Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Page 49

Fjölnir - 04.07.1997, Page 49
Guðmundur Andri Thorsson Porbergur Pórðarson — ekki neitt um landsins að standast eldvígslu áður en hann gæti tekið nokkurt mark á þeim, stjórnleysishug- myndir þess sem neitar að gangast undir nokkurt vald. Þetta er skringilegur kafli. Þórbergur situr kvöld eitt og hugleiðir „blekkingu eilífðarvélar sem ég hafði séð afhjúpaða með einkennilegum hætti í fræðsludeild menningargarðsins í Lenin- grad“ — sem kannski er hægt að sjá sem snjallan metafór um kommúnismann. Þá ber að dyrum einhver Viktor Javoronkov, sem kynnir sig sem „aðferðafræðing" sem lagt hafi stund á útvarps-, ljósmynda- og kvikmyndafræði, auk þess sem hann hafi lokið námi í réttarlæknisfræði, sem hann hafi lesið að gamni sínu. Hann segist líka vera nafnkunnur esperantisti og spyr Þórberg hvort hann hafi ekki heyrt sín getið. Tónninn er strax fúrðulegur, stemmningin myrk og einhvern veginn rússnesk, þetta gæd verið loddari hjá Cocol eða jafnvel Dostojevski'. Lesandi skynjar uppreisnarhug í höfundinum og það kemur ekki á óvart að talið skuli berast að ásteytingarsteini Þórbergs og marxista, trúarbrögðunum og guði og öðru lífi. Og hann er frakkur — hann er löngu búinn að sjá í gegnum spilaborgina: Ég hefi slæman grun um, að þið séuð ekki enn þá búnir að losa ykkur við tilbeiðsluhysteríið hér í ríki bolsévismans, þrátt fyrir baráttu ykkar gegn trúarbrögðunum. Ef til vill tilbiðjið þið ekki lengur guð og andskotann, eins og þið gerðum á dögum zarsins og við gerum enn þá í gamla heiminum. En ég er skrambi smeykur við, að þið dýrkið bara með þeim mun meiri öfgum menn í staðinn. Þarna standa á hverj- um degi langar halarófúr af fólki á Rauða torg- inu og bíða eftir að fa að ganga í gegnum leg- höll Lenins. Þið hafið gert Lenin að guði ykkar. Það er hættulegt. Meðan tilbeiðsluþræls- óttanum er haldið við í fólkinu, er það ein- göngu undir atvikum komið, hvort það skríð- ur undir Lenin eða Hitler eða Jesú frá Nazaret- Trúaður maður er alltaf undir einhverjum. Aðferðafræðingurinn maldar eitthvað í móinn en Þórbergi halda engin bönd lengur og nú er ekkert verið að gefa hlutina fínlega í skyn með nettu háði um embættismenn og lausnina: Til hvers látið þið þá vopnaða hermenn standa þarna pinnstífa og grafhljóða í leghöllinni, ef það er ekki til þess að varpa eins konar hern- aðarhelgiljóma yfir foringja ykkar? Hví að vera að taka þetta apaspil eftir stríðsþrælum auð- valdskonunganna? Hví ekki að láta ykkar óbrotnu lögregluþjóna með sín saklausu sveita- mannaandlit gæta þarna raðar og reglu? Hann vill að þetta sé Suðursveit. Hann vill að það ríki sem er grundvallað á sindunum leiði hann að lokum heim í þá sak- usu Suðursveit sem hann missti þegar hann tók 5 aðhyllast vísindin. Þá yrði það fúllkomnað. Iringurinn myndi lokast. Vísindamaðurinn æði sáttum við barnið saklausa. Þórbergur við orberg. Því hvað sem öllum endurfæðingum ið — þessum staðfasta ásetningi að beina gjör- jllu hugarstarfi sínu í eina átt — þá voru til largir Þórbergar, í honum bjuggu margir menn, tt eins og gildir náttúrlega um alla menn, því 5 þótt mennirnir séu