Fjölnir

Ukioqatigiit

Fjölnir - 04.07.1997, Qupperneq 17

Fjölnir - 04.07.1997, Qupperneq 17
Arnar Guðmundsson Afhverju þrjóskast þjóðernishyggjan við? málamenn haf'a í mín eyru viðrað þá kenningu að heimsmarkaðurinn nú sé eins og mósaíkmynd ólíkra menningarhópa. Hver flís leggur sérstöðu sína til myndarinnar og réttlætir tilvist sína með því að vera öðruvísi en hinar flfsarnar. Ég vil grípa aftur til áðurnefndrar tvískipting- ar þjóðernishyggju í „góða“ og „slæma“ — frjáls- lynda og íhaldssama og halda því fram að þessi hugmynd beri með sér meira en lítinn keim af síðarnefndu tegundinni. Getur hugsast að þegar pólitísk landamæri ímyndaðra samfélaga verða óljósari sé gripið til þess að draga hin menningar- legu þeim mun skýrar? Er þetta einn af varnar- háttunum sem Stuart Hall varaði við. Ég verð að játa að sú hugmynd að búa í 103 þúsund ferkíló- metra Arbæjarsafni og leika veiðimann til að rétt- læta flísina ísland í mósaíkmynd alþjóðlegra við- skipta heillar mig ekki! Hér á mótum sjálfsmyndar og alþjóðavæð- ingar ætla ég að staldra við. Benedict Anderson hefúr varað við tilraunum til að „afhjúpa“ þjóð- ríki sem fölsun eða blekkingu í stað þess að skoða þau sem mannlegt og sögulegt sköpunarverk — fyrrnefnda nálgunin virðist nefnilega byggja á þeirri forsendu að í stað þessara óekta fyrirbæra sé til eitthvað sem gæti verið „ekta“ samfélag. Camlq kristnq Einrópq Það er háskaleg hugmynd en því miður má nú þegar sjá tilraunir til þess að leysa hin „ímynd- uðú' þjóðríki Evrópu af hólmi með hugmyndum um „raunverulega“ evrópska menningararfleifð. Kynþáttafordómar sem leiða af slíkum tilraunum gægjast fram í nýju óvinaímyndinni, hinum „svarta" íslamska heimi fyrir sunnan og austan, auk þess sem „hinir“ Evrópubúarnir upplifa þær á eigin skinni. En hvernig stendur á því að þessar tvær hreyfingar — í átt til alþjóðavæðingar fjármagns, menningar og viðskipta annars vegar og í átt til þjóðernishyggju eða kannski öllu heldur „menn- ingar“-hyggju eða etnisisma hins vegar — eru báðar í gangi í einu? Stuart Hall segir að þessi tvíátta stefna — alheimsvæðingin og áherslan á hið sérstaka — „The local and the globaT — sé í raun ein og sama hreyfingin í heimskapítalisman- um. Grunnurinn er vissulega útbreiðsla vestrænn- ar tækni og alheimsmenningar en ekki er um neitt allsherjarsamsæri um algera einsleitni að ræða. Þvert á móu er spilað á muninn, á fjöl- breytnina. Nýr heimskapítalismi vinnur í gegn- um ólíka markaði. Landafræðingurinn David Harvey hefúr rann- sakað rætur hins svokallaða póstmódernisma og heldur því fram að þessar breytingar hafi verið að eiga sér stað allt ffá styrjaldarárunum. Hinn nýi kapítalismi er ekki bundinn við þjóðríki heldur verður hann stöðugt alþjóðlegri. En á sama tíma er hann sífellt staðbundnari, tengdari hinu sér- tæka og skilgreinir smærri og aðgreindari hópa neytenda.5) Nátengt þessu er breyting á sjálffi neyslunni. Félagsffæðingurinn Barry Smart skrifár: „Við búum ekki lengur í samfélögum sem eru skipu- lögð í kringum framleiðslu og sölu á vömm (þ.e. efnislegum gæðum). Það em samskiptakerfin sem ráða stöðugt meiru á öllum sviðum mannlífsins, ekki framleiðsluhættirnir. Neysla á ímyndum er hratt og örugglega að taka við neyslu á vömm sem þungamiðja í efnahags- og stjórnmálakerfúm nútímans: „lífsstíH" leysir „stétt“ af hólmi sem ríkjandi þátrur í sjálfsskilningi okkar.