Fjölnir - 04.07.1997, Qupperneq 13
Sendið olclcMr efni
Þannig höfum við, góðir landar, skýrt ykkur frá
eðli og tilgangi þess tímarits sem við buðum ykk-
ur til kaups í fyrra og höfiim við að vísu tekist of
mikið í fang tíl að geta leyst það bærilega af
hendi nema þið veitið okkur alla þá aðstoð og
uppörvun sem í ykkar valdi stendur því sam-
lieldni margra þarf til flestra fyrirtækja sem eiga
að stuðla að almenningsheillum. Þess vegna er
það ekki nóg að þið hjálpið til að bókin geti
komið út framvegis með því að kaupa hana því
hitt er ekki síður áríðandi að sérhver sem finnst
hann sé fær um það semji ritgerðir um hitt og
þetta sem hann heldur að geti orðið landinu til
heilla og sendi okkur þær til prentunar. Öll þess-
konar rit sem okkur kunna að berast í hendur
prentum við óbrengluð eins og þau koma frá
höfundunum sé efni þeirra og lögun samkvæm
þeim ákvörðunum sem við höfúm sagt hér að
framan að við ætlum aldrei útaf að bregða. Og
verði þessvegna eitthvað af þeim svo lagað að
okkur sýnist það sé óhentugt fyrir tímaritið
sendum við það höfúndinum aftur með stuttri
greinargerð um hvers vegna við höfúm ekki getað
veitt því móttöku og þá má enginn hugsa að við
höfúm fellt nokkurn dóm um gæði ritsins að
öðru Ieyti því það hæfir okkur engan veginn.
Hvað stafsetninguna áhrærir áskiljum við
okkur að mega ráða henni á hverri grein svo hún
verði ekki sjálfri sér ólík. Engu öðru dirfúmst við
að breyta í því sem okkur kynni að verða sent en
þyki eitthvað áfátt í orðavali og stílsmáta og efnið
þó svo gott að við viljum ekki missa það biðjum
við höfúndinn í hvert sinn að lagfæra það sjálfan
og vonum að hann geri það fúslega ef hann getur
fallist á okkar mál.46)
Allar greinar í tímaritinu prentum við nafn-
lausar nema höfúndarnir æski annars því það
varðar miklu hvað sagt er en litlu hver sagt hefúr
— að minnsta kosti er það oftast svo. Sumir sem
eru ekki vanir að taka saman gætu unnið bæði
landinu og sér sama gagn og aðrir sem rita ef þeir
minna okkur á eitt og annað nytsamlegt eða þá
eitthvað sem aflaga fer og vinna mætti bót á og
verður ekki sagt frá nöfnum þeirra fremur en
hinna ef til þess er mælst að þau séu dulin.47)
Undir ykkur er það komið, íslendingar, hvort
þetta verður fyrsta ár Fjölnis eða undireins hið
os síðasta.481
Tómas Sæmundsson
hvað innan um annað. Og það er ekki aðeins gert
af óskýrleika aðstandenda blaðsins heldur af ásettu
ráði. Niðurhólfuð og aðgreind hugsun er böl okkar
tíma.
46) Sem fyrr sækist Fjölnir eftir samvinnu við alla
menn og mun haga henni samkvæmt þeim reglum
er Fjölnismenn settu sér.
/,7) Allar greinar í Fjölni — utan fáeinar smá-
greinar — verða merktar höfúndum sínum héðan í
ffá. Þeir sem skrifa í Fjölni eða leggja til hans
myndefni eru safn einstaklinga og munu birtast
lesendum sem slíkir. Lesendum er treyst tíl að
meta ffamlag þeirra eftir innihaldinu ffekar en per-
sónunni.
líi) Þessi áeggjan er hér með endurtekin mn leið og
minnt er á að næsta hefti Fjólnis kemur út í haust
— ef guð og lukkan lofá — og síðan ársfjórðungs-
lega þaðan í ffá.
CUNNAR SmARI EóILSSON
Fjölnismenn:
Jónas Hallgrímsson, Tómas Sæmundsson og Konráð Gíslason.
Engin mynd var gerð af Brynjólfi Péturssyni.
Pétur Gunnarsson:
Fáein orð
— um Fjölnismenn
Undri er það líkast að Fjölnismenn skyldu ná að
marka svo djúp spor þegar horft er til þess hve
stutt þeir stóðu við. Tómas hafði aðeins fjóra um
þrítugt þegar dauðinn kom og sótti hann; Jónas
var ófertugur þegar hann vissi að hann gat ekki
lifað lengur og Brynjólfur hafði einn um fertugt
þegar hann mætti örlögum sínum. KóNRAð einn
náði háum aldri, einangraður og utanveltu.
