Fjölnir

Ukioqatigiit

Fjölnir - 04.07.1997, Qupperneq 65

Fjölnir - 04.07.1997, Qupperneq 65
Alda Lóa Leifsdóttir Kúgun, klám og konur n'kt í kvenréttindamálum, angi af vestrænni kvennahreyfmgu hefur gert klám að sínum aðal- óvini og vill banna klám á þeim forsendum að það lítillækki konur og haldi þeim niðri. Að kyn- líf geti verið frjór jarðvegur fyrir valdníðslu og að klám feli í sér ofbeldi gegn konum. Frægastar í þeim hópi eru Catharine Mackinnon prófessor við lagadeildina við Háskólann í Michigan og Andrea Dworkin fyrrverandi ritstjóri tímaritsins Ms. Mackinnon notar harkalegar aðferðir við að koma máli sínu á framfæri en í bók sinni Only Words þar sem hún veltir upp hugmyndum um klám og biður lesandann sem er kvenkyns að ímynda sér þá aðstöðu að vera nauðgað af föður sínum. Hún skrifaði líka bókina Tuming Rape into Pomography og þóttist sanna með rannsókn ásamt Dworkin árið 1984 að klámhorf yki á of- beldi gagnvart konum, en sú rannsókn hefur nú verið afsönnuð. Enn eru engar gagnmerkar nið- urstöður til um það hvort einhver tengsl séu á milli kláms og ofbeldis. Ellen Willis pistlahöfúndur Village Voice segir um þessa öfgasveiflu innan kvennahreyfingar- innar: Tilhneigingin er sú að meta konur sem kynferðisleg fórnarlömb en ekki sem kynverur, og drifkraftur hreyfmgarinnar er sá að ná stjórn á kynferðislegum hugmyndum karlmanna í stað- inn fyrir að berjast fyrir frelsi og opnari hug- myndum um kynlíf fyrir konur, og þessi stefna eykur á undirokun kvenna.“ Ameríski rithöfúndurinn Salue Tisdale, mikill aðdáandi kláms, gaf út bókina Let's Talk Dirty fyrir nokkrum árum. 1 bókinni lýsir hún yfir áhuga sínum á klámi en í kjölfarið spyr hún sjálfa sig af hverju fólk forðist að tala um kynlíf. „Klám getur líka haft örvandi áhrif á konur, en þær eru ekki sáttar við það,“ segir Tisdale, „en ef þær afneita tilfmningum sínum þá munu þær aldrei skilja klám.“ Tisdale sér heiminn fúllan af konum sem eru hræddar við langanir sínar og meta duld- ar kynlífsfantasíur sínar sem hálfgerðan viðbjóð. Sjálf viðurkennir hún að það sé til fúllt af klámi sem henni mislíki en það kann hins vegar að vera efni sem vinkonur hennar heillist af. Candida Royale stofnandi Femme Distri- bution Inc. framleiðir klám og notar það sjálf. Hún segir í Gmrdian í nóvemberl994: „Ég held að konur eigi mjög erfitt með að koma óskum sínum á framfæri og oft hafa þær ekki hugmynd um hvað þær eiginlega vilja. Klám getur í því tilfelli hjálpað konum til að komast að því. Ég hef kynnst sjálfri mér með því að horfa á klám og leyfa fantasíum mínum að komast upp á yfir- borðið, og þær eru sumar ekkert of huggulegar, en þetta hefúr gefið mér frelsi og vellíðan með sjálfa mig.“ Laura Miller talsmaður „Good Vibrations" segir í sömu blaðagrein: „Klám er hráefni fyrir ímyndunaraflið og þjónar sama tilgangi og góð matreiðslubók.“ i hlutwerki fórnarlambsins En hvað skeði í kvenréttindahreyfingunni sem byrjaði sem mannréttindahreyfing þegar konur brutust út úr sínu leiðinlega og niðurjörfaða hlutverki? í gær opnaði ég Newsweek og rakst á grein með yfirfyrirsögninni „Silent singers", samantekt á nokkrum söngkonum í poppheim- inum nú. Þessar konur voru sagðar eiga það sammerkt að vera dularfúllar og hlédrægar en ekki alveg mállausar einsog mér datt í hug við fyrstu sýn. í framhaldi af því fannst mér einsog ég hefði séð ótal svona fyrirsagnir og umfjallanir um konur og þá sérstaklega ef þær eru listamegin í lífinu. Eitthvað á þá leið að þær séu