Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Síða 68

Fjölnir - 04.07.1997, Síða 68
Þrír þættir úr baráttusögu velsæmis og kláms ...fær upp 2. hár í sig ínauts- oi* hrækir merkinu " Stöð 2, aðfaranótt sunnudagsins 22. október 1989, kl. 01:05. a. 0463 Tvær þjónustustúlkur (aukaper- sónur) afklæðast og gæla hvor við aðra. Nærmyndir eru af höndum og andlitum á kynfær- um og brjóstum. Á tónbandi eru stunur sem taka við er létt Jöss- uð" tónlist þagnar. b. 0576 Kennslustund fyrir kvenfólk i kyn- örvun. Valdar stúlkur eru látnar strjúka með banönum yfir kyn- færi sin I liggjandi og sitjandi stöðu. Undirstrikað er með nær- myndartöku af hreyfingum neðri likamshluta. „Kennslukonan" talar undir i leikfimikennarastíl. C. 0632 Sýndir eru baðstrandarklefar karla og kvenna sem aðskildir eru með vegg. Hálfnakinn hópur karla og kvenna er sinn hvorum megin við vegginn sem á eru göt. Karlarnir setja limi sina gegnum götin, og sleikja konurnar limina. Nær- myndir eru af kynfærum konu gegnum gat og síðan ýmist víð- myndar- eða nærmyndarskeið af samförum eða sleikjum kvenn- anna á limum karlanna undir hvatningu og talningu „leiðbein- anda". Hröð gamantónlist er leik- in undir og einnig heyrast stunur karlmanns. d. 0713 Hér er um að ræða framhald af „bananaleikfiminni' sem um ræð- ir í lið b. hér á undan. Sýnt er í nærmynd hvar kona nuddar ban- ana um kynfæri sín. e. 1055 Sýnd eru karlmaður og kvenmað- ur I skóglendi. Þau leggjast niður til ástarleiks. Strjúka þau síðan um kynfæri hvors annars (nokkrar nærmyndir). Siðan hefjast sam- farir með mjög undirstrikuðum og löngum nærmyndarskeiðum. Á tónbandi heyrast stunur og fuglasöngur. f. 1166 Mjög áþekkt atriði og um ræðir i lið e. Mikil áhersla er lögð á sleikj- ur konunnar á getnaðarlimi karl- mannsins og eru nærmyndar- skeið frá tveimur mismunandi sjónarhornum. Löng nærmyndar- skeið eru af samförum persón- anna. g. 1343 A legubekk sleikir kona lim karl- manns á meðan annar hefur samfarir við hana aftan frá. Atrið- ið hefst i viðmynd, en klippt er inn i það nærmynd af sleikjum konunnar og samræðinu. Á tón- bandi er fjörug, gömul pianó- tónlist og talinn „leikfimitaktur". h. 1373 „Kennslustund í ensku". Kven- maður (aukapersóna) liggur fram á borð yfir bók. Myndin víkkar út og karlmaðurinn stendur fyrir aftan hana, strýkur um lim sinn og hefur samræði við konuna. Textinn undir er úr enskukennslu. I. 1395 Karlmaður setur fáklædda konu (aukapersónu) upp á píanóborð. Klippt er i nærmynd þar sem maðurinn sleikir kynfæri konunn- ar. Óperutönlist er leikin undir. Fj 68 I ■ o 1 n i r timarit handa islendingum sumnr '97 hegningarlaga sé beitt gagnvart álcærða, en stjórn- arskrárákvæðið hefur verið lagað að 10. gr. laga nr. 62, 1994 um mannréttindasáttmála Evrópu6’ og 19. gr. alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi7’, en í öllum þessum ákvæðum er gert ráð fyrir að takmarka megi tjáningarfrelsið, ef það er nauðsynlegt til verndar heilsu og siðgæði manna og fleira og verður 210. greinin talin vera innan þessa ramma. Akærði telst því hafa gerst brotlegur við 2. mgr. 210. gr. almennra hegningarlaga með því að hafa 67 klámfengnar myndir á heimasíðunni að- gengilegar almenningi svo sem greint er í ákæru og á þargreindum tíma. Ekki er leitt í ljós í málinu að ákærður hafi birt framangreindar myndir á heimasíðu sinni í hagnaðarskyni. Að vísu gæti hinn faldi hnappur 6) 10. grein laga um mannréttindasáttmála Evrópu hljóðar svo: „1. Sérhver maður á rétt til tjáningarfrelsis. Sá réttur skal einnig ná yfir frelsi til að hafa skoðanir, taka við og skila álfam upplýsingum og hugmyndum heima og erlendis án afskipta stjórnvalda. Akvæði þessarar greinar skulu eigi hindra ríki í að gera útvarps-, sjónvarps- eða kvikmyndafyrirtækjum að starfa aðeins samkvæmt sérstöku leyfi. 