Fjölnir - 04.07.1997, Qupperneq 50
í#
og
Hver er ástæðan fyrir þeim ógöngum sem ljóðið hefur ratað í?
Er formleysan ástæðan fyrir merkingarleysinu? Formleysið og geðleysið?
Deyfðin og doðinn? Hallgrímur Helgason veltir fyrir sér hvers vegna skáldin
ná ekki lengur sambandi við ljóðformið, þjóðfélagið, sig sjálf— lífið.
Ljóðið er halt
gengur með hæku
„Það er greinilegt
aðpundið í gráum
hœkufiðrildum
vegur þungt þessa
dagana í íslenskri
Ijóðlist, ogein-
hvemveginn er líkt
og austrænn andi
svifi yfir þeim
vötnum sem um er
ort og alltafstanda
svo lygn. Hann er
hættur að blása í
íslenskum skáld-
skap. Oðruvísi
okkur áður brá. “
%
Fj
50
o 1 n i r
timarit handa
islendingum
sumar ‘97
Yosa Buson:
Leðurblakan og perutréð — 120 hækur
Þýðing Óskar Ámi Óskarsson
Bjartur, Reykjavík 1997
Komið er út hjá Bjarti 120 hæku safn eftir Yosa
Buson, sem lést árið 1783, og er einn af meistur-
um þessa ævaforna japanska forms ásamt þeim
Matsuo Basho og Kobayashi Issa en Óskar Árni
Óskarsson hefúr áður þýtt verk verk þeirra fýrir
sama forlag.
Óskar Árni þýðir myndljóðin upp úr enskum
og amerískum útgáfum, og við lestur safnsins
hvarflar að manni að töfrarnir hljóti að hafa týnst
einhverstaðar á þessari löngu leið. Heldur er þessi
skáldskapur orðinn hversdagslegur - kominn í
gegnum nokkur tímabelti og tvö, kannski þrjú,
tungumál — hingað uppá kaldan klaka; ekki laus
við þotuþreytu:
116
skarður máni
hverfur sjónum
út í kalda nóttina
Áður en maður veit af er maður farinn að
kveðast á við þann gamla: Sólin kemur / upp á
morgun — / þá vöknum við.
Eg er ekki vel að mér í hækulist en í formála
segir Óskar Árni að bragfræði hækunnar sé
fimm, sjö, fimm atkvæði í þremur ljóðlínum.
Einnig tekur hann fram að fæstar þeirra þýðinga
sem hann styðjist við fýlgi þessari reglu. Ósjálfrátt
hvarflar að manni að hér sé að finna skýringu á
bragðleysi ljóðanna. Japanska hækan er einskonar
ferskeytla þeirra austanmanna og hvað stendur
effir af ferskeytlu þegar hún hefur verið svipt
bragfræðinni? I raun ekki neitt. Og þegar við
bætist að frumgerðin er rituð með japönsku letri
er maður nokkuð viss um að hér á íslenskum
blöðum birtist manni einungis daufur enduróm-
ur af upphaflegum galdri hækuformsins. I árdaga
var leikaðferð hæku-skáldsins 5-7-5. í vísunni hér
að ofan beitir þýðandinn hinsvegar reglunni 4-4-
7. Skáldskapur er jú ekki aðeins innihald, heldur
einnig fornr — og í þessu tilfelli mjög strangt
form — og verður þá fýrst magnaður þegar bar-
áttan á milli þeirra harðnar. Eða hvernig hljómar
íslensk ferskeytla á japönsku þýdd í gegnum
amerísku? Hvernig hljómar „Yfir kaldan eyði-
sand“ á ensku, í bragleysu?
The desert is cold
I travel alone by night
The past is behind
1 have no home now
Hér er gömul og góð — kannski sú besta? —
íslensk vísa orðin að engu. Árangurinn er til-
gangslaus. Betur heima setið en af stað farið.
I'rátt fýrir þessa áberandi annmarka á þýðing-
um Óskars Árna er ekki laust við að hér og hvar í
safninu örli á póesíu, þó lesandi sé sem fýrr engu
nær um fýrirbærið hæku og Ijóðgaldur hennar.
