Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Side 42

Fjölnir - 04.07.1997, Side 42
Hallgrímur Helgason Sjálfstraust íslendinga 6. Heimurinn biður um eld Það getur verið fallegt, sólarlagið. Það getur verið fallegt, sólarlagið við Faxaflóa. Það getur jafnvel verið fegursta sólarlag heimsins það kvöld en það verður samt aldrei neinn heimsviðburður. Þú nýtur þess í þínum sólarlagsstól, á þínum grill- svölum, í þínum japanska bíl, á þinni litlu aumu persónulegu göngu meðfram Skúlagötuströnd. Litla stund ertu baðaður sviðsljósi heimsins og í rauðgylltri stundarblekkingu langar þig allt í einu til að ávarpa heiminn af því þú heldur að hann sé þinn salur þetta kvöld. Þér finnst eins og CNN- eða ABC-merkið flökti við hægri öxl þína og þér Iíður eins og þú sért aðalnúmerið á svið þetta kvöld þegar þú ert í raun ekki annað en tvö pör af skóm númer 43 á rölti um stórgrýttan en þó snyrtilegan fjörukamb sem einhver ævaforn elds- umbrot hafa hlaðið upp (með aðstoð gröfúmanns frá Reykjavíkurborg) í ofanverðu Atlantshafi, og 6000 kílómetrar í næstu alþjóðlegu fréttastofú. Þú fattar: Þú ert ekki á stóra sviðinu, þú ert bak- sviðs, og ljósið sem fellur á þig aðeins það sem til fellur af því sem ætlað var hinum stóra heimi. Og allt í einu er sólarlagið ekki sólarlag heldur aðeins dauflegur forleikur af sama sólarlagi sem á eftir fer fram í New York. Og það þó sólin setjist jafn- an með mun meiri tilburðum hér en þar. Það skiptir ekki máli. Þú ert einn hér á annarlegri strönd, þau eru öll þar, þar sem allt er. Þú ert núll og heimurinn — þarna úti, handan við sjö sólarlög sungin af 13 mismunandi skipsáhöfnum á jafnmörgum tungumálum — er eitt. Eitt núll fyrir honum. Að eilífú eitt núll fyrir honum. En þig langar samt til að segja honum eitthvað. Þig langar til að segja honum frá þessu alveg frábæra sólarlagi. Þú elskar heiminn þrátt fyrir allt og vilt ekki að hann missi af þessu. Hvað er til ráða? Taka mynd og prenta bækling? Hringja í lögregluna, láta hana loka Skúlagötunni og taka af þessu kvikmynd til að sýna á alþjóð- legri hátíð í Salerno? Þjóta heim og hripa þetta niður á blað í skáldsögu með alþjóðlegum ticli?: The Sun Also Rises, I Know, But It Sets Too. Hvað geturðu gert við þetta sólarlag? Sett það á netið? Hugsa menn svona? Hugsa Islendingar almennt svona? Eða eru þeir bara ánægðir með sig og sín sólarlög heima í stofu, hengja þau í besta falli á vegg? Er heimsfrægðin bara eitthvað fyrir skrýtnar stelpur með enn skrýtnari hár- greiðslur? Fame is just for weirdos with hairdos? Eigum við bara að vera góð og sæl smáþjóð að glíma við okkar sértæka vanda, sitja heima með nýjasta afbrigðið af Kjörís yfir fréttum af óláta- unglingunum í næstu götu? Hvert er hlutverk okkar!? Ha? Segið mér það!? Nei. Auðvitað hugsum við á heimsvísu. Auð- vitað er heimurinn okkar leiksvið. Hvernig á einn maður að geta stundað sitt fag og gert sinn hlut án þess að vera fúllkomlega sannfærður um að enginn annar í öllum heiminum geti gert hann betur? Annars skortir hann allt sjálfstraust til verksins. Og verkið — í þessu tilfelli hér — er: Að búa til sólarlag. Gunnar Smári Egilsson: „Listaheimurinn hefur aldrei getið af sér skapandi hugs- un; hann hefur stundum innbyrt hana en hún hefur aldrei orðið til innan hans. Lista- heimurinn er ekki skapandi; hann er túlkandi. Hann útsetur, fágar, að- lagar og slípar. JJm leið og eitthvað er kallað list deyr það. Og öllum dettur það sama í hug: Hvað nœst? Meira afþví