ekki meginlönd þá eru :ir heldur ekki eylönd heldur öllu ffemur mis- fnlega skipulegir eyjaklasar. V ’ ið getum skipt eyjaklasanum Þórbergi í tvo akka sem ann'áf er kenndur við vísindamamiinn l hinn við húmoristann. Húmoristinn er sá sem er gæddur þeirri dýr- læm náðargáfú að geta séð „aJvarlega hluti í Jaugilegu ljósi“. Honum er ekkert heilagt. Ekki eitt. Og alls ekki skrokkurinn af manni sem ann telur víst að sé niðurkominn á æðra sviði ilverunnar. Húmoristinn gælir við ímyndunarafl itt, leggur rækt við firrur af stolti skáldsins. Vísindamaðurinn aftur á móti — vísinda- maðurinn Þórbergur Þórðarson — hefúr þann eiginleika að sjá spaugilega hluti í alvarlegu ljósi. Húmoristinn og vísindamaðurinn náðu eng- um sáttum: Vísindamaðurinn aðhylltist Esper- antó vegna þess að í því máli væri enginn meiri- máttar og enginn minnimáttar, eins og hann seg- ir í Kompaníi við Allífið — húmoristinn lýsti því yfir að hann væri einn af mestu ritsnillingum íslenskrar tungu. Sem vísindamaður var Þórbergur afsprengi upplýsingaraldarinnar; á þeirri öld þáðu menn úr Endurreisninni hugmynd um skáldið og mennta- manninn sem gat með hægu móti haft á sínu valdi mestallan þann ffóðleik sem vesturlanda- menn héldu að væri mannleg þekking. Þessi teg- und menntamanns var vel heima í náttúrufræði og öðrum raunvísindum og rölti jafnvel um skóga og engi kinkandi kolli yfir lögmálunum sem þar ríktu; hann var læs á latínu og grísku og gat tileinkað sér speki fornra vitringa, hann hafði fastmótaðar hugmyndir um Guð og æskilega skipan þjóðfélagsins og væri hann ekki að semja ritgerðir um þessi efni eða niðurskipan hlutanna í náttúrunni orti hann ljóð undir snúnum háttum. Hann valsaði milli allra fræðigreina. Hann hafði vit á öllu. Þórbergur sem renaissansmaður og alfræð- ingur: Hugmyndir hans í náttúrufræðí teygja sig langt affur fyrir Upplýsinguna, hann var skrímslafræðingur, anímisti, trúði á stokka og steina. Hann lagði sig eftir öllum hindurvitnum, tileinkaði sér alla hjátrú. í þeim vísindum átti hann ekki samleið með neinum, en kannski var hann bara á undan sínum tíma, vissi sem var að vísindahyggjan er argasta hughyggjan afþeím öllum. Raunvísindaástundun hans virðist hafa verið nokkurs konar tækjadella og áráttukennd skrásetning á veðurfari. Tungtunálaáhugi beindist að Esperanto — trúarhugmyndir tóku mið af spíritisma, í þjóðfél: hyjltist hann ^udúúsma af einþykkri þræSfincT Hann komsr að niðursftroum sínum eftir leiðúm skýnléiriinnar. Hann fetaði sig eins og þjóöfélagsfræðingur ef'tir réttum reyndi að taka af öll tvímæli um að dularfúllt fyrirbæri væri á ferðinni með linnulausum þrá- spurningum; hann komst með rökleiðslum að þeirri niðurstöðu að Esperantó væri mál framtíð- arinnar; hann taldi spíritismann vísindalegar til- raunir með mikilvægustu spurningu mannlegs lífs og kommúnismann umfram allt skynsam- legan. Hann gekk effir vandlega íhugun til liðs við stórar hreyfingar sem allar virtust vaxandi, allar virtust hafa náð haldi á veruleikanum með leiðum hugsunarinnar, allar virtust ætla að sigra. Þær töpuðu allar. Spíritismi líður ekki fyrir það að fólk sé vantrúað á annað líf, heldur blátt áffam