Fjölnir

Ukioqatigiit

Fjölnir - 04.07.1997, Qupperneq 71

Fjölnir - 04.07.1997, Qupperneq 71
Gunnar Smári Egilsson Syndug kirkja Bænaklefinn er „sturtuklefi" þar sem Ijós Drottins baðar sýningar- gestinn og hann hreinsast af syndum sínum fyrir blóð krists. Pegar sýningargestir fara inn í klefann snýst heimurinn á hvolf og öll gildi fara úr skorðum. Viska verður að heimsku og heimska verður að visku. Hinir vitru og voldugu fá kinnroða. 1. Hæð á inngangi klefans er 101 sm. Priggja ára barn gengur upprétt inn - táknmynd auðmýktar og barnslegrar einlægni. 2. Jesús tólf ára - Lúk. 2:41 - 51 3. Hinn fyrri Adam - Gamli sáttmálinn 4. Efe. 6:10-20 Alvæpni Guðs 5. Helgidómur á himni og jðrðu - Heb. 9:14 6. „Camera Obscura" gerð af Ijósopi sem sýnir heiminn á hvolfi inn í klefanum 7. heimurinn á hvolfi eins og endurvarp í „Camera Obscura” - 1. Kor. 1:26-31 8. Hinn nýi Adam - Tala Jesú er 888 (hæð á borði inn í bænaklefa 33 sm - Kristur var krossfestur 33 ára) - Rom.10:9 nýi sáttmálinn 9. Syndafyrirgefningarsturta - Blóð Krists - Matt. 26:28 10. Hin einafórn - Heb. 10:1-18 trúi að ég geti fundið fyrir tilvist Guðs án þess að leit mín þurfi að liggja um hátimbraðar kenning- ar kirkjunnar um eðli náðarinnar, þrískiptingu guðdómsins eða heilagleik kirkjunnar sjálfrar. Samkvæmt þessu er ég því varla kristinn sam- kvæmt skilningi þjóðkirkjunnar. En samt tel ég mig ekki vanhæfan til að fjalla um messur. Þvert á móti. TiJ hvers ætti kirkjan að kristna hinu kristnu? Á hún ekki einmitt að tala til okkar villuráfandi sauðanna sem þrá Guð? Veita okkur leiðsögn, kenna og styðja okkur í leit okkar að Guði? Séra Ólafur Jóhannsson í Laugarneskirkju talaði með þessum hætti til þjóðarinnar í útvarps- messunni í morgun. Það er ekki hægt að gagn- týna hann fyrir að hafa veigrað sér við að drepa á vettvangi dagsins og nota hann til að draga fram kristna afstöðu. Það væri frekar hægt að finna að því að löngun hans til þess að sýna ffarn á að kristnin sé lifandi og gefi kost á glöggskyggnri sýn á vandamál dagsins hafi freistað hans til að fierast of mikið í fang. Hann hefði betur fjallað á ítarlegri hátt um sitthvað en sleppt öðru. Honum lá næstum því of mikið á hjarta. Predikun séra Árna Bergs í Áskirkju var hins vegar líkust fyrirlestri í guðffæðideildinni. Fyrir- lesturinn var um eðli náðarinnar. Þar sem ég — syndaselurinn — sat undir henni velti ég fyrir mér hvort mig skorti ekki undirstöðuþekkingu í guðffæði til að ná til Guðs. Ég vildi skilja boð- skapinn en missti þráðinn þegar ég reyndi að átta mig á hárfínni merkingu þeirra guðffæðilegu hugtaka sem voru séra Árna Bergi töm á tungu. Og á eftir skaut þeirri hugsun niður í höfúðið á mér hvort þjóðkirkjan væri á svipaðri leið og skattkerfið; eftir því sem það hefur orðið tækni- lega fúllkomnara hef ég átt æ erfiðara með að skilja réttlæti þess. — Eða skólakerfið þar sem við vörpum ábyrgð á menntun barnanna okkar á svokallað fagfólk og vitum varla lengur hvað al- mennileg menntun er. Hún er ekki lengur sam- eign okkar og sameiginleg ábyrgð heldur viðfang sérffæðinga í afmarkaðri deild í samfélaginu. Einu sinni sat ég fúnd í foreldra- og kennara- félagi skólans þar sem sonur minn stundar nám. Ég mætti aðeins á þennan eina fund. Mér fannst hann ótrúverðug sviðsetning á samstarfi. Skóla- kerfið hefúr innprentað foreldrum að þeir hefðu hvorki vit á né getu til að hafa umsjón með menntun barnanna og að þeir eigi jafnvel rétt á að vera lausir undan áhyggjum vegna hennar. Þessi afstaða skólakerfisins gekk ekki upp. Að- greining á uppeldi í skólum og á heimilum veikti hvort tveggja. Þegar þetta var orðið öllum ljóst greip skólakerfið til þess ráðs að kalla foreldrana til sín og færa þeim í smáskömmtum aftur ábyrgðina á menntun barnanna en aðeins, og því aðeins, að þeir væru reiðubúnir að axla hana á forsendum skólakerfisins. Undanfarin ár hefúr þjóðkirkjan gripið til svipaðra ráða og skólakerfið. Hún hefúr kallað söfnuðinn til frekari þátttöku í messunni. f Áskirkju skírði séra Árni Bergur þrjár stúlkur til kristinnar trúar — þær Karitas MarIn, VicdIsi Myrru og Auði Ósk — og minnti söfnuðinn á að hann bæri í