Fjölnir - 04.07.1997, Síða 69
„Sá yðar sem reynir að bjarga lífi sínu
mun glata því — en sá yðar sem fórnar
lífi sínu mín vegna mun öðlast það,“
sagði Jesús Kristur. Getur verið að
þetta eigi við um íslensku þjóðkirkjuna?
Að tilraunir hennar til að viðhalda stöðu
sinni í samfélaginu séu að draga hana
til dauða? Gunnar Smári Egilsson fór
í messu þrettán sunnudaga í röð
og reyndi að átta sig á vanda kirkjunnar.
Syndug kirlqa
Frá miðri föstu og fram að þrenningarhádðinni í
v°r fór ég í kirkju þrettán sunnudaga í röð. Ég
s^mdi örlitla skýrslu um heimsóknirnar og reyndi
1 þeim að átta mig á hvað væri að í kirkjunni.
Allir vita að kirkjan á í vanda. Meira að segja
Ptestarnir og biskupinn vita það þótt þeir vilji
stundum gera minna úr honum en efni standa
til. Það fer hins vegar tvennum sögum af því hver
þessi vanda sé. Ég gaf mér að Guð væri til og að
hann ætti eitthvert erindi við okkur í dag. Og
yelti fyrir mér hvers vegna kirkjunni gengi illa að
finna þetta erindi og boða það.
Annars trúi ég ekki kirkjan eigi í meiri vanda
en aðrar stofnanir þjóðfélagsins; stjórnmálaflokk-
arnir, listaheimurinn, háskólasamfélagið. Ég held
að kreppa kirkjunnar sé ekki sérstök heldur varpi
fiún ljósi á kreppu samfélagsins. Þess vegna lang-
ar mig að bjóða ykkur að fylgja mér í þessar
þtettán messur.
Ég er ekki djúpur maður. Þess vegna get ég
ekki lagt þessa sönnun fyrir ykkur í fáeinum
tneiduðum setningum. Ég er hins vegar nokkuð
langur maður — 192 sentímetrar. Ég get því ekki
annað en boðið ykkur upp á langa hugsun, sem
n*f frá miðri föstu fram að þrenningarhátíðinni.
Við byrjum í Neskirkju.
2- rnars
jjgskirkin
ÞRIÐJI SUNNUDAGUR I FÖSTU
í dag var æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar og það
fiór ekki framhjá kirkjugestum. Barnakórar sungu
við messur, hljómsveitin Pax spilaði í Árbænum,
Suðfræðinemar predikuðu, bjöllukór klingdi hjá
sera Pálma í Bústaðakirkju og sjálfúr Bubbi
Worthens söng og flutti hugvekju í Grafarvogin-
um. Þótt það hefði verið nógu forvitnilegt að
^lýða á meistarann treysti ég mér ekki svo langt í
firíðarveðrinu í morgun. Það var varla messufert í
kófinu. Ég gat ekki talið í mig meiri kjark en svo
að rétt dugði í næstu kirkju, þ. e. fjölskylduguðs-
Þjónustu í Neskirkju klukkan ellefú. Eftir hádegi
óafði veðrið gengið niður og mér eflst kjarkur og
e8 skellti mér í poppmessu klukkan tvö.
Neskirkja er með fegurri kirkjum í Reykjavík,
at|aus að utan, næstum hógvær, þar sem hún
^e'lir Hagatorgi með Hótel Sögu, Melaskólanum
°8 Háskólabíói. Saman mynda þessi hús einn
|egursta kjarna í íbúðarhverfi í Reykjavík og lík-
e8a þann eina sem ekki hefúr verslun í mið-
Punkti. Innandyra er kirkjan skraudaus eins og
Pykir hæfa í lúterskum sið. Altarið er lágreist og
Pmdikunarstólinn rétt svo hár að þeir sem sitja
aftast sjái framan í presdnn. Altarisklæði, stjakar,
kaleikar og krossar vega því lítið á móti áhrifa-
mætti hins rísandi lofts sem virðist æda að stefna
beint dl himna. Á gaflinum bak við altarið hang-
ir gríðarstór koparkross, stílhreinn og skrautlaus,
og til hliðar við hann benda orgelpípur úr kopar
til himna. Undir pípunum eru myndarlegar svalir
fyrir orgelleikara og kór. Arkitekt hússins hefúr
ætlað þessu Iiði að deila athygli kirkjugesta með
presdnum. Langholtskirkjudeilan gæti því aldrei
gosið upp í Neskirkju. En í morgun var orgelleik-
arinn og kórinn fjarri góðu gamni og svalirnar
stóðu auðar.
Við fjölskylduguðsþjónustuna voru um 90
kirkjugestir — þar af 60 börn, flest á aldrinum
þriggja til sex ára. Barnaguðsþjónusta hefði verið
réttnefni. Fyrir utan hefðbundnar bænir og bless-
unarorð, trúarjátninguna og hina postullegu
kveðju var athöfúin líkust sunnudagaskóla sem
var annað slagið truflaður af hinu hefðbundna
messuformi. Allur söngur miðaðist við börnin.