hitt að vísindin við að nálgast það eru kjánalegri en gömlu góðu draugasögurnar; Esperantó er okkur jafn ótamt og að við förum að segja mu hvert við annað — Sovétskipulagið verður ekki reynt affur næstu aldir. Eins og málum er nú komið fyrir þeim hreyfingum sem Þórbergur gekkst á hönd, virðist hann sem upp- lýstur menntamaður og alfræðingur hafá verið — svo reynt sé að orða það kurteislega — hálfgerð Kröfluvirkjun. H, „ann var heimspekileg Kröfluvirkjun. Hann hélt að hann gæti haft vit á öllu bara með því að hafa skoðanir á öllu. Hann hélt að það nægði sér að vera gáfaður. Hann gæti „séð hlutina út“ — eins og allir íslendingar á þessari öld trúði hann á brjóstvitið, að með brjóstviti væri hægt að dirka upp lásinn að evrópskri menningu. Sem hugsuð- ur var hann eins og bændurnir sem segja verk- fræðingabrandara, eins og Akureyringarnir sem reistu Kröfluvirkjunina af því þeir höfðu meiri tilfmningu fyrir þessu en hálfvitarnir úr skólun- um þeirra fyrir sunnan. Svo fór að gjósa. Allt fór. I bókinni Ljóri sálar minnar sem hefúr að geyma æskuskrif Þórbergs eru tvær merkilegar at- lögur að skýringu á Deginum mikla eftir Einar Ben. í fyrri greininni hrífst hann sýnilega af stór- brotinni hugsun og dýpt kvæðisins og segist lengi hafa hugsað um það — það sem hrífúr hann er óskiljanleikinn og hann virðist telja að með nægi- lega gaumgæfilegri íhugun megni hann að skilja allt þvr ekki sé hér um að ræða „nein kendarljóð /.../ eða rómantíska draumóra“ í anda Jónasar Hall. og hans nóta“, heldur sé Einar þvert á móti „strangvísindalegt skáld“ (135). Strangvísindalegt skáld. Þórbergur unni há- speki en var alltaf um leið eins og á varðbergi gagnvart henni, hann grunaði háfleyga menn jafnan um græsku, og kann þar að ráða reynsla hans af kennurum Kennaraskólans sem reyndust aðeins hafa gáfúlega kæki. Hann leggur til grund- vallar empírískar skáldskaparkröfúr; skáldskapur- inn á ekki að vera skírsla heldur skýrsla — hann á ekki að segja satt á uppljómaðan hátt, næstum óvart eins og hjá rómantíkerum sem töldu sig standa í leiffursambandi við guðdóminn, heldur skal hann vera ígrunduð rannsókn á inikilvæg- ustu spurningum mannlegrar tilveru, knúinn úfram af skýrri rökhugsun, mannlegri hugsun. í seinna áhlaupinu sem virðist skrifað einu eða rveimur árum síðar er engu lfkara en að hann liafi gefist upplvið að finna djúpspekina hjá Einari, hann kennir ekki grunns í þessu og gagn- rýnir skáldið fyrir að vera „eigi gefin sú mikils- verða gáfa mannsandans, að geta komið skýrum og ótvíræðum orðuii^^^^^^ringum sínum" Eftir þessi sínnaskipti gagnvart skáldskap Einars Ken. er engu lfkara cn hann gefi Ijóðlist uppá bátinn pg spíritisminn varð síðar til þess að skatð sem skáldskapurinn hafði skilið íann loks vísindalegar rannsóknir um tilverunnar. Það sem eftir var ævinnar orti Þórbergur ekki aimað en rímaða gagnrýni, paródíur hans í Npaks manns spjörum eru ekki list í venjulegum skilningi heldur miklu fremur viðbrögð við skáldskap annarra, álit hins jarðbundna vísindamanns á kenndarljóð- V, ísindamaðurinn dýrkaði mikla hugsuði á borð við Zamenhof og Lenin — húmoristinn hafði eigið sjálf í mestum hávegum og