Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Side 60

Fjölnir - 04.07.1997, Side 60
Ragnar Bragason Skrípasýningar Nýtt Fegurðarskyn og Otrýming ffróvilca Nú á tímum er nýtt fegurðarskyn ráðandi og vísindin sem segjast vera hlutlaus reyna skipulega að útrýma frávikum. Barist er við að afmá ein- kenni náttúrunnar af líkömum okkar, öllu sem truflar sjálfskynjun okkar sem fullkomnustu dýrategund á þessari jörð. Hári er ofaukið, líkamslykt er viðbjóðsleg, rop, prump og stunur óviðeigandi. Meira að segja í gömlu prestaþjóð- félögunum höfðu frávik meiri lífslíkur en í nú- tímaþjóðfélagi þar sem mæðrum sem eiga von á „skrímslum" gefst kostur á læknisfræðilegum fóstureyðingum og barnamorð eru daglegt brauð. Gömlu menningarþjóðirnar höfðu mismun- andi viðhorf til frávika. Egyptar til forna hófu skrípi á stall. Þar voru lífifræðileg frávik talin af hinu góða og áttu greiða leið í áhrifastöður. Aftur á móti slátruðu Grikkir og Rómverjar frávikum skipulega. Óskilgetinn bastarður Viktoríutímans, sósíalisminn, var böðull gömlu skrípasýninganna í Evrópu. Bæði voru skrípasýningar bannaðar í þjóðernissósíalisma nasista og eru enn þann dag í dag bannaðar með lögum í gömlu Sovétríkjun- um. Dvergum var algjörlega útrýmt í Þýskalandi Hitlers. Þrátt fyrir að Hitler hefði bannfært frávik og sett þau í gasklefa var hann sjálfúr skrípi á Já, já_______________________________________ en svaraðu mér þessu, Helgi Þorgils Friðjónsson margan hátt, grænmetisæta sem tók eiturlyf fram yfir áfengi, bjó til fjölskyldu þar sem hundur tók hlutverk barnsins og uppáhaldsmyndin hans var King Kong. i hiwu Ojúpq sjnlffi Flestir fara í gegnum lífið kvíðandi því að lenda í hræðilegri reynslu. Hin sönnu skrípi eru fædd með hræðilega reynslu. Aðeins þau vekja bæði yfirnáttúrulegan hrylling og samúð og gera mörkin óskýr á milli karls og konu, kynorku og kynleysis, manns og dýrs, hins stóra og smáa — „Mér virðist tilhneiging hjá mönnum á mínum aldri ogyngri til að reyna að brjótast út úr línu- og lita- prufustíl abstrakt- hugsunarinnar sem virðist stundum vera orðin nokkuð þreytt og inni- haldslaus, þó að í upphafi hafi þar fariðfiam róttœk hugsun. Svo ég segi eitthvað þá held ég að margir hafi misskilið siðmenn- inguna í villi- dýrinu. “ 60 lnir tinwit hanöa islcndinqum sumnr '97 1. Af hverju stundar þú myndlist? „Hvor stundar hvort, listamaðurinn listina eða listin listamann- inn? í upphafi, áður en hann vissi hver hún var, var hún trúlega lífsmöguleiki fyrir hann. Listin er rannsókn á tilverunni þar sem umbreyting á einhverju smáu eða tilfærsla getur breytt ákveðnum hugmyndum. Hún er staður þar sem menn geta komið saman og ekkert af hinu ytra hefur lögboðna merkingu, en samt getur allt skýrst eða orðið að einskonar staðsetningu. Þess vegna er ég þar." 2. Hvað hefur aðallega mótað list þína? (bannað að vísa til listrænna áhrifavalda og íslenskrar náttúru) „Ég hafði ekki gert mér miklar hugmyndir um list þegar ég las „Lífsþorsta", sögu um ruglingslegan mann sem skar bút af eyra sínu til að gefa gleðikonu og skaut sig, svo vitnað sé til tveggja frægustu verka hans. Ef til vill hélt ég að það væri