Fjölnir - 04.07.1997, Side 16
® Hannes Lárusson, 1984/97
Hreinn Friðfinsson
Amsterdam — Hollandi
f l
J feij ÍjaA að RæaÍatu
og sjálfsmynd fólks eru að linast. Hætta er á að
gripið verði til varnaraðgerða á borð við þjóð-
rembu og kynþáttaofstækis og einmitt þess vegna
er nauðsynlegt að skoða hvað er á seyði. Þjóðern-
ishyggja er alls ekki einfalt fýrirbæri.3>
3> Hall, Stuart (1991). „The Local and the Global:
Globalization and Ethnicity". f Anthony D. King
(ritstj.), Culture, Globalization and the World-
system. New York: Macmillan, in association with
the Department of Art and Art History, State
University of New York at Binghamton, bls. 19-
39.
‘t>Jón Baldvin Hannibalsson (1994). Sjáljstœðis-
baráttan hin nýja: um attjarðarást og alþjóða-
byggju með meiru. Reykjavík: Alþýðuflokkurinn
(A 08).
Elctei bendn n mig
{ rannsókn minni á þjóðernishyggju í íslenskri
stjórnmálaumræðu, sem ég birti útdrátt úr í
Skírni vorið 1995 undir heitinu „Mýtan um
fsland“, sló mig einmitt mest hve hægt er beita
þjóðernislegri orðræðu á margvíslegan hátt.
í deilunum um stöðu íslands gagnvart
Evrópu kannaðist í fyrsta lagi enginn stjórnmála-
maður við þjóðernishyggju. Hugtakið virtist að-
eins ná yfir það sem lýst hefúr verið sem trúnni á
þjóð sem náttúrufyrirbæri, stundum kallað
menningarleg eða íhaldssöm þjóðernishyggja.
Allir lögðu áherslu á að þeir væru að ræða póli-
tískt vald eða fúllveldi þjóðarinnar í anda þeirrar
þjóðernishyggju sem stundum er kennd við
frönsku byltinguna — og það væri nú eiginlega
ekki þjóðernishyggja. En í umræðunni miðri var
merkileg eyða þar sem þessar hugmyndir mættust
án þess að nokkur gerði sér rellu út af því.
I umræðunni var nefnilega stöðugt verið að
ávarpa íslendinginn, með stórum staf — ein-
hverja sjálfsmynd þjóðarinnar eða samheiti yfir
alla þá hagsmuni og eiginleika sem gera okkur að
þjóð. Til dæmis var lögð áhersla á nálægð okkar
við náttúruna og hvernig menningin mótast af
því. Þessi sérstaða skýrði svo hvers vegna íslend-
ingum sjálfúm er best treystandi til að fara með
sín efnahagsmál og yfirráð auðlinda. Eru þetta
menningarleg eða efnahagsleg og pólitísk rök?
Hörðustu alþjóðasinnar gripu til rómantískra
dæmisagna um karlmennsku íslendinga í baráttu
við óblíða náttúru til að hvetja þá til dáða á al-
þjóðavettvangi. Jón Baldvin sagði okkur frá sig-
kappanum Eccja-CrImi þar sem hann stóð á
bjargbrúninni með svarrandi Atlantshafið við
fætur sér og eggjaði svo unga íslendinga — að
vísu ekki fram af bjargbrún, heldur til að senda
aðildarumsókn til ESB.4>
En ekkert af þessu virtust menn tengja þjóð-
ernishyggju. Henni er afneitað á sama tíma og
skírskotað er til „sjálfsmyndar þjóðarinnar".
Þessar hugmyndir um íslandsleikann virðast svo
„náttúrulegar" að hægt er að byggja á þeim póli-
tíska stefnumótun án þess að verða sakaður um
þjóðernishyggju.
Hínn óbœrilegi
„islandsleílci" tilweHinnar
Að baki pólitískri orðræðu samtímans liggja
nefnilega allskyns ósagðar forsendur um þjóðern-
ið og þjóðmenninguna — forsendur um landa-
mæri hins ímyndaða samfélags sem rnýtan um
þjóðernið breiðir yfir. Hægt er að tala um þjóð-
ina sem pólitíska einingu, grundvallaða á frjáls-
lyndi, þar sem m. a. innflytjendum er tekið opn-
um örmum, en snúa sér í næsta orði að umræð-
um um gífúrlegt mikilvægi íslenskrar tungu, ís-
lenskrar menningar og íslenskrar sjálfsvitundar.
Alþjóðahyggju er stillt upp sem andstæðu þjóð-
ernishyggju um leið og bent er á vaxandi vægi
íslenskrar þjóðmenningar í heimi alþjóðlegra
samskipta.
Áhyggjur mínar stafa af því að þetta tóma-
rúm í íslenskri stjórnmálaumræðu sé hægt að
fylla með útlendingahatri, kynþáttafordómum og
menningarlegri hreintrúarstefnu. Þegar íslend-
ingsímyndin er ávörpuð er nú þegar hluti þjóð-
arinnar útundan. Hvað með þá sem ekki deila
sögunni af lífsbaráttuna í þessu landi með okkur
„origínölunum“, deila ekki með okkur „þjóð“-
kirkjunni og ekki menningararfleifðinni?
Þessi „náttúrulega" orðræða á að skapa ein-
ingu hjá okkur sem kjósendum og tilfinningu
fyrir sameiginlegum hagsmunum. Ég vil spyrja
hve raunverulegir þessir sameiginlegu hagsmunir
séu t. d. fyrir verkafólk sem fær að heyra að ýmis
réttindi í samþykktum Alþjóða vinnumálastofn-
unarinnar og ESB eigi varla við hér í okkar
„veiðimannasamfélagi".
Líffíð á flisinni islawdi
Áherslan á sívaxandi mikilvægi hins sérstæða
„íslandsleika“ í minnkandi heimi veldur áhyggj-
um. Til að sefa þá sem óttast um íslenska menn-
ingu er ítrekað bent á að Evrópusambandið bein-
línis styðji og styrki menningu þjóðarbrota og
hópa og hvort tveggja sé nú í mikilli uppsveiflu.
Menntamálaráðherra og fleiri íslenskir stjórn-