fyrirleit allar hátignir. Vísindamaðurinn og skrásetjarinn gerði aðal- persónu sína, ofvitann, burtræka úr sagnaheimi sínum þegar hann skrifáði ævisögu Árna prófasts Þórarinssonar og breyttist fyrir vikið í gamal- menni — húmoristinn brást við skjótt og skrifaði Sálminn um blómið og var á góðri leið með að breytast í bablandi barn. Vísindahyggja og skáldskapur. Reglufesta og ringulreið: freudistar myndu segja lögmál föður- ins andspænis faðmi móður minnar. Ég veit það ekki. Áður en lauk endurskapaði vísindamaðurinn af natni og smásmygli, stein fyrir stein, sjálfá ver- öld bemskunnar. Suðursveit. Ur því að hún reyndist ekki vera í Sovét urðu allir Þórbergarnir að taka höndum saman og búa hana til. „Fyrir mér er enginn hlutur svo heilagur, að ég sjái ekki jafnffamt eitthvað skoplegt við hann. En í því skoplega finn ég einnig návist guðs“, segir Þórbergur í þrítugasta og þriðja kafla Bréfi til Láru. Kannski var það þessi eiginleiki húmor- istans sem gerði vísindamanninum kleiff að sjá broslega hluti í alvarlegu ljósi, taka alvarlega fleira en það sem einskær reynslan kennir okkur, sem er sú vísindahyggja sem við enn búum við og smíðar atómbombur og grandar jörðinni. Ofvit- inn úr Suðursveit gat ruðst inn á þann blóðuga vígvöll hugmynda sem fyrri hluti aldarinnar var, gengist geggjuðum konungum á hönd, barist með oddi og eggju fyrir málstað morðingja og meðalmenna og þrammað svo burt með óskerta sæmd heim í Suðursveit, végna þess að undir niðri fannst honum brölt mannanna skoplegt, hann var í kompaníi við allífið í því hlálega. Hann trúði því að grunntónn tilverunnar væri meinlaust grín. Guðmundur Andri Thorsson UMSNÚNINGUR OG KÚVENDING Þessi tækni byggir á því að kúvenda og umsnúa eigin- leikum og einkennum vöru, hugmyndar eða þjónustu. Ef þú ert til dæmis að þróa vöru til betri vegar ímynd- aðu þér þess í stað hvernig hægt væri að gera hana verri. Þá koma fram þættir sem fela í sér nýja mögu- leika til að bæta vöruna. Heimurinn samanstendur af andstæðum. Hver hug- mynd, eiginleiki og fyrirbæri eru merkingarlaus án and- stæðna. ADFERDIN 1) Umbreyttu jákvæðri yfir- lýsingu í neikvæða. Dæmi: Ef þú ert að fjalla um þjónustu gerðu lista yfir alla slæma og neikvæða möguleika þjónustunnar. Þú munt koma af stað skemmtilegum hugmynd- um og úrlausnum. 2) Athugaðu hvað aðrir eru að gera. Cerðu það sem aðrir gera ekki. Dæmi: Apple-fyrirtækið gerði það sem IBM gerði ekki. 3) Notaðu „Hvað ef...?“ að- ferðina. Spurðu sjálfan þig: „Hvað ef ég...“ og settu inn andstæður. a. teygi það/þjappa það b. frysti það/bræði það c. stækka það/minnka þaö Búðu til þinn eigin and- stæðulista fyrir þessa aðferð. 4) Snúðu blaðinu við. Ef þú ert að selja eitthvað skaltu finna leiðir til að minnka söluna í stað þess að auka hana. 5) Breyttu sigri i ósigur og ósigri í sigur. Ef eitthvað fer illa skaltu hugsa um jákvæðu hliðarnar á stöð- unni. segjum svo að þú hafir glatað öllum skjöl- um í tölvunni þinni. Hvað gott gæti komið út úr því? Ættir þú ekki að vera meira með fjölskyldunni, en ekki að vera alltaf í tölvunni? Hver veit? Fjölnir sumar '97 49

x

Fjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.