list, eins og svo mörgum öðrum hefur dottið í hug. Ætli það hafi ekki verið bræðingur af trú og efasemdum ásamt forvitni um eðli hlut- anna sem hafi mótað list mína. Fyrst ég má ekki nefna listræna áhrifavalda þá nefni ég t.d. Jens á Höskuldsstöðum sem gaf kindunum sínum svo undarleg nöfn að þær breyttu hér um bil um merkingu. Hann átti hund sem hét „komdu út" og þegar hann kallaði á hann á kvöldin, kallaði hann: „Komdu inn, komdu út." Höskuldsstaðir voru Höskuldsstaðir Laxdælu þar sem hver þúfa og laut áttu sér kynlega sögu, og fyrst ekki má nefna íslenska náttúru, þá voru þessar þúfur annars eðlis." 3. Hvernig hefur list þín mótað umhverfið? „Ég var prófdómari við útskrift nemenda í MHl fyrir nokkru. Þar vindur sér að mér kona og spyr hvort ég sé ekki Helgi Þorgils. Hún sagðist hafa unnið í Cerðubergi þar sem mynd min „Riki Póseidons" hékk nokkuð lengi. Hún sagði að talsvert hafi verið kvartað undan henni þar sem hún þrengdi sér stöðugt inn í Ijósmyndaramma af ráðstefnugestum, þeim til mikillar armæðu. Þegar ég sýndi hana fyrst á Kjarvalsstöðum kallaði þekktur borgarstjórnarfulltrúi á mig og skammaðist út í hana. Hún var hengd upp í Ráðhúsinu við opnum þess, en staldraði stutt við. Þessi uþphenging var tilefni talsverðra blaðaskrifa sem jöðruðu við ærumeiðingar og atvinnuróg ef vilji hefði verið til að taka því þannig. Skopmyndateiknarinn Sigmund teiknaði hana og birtist sú teikning á síðu hans í Mogganum. Þaðan fór myndin út i Höfða og var þar um stundarsakir. ind- verskur safnari sá hana og bað fulltrúa pólitíkurinnar að koma sér í samband við mig. Ég lét þennan fulltrúa pólitíkurinnar fá upplýsingar um mig og e. t. v. eru þær einhversstaðar í loftinu núna. Myndin er nú á norrænni farandsýningu sem ber nafnið Likamsnánd." а. Hver er eftírminnilegasta stundin á feriinum? „Allur ferillinn rennur saman í eina stund. Ég nefni þó dæmi þegar gröfustjóri kom að Höskuldsstöðum þegar ég var 7 eða 8 ára með „How to draw book". Hann teiknaði portret af mér í þeim anda. Ég hermdi eftir henni og teiknaði jafnvel að hluta i gegn. Fólkinu á bænum fannst mín mynd betri en fyrirmyndin, sem sennilega var þó varla hlutlaust mat, og hældi mér óspart fyrir hana. Þarna var ég orðinn þátttakandi í listrænni athöfn og allnokkuð ánægður með sjálfan mig." 5. Ef þú værir lokaður inni í herbergi í tíu ár og mættir mála það, hvaða lit myndir þú velja? „Þegar ég var á 1. ári í MHl fékk ég þá hugmynd að láta loka mig inni í hænsnakofa í mánuð eða svo með trönur, striga og liti. Ég ætlaði að mála hænurnar. Ætli ég léti ekki mála herbergið í þeim lit sem er algengastur á veggjum hænsnakofa. Hann hlýtur að vera valinn af sögulegri reynslu með varþ í huga." б. Nefndu fimm bækur/greinar sem opnuðu þér nýjan skilning á listum. „Ég svara þessu í sólskini undir húsvegg á Kjallaksstöðum og er svarið alltaf rangt, en háð stund og stað — það eru svo margar bækur: Laxdæla, Biblian, Sjálfstætt fólk, Endurtekningin (Sören Kierkegaard) og Nietzsche (Zaraþústra)." 7. Hvað einkennir góða myndlist? „Sjónrænir virsmunir. Einskonar svörun eða áreiti við ríkjandi ástandi (ekki endilega neikvætt). Skipuleg hugsun sem þó er ekki nauðsynlega skipuleg samkvæmt fyrirframgefnum formúl- um að utan, heldur skipuleg innan eigin kerfis." 