Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Page 30

Fjölnir - 04.07.1997, Page 30
Ingólfur, Gunnar, Jón Arason, Jón Sigurðsson, Fjölnismenn — er þetta íslandssagan? Brynhíldur Þórarinsdóttir leitar hér kvenna í sögunni. „Konur sem vilja horfa á klámmyndir, baka eplakökur, eignast böm eða spila bóling hafa veríð sakaðar um að setja slagsíðu ájajh- réttisbaráttuna. Baráttunni virðist þannigfylgja eign- arréttur, uppskrift að réttum viðhorjum; hegðun, aferli og framkomu; klossar, slétt hár, skartleysi. “ íslendingar eru ung þjóð og íslandssagan stutt. Eiginlega svo stutt að það er hægt að segja hana alla á einni kvöldstund yfir lýsisloga og grautar- skammti. Það var um það bil í gær sem uppreisn- arsegginn Incólf rak á land, svo dó Cunnar með sæmd, þá var JóN Arason höggvinn (kaþólskur skírlífisbiskupinn ásamt sonum sínum tveimur), svo datt Jónas í stiganum, þá mótmælti JóN Sicurðsson allur og hér erum við í dag. Kvenmannslaus? Kannski ekki alveg. Auður Djúpuðca nam land, Hallcerður gegndi ekki karli sínum, Bercpóra var með kart- nögl á hverjum fingri. Ragnheiður biskupsdóttir varð frægust fyrir lauslæti, Bríet fyrir að vera mamma hans Héðins Vald. BryndIs fyrir að fara í vitlausa jarðarför, BjöRK fyrir að lemja ljós- myndara. fslenskar konur sem heild urðu hins vegar frægar fyrir að stappa niður fótum á Lækjartorgi í Álafossúlpum og fótlaga skóm. Samt eru það bara karlar sem komast í kast- ljósið Menn rjúka upp til handa og fóta ef glittir í morknuð mannabein og hraðlesa Landnámu og íslendingabók í leit að hinum dauða. Skyldi þetta vera Graut-Atu, Ævar camu eða óþekkti hermað- urinn? Kannski innblásið hirðskáld eða höfúndur Njálu? Hvaða merkilega karlmenni skyldi þetta vera sem hvílir þarna í hrúgunni? Það er greinilegt að íslenskar konur hafa hreinlega gufað upp eftir dauðann. Þá riðu hetjur um héruð Þvílík karlmenni. Þvílíkt land. Þvílík saga. Er það kannski bara eitthvað sem við ímynd- um okkur, íslandssagan eins og hún er mest töff, mest spes, besta landkynningin? Lífið eins og við vildum hafá það. Svona eins og þegar við minnumst þess að það hafi alltaf verið sól á sumrin þegar við vorum lítil, meira að segja á 17. júní. Það er skammt á milli ímynda og ímyndana. Ef við ímyndum okkur nógu lengi að svona hafi hlutirnir verið, þá er þess ekki langt að bíða að sú ímynd festist við þá. Ef við ímyndum okkur til dæmis að íslendingar hafi tekið kristni á einni nóttu í sátt og samlyndi og sagt svo Amen eftir efninu, þá er það ímynd sem við búum til. Og ef við ímyndum okkur að hér hafi riðið hetjur um héruð og skrautbúin skip legið fyrir landi, þá er það önnur ímynd. Greiðslubyrði lokka Sem betur fer lærist eitthvað af lífinu. Gunnar var heygður, eftir að hafa drepið haug af mönnum og upp frá því varð körlum smátt og smátt ljóst að þeir geta ekki krafist þess að konur fórni lokkum til hergagnaiðnaðar. En það má reyna að kaupa þá — þegar upp er staðið er jú flest allt falt. „Greiddi ég þér lokka við Galtará," kvað Jónas heima í sveitinni áður en hann varð Fjölnismaður í útlöndum. Ekki er vitað hvað varð um þá lokka sem gengu kaupum