2. Þar sem af réttindum þessum leiðir skyldur og ábyrgð er heimilt að þau séu háð þeim formsreglum, skilyrðum, takmörkunum eða viðurlögum sem lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóð- félagi vegna þjóðaröryggis, landvama eða almannaheilla, til þess að firra glundroða eða glæpum, til verndar heilsu og siðgæði manna, mannorði eða réttindum og til þess að koma í veg fyrir uppljóstranir trúnaðarmála eða til þess að tryggja vald og óhlutdrægni dómstóla." bent til þess að til þess að fá aðgengi að myndun- um yrði að hafa samband við ákærða, sem gæti þá hafa gefið upp hvar hnappinn væri að finna gegn skilyrði um greiðslu, en því hefur hann mótmælt og það fær ekld stoð í öðrum gögnum málsins. Við refsimat í málinu ber að taka tillit til þessa og einnig þess að ákærði hefur verið sam- vinnuþýður og hjálpfus við rannsókn málsins og hefur stuðlað að því að myndirnar hafa verið teknar út af heimasíðunni og þeim eytt. Hins vegar verður og að hafa til hliðsjónar að aðgang að þessum klámfengnu myndum gat haft ótiltek- inn hópur barna og ungmenna, án þess að ákærði gæti þar nokkru um ráðið. Að þessu athuguðu þykir refsing ákærða með hliðsjón af 57. gr. almennra hegningarlaga, sbr. lög nr. 101, 19758), hæfilega ákveðin þannig að ákærði greiði 7) 19. grein Alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi hljóðar svo: „1. Allir skulu eiga rétt á að ráða skoðunum sínum afskiptalaust. 2. Allir skulu eiga rétt á að láta í ljós skoðanir sínar; í þessum rétti felst frelsi til þess að leita, taka við og miðla alls konar vitneskju og hugmyndum án tillits til landamæra, annað hvort munnlega, skriflega eða á prenti, í formi lista, eða eftir hverjum öðrum leiðum að þeirra vali. 3. Sérstakar skyldur og ábyrgð felast í því að nota sér réttindi þau sem um getur í 2. málsgrein þessarar greinar. Því má takmarka þessi réttindi að vissu marki, en þó aðeins að því marki sem mælt er í lögum og er nauðsynlegt: (a) til þess að virða réttindi eða mannorð annarra; (b) til þess að vernda þjóðaröryggi eða allsherjarreglu (ordre public), eða heilbrigði almennings eða siðgæði. 8) Akvæði um skilorðsbundna dóma. í sekt til ríkissjóðs krónur 90.000 og komi 15 daga varðhald í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan 4ra vikna frá birtingu dóms þessa og einnig sæd hann varðhaldi í 40 daga, en fresta skal fúllnustu þeirrar refsingar og niður skal hún falla að liðnum 2 árum haldi ákærði almennt skilorð samkvæmt 57. gr. almennra hegningar- laga nr. 19, 1940, sbr. lög nr. 22, 1995. Þá ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakar- kostnaðar, þar með talin saksóknaralaun í ríkis- sjóð sem ákveðst krónur 50.000 og málsvarnar- laun til skipaðs verjanda, hæstaréttarlögmanns Páls Arnórs Pálssonar, sem ákveðast krónur 60.000 auk virðisaukaskatts. Nokkur dráttur hefur orðið á dómsupp- kvaðningu vegna veikindaforfalla og anna dóm- ara og einnig fleiri atvika. PÓMSORÐ______________________________________. Akærði, NN, greiði í sekt kr. 90.000 og komi 15 daga varðhald í stað sektarinnar verði hún eigi greidd innan 4ra vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærði sæti og varðhaldi í 40 daga, en fresta skal fúllnustu þeirrar refsingar og niður skal hún falla að liðnum 2 árum haldi ákærði almennt skilorð skv. 