8. Af hverju á það besta í íslenskri myndlist fullt erindi við umheíminn? „Myndlistin er alþjóðlegt tungutak hvort sem hún er kölluð þjóðleg eða eitthvað annað. Eins og hversdagslegar þarfir og efni er í grundvellinum hið sama allsstaðar, stjörnurnar yfir okkur o.s.frv. þá eru vísindi listarinnar einnig nauðsynleg öllum til að reyna að skynja kjarnann í mannlegri hugsun. Hún er sögulegur vitnisburður." 9. Hvernig hefur vægi myndlistar aukist undanfarinn áratug? „Til þess að svara þessari sþurningu þyrfti ég að vera viss um að vægi listarinnar hafi aukist undanfarinn áratug. Það hafa verið og eru mikilvægir hlutir að gerast, stundum opinberir í flugeldalíki, stundum hljóðlátir og ósýnilegir. Mér virðist þó tilhneiging hjá mönnum á mínum aldri og yngri til að reyna að brjótast út úr línu- og litaprufustíl abstrakthugsunarinnar sem virðist stundum vera orðin nokkuð þreytt og innihaldslaus, þó að í upphafi hafi þar farið fram róttæk hugsun. Svo ég segi eitt- hvað þá held ég að margir hafi misskilið siðmenninguna í villi- dýrinu." 10. Hver er höfuðstyrkleiki þinn? „Heildarhluturinn. Ef einn hlutur gengur ekki upp gengur heildin ekki upp heldur." 11. Tilgreindu þrjár ástæður fyrir sýningarhaldi þínu sem ekki liggja í augum uppi. „Eftir hverja sýningu hér á íslandi hugsa ég með mér að ég hafi enga ástæðu eða löngun til að sýna aftur, en smám saman magnast einhver innri spenna sem e. t. v. má líkja við jarðhrær- ingar og ætli sýningin (sjóið) sé ekki gosið. Úti bera menn sig eftir listinni og sýningin verður einskonar þögul samræða milli listamanna og galleríanna. Þar kynnist maður listamönnum og listnjótendum sem skilar sér í andrými og frelsi. Sýningin gefur manni það frelsi að fæðast á ný." 12. Skiptir almenningshylli þig máli? „Það held ég ekki. Ég hef vissa nautn af einsemd. En ætli ég þurfi ekki eins og tilvistarsþekingarnir á öðrum að halda til að teljast vera til." 13. Hvað er mest gefandi við það að vera myndlistarmaður? „Það að vera maður. Það er líka gott að vera á gangi þegar myndverk, sem e. t. v. hefur verið að mótast á löngum tíma, opnast og gengur upp á einu augnabliki. Það var þó hvorki háð stundinni né staðnum og því var ekki lokið því það þarf að endurvinna hugljómunina." ia. Að hve miklu leyti lifir þú á listinni (og hvernig bitnar það á þínum nánustu)? „Stundum sel ég myndverk, stundum kenni ég, stundum fæ ég listamannalaun, stundum lifi ég varla. Við borðum og sofum og reynum að haga okkur eftir fjárhagslegri innistæðu. Konan min hefur fastar tekjur." 15. Ef þú fengir 70 milljónir fyrir að búa ekki til myndlist, tækir þú boðinu? „70 milljónir eru ef til vill freistandi sé þeim veifað fyrirframan nefið á manni. Ég held þó ekki, mig langar ekki til að láta nokk- urn mann segja hvað ég eigi að gera og hvað ekki. Mér hefur alltaf leiðst fólk sem hefur ætlað að hjálpa mér með þeim hætti. En ef ég mundi nú þiggja þessar 70 milljónir, væri það þá ekki þar með orðið að listaverki?"

x

Fjölnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.