og sölum þarna við Galtará, en eitt er víst, Jónas skaut ekki af boga og dó ekki í orrustu. Hann særðist að vísu einu sinni en sagan segir að hann hafi hrasað í stiga í Köben en ekki fengið karlmannlegt svöðusár á vígvelli. Kannski mun Amor hafa nýtt lokkana í sína strengi. Þriðja íslenska kvenveran sem fræg er fyrir lokka sína er flökkukýrin Búkolla. —Taktu hár úr hala mínum og legðu það á jörðina, baulaði Búkolla og karlssonur sigraðist á skessunni sem dagaði uppi og varð að steini. Steingervingafræðin Það er alltaf skuggalegt þegar fyrirbæri daga uppi; verða að steinum. Svo sem eins og þegar umræð- an fær ekki ráðrúm til að þróast með þjóðfélag- inu. Dauð hugmyndakerfi sitja þá eins og stein- gervingar í maganum á þeim sem fundu þau upp, ólust upp við þau eða supu af þeirn lífs- reynsluna. Rétt eins og gamli kommúnisminn minnir menn á að leita sér óvina innan eigin raða, treysta engum og vinna allt á bak við tjöld- in, segir gamla kvenréttindakenningin að óvinur- inn sé karlmaðurinn. Kannski er svarið við hvorutveggja að læra að treysta náunganum. Að reikna með því að allir sem spila í sama búningi á sama mark séu saman í liði. ímyndaðar ímyndanir Ef við ímyndum okkur nógu lengi að náunginn sé á móti okkur, endar hann með því að verða það. Ef við ímyndum okkur nógu lengi að við eigum bágt þá verðum við óttalegir eymingjar. Svo ekki sé meira sagt. Þjóðin sem heild er jarm- andi fórnarlamb dansksins sem seldi okkur maðkað mjöl. Konur sem heild eru fórnarlömb karlrembusvína sem rýtandi halda þeim í skítnum. ímyndir geta verið skaðlegar, þær festast við einstaklinga og hópa og halda þeim í heljargreip- um. ímyndir svo sem þær að konur sem vilji vinna að jafnrétti séu þurrkuntulegar kerlingar og að karlar sem styðji jafnrétti séu væmnar veimil- títur. Konur sem vilja horfa á klámmyndir, baka eplakökur, eignast börn eða spila bóling hafa verið sakaðar um að setja slagsíðu á jafnréttis- baráttuna. Baráttunni virðist þannig fylgja eign- arréttur, uppskrift að rétmm viðhorfúm; hegðun, atferli og framkomu; klossar, slétt hár, skartleysi. Leðurblökukonumar Uppskriftin er önnur þegar kemur að umheimin- um; Mittismjóa, leggjalanga, varaþykka, stór- eygða unglingsstúlkan á auglýsingaspjöldunum er ímynd — í mynd. Rétt eins og Ua hans HalldóRS Laxness þarf hún hvorki að borða né sofa. Reynd- ar er hún með töluvert þykka bauga undir aug- unum og útstæð herðablöð af langvarandi hungri en hún er samt töff. Leðurblökuútlitið er í tísku, sérstaklega eftir að vængjuðu blóðsugurnar fóru að fylla alla guglýsingatíma. Kannski það sé líka tengt því að George Clooney, einn helsti hjarta- knúsari vorra daga, leikur aðalhlutverkið í nýj- ustu Batman-myndinni. Herra og frú Leður- blaka, Mr. and Ms. Clooney. Draumur sérhverrar stúlku. Það geta ekki allir orðið leðurblökur I staðinn kaupir maður sjokköpp sokkabux- ur, til að móta mitti og rass, pússöpp undra- brjóstahöld sem breyta manni í Dollý Parton og aðþrengjandi naríur svo maginn verði flatur eins og á strandvarðastjörnu. Allt er þetta tiltölulega nælonkennt, einnota og arðrænandi. Vaxtarmót- andi skyndihjálp