Fjölnir - 04.07.1997, Qupperneq 73
Gunnar Smári Egilsson Syndug kirkja
máli annað en skvaldur og glamur. Ríkissjónvarp-
*ð sýndi bíómynd með tilheyrandi skotbardög-
um. Og Spaugstofan. Biskup sagðist særður
vegna þess sem þeir góðu drengir buðu upp á
daginn fýrir páska. Hann sagðist ekki vita hvað
guðlast væri ef þetta hefði ekki verið einn þáttur
af mörgum í ógurlegu guðlasti. Og hann var ekki
emn um þessa skoðun; síminn á heimili hans
hringdi strax eftir þáttinn og langt fram eftir
kvöldi hlustaði biskup á fólk lýsa hneykslan sinni
á þeim Spaugstofumönnum. Eftir messuna
heyrði ég að biskup hélt áfram að hlýða á
hneykslan fólks þegar hann tók á móti þökkum
kirkjugesta í dyragættinni á Dómkirkjunni.
Af hverju var ekki sagt frá þessu í fréttatím-
um utvarpsstöðvanna í hádeginu? Eða þá í kvöld-
héttunum? Er þetta ekki frétt? Biskupinn yfir ís-
^andi sakar útvarpsstjóra um að hafa sjónvarpað
°gurlegu guðlasti á einum helgasta degi kristinna
manna. Annar er andlegur leiðtogi svo til allrar
bjóðarinnar. Hinn hefur lögverndaðan aðgang að
huddu svo til allra landsmanna til að setja saman
sjónvarpsdagskrá við hæfi.
Nei, þetta er ekki frétt. í predikun sinni við-
urkenndi biskup að hafa setið spenntur fýrir
framan sjónvarpið að fýlgjast með handbolta-
leiknum. Hann stóð ekki á öndinni af eftirvænt-
lngu yfir þvf hvort myndi sigra, lífið eða dauðinn
heldur KA eða Haukar. Um kvöldið sat hann
síðan yfir Spaugstofúnni og bíómynd með skot-
hardögum.
Einhvers staðar stendur að ef hönd þín
hneykslar þig þá höggðu hana af. Til að draga
fram merkingu þessarar speki fýrir nútímamann-
*nn mætti orða setninguna upp á nýtt: Ef sjón-
Varpsdagskráin hneykslar þig þá slökktu á tækinu.
PáH postuli segir einhvers staðar að menn skyldu
reyna allt — en halda því sem gott er. í því felst
*ð menn horfa á handbolta ef það gerir þeim
8°tt, en sleppa því ef leikurinn dregur athygli
þeirra frá því sem er þeim verðmætara og mikil-
V:Egara í lífinu. Þeir sem hafa áttað sig á að
skvaldur og glarnur er ekki hið ljúfa líf heldur
hótti frá lífinu eiga ekki að sækjast eftir skvaldri
°8 glamri. Annars staðar er spurt: Ef saltið dofnar
með hverju á þá að salta það? Ef kristnir menn
láta glepjast af skvaldrinu hver verða þá örlög
Guðs kristni hér i heimi? Og ef andlegur leiðtogi
°kkar ver helgum degi í handbolta, gamanmál og
hófahasar hvers er þá að vænta af okkur, sauðun-
UtT> í hjörð hans?
Ég ætla ekki að halda því fram að það sé
Guði þóknanlegt að menn hengi haus í dymbil-
vikunni frá föstudegi til sunnudags. Menn eiga
frjálst val um það hvort þeir lúta höfði eða ganga
hnarreistir. Enn síður ætla ég að fordæma hand-
holtann, Spaugstofuna eða bíómyndina. Ég á
ekki sjónvarp og get ekki haft skoðun á neinu af
þessu. Jesús sjálfur var ekki fastheldinn á helgi-
s*ði. Hann taldi meira máli skipta að lifa af ein-
11 rð frá degi til dags, í sátt við sjálfan sig og Guð,
en að eltast við slíkar mannasetningar. Hann
hraut gegn boðorðum Móse með opin augun.