Nú þegar tíminn hefúr blásið burt veruleik-
anum sem umlék þá -— tómlæti, heimsku, fa-
tæktarbasli og heilsuleysi — standa þeir effir
goðumlíkir með guðamál á vörum. Okkur fall-
ast hendur og orð andspænis þessari andagift,
hvernig þeim tókst með tungunni einni að
kljúfá þjóðarkjamann og leysa úr læðingi þessa
óhömdu orku sem yljar og lýsir og knýr í gegn-
um aldirnar.
Upphaf Fjölnis er ómótstæðilegt, innblásinn
stefnuskrárformálinn eins og lesinn af gulltöfl-
um í túni nýrrar jarðar. Þá kemur ljóðið sem
hvert mannsbarn hverfir sér vonandi undir
tungu enn í dag. En að því búnu hefst fyrsta
greinin: „Fáein orð. Um hreppana á íslandi“. í
fljótu bragði kynni hér að virðast fúll brött
lending — en það er líka hluti af töffum
Fjölnismanna hve óhræddir þeir eru að snerta á
hráum veruleikanum. Við þurfúm reyndar ekki
annað en setja „samfélag" í staðinn fyrir
„hrepp“ og væri þá komin fúllgild herhvöt til
okkar tíma um „að Íslendíngar færu að sjá, hvað
félagsandinn er ómissandi til eblíngar velgengn-
inni í smáu og stóru“ og „að það er aumt líf og
vesælt, að sitja sinn í hurju horni og hugsa um
ekkert nema sjálfán sig, og slíta so sundur félag
sitt, og skipta sundur abli sínu í so marga parta
sem orðið getur — í stað þess að halda saman
og draga allir einn taum...“ (Fjölnir l.ár, bls.31).
Hitt er ekki nýtt að baráttumál eldist illa,
um leið og þau eru sniðin ffá blóðrás tímans
sem þau ól vilja þau skreppa saman og verða
torkennileg. Stafsetning eftir ffamburði, Alþingi
á Þingvöllum ... En baráttumálið hverju sinni
er auðvitað birtingarform þess eldmóðs sem
hverri kynslóð er nauðsynlegur til að hún finni
hjarta sitt slá. Og þótt hin ölvaða bjartsýni og
ffamfáratrú Fjölnismanna sé að hluta tímbur-
menn okkar sem drögum andann f dag, þá eru
þeir staðir fleiri þar sem Fjölnir orðar það sem
síðari tímar hafa efiit eða eru jafnvel ennþá í
fúllu gildi sem fyrirheit. Til að mynda þurfúm
við ekki annað en setja sjónvarp í stað bókaút-
gáfú til að hvert orð Tómasar Sæmundssonar
tali til okkar þegar hann segir: „að landið væri
miklu betur fárið, ef eina prentverkinu, sem það
á, væri sökkt niður á fertugu djúpi, og það ætti
ekkjert, enn að því sje svona varið, þjóðinni til
skammar og til að mirða menntun hennar.“
(Fjölnir 5.ár. bls.95).
Fjölnir hefst á því að nefna nafii Egcerts
Ólafssonar, hann er í raun fimmti Fjölnismað-
urinn þótt hann hefði senn legið sjö mgi ára á
botni Breiðafjarðar þegar tímaritíð hóf göngu
sína. Til Eggerts sækja þeir þessa fúrðu róttæku
hugmynd að ísland sé land tækifæranna og lífið
þar fúllboðlegt ef menn aðeins kunni að líta það
og nýta í réttu ljósi. Frá Eggerti er líka komin
hugmyndin um sljóleikann sem Iandlægan böl-
vald fslendinga — það er engu líkara en þeir
félagar séu stöðugt með þjóðina í kafbyl uppi á
heiði og ríði á að varna því að hún sofni sálar-
svefninum langa.
Þegar kemur til kjarnans er andi Fjölnis-
manna sígildur þar eð hann snýst um að finna
upphafsorku íslenskrar menningar fárvegi í
samu'manum og grundvalla frjálst og rismikið
mannlíf. Það væru ekki fyrst og ffemst ytri
orsakir sem stóðu í vegi heldur deyfð og drungi
sem hver u'ð yrði að blása burt með sínum
lúðurhljómi.
Pétur Cunnarsson
„Þegar kemur til
kjamans er andi
Fjölnismanna
sígildur þar eð
hann snýst um að
finna upphajsorku
íslenskrar menning-
ar farvegi í sam-
tímanum og
grundvalla fijálst
og rismikið mann-
lífi Það vœru ekki
fiýrst ogfremst ytri
orsakir sem stóðu í
vegi heldur deyfið og
drungi sem hver tíð
yrði að blása burt
með sínum
lúðurhljómi. “
F j ö 1 n i r
sumar '97 .13