkur mót- mœli og óvináttu sumra manna. “ Nú er eftir að drepa á hvað efnið eigi að vera og hvað það geti orðið margvíslegt. Þar eð bókin er til þess ætluð að bæta það sem hún nær úr skorti landsins á tímaritum, en tímaritin tala um allt sem nöfnum tjáir að nefna, hlýtur hún að taka á móti allskonar efni. Engu sem getur gefið tilefni til umtals eða umhugsunar verður vísað þaðan burt nema því aðeins að lögun eða tilgangur þess sé því ósamboðin sem áður er ákveðið. Efnið verður einkanlega tekið úr tímanum sem er að líða. 1 honum lifa menn og fram- kvæma og eigi þessar framkvæmdir að verða skynsamar og arðsamar er sérhverjum manni bráðnauðsynlegt að þekkja hann til hlítar. Van- þekking á honum kemur því til lciðar að heilar þjóðir dragast affur úr og verða að undirlægjum annarra og veldur um þcssar mundir hirðuleysi margra manna á því sem viðvíkur almennings- högum. Tímanum er þannig varið að hann breytir ekki allt í einu rás sinni án þess að orsakirnar séu komnar á undan og þó mönnum sýnist tíminn stundum hafa snúið sér í einu vetfangi er það af því að þeir hafa ekki þekkt nákvæmlega eða að- gætt hvernig á stóð á undan. Að vekja þessa eftir- tekt og halda henni við, það er tímaritum einmitt Fj 12 ö 1 n i r timarit handa islcndingum sumar '97 't~'1 Þessa síðustu setningu gerðu Fjölnismenn að einkunnarorðum sínurn og prentuðu á saurblað hvers heftis. Og þeir uppskáru eins og þeir sáðu og bökuðu sér óvináttu margra. Þegar bæði Jónas Hallgríinsson og Tómas voru fallnir frá og Fjölnir kominn í umsjá sérstaks útgáfufélags kom til tals að sameina blaðið Nýjuni félagsrittmi Jóns Sigurðs- sonar — enda þótti mörgum glórulaust af Hafhar- fslendingum að halda úti tveimur blöðum. Jón Sigurðsson setti sig á móti sameiningunni vegna þess orðspors sem fór af Fjölni og markaðist eink- um af tvennu; annars vegar sérviturri stafsetningu KonrÁÐS ClSLASONAR og hins vegar harðorðri grein Jónasar um rímnakveðskap SlGURÐAR BreiofjöRÐ. Því varð ekkert af sameiningu og Fjölnir lognaðist út af. Þau cndalok voru ljós strax í upphafi og liggja í fýrrgreindri setningu. Þjóðin hafnaði Fjölni og þeim sannleik sem skynsemi Fjölnismanna þyrsti effir. Það var ekki fýrr en löngu seinna, þegar þessi sannleikur var orðinn bitlaus, að þjóðin lagði Fjölni sér að hjartastað. 4 Hvað er siðsamt? Að breyta svo í lífinu að það særi ekki náungann og dragi ekki athygli manns frá tilvist hans hér og nú. Dauðasyndirnar sjö eru því ósiðlegar sökum þess að þær flytja brenni- punktinn frá núinu og sjálfinu. Öfundin flymr hann yfir á annað fólk, ágirndin yfir á ffamtíðina, reiðin á fortíðina og svo ffamvegis. Þetta á við um líf hvers cinstaldings. En hvað með siðsemi í opinberri umræðu? Felst hún í því að fjalla ekki um það sem ósiðlegt er? Láta sem það sé ekki til? Nei. A sama hátt og hverjum einstaldingi er ómögulegt að búa sér til siðrænan þráð að lifa eftir án þess að skoða sjálfan sig af einlægni og vægðar- Iausum heiðarleika, þannig er vita gagnslaust að fjalla um samfélagið sem við lifum í án þess að beita sömu meðulum. Ef við göngumst ekki við því hver við erum verður opinber umræða að þykjustunnileik, innantómu tali um hvernig við vildum hafa heiminn, lífið og okkur sjálf. Umræð- an endurspeglar þá ekki samfélagið heldur býr til ætlað. Þau eiga að vaka yfir tímanum og hafa gát á hvaða stefnu hann muni taka, dæma viðburð- ina effir reglum skynseminnar, vara við því illa áður en það kemur fram og sýna hvernig því verði tálmað en hinu góða komið til leiðar. Þau styrkja lesandann til að átta sig í margbreytni við- burðanna og gera hann að manni síns tíma eins og vera ber. Þetta var nú sagt viðvíkjandi höfuðefninu. En það er líka nauðsynlegt að ala önn fýrir skemmtun og fróðleik og þess vegna munurn við árlega ætla til þess nokkrar greinar svo ritið verði að því leyti við engan tíma bundið.44* Efnisslcipan fleira en eins. „Glöggt er gestsauga“, segja menn. Útlendingar kunna að sjá margt betur en ís- lendingar sjálfir og þar að auki dæma þeir okkur eftir sínum mælikvarða svo að sjá má hvernig við erum í reynd í samanburði við þjóð þeirra. Þetta er aðeins sagt um þá dóma sem