hfann rauf helgi musterisins. Og hann hæddi þá
sern mikluðu sig af trúrækni sinni í musterunum
en koni auga á látlausa tilbeiðslu í lífi hinna for-
smáðu. Hann vissi að þeir gusa rnest sem grynnst
v’aóa, að niest skröltir í tómurn vagni og að eng-
'nn verður feitur af fögrum orðum — svo vitnað
Se ' páskaeggin sem landsmenn voru á brjóta á
meðan biskup predikaði í Dómkirkjunni. Jesús
V|SS1 að sá vegur sem hann bauð mönnum að
^■gja sér eftir kostaði fórnir og dró aldrei dul á
bað. Sá sem vildi fýlgja honurn til lífsins gat ekki
a sania tíma látið glepjast af skvaldri og glamri.
hfann getur ekki bæði setið yfir handbolta en
jafnframt undrast að eftirvæntingin eftir úrslitum
1 haráttu lífs og dauða — lík því þegar barn
s'endur á öndinni — virðist ekki snerta við
n°kkrum manni lengur. Og hann getur ekki
’ennt dagskrá RJkissjónvarpsins um að helgi
aagsins fór framhjá honum. Hann sem trúir
a^e'ns þegar eitthvað trúarlegt er á skjánum má
'lta að trú hans er ekki næg.
Annars má enn fletta upp í Biblíunni til að
v'ta hvernig við eigum að bregðast við dagskrá
'ýkjssjónvarpsins á laugardaginn var. Sá yðar sem
ekki horfði kasti fýrsta steininum. Ef við hlýdd-
um þessu þá yrði það til þess — eins og í sög-
unni — að engum steinum verður kastað — og
allra síst úr predikunarstólnum í Dómkirkjunni.
Ég eyði þessum orðum á þetta litla atriði úr
predikun biskupsins ekki aðeins sökum þess að
þetta litla atriði var athyglisvert heldur líka vegna
þess að annað í ræðunni hreyfði ekki við mér. Ég
hafði vonast til að biskup fjallaði um ferð frelsar-
ans niður til heljar og upprisu holdsins — þessa
tvo þætti í kristnum fræðum sem helst standa í
þeim sem leita Guðs í kirkjunni. Þetta eru svo
þungmeltir bitar að kirkjufeðurnir voru margar
aldir að sjóða úr þeim kenningu sem þeir treystu
sér til að bera á borð fýrir fólk. En þrátt fýrir að
kirkjugestir um allt land lýsi yfir trú sinni á helvíti
og upprisu holdsins á hverjum sunnudegi árið
um kring eru það ákaflega fáir sem leggja trúnað
á þetta tvennt. Kenningar þjóðkirkjunnar um
helvíti og upprisu holdsins ættu því að vera sú trú
sem helst þarf að boða — og til þess hæfir enginn
dagur betur en sjálfúr páskadagurinn. En þótt
biskup ræddi ýmislegt um lífið og dauðann kom
hvorki helvíti né upprisa holdsins þar við sögu.
Og svo var helvíti fjarri honum að þegar
hann tók dæmi af manninum í grískum sögum
sem var dæmdur til að velta steini upp fjallshlíð
til eilífðarnóns aðeins dl þess að sjá á eftir honum
rúlla niður aftur — þá setti biskupinn hann upp
á Ólympstind. Sem kunnugt er dvaldi Sísyfos í
Hades, en sá staður svipar um margt til heljar
kristinna manna. Og refsingu sína ávann hann
sér fýrir að reyna með bellibrögðum að koma sér
upp úr Hadesarheimum — nokkuð sem þjóð-
kirkjan trúir að Jesú hafi tekist svo eftirminnilega
að flóttaleið hans sé opin öllum sem vilja fýlgja
honum.
