Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Síða 25

Fjölnir - 04.07.1997, Síða 25
Halldór Björn Runólfsson (K)veljum íslenskt merkjum og Whiteread átti eftir að viðhafa um fimmtán árum síðar. Henni til málsbóta má þó geta þess að bandaríski listamaðurinn Bruce Nauman steypti með sementi upp í rýmið milli lappanna á stól sínum á árunum 1965 til 1968. Jafnframt mót- aði hann vegalengdina milli tveggja ferhyrndra höggmynda á gólfi og afstöðu þeirra, en lét svo staðar numið og þróaði ekki frekar uppfinningu sína. Það gerði Magnús Pálsson hins vegar og víkkaði út til mikilla muna grunnhugmynd Naumans. Hins vegar verður hvergi séð að Rachel Whiteread hafi bætt nokkru nýju við uppgötvanir fýrirrennara sinna. En hún er viðurkenndur listamaður með töluverða alþjóðafrægð og það eitt gerir gæfu- muninn. Islenska intelligensían þegir þunnu hljóði yfir þessum augljósa „þjófnaði" á innlend- unt hugmyndum vegna þess eins að hún hneigist til að ofmeta erlenda snilli eins og allt sem hún þekkir af afspurninni einni. Slíkt lýsir lítilsigldu viðmóti hennar og ámóta öfugsnúnu smásálar- poti og lagt var upp með í byrjun þessa máls. A erlendum tungum er í svona tilvikum talað um abjection eða lágkúru, en lágkúra hrjáir þá sem eru með ímynd sína á reiki og finna hvorki ákveðið sjálfmið — subject — né hlutmið — object — heldur flökta eins og vofúr — abject — milli beggja skauta. Engum tókst að Iýsa slíku mannlegu ástandi betur en Shakespeare þegar hann lét Hamlet velkjast í vafa um sína cartesísku raunvissu með orðunum: Að vera, eða’ ekki vera, þarna er efinn... Fást i WatawiiciK ístöðuleysi íslenskrar menningar birtist einmitt í sams konar amlóðaklofningi verundar og vit- undar án þess að skautin snertist og menn nái áttum í sæmilega ldáru markmiði. Annaðhvort eru bæði skautin jákvæð eða neikvæð og því hrinda þau frá sér þeim helmingnum sem þau geta ekki án verið eigi þau að kristallast í tíma og rúmi. Ofúrjákvæðni — beggja skauta plús — leiðir undantekningarlaust til lítilla afreka þrátt fýrir gnótt viljayfirlýsinga. Það ættum við heitstrengingameistararnir að vita manna best. Ofúrneikvæðni — beggja skauta rnínus — eins og Danaprinsinn komst að raun um aðeins of seint tleik sínum upp í glens og grín. Eins og segir í ritningunni, þá mulega gera yður frjálsa en einungis á kostnað fjörsins. Menn þurfa að vera haldnir Messíasarkomplex til að nenna að eltast við sannleik sem frelsar þá órunni. Þess vegna er brýningin: „Sannleikurinn mun gera yður frjálsa“ aðeins til á pappírnum og tungubroddi predikar- ans. Eins og öll tilgangslaus hughyggja situr hún blýföst á fletinum eins og veggjakrot eða palimsest og bíður eftir að verða þurrkað út og endurtekið svo oft sem menn gera sér víddar- leysið — blaðið og blaðrið — að góðu. Ég varpa því fram breytingartillögu við slag- orðið sem ætti að geta losað íslenska vitundar- verði og listamenn úr flötum köngulóarvefnum þar sem þeir sitja fastir sem flugur. Það hljómar svona: „Sannleikurinn mun gera yður ábyrga." Þyki mönnum þessi tillaga ekki of pólitísk væri gaman að sjá hvort hún dugar ekki ögn betur en gamla tilbrigðið. Sjálfúr er ég ekki í vafa um að með slíku leiðarljósi megi treysta stoðir íslenskrar menningar í staðinn fýrir að kippa stöðugt undan henni fótunum. Reynist ég sannspár er til mikils að vinna. Halldor Björn Runólfsson Haim