Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Page 70

Fjölnir - 04.07.1997, Page 70
Erró París — Frakklandi Cunnar Smári Egilsson Syndug kirkja Hvarkvæm er ástin. hvarkvœmur: er kemur hvarvetna við sögu. Heit er sú ást,er í meinum býr. Sú er ástin heitust sem með meinum er bundin. Svíða sætar ástir. Ast er öllum hlutum kærari. Tvítvinnuð ást er einna dýrust. Seint fyrnast fornar ástir. Lengi býr um barnaást. Ekki er ást sú auðslitin (auðskilin) er ungir bundu. Ast vex með vana. Ást gefur endurást. Svo fyrnast ástir sem fundir. Allt er leyfilegt í ástum og stríði. Berjast börn til ásta. Ekki er ástin litvönd. Ást hylur lýti. Ást fæðir auðsveipan. Ekki eru allar ástir í andliti fólgnar. Þangað leitar ástin sem auðurinn er fýrir. Ástin kviknar af álitinu. Brigðul er kvenna ást. Illt er að leggja ást við þann sem enga kann á móti. Ástin er hvikul, hverful og svikul. Ástin er blind, því er hún illur ráðgjafi. LÍSt Það verður hverjum að list sem hann leikur. Það er sérhvers list er leikur. Það er einum list sem hann leikur. Það er engum list sem hann leikur ekki. Listin er löng, lífið stutt. Frá málsháttarmanni í París, kveðjur, Erró. ÁSt —— Auglýsing ' NÝLISTASAFNIÐ / THE LIVING ART MUSEUM w 05.07-20.07 Áslaug Thorlacius Magnús Pálsson Suðurgata 7 jH — UndirPari og Gúlp kynna yngstu kynslóðina Veturliði r~ có Gunnarsson í setustofu 26.07-10.08 ON lceland 1997 Alþjóðleg + ~ gerningahátíð Jón Reykdal í setustofu. _16.08-31.08. ££ 0 SPOSTAMENTI ítalskir Listajaenn Valgej^—Há^BL í setustofu E 06.09-21.09 OIm B#i|manjJ«Ann^ffijlir^H^di«Í#!þadóttir og $ E Nikolai Pav[o^a^6ki^i Jóh^ppgMt# í seíustofu. 16.08-31 .,08 _1' @ Ásrún ^É^aMÍr ofWjbrfCif Marteinssgp Eyjtó' Einarsson í é 0 Setustop»lW(iJ6l1 Þóra &áiisdóttjLVait|rðu/*»ðlaugsdóttir, g Kalle Suome Antti KejtUa %«5kuldsdóttir í c setustofu 80.MiJp.'tfaannL(þáílftrofi Birgir Andrésson Ralf ^ Samens RagfflJjíenWfflbdottir Sigríður Bjömsdóttir í setustofu x 29.11-14.12 Guojón Ketilsson Kristín Blöndal Gunnar Árnason — Rúna Gísladóttir í setustofu 05.07-20.07 Áslaug Thorlacius < Magnús Pálsson Suðurgata 7 Undir Pari og Gúlp kynna S yngstu kynslóðin Veturliði Gunnarsson í setustofu. 26.07-10.08 cn ^ ON lceland 1997 Alþjóðleg gerningahátíð Jón Reykdal í setustofu. 2 VATNSSTÍG 3 B 101 REYKJAVÍK Ekki vil ég að gera lítið úr boðskapnum — hann er fagur — en ekki er þetta fallega kveðið. Eg efast ekki um að kirkjulistasagan hafi upp á sitthvað betra að bjóða og ég skil ekki hvers vegna ekki má nota það. Þessi hrásuða — efa- laust hrá þýðing — getur ekki talist þeim Guði til dýrðar sem ætlast til af okkur að við leggjum okkur fram, bæði sem manneskjur og eins í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur. Ekkert í boð- skap hans bendir til að hann taki viljann fyrir verkið. Þvert á móti. Guðspjall dagsins var sótt til Jóhannesar og segir frá því þegar Jesús var dreginn fýrir lýðinn þreytt- ur, þjakaður og píndur; og þegar lýðnum var boðið að ráða örlögum Jesú hrópaði hann: Kross- festið hann! Krossfestið hann! Þetta er nú ekki svo lítið að leggja út af. Og séra Frank M. Halldórsson gerði það svo sem ágætlega. Hann minnti á að þessi viðbrögð lýðsins væru ekki háð stund eða stað; þau væru um margt lík viðbrögðum okkar sjálfra þegar við fordæmdum menn án þess að hafa til þess miklar forsendur. Hann tók dæmi af einelti í