sama? Eða ef til vill minna í þetta sinn?u Fj 42 ölnir timarit handa islendingum sumor ‘97 Borgaraleg skylda Ég trúi á Guð. Ég áttaði mig á þessu á morgun- göngu í fjörunni fyrir neðan Eyrarbakka í fyrra- vor. Þetta kom ekki yfir mig eins og opinberun; ffekar eins og staðfesting. Svipað og þegar mað- ur sem hefúr séð hárflóka í sturtubotninum í mörg ár horfir í spegil og sér sköllóttan mann. Ekki mann með þunnt hár eða há kollvik. Sköll- óttan. Og hann veit hann hefúr verið sköllóttur lengi án þess að viðurkenna það. Hann þarf ekki lengur að heyja stríð sem er fyrirfram tapað. Jæja, ég er þá orðinn sköllóttur. Jæja, ég trúi þá á Guð. Það voru engar dúfúr í fjörunni við Eyrar- bakka síðasdiðið vor. Þar voru sandlóur, kríur, tjaldar, æðafúgl og sílamávar — en engar dúfúr. Hugsanlega hafði ég breyst án þess að taka eftir því. Ef til vill hafði Guð breyst án þess að ég áttaði mig á því. Ég veit ekki hvaða brögðum hann beitir. Nunnurnar segja að hann biðji þeirra og þær játist honum. En úr því ég sá engar dúfúr og fékk engan sólargeisla upp um rassgatið, þá finnst mér ekki mikið til um opinberanir. Hver fær ekki vitrun tvisvar á dag? Vandinn er að halda lífinu í þeim og lifk með þeim. Það var ekki fyrr en þarna í fjörunni að ég áttaði mig á að það er lífið. Til aðgreiningar ffá því lífi sem ég lifði áður kalla ég nýja lífið Guð. Þetta er einkenni ffels- aðra; að þurfá ný hugtök til að tjá nýtt líf. Minn Guð er ekki merkilegri en það; hann er nýtt hugtak. Það er allt við það sama en viðhorf mitt er breytt. f þessu nýja lífi leiða athafnir ýmist til meira Iífs eða dauða. Það er ekkert þarna á milli. Kyrr- staðan er líka dauði. Þetta er því síkvikt líf og í því gilda engin lögmál. Ekki einu sinni að tím- inn Iíði áfram; smndum tekur hann stökk og stundum snýr hann við. Stundum eru þeir sem stóðu í stafni skyndilega komnir aftur í skut. Eina leiðin til að lifa ferðina er að ráða gátu hennar með einlægu hjarta og heiðarlegum hug. Og þessi endalausa gáta og endalausa leit er lífið sjálff. Og sá sem leggur sig ffam fær að lifa því. Það eru verðlaunin fyrir að vera til. Þeir heita píslarvottar sem virða þetta líf svo mikils að þeir vilja ffekar deyja en missa það. Við hinir erum villidýr. Við snúumst til vamar; ráðumst á óttann, reglufestuna, dauðann. Fyrir okkur er þetta barátta upp á líf og dauða. En stundum erum við eins og glöð börn í berjamó. Við bendum á tepruskapinn og segjum: Þetta er vont. Og við bendum á hreinskilni og segjum: Þetta er gott. En það er vandi að vera til. Stundum gleymi ég mér og er bara dýrslegur. Glefsa í einhvem sem á leið hjá án þess að hafa neitt illt í huga. Og stundum er ég bara barnslegur; sting upp í mig lambasparði og segi: Þetta er gott. Þá get ég ekki annað en vonað að Guð rifji upp fyrir mér vitrunina og kenni mér að ég verði að ákveða að gleyma á sama hátt og ég ákveð að muna. Og ég ákveð að deyja ef ég tek ekki ákvörðun um að lifá. Og það er ákvörðun að þegja. Og það er ákvörðun að lifa í samfélagi. Ég þekki fólk sem er tilbúið að fórna lífinu svo það fái lifað í ffiði. Jesús hefúr náttúrlega orðað þetta betur: Sá yðar sem reynir að bjarga lífi sínu mun glata því; en sá yðar sem fórnar lífi sínu mín vegna mun öðlast það. Ég æda ekki að eyða tíma í að útskýra hvað þetta gerir okkur hverju fyrir sig; höfúm við ekki öll meira og minna verið að traðka á okkur í leit að öryggi, virðingu, velvild, velgengni? Okkur er ekki ædað að sækjast effir lífinu. Við eigum að