sameiningu ábyrgð á kristilegu upp- eldi þeirra. í kirkjunni sám um 85 manns; þar af um 30 vinir og ættingjar stúlkubarnanna og um 20 fermingarbörn með mætingarskyldu í messu. Ég býst við að kirkjugestir hafi tvístrast eftir messu og sumir þeirra muni ekki snúa aftur nema til að vera viðstaddir fermingu, giftingu eða skírn. Ég trúi því ekki að þessi hópur kirkjugesta hafi verið söfnuður í þeim skilningi sem séra Árni Bergur vísaði til. Reyndar er ég viss í minni sök. Einhvers stað- ar á leið sinni til nútímans tapaði kirkjan lifandi tengslum við söfnuðina; hún varð að ríkisstofnun sem var stjórnað af guðfræðingum og prestum og smátt og smátt mótaðist hún samkvæmt hags- munum stjórnenda sinna. Undanfarin ár hefúr hún leitast við að ná aftur sambandi við söfnuð- inn. En það er ekki létt verk og hún hefúr ekki enn fúndið aðferðina. Ekki vil ég gagnrýna breytt messuform, að flytja altarisgöngu, skírnir og aðrar kirkjulegar athafnir inn í messuna. Síður en svo. Það lýsir á táknrænan hátt vilja kirkjunnar manna til að virkja hinn almenna safnaðarmeðlim til starfs í kirkjunni. En ég efast um að þetta sé nóg. Ég held að fjarlægð kirkjunnar frá daglegu lífi fólks sé meiri en svo að þetta breytta fyrirkomulag nái að brúa bilið. Gamlir siðir kveikja ekki endilega upp gamlar kenndir; þeir geta allt eins orðið við- bót við innihaldslausa rútínu. Ég hef engin svör við því til hvaða ráða kirkj- an á að grípa. Mig grunar þó að svarið felist fremur í leið séra Ólafs í Laugarnesi — að draga fram hvernig beita má boðskap Jesú á vandamál hins daglega lífs, hvernig hann getur verið okkur sjálfsagt og eðlilegt leiðarljós í dagsins önn — en með því að endurvekja hálfgleymda siði kirkj- unnar í von um að það endurnýi hlutverk hennar í samfélaginu; en það var sá andi er sveif yfir guðsþjónustunni í Áskirkju í gær. Ég er — eins og aðrir syndaselir — fremur fylgjandi almennu trúboði í samfélaginu en endurreisn dulúðar, sögu eða mikilleiks kirkjunnar. 16. mars HótejgsltirKla__________________________ B0ÐUNARDAGUR MARlU Háteigskirkja er nokkuð sérstæð kirkjubygging og hefúr mátt þola gagnrýni fyrir að vera sam- suða margra stíltegunda. Það má vel vera að svo sé. En það er ekki galli nema menn séu sárt haldnir af arkitektúrískum rétttrúnaði — trúi á hinn hreina tón stílsins, að sá tónn sé til og að æskilegt sé að finna hann. Rétttrúnaðararkitektar seinni ára hafa í anda trúar sinnar berstrípað kirkjumar langt umfram það sem sótsvartir siðbótarmenn töldu Guði þóknanlegt. Altaristöfl- urnar hafa meira að segja verið felldar út af sakra- mentinu og í þeirra stað hengdir upp stílhreins- aðir krossar. Annars staðar eru snyrtilegir stiga- gangsgluggar hafðir fyrir ofan altarið; bæði til að hleypa inn hreinni og ómengaðri birtu himinsins og eins til að fyrirbyggja að í framtíðinni verði hægt að hengja þar upp altaristöflu sem ef dl vill stingur í stúf við litinn á gólfteppinu. Rússneskar Ijósaperur eru algengasti ljósgjafinn í nýjum kirkjum. Arkitektarnir sækja því rétttrúnað sinn frekar til notagildis-efnishyggju rússneskra kommúnista en upphafinnar tilbreiðslu Austur- kirkjunnar. I kirkjum þar eystra má oft sjá ógrynni af ljósakrónum sem söfhuðurinn hefúr fært kirkjunni sinni í aldanna rás og saman mynda þær margbreytilegt samræmi og endur- spegla sögu safnaðarins og líf kirkjunnar. Rúss- neskar Ijósaperur íslensku rétttrúnaðar-arkitekt- anna ná ekki sömu áhrifúm — jafnvel ekki þótt þeim sé dreift með skipulögðu skipulagsleysi um loftið í von um að þær minni á himnafestinguna. Þær verða aldrei annað en veik tilraun til að finna hinn hreina tón reglunnar, festunnar, þekkingar- innar, sem — eins og allir vita — er falskur tónn í margbreytilegum samhljóm sköpunarverksins. Það er því endurnærandi að sitja í Háteigs- kirkju og virða fyrir sér ógnarstóra og litauðuga mósaíkmyndina yfir altarinu — mér er sagt að hún sé eftir Benedikt Gunnarsson. Saman við >- Steincrímur Eyfjörð Kristmundsson Bænaklefi, 1994 Eigandi: Listasafn Islands. Fjölnir sumor '97 71
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Fjölnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.