2. apríl
vesturuallagcita 5________________________
MIÐVIKUDAGURINN EFTIR PASKA
I gær var 1. apríl en enginn Moggi. Það var
þriðjudagurinn eftir páska. Á laugardaginn fór
Mogginn í fjögurra daga páskafrí. Ég trúi að þeir
Moggamenn hafi verið fegnir að losna við apríl-
gabbið. Áundanförnum árum hefur hann hafist
upp yfir svoleiðis barnaskap. En í stað þess að
leggja þennan sið af hafa Moggamenn búið til
aprílgöbb sem ekki er ætlað að gabba neinn. Þeir
vinna frekar með formið en að þeir vilji gabba
neinn.
I morgun sá ég að biskupinn var mættur á
síðu tvö í Mogga. Hann vill að dómstólarnir
skeri úr um hvort fýndni Spaugstofumanna hafi
sært trúaða. „Skiljanlega treysdr hann sér ekki til
þess sjálfúr," hugsa ég minnugur predikunarinnar
á sunnudaginn.
Rök biskups fýrir þessari ósk eru svo sorgleg
að mér liggur við að gráta. Hann ber fýrir sig
fermingarbörnin. Hann segir afbrot Spaugstofú-
manna alvarlegri fýrir það að þjóðkirkjan er að
ferma unglinga þessa dagana og margir þeirra
hafa sjálfsagt setið fýrir framan sjónvarpið á laug-
ardaginn og horft á þáttinn ógurlega.
Guð hjálpi kirkjunni.
Ef unglingur er það óharðnaður að hann
getur ekki horft á og metið og melt grín Spaug-
stofúmanna þá á ekki að ferma hann. Ef það er
synd af Spaugstofumönnum að bera brandara
sína á borð fýrir ómótuð börn, hversu stærri er
ekki synd þjóðkirkjunnar að láta þessa sömu
ómótuðu unglinga fremja eið og sverja að gera
Jesú Krist að leiðtoga lífs síns, börn sem eru óhæf
til að taka nokkra sjálfstæða afstöðu eða ákvörð-
un í lífinu.
Guð hjálpi kirkjunni. Og Guð hjálpi
biskupnum.
6. apríl
Messias — FrilcirHkia________________________
FYRSTI SUNNUDAGUR EFTIR PÁSKA
Við höfúm alltaf verið til. Áður en við komum á
þetta tilverustig, til að gjöra það sem Drotdnn
ætlast til af okkur, vorum við hjá Drottni í eilífð-
inni. Og Drottinn hafði skipað kerúb sinn, ►
Já, já...-------------------------------------------------------------
en svaraðu mér þessu,
Gunnar Örn Gunnarsson:
1. Af hverju stundar þú myndlist?
„Einhver tjáningarþörf er til staðar, sem gefur lífsfyllingu og tilgang.
Þörf sem gefur mér tækifæri til að tjá tilfinningu mína fyrir samtfman-
um og minu andlega lífi hverju sinni.”
2. Hvað hefur aðallega mótað list þína?
(bannað að vísa til listrænna áhrifavalda og íslenskrar náttúru)
„Mannrækt og andleg uppbygging."
3. Hvernig hefur list þín mótað umhverfið?
„Þegar skólabörn sveitarinnar þökkuðu mér innlitið á sýninguna með
pví að syngja fyrir mig sumarsöng. Þá grunaði mig að ég hefði látið gott
af mér leiða."
4. Hver er eftirminnilegasta stundin á ferlinum?
„Að vera sendur sem fulltrúi pjóðar minnar á tvíæringinn í Feneyjum
1988."
5. Ef þú værir lokaður inni í herbergi í tíu ár og mættir mála það,
hvaða lit myndir þú velja?
„Ef ég ætti bara að mála herbergið veldi ég bláan lit, en ef ég ætti að
mála í herberginu í tíu ár veldi ég svartan lit, það gæfi mér mestu
möguleikana."
6. Nefndu fimm bækur/greinar sem opnuðu þér nýjan skilning á listum.
„I upphafi ferils míns dáðist ég að tjástil (expressionisma). Annars leita
ég ekki að nýjum skilningi á listum í bókum heldur í lífinu sjálfu. Þó
hefur öll góð list auðvitað einhver markandi áhrif, annars væri maður
lítill pátttakandi í samtímanum."
r. Hvað einkennir góða myndlist?