Þeim var sýnt brúðuleikhús og sögð sagan af
manninum sem byggði hús sitt á bjargi og hin-
um sem byggði kofadldur á sandi. Sá fyrri var
hygginn; hinn heimskur. Sá fyrri var með Guði;
hinn ekki. Og söngvarnir fluttu svipaðan boð-
skap. Litli drengurinn Davíð hitti risann beint í
ennið og felldi hann af því hann var með Guði.
Og Afríkudrengurinn Mósa heyrði um Jesú á
heilsugæslustöð trúboðsins og vann sig síðan upp
í að verða prestur af því hann var líka með Guði.
Börnin nutu sín vel og tóku lifandi þátt í öllu
sem fram fór. Foreldrarnir sátu úti í sal og glödd-
ust yfir gleði barnanna. Presturinn — séra Frank
M. Halldórsson — var líka glaður og tók þátt í
leik barnanna undir söngnum; einnig þegar hann
var í hvarfi á bak við predikunarstólinn. Og fjög-
ur ungmenni sem voru honum til aðstoðar
glöddust einnig; einn drengurinn svo mjög að
hann rauk dl og náði sér í gítar til að geta spilað
undir og fengið börnin til að syngja rúllandi,
rúllandi, rúllandi, rúllandi...
Gallinn við þessa fjölskylduguðsþjónustu var
að hún miðaðist öll við börn á aldrinum þriggja
til sex, sjö ára. Foreldrarnir gátu ekki sótt í hana
annað andlegt fóður en gleði barnanna sinna —
það er þeir foreldrar sem eiga börn á þessum
aldri. Börn eldri en átta ára sá ég ekki í kirkjunni;
utan einn strák sem sat fyldur á svip með móður
sinni úti í sal. Aldursforsednn meðal kirkjugesta
— maður um sjötugt sem sat við hlið miðaldra
manns sem gat verið sonur hans — hvarf á braut
í miðri messu.
Það virðist vera útbreidd skoðun að þegar
fjölskyldan er saman eigi allir fjölskyldumeðlimir
að gera þeim yngsta allt til hæfis. Ekki ætla ég svo
sem að skammast mikið yfir að fólk vilji gleðja
lítil börn; en stundum efast ég um að hægt sé að
leggja einingu fjölskyldunnar á svona lidar herð-
ar. Það er hægt að vera góður við barn með öðr-
um hætti en fara með það í þrjú bíó þótt það
nefni það fyrst þegar það er beðið um tillögur.
Það er jafnvel hægt að miðla trausti og öryggi
með því einu að leyfa barninu að fylgja sér í
daglegu amstri — eins óspennandi og það nú
hljómar. Ég saknaði einhvers slíks úr fjölskyldu-
guðsþjónustunni í Neskirkju, einhvers sem fengi
börnin til að finna að þau væru mætt í kirkjuna
tíl að njóta athafnarinnar með fjölskyldu sinni, í
stað þess að foreldrarnir hefðu fylgt þeim í
sunnudagaskólann.
Poppmessan klukkan tvö miðaði á fermingar-
börnin; af um 250 kirkjugestum voru líklega hátt
í 100 á þessum vandræðalega aldri milli barns og
unglings. Undir orgelsvölunum var mætt rokk-
sveit sem spilaði einskonar skandinavískt vísna-
gospel og tvær söngkonur sungu með í míkra-
fóna. Lítið heyrðist til kórs fermingarbarna sem
söng undir í viðlögum enda naut hann ekki að-
stoðar frá Búrfellsvirkjun.
Eins og um morguninn voru þessi söngatriði
— sem hefðu sómt sér ágætlega á hvaða síðdegis-
skemmtun sem var — felld inn í hið hefðbundna
messuform. Og eins og fyrr með nokkrum herkj-
um. Þrátt fyrir að hverjum kirkjugesti væri ferð
ágæt og skýr messuskrá tók söfnuðurinn sjaldnast
undir messuna eins og til var ædast. Þetta var
auðsjáanlega ekki vant lið. Þarna var enginn
kjarni kirkjugesta sem var sjóaður í messuform-
inu. Ef fram fer sem horfir verður þjóðkirkjan að
leggja þetta form af eða ráða atvinnu-kirkjugesti
til að kallast á við prestinn.
Áður en kom að predikun séra Franks M.
Halldórssonar flutti poppsveitin lag með
eftirfarandi texta:
Jesús, þú fyllir líf mitt gleði,
ég elska þig því þú ert góður guð.
Jesús þú ert fegurri en allt annað,
þú ert minn frelsari,
mitt líf, þú ert mér allt.
Jesús, minn fjársjóð hef ég fúndið nú
því dýrmætari en gull ert þú.
Jesús, ég elska þig drottinn minn og guð.
Mitt hjarta er fúllt af lofsöng til þín.
Mitt hjarta er fullt af þakklæti.
Mitt hjarta er fullt af lofsöng til þín.
Mitt hjarta er fúllt af gleði. >■
Steincrímur Eyfjörð
Kristmundsson
Heilaga Teresa frá Lisieux
matarstell, 1997
„Ein beittasta
gagnrýni sem sett
hefur veriðfram á
þjóðkirkjuna er að
hún hafi gefist upp
á að leiðafólk í
andlegum og sið-
ferðilegum efrium
en leitist þess í stað
við að taka upp hin
almennustu og
viðurkenndustu
viðhorfí von um að
einangrast ekki í
samfélaginu. “
Fj
sumnr '97
o 1 n i r
69