byggðir eru á þekkingu og sannsögli. En hinir — sem mest er af— eru líka oftast nær svo skringilega heimsku- legir að lesandinn getur hlegið og haft af þeim töluverða skemmtun. I seinni flokknum verður reynt að lýsa sem best öðrum löndum og þjóðum jarðarinnar og notuð til þess ferðarit sem árlega koma út, getið helstu uppgötvana og sagðar stuttlega ævisögur merkustu manna, einkum þeirra sem nú eru uppi eða nýlega dánir. I þennan hluta verður einnig vísað þeim greinum sem ekki snerta frem- ur einn en annan heldur eru öllum jafnnákomnar hverrar þjóðar sem eru. í þessa tvo parta mætti öllu skipta sem í bók- ina kæmi. En þó verða dregnar undan allar þjóð- fréttir, íslenskar og údendar, og settar sér í höfúð- flokk, bæði vegna þess hvað þær eru áríðandi og athugarverðar og af því það er nauðsynlegt að þær nái sem lengst og séu því prentaðar seinast. Fréttunum verður svo (ýrirkomið að merkisatrið- in verða tekin óbrengluð eftir fýrstu heimild og heimildin nefnd, bæði til sannindamerkis og þeim til hægðarauka sem vildu leita hennar, en prjónað milli atriðanna orðurn okkar sjálfra og bent til þýðingar viðburðanna þar sem þurfa þykir. Með þessu móti getur orðið fjör og til- breyting í fréttabálkinum og verði engin tíðindi tekin nema áreiðanleg en varast að undanskilja nokkuð merkilegt úr því sem um er rætt og eink- anlega haft fýrir augum það sem snertir fram- eða afturför þjóðanna, vonum við að jafnvel nýjungarnar verði til nokkurrar frambúðar.45) sem við teljum okkur trú um að við lifúm í. Það er hægt að fýrirgefá prestinum Tómasi að skrifa svona þegar lúterskur rétttrúnað- ur var að rísa upp að nýju eftir ágjöf upplýsingar- aldarinnar; en það er ekki nokkur þörf á að fara að dæmi hans nú. gervisamfélag 44) Þótt deila megi við Tómas um hvort tíminn ferðist í beinni línu eða taki í raun og sannleik þau stökk sem hann minnist á, þá mun Fjölnir halda þessari meginreglu um efnisval og af sömu ástæðu ogfýrr. 45) Þau 150 ár sem liðin eru frá því að Fjölnir kom síðast út gera þessa efnisflokkun óþarfa. í fýrsta lagi hefur fjölmiðlaumhverfið og prenttæknin breyst svo að sérstakur fréttabáikur er óþarfúr. I öðru lagi aðgreinir Adantshafið Islendinga ekki lengur frá öðrum þjóðum. Öll aðgreining er and- leg og óþörf. Efni Fjölnis mun þvi raðast niður eins og efnið raðast niður í veröldinni; það verður Ritinu skipum við í greinar og þætti, stuttar eða langar eftir því sem efninu hagar en þó sjaldan yfir 2 arkir í senn. Með þessu móti getur það orðið sem margbreyttast og skemmtilegast. Slíkar smágreinar eru best fallnar til að vekja lestrarfýsn, þreyta ekki um of með lengd og efnismagni og eru á enda áður en hugurinn fer að hvarfla burtu. Þessi lögun er haganlegust fýrir tímarit sem hafa í svo mörg horn að líta og eiga að ganga allstaðar að. Stór verkefni eru þeim miður fallin því annaðhvort yrði að prenta þau í einu bandi — og þá yrði tímaritið ekki nógu fjölbreytt — eða slíta þau í sundur en draga lesandann á byrjuðu efni og það svo árum skipti. Þess vegna viljum við koma því svo fýrir að hver grein sé sem mest laus og óbundin útaf fýrir sig, jafnvel þó tvær eða fleiri snerti sama hlut. Allri bókinni ætlum við að skipta í tvo höfuðflokka eftir því sem efnið er íslenskt eða þá annaðhvort útlenskt eða almennt. I fýrra flokk- inn koma allar þær greinar sem snerta annað- hvort landið sjálft og náttúru þess ellegar þjóðina sem í því byggir. En einkanlega höfúm við í huga þau málefni sem viðvíkja almenningi og mest eru verð svo sem (ýrst og fremst fulltrúaþingin (alþing), svo framarlega þau komist á, sömuleiðis hvað sem áhrærir atvinnuhætt- ina, athafnir embætt- ismanna eða stjórn Dana í landinu og getur þá verið að það sýni sig, ekki síst ef ævisögur verða teknar með, að fleiri vinna sér til sæmdar eða minnkunar og gera þjóðinni gagn eða skaða en almenningur veit af. Það þykir einnig vel til fallið að setja í þennan part álit og ritgerðir útlendra manna áhrærandi Island eða Islendinga. Þvílíkir dómar varða þjóðina nokkru og það að vísu vegna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Fjölnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.