Fjölnir - 04.07.1997, Síða 59
Á síðustu áratugum hafa vísindin útrýmt líkamlegum frávikum á skipulegan hátt.
f staðinn hafa sprottið upp frávik á öðrum sviðum. Spennan við að horfa á eitthvað
sem er bannað, eitthvað öðruvísi, eitthvað sem ekki verður skilgreint sem eðlilegt,
er og verður mönnum eðlislæg. Ragnar Bragason skrifar hér hugleiðingu
um afleiðingar heildarhyggju.
Skrípasýníngar
freak (frék), n. 1. duttlungur, dyntur. 2. nátt-
úruduttlungur, furðufyrirbæri. 3. vanskapnað-
ur, ferlíki, afskræmi, viðundur, skrípi. 4. maður
sem um hegðun og hætti er áberandi frábmgð-
inn því sem gengur og gerist. 5. maður með
tiltekna dellu — /. stórfúrðulegur, ónáttúru-
legur — s. freak out, a. vera undir áhrifum of-
skynjunarlyfja. b. segja skilið við siðvenjur og
víðteknar hegðunarvenjur samfélags síns.
c. fara yfxr um, sleppa sér.
Strákur sem ólst upp í lidu sjávarplássi fyrir
vestan var á tímabili þess fúllviss að hann væri
ekki af þessum heimi. Fyrir einhverja óskiljanlega
ástæðu hafði hann verið skilinn eftir á jörðinni af
ættbálki sem ferðaðist um á skinandi geimskip-
um og lenti í ævinfyrum á hverju geimgötuhorni.
Iðulega á kvöldin þegar móðir hans hafði slökkt
ljósið og yngri bróðir hans var sofnaður í neðri
kojunni, þá læddist strákur út um herbergis-
gluggann, klöngraðist upp á bílskúrsþak þar sem
hann Iagðist fyrir undir sæng og virti fyrir sér
tindrandi stjörnurnar á næturhvelfingunni.
Þannig lá strákur heilu næturnar. Hann var ekki
eins og aðrir.
i upnliaffi
Menn hafa höggvið í stein og málað á hellaveggi
skrípamyndir byggðar á mannlegu formi en bjag-
aðar í táknrænum tilgangi alla tíð síðan list fór að
láta kræla á sér. Voru þessar myndir notaðar sem
átrúnaðargoð eða helgimyndir.
Á árunum milli 1840 og 1940 þvældust
hundruð skrípasýninga um Bandaríkin þver og
endilöng, frá minnstu smábæjum til stærstu
borga og sýndu samansöfn skrípa; dverga, risa,
síamstvíbura, skeggjaðar konur, villimenn, eld-
gleypa og aðra kynlega kvisti. Nú á síðustu og
verstu þykja slíkar sýningar harðneskjulegar og
litið er á þær sem misnotkun á einstaklingum í
gróðaskyni — ja, einskonar bæklunarklám. Þær
voru ein vinsælasta skemmtanin í Bandaríkjun-
um í yfir hundrað ár eða allt þar til að menning-
arheimurinn sem fæddi skrípasýningarnar yfirgaf
þær og viðhorfið breyrtist úr gapandi gleði í
skömm og útilokun.
Ymis nöfn voru notuð yfir þetta fólk sem
sýndi sig fyrir greiðslu: Prodigy (furðuverk),
Curiosities (það sem vekur forvitni), Very special
people (Mjög sérstakt fólk). Því hefúr á síðari
árum verið skipt niður í sex undirflokka: Dverg-
ar/smáfólk; Risar; Ofúrmenn og konur; Villi-
menn og hárvöxtur; Tvíkynjungar; Síamstvíburar.
Þessir einstaklingar fæddust ekki sem skrípi
heldur voru þau framleidd af skemmtanaheimin-
um, yfirleitt með virkri þátttöku þeirra sjálfra.
Mörg skrípin auðguðust og urðu að frægu fólki
þess tíma þar til Iæknavísindin breyttu þeim úr
undrum í sjúkdómsfræðileg eintök.
Á síðustu áratugum þótti titillinn „Freak“ eða
,,skrípi“ (eins og ég kýs að kalla það og tek skýrt
fram að orðið skrípi er hér notað á jákvæðan hátt
og á engan hátt niðrandi) ósmekldegur og hon-
um var afneitað af því fólki sem hafði borið hann
1 gegnum tíðina. Fyrir þeim minnti orðið á alda-
■ ' ■
langa „misnotkun“ af hendi þeirra sem með því
að skilgreina líffræðileg frávik á þennan hátt voru
um leið að skilgreina sjálf sig sem „venjuleg".
Enclurreisw
Þannig var það allt þar til að hluti af '68 kyn-
slóðinni í Bandaríkjunum, útúrvímuð á ofskynj-
unarlyfjum undir forustu Timothy Leary, fór að
kalla sig „freaks" til að berjast á móti staðnaðri
staðalímynd eldri kynslóðanna. Skrípin litu ekki
á sig sem uppreisnarseggi, til þess höfðu þau
engan málstað. Eina vissan var að þau voru ekki
eins og foreldrarnir sem fætt höfðu þau í heim-
inn. Hópurinn hafði hvorki nafn né goðafræði til
að samsama sig við þar til að hann uppgötvaði og
samsamaði sig með skrípum. ímyndina fúndu
þau í popptextum, hryllings- og teiknimyndum
sjöunda áratugarins. Flestir þekkja söguna um
hippamenninguna og því sem henni fylgdi og
æda ég ekki að fara út í þá tuggu hér. En í þeirri
tónlistarvakningu sem varð samfara þessum þjóð-
félagsbreytingum spruttu upp tónlistarmenn sem
leituðu í tabú skrípasýninganna.
Nýr uettuangur sKripqsýwiwgg
Bowie, Kiss, Jagcer, Alice Cooper, Zappa og fleiri
tóku fyrirmyndir, meðvitað eða ómeðvitað, í
gömlu skrípasýningarnar og þá helst í skelfileg-
ustu skrípin, tvíkynjungana og „geek“ (líffræði-
lega „eðlilegt" fólk sem vann við að bíta höfúð af
lifandi hænsnum og öðrum fiðurfénaði). Bæði
Jagger og Bowie, holdgervingar sjöunda áratugar-
ins, spiluðu inn á að afmá skilin milli karls og
konu. Enda hafði hinn sanni tvíkynjungur verið í
augum beggja kynja gróteskasta skrípið í gömlu
skrípasýningunni. Það var kannski ekki skrítið að
fólk í skemmtanaheiminum hafi einmitt á þess-
um tíma farið að bregðast við viðteknum venjum
og fordómum þjóðfélagsins. Upp úr 1950 var
farið að gera frávik venjuleg, ýmist með lyfjameð-
ferð eða með skurðlækningum. Andsvar ungu
kynslóðarinnar var að gera þá venjulegu að frá-
vikum með ofskynjunarlyfjum og afþreyingu. í
stað aukasýninga sirkushúsanna (circus side-
show) varð vettvangur skrípasýninganna leikhús,
skemmtistaðir, íþróttahallir, tónleikastaðir,
sjónvarp og kvikmyndir. ►
Til vinstri: Hapj»v Jack
Eckert var rétt tæp 370
kíló þegar hann lést 1939.
Til hægri: Caui litli var rúm
160 kíló þegar hann hóf
afskrípun sína í Dagsljósi.
Fj
sumar '97
1 •
olnir
59