“6) EnCalolc söqunnor? Ymsir spámenn póstmódernismans hafa prédikað að einmitt þessi framrás kapítalismans sé í sjálfú sér að leysa upp andstæður sögunnar og þar með allan vanda. Stóru kenningakerfin og „stóru sög- urnar" um þjóðina eða stéttina, sem fólk samsam- aði sig, séu úreltar. Enginn stórisannleikur sé til, ismarnir eru dauðir — í lokin verður allt að vöru á markaði og gagnvart rökfræði viðskiptanna skiptir ekki máli hvort þú ert gulur, grænn eða blár — karl eða kona eða sitdítið af hverju. Sjálfið Birgir Andrésson nálæcð Hannyrðir Islenskur lopi, 1994 er fljótandi og sjálfsmyndin breytilegt ferli. Unga kynslóðin exar yfir sjálfsmynd sína og kennir sig svo við þá afneitun á því að tilheyra stóru sögun- um um þjóðina, stéttina eða kynþáttinn. f stað þeirra „blekkinga“ ku vera að spretta upp hópar sem vilja tala á eigin forsendum, um- hverfisverndarhópar, baráttufólk gegn kynþátta- fordómum, kvennahreyfingar, friðarsinnar og fleiri og fleiri. Alls kyns jaðarhópar taka til máls. Allur mismunur í heiminum hættir að skipta máli og verður bara eins staðbundið krydd í tilveruna á markaðstorginu. Stuart Hall kallar þetta „the exotic cuisine11. Þeir sem láta berast með öldu hins nýja heimskapítalisma, sigurvegara mannkynssögunnar, vilja ekki allt eins, þeir vilja allt öðruvísi. Nútíma neytendur hins framand- lega heimsréttar lifa í heimi mótsagnakennds heimskapítalisma og heimsmenningar: Þessi fyrirbæri eru alþjóðleg en afmiðjuð. Það er engin ein samsteypa að reyna að móta heiminn í sinni mynd. Sveigjanleg framleiðsla og markaðssetning tekur mið af lífsstíl og sjálfsmynd ólíkra neytenda á ólíkum svæðum. Og er þá sögunni lokið, eins og sumir hafa ýjað að? Er enginn munur til sem ekki má nýta, enginn framandleiki sem ekki getur orðið hluti af markaðnum, engin jaðarsvæði sem ekki geta veitt ánægju? Hér verður að staldra við og spyrja hverjir það séu sem éti hinn framandlega heimsrétt? Það er ekki fólkið í Kalkútta. Ekki réttindalausa launafólkið sem vinnur á útflutningssvæðum Asíu og Suður-Ameríku. Valdamunurinn er ennþá til. Heimskapítalisminn hefúr nefnilega alltaf látið sig skipta kynjamun, þjóðerni og litarhátt svo fáein dæmi séu tekin. Þetta hefúr allt þjónað markaðsvæðingunni og til að átta sig á því er nóg að horfa á auglýsingar í sjónvarpi eða glugga í hnausþykkar skýrslur Alþjóða vinnu- málastofnunarinnar um mannréttindabrot gegn farandverkafólki, einkum konum, víða um heim. Saga heimsins og samskipta „þjóða" er saga nýlendustefnunnar, saga samskiptanna við „hina“ og hún verður ekki þurrkuð út með því að fara inn í einhverja Kringluna og læsa á eftir sér. > Birgir Andrésson NÁLÆGÐ Skemmtun „Raunveruleg íslensk gleði" 1995 Ljósmynd á póstkorti. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir 5) Harvey, David (1989). The Condition of Postmodemity. Oxford: Basil Blackweli. 6) Smart, Barry (1992). Modem Cotiditions, Postmoderu Controversies. London: Routledge. Fjölnir sumnr '97 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Fjölnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.