dularfúllar, ósnertanlegar, fórnarlömb, gyðjur eða nornir, bara eitthvað allt annað en venjulegar manneskj- ur sem vilja taka þátt og njóta lífsins. Og ef ég skýst aftur til Eymundssonaráranna og dreg fram kvennablöðin þá voru þetta allt rosalega upp- skrúfaðar verur sem þóttust vera úr öðrum heimum en minni venjulegu taugaveikluðu veröld. En þetta eru bara hlutverk og mín tilfinn- ing er sú að konur eru miklu meira fálmandi eftir leiðinlegum og háfleygum hlutverkum en karl- menn. Þær leyfa sér síður að bara vera og hafa gaman af þessu lífi. Lítum bara á ofúrfyrirsæturn- ar. Þær eru líka matreiddar í hlutverk, Campbell þetta villta og vitlausa beib, Schiffer þessi hlýja móðurlega sem sýnir ekki á sér brjóstin og Cindy svona bara hversmanns draumur. Móðir, meyja, mella? Hlutverk fórnarlambsins er þó alverst, af því að fórnarlömb eru yfir allt hafin, þau eru svo rosalega góð að þau þurfa ekki að taka þátt í lífinu. Það þýðir ekki að biðja fórnarlambið að fara aftast í röðina einsog hina og síðan fái allir afgreiðslu í réttri röð. Fórnarlambið stendur til hliðar við röðina og vill fá allt fyrir ekki neitt og ekki neitt fyrir allt, bara af þeirri ástæðu að það er fórnarlamb. Þau eru svo fjandi heilög af því það er búið að níðast svo lengi á þeim, karlmenn alltaf að skemmta sér á þeirra kostnað. Vissulega eru fórnarlömb út um allan heim en hér er ég að hugsa um hlutverkið að vera fórn- arlamb, að sumir feministar líti svo á að sérhver kona sé sjálfkrafa fórnarlamb og að það sé keppi- kefli fyrir kvenfrelsisbaráttuna að konur séu fórn- arlömb og knýi fram allskyns vitleysu einsog tjáningarskerðingu. Allir geta verið fórnarlömb aðstæðna einhvern tíma á ævinni en að líta á sjálfan sig sem fórnarlamb og gangast upp í því er að neita sér um lífið sjálff, og það á engin mann- eskja að gera. En til þess að lifa þarf hugrekki. Alda Lóa Leifsdóttir Larry Flint heldur hér á eintaki af Hustler með hinni afdrifaríku Campari- auglýsingu, sem varð til þess að hann eyddi mörg- um árum í dómssölum og fangelsum en gerði hann á endanum að einskonar föðurlandshetju í Hollywood. Didda Ég er alveg vitlaus í'ða Frumþýddur texti úr lagi sem Bessie Smith söng. Hunangselska vilt' ekki hjúfra þér nær. Láttu sykurmömmu hvísla að þér, Haltu engu eftir þegar ég styn, komdu með allt, eða ég dey. Eg er alveg vitlaus í'ða. Umm ef þú vilt svala minni sál ruggaðu mér þá með stöðugu vaggi. Ég er alveg vitlaus í'ða. Vá mér líst vel á þitt dinglumdangl! Kysstu mig eins og þú meinir það! Eg er alveg vitlaus í'ða. Áfram stilltu ljósin lágt. ég er alveg vitlaus í'ða, það lætur mig hlæja og syngja. Láttu mig fá það pápi, ég er alveg vitlaus í'ða. Gerðu það ljúflega elskan, vert'ekki grófur.- Af þér pápi fæ ég aldrei nóg. Eg er alveg vitlaus í'ða. Unaðskennd það færir mér, allir vit'af'essu! Eg er alveg vitlaus í'ða. Sjara djeing djeing djeing allan tímann styn ég. Eg er alveg vitlaus í'ða. Hvaða droll er þettta, hvað er að? veist ekki að ég elska það og vil það allt? Eg er alveg vitlaus í'ða. Hringdu bjöllunn'í mér. Þú studdir á dinapp minn! Eg er alveg vitlaús í'ða. Þegar þú ert til, þá förum við. Eg er alveg vitlaus í'ða. Haltu áfram láttu mig fmna'ða. Eg er alveg vitlaus í'ða. Vitlaus í að þú haldir mér þétt. Vefðu mig örmum þínum í alla nótr. Ég er alveg vitlaus í'ða. Astríður mínar eru alelda. Haltu áfram, heyrðu stunur mínar. Ég er alveg vitlaus í'ða.'
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Fjölnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.