lifa því. Hins vegar langar mig að fara nokkrum orðum um hvaða áhrif þetta hefúr á samfélag okkar. Það heitir lifandi samfélag sem allir meðlimir móta og þroska. Dautt samfélag kall- ast það þegar samfélaginu er ætlað að móta mennina. Dauð samfélög eru algengari en lifandi; ef til vill vegna þess að þau Iíða í átt að dauðanum eins og mennirnir. Kyrrstaða leiðir til dauða; meðvitundarlaust samfélag flýtur að feigðarósi eins og annað sem sefúr. Það þarf að róa líffóður til að halda því á lífi. Þroski samfélaga erfist ekki ffekar en þroski einstaklinganna. Hver kynslóð og hver tími þarf því að endurnýja samfélagið; endurmeta stofn- anir þess; endurskoða gildin og reglurnar; end- urreisa manninn; endurfeða listina og Guð. I upphafi var hjólið fúndið upp til að fera til steinblokkir. Síðar var það notað til að mæla tímann. Seinna var það látið bera svitalyktareyði í handarkrika í von um að það yrði ósonlaginu til bjargar. Við þurfúm ekki að finna upp hjólið aftur. En við þurfúm að finna ný not fyrir það. Við þurfúm ekki að finna upp listina, rétdætíð, mannúðina, hugrekkið eða Guð. En við þurfúm sífellt að endurreisa þessar undirstöður mennsk- unnar. Og tíl þess þurfúm við að tala saman, segja hug okkar. Okkur ber skylda til þess. Þess vegna skrifá ég. Það er borgaraleg skylda mín. Eitt af því sem Guð hefúr lofað mér er að ég verði aldrei að listamanni. Hann hefúr blessað mig með hæfi- leikaleysi. Ég held ekki tóni, veld ekki pensli, kann ekki að ríma og ég er svo langur að það er ekki einu sinni hægt að nota mig í fereyskan dans; þegar ég legg hendur yfir axlir dansfélaganna halla ég ffam og stari ofán í gólfið eða beygi mig í hnjánum eins og ég ædi að vinda mér í kósakkadans. Handan við listína er gósenland getuleysis- ins. Þar má allt. Þar fær hugdetta að vera hug- detta. Og þó einhver vilji kalla hana listræna þá breytist hún ekkert við það. Hún heldur áffam að detta. Og ef við setjum hana á stall og negl- um hana fásta þá fellur samt bominn úr henni. Þetta er síkvikur heimur. Og þess vegna er hann dásamlegur. Þangað vil ég fara. Er þetta list? Tja, ég veit ekki... Á þetta að vera ffétt? Ja, uhumm, þegar þú segir það... Er eitthvert vit í þessu? Já, mér er dauðans alvara. Ég trúi að utan við öll flokkunarkerfi séu svör sem gott er að finna. Listaheimurinn hefúr aldrei getíð af sér skapandi hugsun; hann hefúr smndum innbyrt hana en hún hefúr aldrei orðið til innan hans. Listaheimurinn er ekki skapandi; hann er túlkandi. Hann útsetur, fágar, aðlagar og slípar. Um leið og eitthvað er kallað list deyr það. Og öllum detrnr það sama í hug: Hvað næst? Meira af því sama? Eða ef til vill minna í þetta sinn? Fyrir mér er form eitthvað tíl að baka í. Ef þú átt ekki form geturðu bakað brauðið beint á plötuna. Ég skrifá til að losa mig við hugsanir. Hugsun mín þjálfást við það og fer tými fyrir ný við- fángsefni. Og ég sýni öðru fólki skrifin. Hugsun mín þroskast ekki við það. Ég geri það tíl að halda sönsum. Ef ég finn einn sem skilur mig get ég talið mér trú um að ég sé enn með rétm ráði. Geðsjúklingar nenna sjaldnast að hlusta á mglið hver úr öðmm. Ég skrifá í blöð og gef út bækur svo að sem flestír lesi hugsanir mínar. Þá er líklegra að ég finni þennan eina. Ef mér tekst það er mér borgið. Ef ég finn tvo fyilist ég eld- móði. Ef ég finn heilan helling verð ég hræddur og flýtí mér að hugsa þá ffá mér aftur. Gunnar SmAri Ecilsson

x

Fjölnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.