„Min reynsla er sú að það er mjög persónulegt hvað er álitið góð
myndlist. Fyrir mig þarf hún helst að vekja hughrif, skírskota til
mannlegrar reynslu og búa yfir einlægni. Ef hún er ný sakar ekki að hún
gefi nýja sýn í tilveruna, en ef hún er gömul þá getur hún gefið innsýn í
hugarheim fyrri tíma. Annars er blessunarlega ekki hægt að skýra alla
hluti með orðum og síst af öllu upplifanir í listum."
8. Af hverju á það besta í íslenskri myndlist fullt erindi við umheiminn?
„Hljómur mannlegrar reynslu hefur engin landamæri, i listum getur hún
talaðán tungumáls."
9. Hvernig hefur vægi myndlistar aukist undanfarinn áratug?
„Vægi myndmáls hefur stóraukist i samfélaginu á sama tíma og vægi
mynlistar hefur minnkað. Ástæðunnar fyrir þessu held ég að sé að leita í
breyttu samfélagi, breyttum áherslum, hröðum breytingum nútímans
þar sem mér virðist myndlistinni einna helst ætlað að gegna hlutverki
(einnota) tækifærislistar."
to. Hver er höfuðstyrkleiki þinn?
„veikleiki minn."
tt. Tílgreindu þrjár ástæður fyrir sýningarhaldi þínu sem ekki liggja
í augum uppi.
,,a) Hvort sem það liggur í augum uþþi eða ekki, þá hef ég vissa löngun
til að sýna öðrum hvað ég er að gera, það er eitthvað bogið við það
þegarflestar myndir manns fara upp í rekka, staflast þar og verða
kannski aldrei sýndar. Ég vildi gjarnan finna annað óformlegra
sýningarform en einkasýningar í sýningarsölum.
b) I sýningarhaldi gerir maður óneitanlega úttekt á sjálfum sér, hvað
maður er að gera og hvað maður er ekki að gera.
c) Sýningarhald er oftast eina leiðin til tekjuöfiunar."
t2. Skiptir almenningshylli þig máli?
„Það er góð tilfinning að fá klapp á bakið öðru hverju, en allt er best í
hófi, bæði lof og last.“
t3. Hvað er mest gefandi við það að vera myndlistarmaður?
„Að sköpunin skuli vera samtengd því verkefni að vera manneskja. Listin
bergmál lífsins."
14. Að hve miklu leyti lifir þú á listinni
(og hvernig bitnar það á þínum nánustu)?
„Fjárhagslega er varla til ótryggara starf á byggðu bóli. Eitt árið þénar
maður, annað árið ekki neitt. Grunntekjurfjölskyldunnar koma frá
eiginkonunni."
15. Ef þú fengir 70 milljónir fyrir að búa ekki til myndlist, tækir þú
boðinu?
„Nei."
tG. A hvern hátt hefur myndlistin gert þig að heilsteyptari manneskju?
„Ég hef verið svo lánsamur að fá drjúgan skerf af veikleika í mitt eðli.
Myndlistin hefur orðið hluti af því mannræktarstarfi sem ég hef kosið
að vinna á sjálfum mér."
t7. Á hvern hátt hefur myndlistin treyst þjóðfélagsstöðu þína?
„Ég sé ekki að þjóðfélagsstaða mín sé önnur en almennt gerist. Þó
finnst mér að í uþphafi ferils míns sem myndlistarmaður (fyrir 30 árum)
þyrfti ég jafnvel að sanna mig meir en aðrir, einmitt af því að ég var
listamaður, þ. e. a. s. hvorki trúður né iðjuleysingi. *
18. Hvar sérðu sjálfan þig eftir 20 ár?
„Svífandi um í andlegri sælu, sáttur við sjálfan mig, Cuð og menn."
19. Hvernig sérðu framtíð myndlistarinnar fyrir þér?
„Ég er ekki sþámannlega vaxinn."
20. Hvernig viltu að þín verði minnst?
„Sem kærleiksrikrar manneskju."