28
Fiðrildi sest
á hálsfesti vígamannsins
í launsátrinu
Látlaus hógvær austræn fegurð, sem vel
mætti þó rita: Fiðrildi sest á hálsfesti vígamanns-
ins í launsátrinu. Formið skilar sér ekki í þýð-
ingu. Oftar en ekki eru þetta þó nokkuð almenn
tíðindi, þriggja alda gömul:
14
gamla konan í tehúsinu
þekkir mig aftur;
dáist að nýju vorkápunni
Eins og áður sagði er Óskar Árni öflugur
hækuþýðandi. Formálanum að Leðurblökunni
og Perutrénu lýkur hann þannig: „Basho, Buson
og Issa þakka ég fýlgdina, samneytið við þá félaga
hefúr ef til vill veitt mér meira en mig sjálfan
grunar.“
Orð að sönnu. Ef gluggað er í ljóðabækur
Óskars Árna má glöggt sjá áhrif hinnar japönsku
hæku. Ekki aðeins hefur skáldið ort íslenskar
hækur hcldur er austræn fagurfræði líkt og ofin
inn í þann silkiþráð sem ljóð hans spinna. Það er
alltaf þetta japanska fiðrildi, hið sama og Buson
setti á háls vígamanns, sem flögrar á milli lín-
anna.
fiðrildi
neðan á stálvír
línudansarans
(Ferðahœka, Óskar Ámi Óskarsson,
Norðurleið, Mál og menning 1993)
í sömu bók er ort um pappírsfiðrildi. Bókin
Einnar stjörnu nótt frá 1989 hefst á andardrætti
fiðrilda og í nýjustu bók Óskars Árna, Ljós til að
mála nóttina yrkir hann urn náttfiðrildi, fiðrildi
og kumrandi traktora og síðskeggjað fiðrildi:
það glampar
á vængi
(Úr tjóðinu Hönd bverfiir ogfiðrildi lýsir orustu, ÓskarÁmi
Óskarsson, Ljós til að mála nóttina, Mál og menning 1996)
Þessa stundina glampar víðar á japanska
fiðrildavængi í íslenskri ljóðlist.
Niðri á sléttunni
glampandi fiðrildi
á sléttunni fiðrildi
en blómin öll moldarlit
(Löngu liðið, Gyrðir Eliasson, Mold í Skuggadal,
Mál og menning 1992, Ijóðið hér birt í heild)
Fyrir tveimur dögum var ég
að hugsa að það væri nú
einkennilegt að sjá aldrei
kóngafiðrildi nú orðið
(Úr Ijóðinu Hugsað, úr bók Gyrðis Elíassonar,
Indlánasumar, Mál og menning, 1996)
Við förum slóð
milli stráa
að kirkjunni
og ótal fiðrildi
flökta framundan
einsog örsmáir
varðenglar
(Úr Ijóðinu Vængir, Gyrðir Elíasson,
Indíánasumar, Mál og menning 1996)
Fiðrildi flögra
allt um kring,
nýsloppin úr
hendingum sem
landið hefúr
ort
(Úr Ijóðinu Úti i landinu, Gyrðir Elíasson,
lndíánasumar, Mál og menning 1996)
...þegar
allt kemur til alls
getur reynst fúrðu þungt
pundið í gráum hækufiðrildum
(Úr Ijóðinu Bœkur, Gyrðir Elíasson,
Indlánasumar, Mál og menning 1996)
Það er greinilegt að pundið í gráum hæku-
fiðrildum vegur þungt þessa dagana í íslenskri
Ijóðlist, og einhvernveginn er líkt og austrænn
andi svífi yfir þeim vötnum sem um er ort og
alltaf standa svo lygn. Hann er hættur að blása í
íslenskum skáldskap. Öðruvísi okkur áður brá.
Það er jafnvel léttur þýðingar-blær yfir ljóðlínum
eins og „niðri á sléttunni / glampandi fiðrildi..."
Orðið „slétta" hefúr erlendan tón enda er ekki að
finna hér á landi neinar sléttur, nema þá kannski
Melrakkasléttu sem er nokkuð langt frá andblæ
þessa ljóðs og væri þá rituð með stórum staf:
Slétta. Líkt og hin glampandi gráu hækufiðrildi
er orðið innflutt; á íslensku heidr það engi, engj-
ar, tún, hagi, mói, mýrar, í versta falli láglendi,
flatlendi eða sléttlendi en aldrei slétta.