fyrir eitt kvöld leggst ekki á minna en 5.000 kall. — En skilar sínu; útliti sem segir: „ég hef ekki borðað í viku“. Englar alheimsins Það er eitthvað svo óskaplega kvenlegt að vera Ua, laus við fábrotin veraldleg og líkamleg við- fangsefni á borð við næringu. Á Viktoríutíman- um litu menn konur þessum sömu augum, og hver segir að ekki eigi að halda í görnul gildi? (Miðað við málverk af bústnum maddonnum þessa tímabils, verður þó að draga þá ályktun að þær hafi dembt í sig mat í laumi, í ómældu magni). Sannarlega er það þetta sem Jónas gamli sá í englinum sínum með húfúna og rauða skúfinn; Himneskur kvenleiki. Jónas sendi bréfdúfú, í gervi þrastar, til að kasta kveðju á stúlkuna. Þessi vængjaði sendiboði flutti sveitastúlku á íslandi kveðju skálds sem skemmti sér á Hvids Vinstue og skálaði fyrir heimsbyggðinni. Hún fékk kveðju frá þunglynd- um stúdent með heimþrá. Við sjáum rómantísk- an kavalér sleppa fúgli í fjöruborðinu. Konur og vængir tengjast órjúfanlegum böndum — ekki bara í auglýsingunum. Imyndin er sú að konur eigi að vera stilltar og prúðar eins og englar. Jafnvel svo stilltar að þær geta setið á skýhnoðra og dinglað tánum, meðan þær slá á hjartans hörpustrengi. Aðgerðalausar. Skyldi kvenhár duga jafnvel í hörpu og boga? ímyndir geta verið skaðlegar Því heyrist oft fleygt að konur og stjórnmál fari illa saman, ímyndarlega. Thatcher þurfti til að mynda að fara í raddþjálfún og lækka sig um áttund áður en nokkur nennti að hlusta á hana. Eftir það gat hún grafið að vild undan þeim votti af jöfnuði sem var að finna í bresku þjóðfélagi. — Með karlaröddinni sinni. Kannski áttu bresku börnin sem ólust upp við Thatcher forsætisráðherra erfitt með að sætta sig við að sjá karl í embættinu, rétt eins og þau eiga erfitt með að sjá fyrir sér kóng en ekki drottningu í höllinni. Hvernig á kóngur að geta borið handtösku á úlnliðnum? Sömu kynlegu efasemdirnar rugluðu norsk börn í ríminu þegar landsmóðirin Gro Harlem Brundtland lét af embætti og hann Torbjörn tók við. Og hér spurðu krakkarnir: „Geta karlar virkilega orðið forsetar?", þegar Ólafur Racnar tók við af Vicdísi. Það er svona sem ímyndir festast við stöður. Það er enginn sem heldur því fxam að þetta séu kvennaembætti, við erum bara vön því að hafa þar konu. Eins er þessu farið með mörg þau svið sem karlar stjórna í dag. Við erum einfaldlega vön því að hafá þar karla. Fjölnismenn dagsins í dag Við erum líka vön því að karlinn Jónas sé rómantískur kavalér með heimþrá. Þannig birtist hann í bláu skólaljóðunum. En jafnvel Fjölnis- menn breytast með aldrinum. Nú eru Fjölnis- menn orðnir einn Fjölnir og hann er að fara að giftast poppstelpu ffá údöndum. Rómantíkin felst ekki í sonnettum og þrastarkvaki heldur rafmagnsbassa og hlébarðabikiníi. (Skyldi kven- hár þá duga best í bassastrengi?) Fjölnismennirnir fjórir horfðu heim með tárvot augun en Fjölnismenn dagsins í dag dreymir um að komast út. Þeir tárast ekki af söknuði heldur af því þeir horfa svo fast upp í vindinn meðan þeir vonast til að losna. Brynhildur Pórarinsdóttir

x

Fjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.