Fjölnir

Ukioqatigiit

Fjölnir - 04.07.1997, Qupperneq 21

Fjölnir - 04.07.1997, Qupperneq 21
íslendingar hafa glatað sjálfsmynd sinni; það má glögglega sjá í listaheiminum. Við liggjum ýmist flöt fyrir erlendum straumum og eigum bágt með að meta okkar eigin list að verðleikum — eða við teljum heims- frægðina standa okkur nær en öðrum þjóðum. Halldór Björn Runólfsson fjallar hér um þessa brotalöm í þjóðarsálinni, margvíslegar afleiðingar hennar fyrir íslenskan menningarheim og kallar menn til ábyrgðar. Yi 0(7*70 0"i7j7 ovn 'mw (K)veljum íslenskt Haim Steinbach Stay with friends (Kellog's), 1986 Hngsum okkur útvarpsviðtalþar sem spyrill hefúr fengið efhilegan, ungan leiklistamema til að rœða við. Hinum verðandi Leikara sem er við nám erlendis, í borgsem erfragfyrir gróskumikið leikhúslíf, hefúr hlotnast sú einstaða upphefð að vera valinn úr hópi fjölmargra skólafélaga sinna til að leika veigamikið hlutverk i uppftrslu á einu óndvegisverki leikbókmenntanna, á fjölum vel metins leikhúss, undir leikstjóm heimsfrags Leikstjóra. Eftir hamingjuóskir og nokkrar léttar og glettnis- legar spurningar um lyndiseinkunn hins þekkta leikstjóra — enda þótt hann sé heimsfrægur reynist hann vera stakur sómapiltur og afar alþýðlegur — berst talið að einstæðri vegsemd leiklistarnemans. Spurningin — „En hvernig stendur á því að þú, íslendingur, eini útlending- urinn, varðst fyrir valinu? Hefði ekki verið eðli- legra fyrir leikstjórann að velja einhvern samlanda sinna?“ — er óhjákvæmileg. Síðan fylgir sú skemmtilega saga að leiklistarneminn hafi ekki fengið inni í Leiklistarskóla Islands og þess vegna brugðið á það ráð að sækja um skóla erlendis. Þar með kemur önnur óhjákvæmileg spurn- ing: „Hvað heldurðu að þeir segi núna, þeir sem felldu þig á inntökuprófinu í Leiklistarskóla ís- Iands? Þeir geta nú varla verið mjög upplitsdjarfir, ha!?“ Við skulum nú gleyma þessu samtali um stund enda er það ekkert annað en ómerkileg samsuða úr fjölmörgum áþekkum viðtölum þar sem í hlut eiga samlandar okkar á framabraut. Ef marka má fjölda slíkra viðtala í fjölmiðlum okkar skipta heimsfrægir íslendingar eða verðandi heimsfrægir íslendingar tugum þúsunda. Mér er til efs að nokkur þjóð eigi sér jafnvæna prósenm- tölu af öðrum eins úrvalseinstaklingum. Það líður varla sá dagur að blaðamenn eða fréttamenn rambi ekki á einhvern afrekslandann sem hefúr slegið í gegn á erlendri grundu sem íþróttamaður, glæpamaður, fjallgöngumaður, sölumaður eða listamaður. Því skýmr skökku við þegar spyrillinn hváir eftir vali hins heimsfræga leikstjóra. Það hljómar eilítið yfirlætislega og falskt eins og uppgerðar- undrun eða gervihæverska. Blaðalesendur og útvarpshlustendur ættu fyrir löngu að vera orðnir vanir því að landar þeirra beri af öðrum, eða hví ættu frétta- og blaðamenn okkar yfirleitt að tala við fólk sem ekki hefur slegið í gegn einhvers staðar? Að reyna að kreista einhverja spennu úr viðtölum sem ekki geta verið annað en borðleggj- andi hlýtur að teljast plássfrek tímasóun. Siálfsvittimi á reilci Mér verður hugsað til síbyljunnar um upphefð- ina og heimsfrægðina. Hvers vegna er þessi leikur endurtekinn dag eftir dag, annaðhvort í press- unni eða á öldum ljósvakans? Hverjum er verið að þjóna með þessum endalausu auglýsingum, yfirlýsingum og skrumi? Þreytast lesendur og hlustendur aldrei á þessum margendurteknu frægðarsögunum? Eins og áðurnefnd samsuða úr einum tuttugu viðtölum sannar er hvert slíkt við- talið öðru líkt. Það kemur ekkert nýtt fram í máli spyrils eða viðmælanda. Reyndar er HallcrImur Helgason fyrir löngu búinn að afgreiða þessa teg- und af froðu í bók sinni Þetta er allt að koma. Ef eitthvað alkunnugt er endurtekið eins og margþvældur brandari er ekki ástæða dl að hlusta eftir því sem sagt er heldur velta fyrir sér hvers vegna síbyljunni er við haldið. Á íslensku kallast steinrunnin endunekning árátta. í orðabók Menningarsjóðs er árátta skilgreind sem „...slæm, sjúkleg tilhneiging til endurtekinna athafna". Afreksviðtölin em með öðrum orðum árátta og árátta er einkenni taugabilunar. Áður en lengra er haldið er nauðsynlegt að spyrja sig hver sé hinn taugabilaði. Er það afreks- maðurinn, spyrillinn eða lesendur og áheyrendur? Þar sem enginn kvartar yfir þessari tegund síbylju má ætla að áráttan sé sammerkt öllum viðkom- andi aðilum. Svo virðist sem við séum öll á valdi áráttunnar, lesendur, hlustendur, spyrlar og afreksmenn. Og hver skyldi svo vera orsökin? Þegar árátta sem þessi gegnsýrir heilt sam- félag er það til marks um reikula sjálfsvitund. íslenskt samfélag skortir ekki vissu um ágæti sitt heldur er sjálfsvitund okkar á þvílíku flökti að hún minnir einna helst á Iogandi halastjörnu sem brennir sig upp á örvæntingarfúllu hrapi um geiminn. Við vitum ekki alls kostar fyrir hvað við stöndum, hvers við erum megnugir né hvernig við eigum að láta okkur líða vel andlega. Hvaðan komum við? Hver erum við? Hvert höldum viðð, hin magnaða allegoría franska málarans Paul Caucuins frá 1897 á eins brýnt erindi við okkur íslendinga og hún átti við Suðurhafseyjabúa Tahítí fyrir nákvæmlega eitt hundrað ámm. Vandinn er sá að íslenskir vitundarverðir — intelligensían — hafá ekki staðið sig í stykkinu. Þeir hafa gleymt að fylgjast með loftvoginni og hitamælinum eins og Pórbercur heitinn Þórðar- son þegar hann sentist suður Bretlandseyjar í fylgd Jónasar Árnasonar. En hverjir eru þessir vitundarverðir? Á íslandi eru þeir vissulega orðnir að sundurleitum hópi því ekkert virðist lengur sameina áhugamenn á ólíkum sviðum lista og menningar. í bókmenntum þar sem vitundar- varslan er þróaðri en gerist á öðrum sviðum fara bókmennta- og leikhúsfræðingar fyrir breiðfylk- ingu áhugamanna og velunnara. Bókmennta- kerfið er samofið forlögum, bókasöfnum og leik- húsum sem viðhalda miskunnarlausu gæðamati með mjög rækilegri stýringu. >• SlCURÐUR GUÐMUNDSSON Full House (shelf) l 1971 Fjölnir sumnr '97 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Fjölnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.