skólum; sjálfsagt með tilliti til hversu stór hópur ferming- arunglinga var í kirkjunni. Hann minnti á orð Jesú: Það sem þú gerir mínum smæsta bróður, það gerir þú mér. Hann spurði í hvaða hópi við vildum vera og svaraði með því að Kristur væri með þeim sem þjást. Vegur hans til dýrðarinnar hafi Iegið í gegnum þjáninguna. Séra Frank ræddi margt fleira en þetta í predikun sinni og skaut meira að segja gamansögu aftan við hana. En þetta var meginboðskapurinn. Ein beittasta gagnrýni sem sett hefiir verið fram á þjóðkirkjuna er að hún hafi gefist upp á að leiða fólk í andlegum og siðferðilegum efnum en leitist þess í stað við að taka upp hin almenn- ustu og viðurkenndustu viðhorf í von um að ein- angrast ekki í samfélaginu. Þetta er alvarleg gagn- rýni — ekki síst í ljósi guðspjalls dagsins. I henni felst að kirkjan sé mitt á meðal lýðsins og megni ekki að taka aðra afstöðu en hann. Að hún hrópi: Krossfestið hann! Krossfestið hann! ef það er það sem lýðurinn vill. Nú kann einhver að segja að lítil hætta sé á að prestar þjóðkirkjunnar lendi í þessu hlutverki hér uppi á íslandi; til þess vanti átökin og hætt- una. Það mátti heyra óminn af þessari skoðun hjá séra Frank — hann sagði að jafnvel á íslandi ætti fólk það til að hegða sér eins og lýðurinn í Jerúsalem forðum. En er þetta ekki einmitt við- sjárvert viðhorf, að réttarkerfið okkar, Iýðræðið og velferðin aftri okkur frá því að hegða okkur eins og lýðurinn í Jerúsalem? Þrátt fyrir að agnúar hafi verið sniðnir af samfélagi okkar erum við enn menn og eigum í jafn miklum erfiðleikum með það hlutverk og menn allra tíma og allra staða. Og er ekki of billega sloppið að láta okkur finna til með einelti barni? Er það smæsti bróðir Jesú? Hver finnur ekki til með slíku barni? Hvað með kynferðisafbrotamenn? Eru þeir bræður Jesú? Dópistar, ofbeldismenn, fólk sem hefur misst forræði yfir börnum sínum vegna van- rækslu? Er þetta fólk bræður Jesú? Ég veit ekki, en ég held samt að samfélagið muni kljást við einelti í skólum án þess að kirkj- an hafi þar einhverja leiðsögn. Það er löngu orðið þekkt, viðurkennt og jafnvel vinsælt vandamál. En þrátt fyrir að samfélagið hafi getu og þrótt til að ráðast að þessu og mörgum fleiri vandamálum er ekki þar með sagt að það þurfi ekki andlega og siðferðislega forystu. Boðskapur Krists er óvæginn. Hann býður okkur ekki að taka einungis á þeim málum sem allir eru sammála um að bregðast við. Hann er algild afstaða til lífsins og skilur ekkert útundan. En sökum þess hversu óvæginn og kröfuharður þessi boðskapur er getur hann stundum virst þröngur og grýttur stígur. Kirkjan hefur tekið að sér leiðsögn um þennan stíg sem upplýstur mun vera bæði beinn og breiður. Enginn þarf hins vegar leiðsögn um hin almennustu viðhorf og hin viðurkenndustu sannindi. Það nægir að fýlgja straumnum. Allt svipmót og yfirbragð fjölskylduguðsþjón- ustunnar og poppmessunnar í Neskirkju I dag bar með sér löngun kirkjunnar til að fýlgja straumnum. Þessar athafnir hefðu allt eins getað verið samfélagi okkar til dýrðar eins og Guði. Jafnvel áminningar séra Franks voru þess eðlis að fólk gat kosið að taka þær til sín eða gleymt þeim um leið og það gekk út úr kirkjunni. Ekki vegna þess að þær væru léttvægar heldur voru þær bornar fram eins og hverjum væri ffjálst að fara með þær sem honum hentaði — eins og þær væru smekkur í siðferðislegum málum