Steinbach Ónefnt, 1987 Gunnar Smári Egilsson ræðir við Halldór Björn um klemmuna sem íslenskur listaheimur er í og hvernig við getum losað okkur út úr henni. ^ ^ Lífíð er fjandakomið ekki einhver helvítis alvara SlGUÐUR CUÐMUNDSSON Full House (innsetning) I, 1987 SmARI: Þú kvartar undan því í greininni að vitundarverðirnir standi sig ekki og skapi mynd- listarmönnunum ekki nægjanlega gott umhverfi til að starfa í. Þrátt fýrir að þú gerir jafnframt ráð fýrir að sami maðurinn geti verið í báðum þessum hlutverkum finnst mér þú firía mynd- Iistarmennina ábyrgð. Getur vandinn ekki allt eins verið sá að myndlistarmenn búi ekki til list sem veki umræðu eða að þeir sýni hana ekki á réttum stöðum, að list þeirra nái ekki til fólks, hristi ekki upp í hugmyndum okkar og sé þar af leiðandi ekki megnug þess að standa undir umræðu vitundarvarðanna? HalldÓR: Að vissu leyti er þetta rétt og það má segja sem svo að það ætti að vera óþarft að Fyfta undir góða list. En við vitum það ósköp vel að listir þrífast ekki nema um þær sé rætt. Ef við skoðum bókmenntirnar þá eigum við bók- menntagagnrýnendur og bókmenntatímarit þar sem reynt er að fjalla um bækumar. Skortur á sambærilegri umræðu í myndlistinni væri ekkert vandamál ef hún snerti bara íslenska list og inn- lenda pólitík, en það er ekki svo. Og það er vandamálið. Um leið og hlutirnir fara að gerast úti í heimi er nauðsynlegt að hér séu einhverjir til að taka á móti skilaboðunum, veiti þeim í ákveðna farvegi þau og sendi þau hingað inn. Ef við tökum dæmi af tískuakrinum — sem flestir geta verið sammála um að sé ekkert ýkja vits- munalegur — þá tekst okkur að fýlgjast með tískustraumunum vegna þess að við eigum vak- andi kaupmenn. Án þeirra værum við alltaf sömu leppalúðarnir. SmÁRI: En er hægt að heimta það af fólki að það ræði verk myndlistarmanna ef verkin vekja enga umræðu né geta af sér hugmyndir? Mér hefúr sýnst það lenska meðal myndlistarmanna að ætla að leyfa þöglum verkum að tala. Slík verk geta bara af sér þögla umræðu. HalldÓR: Já, þetta er alveg Iaukrétt. Ég gæti ekki verið meira sammála þér. Ég er talsmaður þess að íslenskur kúltúr verði brotinn upp og menn fari að hugsa á miklu nútímalegri nótum í menn- ingar- og listrænum efnum. Hingað til höfúm við verið alltof mikið úti í hrauni, uppi á fjöllum, inni í söfnum, í sólarlagi við fjallavatnið fagur- bláa... SMÁRI: ...eða í forminu, rýminu eða fletinum... HALLDÓR: Já, sem voru reyndar út af fýrir sig góðar og gildar athugasemdir og rannsóknarferli á þeim tímum þegar þörf var fýrir slíkar áherslur. En þetta eru engan veginn þær áherslur sem skipta máli í dag. Áherslurnar sem eru heitastar í listinni eru félagslegar og sálfræðilegar. Þær byggjast á að fólk vill vita meira um annað fólk og að við búum í samfélagi. Þetta eru áherslur sem þurfa að koma fram í íslenskri list. SmáRI: Þú talar í greininni um flutning á hug- myndum milli menningarsvæða. Það er auð- veldt að flytja vanda flatarins og rýmisins milli landa — hann er alls staðar sá sami. Það sama á við um kjarnann í konseptinu. Og íslenskir >■ ,yAherslumar sem eru heitastar í listinni eru félags- legar og sálfrœði- legar. Þetta eru áherslur sem þurfa að koma fram í íslenskri list. “ Fjölnir sumar '97
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Fjölnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.