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. lög nr. 22, 1995. Akærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, kr. 50.000, og málsvarnarlaun til skipaðs verjanda, hrl. Páls Arnórs Pálssonar, kr. 60.000 auk virðisaukaskatts- Guðmundur L. Jóhannesson. Þrír vídeókallar dæmdir fyrir vestan Þorleíf ur heitip Jónas nii Sú sannfæring virðist Vestfirðingum inngróin að þeir séu ólíkir löndum sínum og trúa þeir því flestir að munurinn sé Vestfirðingum í hag. Þeir eru hins vegar ekki jafn samhljóma um hvernig standi á þessu. Sumir segja hafið fyrir utan Vest- firðina hollari nábúa en önnur höf; aðrir að sólar- leysið og einangrun hafi haldið öllum dugleys- ingjum frá fjörðunum; aðrir þykjast þekkja franska slikju á blóði sínu og enn aðrir vísa til vestfirskra galdramanna. Þessi síðasta tilgáta er einna vinsælust. En hún er röng. Vestfirðingar göldruðu ekki meir en aðrir á meðan galdrar voru tísku. Þeir fengu hins vegar yfir sig þýsk- menntaðan Þorleif Kortsson sem yfirvald; en hann hafði lært ytra að samanborið við þá ógn sem samfélaginu stæði af skrattanum sjálfúm og samningsbundnu hyski hans væru allar aðrar veraldaráhyggjur hjóm eitt. Með slíka sannfær- ingu er létt verk að brenna mann eða stegla. Ef hann er sekur fær hann það sem hann á skilið; ef hann er saklaus fer hann til himna. Ef það þarf að fórna hérlífi tíu saklausra til að bjarga handan- lífi hundraða þá gerir maður það. En þrátt fyrir að Þorleifúr hafi ekki veigrað sér við að drepa nokkra amatöra í galdri þá saknaði hann þess að fá ekki að glíma við atvinnumenn; jafnvel skipu- lögð glæpasamtök. Það hefur löngum loðað við Vestfirðinga að vera stærri en lífið sem þeim er skammtað. Þannig var Jón Sigurðsson eiginlega of stór iðnaðarráðherra fyrir stóriðju Islands. JóN Baldvin Hannibalsson á við sama vanda að glíma en hefúr enn ekki fundið veröld sem rúmar hann. Við héraðsdóm Vestfjarða er dómari sem veit að það þarf að gera meira en gott þykir. Hann heitir Jónas Jóhannsson og hefur verið að elta uppi vídeókalla og dæma. Hann afgreiddi þrjá á rúmu ári fyrir skömmu. Þann fyrsta milli jóla og nýárs 1994, þann næsta í febrúar árið eftir og þann þriðja í byrjun árs í fyrra. Allir voru þeir dæmdir fyrir að dreifa klámefni á myndböndum. Enginn átti spólur sem misbjóða ætti siðferðisvit- und fullorðins fólks — eins og Jónas orðaði það. Þetta voru mest myndir af allsberu fólki að ríða. En Jónas dæmdi kallana samt. Sá fyrsti var verstur. Hann hafði gengist und- ir dómssátt í maí 1991; greitt 50 þúsund kall í ríkissjóð og fallist á að tæplega 300 klámmynd- bönd yrðu gerð upptæk. En hann lét sér ekki segjast. 