fremur en vörður á veginum til eilífs lífs. 9. mars Áskgrtcla____________________________________ MIÐFASTA Ætli það segi eitthvað um stöðu þjóðkirkjunnar í samfélaginu að það er orðið æði langt síðan Reykvíkingar skelltu sér í deilu vegna kirkjubygg- ingar? Hér í borg má ekki reisa hús yfir nokkra stofnun án þess að það leiði til langvinnra rit- deilna, mótmælafunda, undirskriftasafnana eða skemmti- og menningardagskrár þar sem bæði Bubbi og KK mæta. Þannig var það þegar ráð- húsið var byggt, þegar Perlan var reist, þegar Hæstiréttur fékk nýtt hús og þannig er það í hvert sinn sem reisa á leikskóla þar sem áður var gróinn bali eða óspjölluð urð. Ekkert fær hreyft við samfélagslegri ábyrgð Reykvíkinga eins og hús. Ég efast um að þeir nenntu að mótmæla álveri ef það væri ekki jafhframt hús. Reykvíking- ar virðast ekki geta rökrætt vaxandi yfirbyggingu í borgarkerfinu, auðsöfnun borgarfýrirtækja, réttar- kerfið í landinu eða stóriðju fýrr en þetta hefur holdgerst í húsum í þrívíðri tölvugrafík eða haganlega gerðu líkani. En Reykvíkingar eru hættir að deila um kirkjubyggingar. Ef til vill eru þeir sáttir við þjóð- kirkjuna. Ég held ekki. Ef til vill bendir þetta áhugaleysi til þess að þjóðkirkjan og samfélagið lifi saman í afskiptalausri sátt og vilji í raun sem minnst hvort af öðru vita. Það gæti verið sann- leikskorn í þessu, þótt þetta sé mikil einföldun. Ef til vill er áhugaleysi borgarbúa gagnvart kirkju- byggingum einfaldlega afleiðing af því hversu langan tíma tók að reisa Hallgrímskirkju. Þegar hún loks reis voru þeir sem harðast deildu um ágæti hennar farnir yfir móðuna miklu og þeir sem eftir lifðu voru fýrir löngu búnir að tapa sjónum af því sem um var deilt. Sannfæringin var horfin og tilfinningarnar kólnaðar. Ég er svo ungur að ég man bara eftir nokkrum aukasetn- ingum í greinaskrifum Þorgeirs Þorgeirssonar, Thors Vilhjálmssonar og svoleiðis manna, þar sem þeir lögðu nokkra lykkju á leið sína til að koma að orðinu „himnaböllur". Og þær kirkjur sem hafa verið reistar um minn aldur hafa fengið að rísa í þögn — eða í mesta lagi undir örlitlu nöldri um mikinn kostn- að við að koma þaki yfir hálftóma kirkjubekki. Og þetta nöldur hefur verið skreytt með upp- nefnum í anda „himnaballarins“ á Skólavörðu- holti. Lífseigast þessara uppnefna er líklega „Indjánatjaldið“ í Breiðholti. Önnur hafa gleymst vegna þess að þau voru ekki nógu sniðug. Þegar Áskirkja í Laugarásnum var í byggingu var hún kölluð „skíðastökkpallurinn“ af skiljanlegum ástæðum. En það eru ár og dagar síðan ég hef heyrt einhvern nota það nafn. En þessi uppnefni eru undantekningar. Regl- an er sú að kirkjur eru reistar án andstöðu. Þótt menn deili um búddahof á Álftanesi og búi sig undir mótmæli þegar ljóst verður hvar moska múhameðstrúarmanna muni rísa þá nýtur þjóð- kirkjan friðar um sínar byggingar — öfugt við allar aðrar stofnanir samfélagsins. Þessi útúrdúr utan um ekki neitt var það eina sem mér datt í hug þegar ég fór að rifja upp guðsþjónustu séra Árna Bercs Sicurbjörnssonar í Áskirkju í dag. Og ekki frekar en aðrir útúrdúrar hjálpar þessi mér að komast að efninu. Ég er ósköp venjulegur syndaselur í leit að Guði og fer sem slíkur til messu. Ég er ekki menntaður guðfræðingur og hef ekki smekk eða vit á hinum fínni blæbrigðum þeirra fræða. Ég

x

Fjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.