1. apríl 1993 kom löggan á leiguna hans — JR-vídeó — og hreinsaði út 106 spólur sem Jónasi þótti eftir skoðun allar sannarlega vera klámfengnar. Þær voru „með klámfengnum atrið- um að meginmyndefni, þar sem lögð var áhersla á að sýna með lostafúllum hætti kynfæri karla og kvenna og fólk í margs konar kynmökum,“ lýsir Jónas þeim í dómnum. Og hann dæmdi mann- inn í 15 daga fangelsi en frestaði fúllnustu dóms- ins í tvö ár — setti manninn á skilorð — og sekt- aði hann um 105 þúsund kall. Ef maðurinn gæti ekki borgað sektina innan fjögurra vikna vildi Jónas að honum yrði stungið inn í 30 daga í staðinn. Þessi fyrsti klámhundur hefúr því verið sektaður af Jónasi um 155 þúsund krónur og séð á eftir eitthvað um 400 spólum — líklega í sorp- brennslu Vestfjarða á Skarfaskeri. Tveimur mánuðum síðar var vídeókallinn í Hljómborg kallaður fyrir og dæmdur fyrir að hafa til leigu 87 spólur „með klámfengnum atrið- um að meginmyndefni, þar sem lögð er áhersla á að sýna með lostafúllum hætti kynfæri karla og kvenna og fólk í margs konar kynmökum" — eins og Jónasar orðar það sem fyrr. Hér er hann auðsjáanlega strax orðinn vanur verkinu. Þegar kemur að því að útdeila refsingunni rökstyður Jónas linkind sína með því „að ekkert mynd- bandanna inniheldur sviðsett ofbeldi, barnaklám eða meingerðir gegn dýrum og eigi er þar heldur að finna myndefni, sem almennt er til þess fallið að misbjóða siðferðisvitund fúllorðins fólks. Þá verður ekki ráðið af gögnum málsins, að börn og ungmenni hafi fengið myndböndin leigð hjá ákærða.“ Klámhundur númer tvö er því dæmdur fyrir að leigja fúllorðnu fólki myndir af fúllorðnu fólki að ríða. Af þeim sökum frestaði Jónas ákvörðun refsingar í tvö ár en lagði hald á myndböndin. Tæpu ári síðar var mættur fyrir Jónas beitn- ingamaður frá Þingeyri sem drýgði tekjur sínar með því að leigja nágrönnum sínum spólur. Hann kallaði þessa starfsemi sína Vídeóklúbb BK. Við leit í hillum hans stuttu fyrir jólin 1994 fundust 40 spólur sem löggunni þóttu gmnsam- legar. Þetta mál var því rúmt ár á leið inn í réttar- salinn til Jónasar. Og þar fékk það vanabundna meðferð. Eftir skoðun á spólunum þótti sýnt að a þeim væri lögð áhersla „á að sýna með lostafúll- um hætti kynfæri karla og kvenna og fólk í margs konar kynmökum“. Enn sem fyrr var ljóst „að ekkert myndbandanna inniheldur sviðsett of- beldi, barnaklám eða meingerðir gegn dýrum og eigi er þar heldur að finna myndefni, sem al- mennt er til þess fallið að misbjóða siðferðisvit- und fúllorðins fólks. Þá verður ekki ráðið af gögnum málsins, að börn og ungmenni hafi fengið myndböndin leigð hjá ákærða.“ Þarna var Jónas fárinn að fjölfalda rök sín fyrir dómunum- Og klámhundur númer þrjú sá á effir 40 spólum en slapp við refsingu — það er ef hann brýtur ekki af sér í tvö ár eftir að Jónas kvað upp dóm- inn. Hvað kostar vídeóspóla? 2.000 kall? Ef svo er þá töpuðu klámhundarnir þrír samanlagt einni milljón á rassíu Jónasar og löggunnar. Sá fyrsti þurfti auk þess að borga 155 þúsund kall eða sitja af sér 30 daga í fangelsi ella. I ofanálag þurftu þeir að þola þá niðurlægingu að láta lögg' una vaða yfir sig og leita í hirslum sínum og vera síðan dæmdir klámhundar; brotamenn gegn al- mennu velsæmi og siðferðiskennd. Samt gerðu þeir ekki annað en leigja fullorðnu fólki myndir af fullorðnu fólki að ríða. Enginn þessara Vestfirðinga hafði verjanda; hvergi í dómunum er vísað til tjáningarfrelsis eða annarra mannréttindaákvæða. Af þeim má helst æda að mennimir hafi verið spurður hvort þeir ættu spólurnar og þegar þeir játtu því voru þeir dæmdir. Hver nennir að verja einhverja beitningakalla sem hafa gaman af klámi? Hver nennir að verja einhvern fjósakall sem ristir stafi á fjöl? Gunnar SmAri EgilssoN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Fjölnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.