Fjölnir - 04.07.1997, Side 82
h
Huldar Breiðfjörð Maður brýtur hund
TKJ ADFtRDIN
TKJ aðferðin var búin til
1964 og heitir í höfuðið á
mannfræðingnum Jiro
Kawakita við háskólann í
Tókíó. Aðferðin skiptist í tvo
hluta: skilgreiningu á vanda-
málinu/verkefninu og lausn
á verkefninu/vandamálinu.
ÆFINC:
I. SKILGREINING VERKEFNIS-
INS/VANDAMÁLSINS
1) Pátttakendur fá skilgrein-
ingu á verkefninu/vanda-
málinu. Síðan skrifa þátt-
takendur niður eins
margar hugmyndir og
mögulegt er á spjöld sem
eru 6 sinnum 10 cm.
Hugmyndirnar verða að
vera settar fram í knöppu
máli og í stikkorðum.
Markmiðið er að hugsa
um verkefnið/vandamálið
á eins fjölbreyttan hátt
og hægt er. Hver þátttak-
andi ætti að ná að koma
með 10 til 20 hugmyndir á
tíu mínútum.
2) Hugmyndaspjöldunum er
safnað saman og sam-
eiginlega er þeim raðað í
flokka. Stjórnandinn
afnar saman spjöidunum
og dreifir þeim til baka
svo að enginn fær aftur
sitt spjald.
3) Stjórnandinn les upphátt
af einu spjaldi.
4) Þátttakendur finna sér
spjald með samsvarandi
hugmynd og lesa hug-
myndina upphátt. Einnig
er hægt að raða saman
spjöldum í flokka án þess
að lesa hugmyndirnar
upphátt.
5) Þátttakendur gefa
hverjum flokki nafn af
spjöldum.
6) Heitum og flokkum af
spjöldum er síðan raðað
upp og búin til heildar-
mynd af niðurstöðum
hópsins. Endanleg niður-
staða verður að skilgrein-
ingu á verkefninu/vanda-
málinu.
(meira á síðurmi á móti)
Fj
82
olnir
timarit handa
islcndingum
sumar '97
Bróðirinn hafði hlotið þrjú atkvæði á sínum tíma
eða fjörutíu prósent mögulegra atkvæða en
Olafur aðeins þrjátíu prósent. Kosningin hafði
reyndar ekki farið fram fyrr en hálftíu um kvöld-
ið og þrjátíu prósent félagsmanna því setið dauðir
hjá. En eftir á hafði bróðirinn gortað sig svo mik-
ið af sigrinum að Olafur flutti til Reykjavíkur og
hætti að tylla kommunni ofan á Oið. Hann ætl-
aði ekki að þurfa að rifja upp ósigurinn í hvert
skipti sem hann skrifaði nafnið sitt. Ef hann var
spurður sagðist hann vera frá Sandgerði.
Og núna þegar formannsstóllinn var að losna
undan berum bossanum á Berthold sá hann ekki
bara möguleika á að verða loksins formaður held-
ur líka hljóta hundrað prósent kosningu og lækka
þannig rostann heldur betur í bróðurnum. Olaf-
ur stefndi því ekki eingöngu á sigur heldur fullt
hús, öllu heldur stigagang, og þessvegna hóf hann
undirbúning sex mánuðum fyrr. Þó ákvað Olafúr
að keyra þessa laumulegu kosningabaráttu sína
tiltölulega hægt af stað og byrja á svona kurteisis-
smáatriðum sem verða svo stór þegar þau eru
framkvæmd í sjö íbúða stigagangi.
Hann fór að bjóða fólki góðan daginn eða
kvöldið og aðeins seinna að segja góða helgi.
Þegar nokkrar vikur voru liðnar byrjaði hann að
halda lyftunni og bíða eftir þeim sem voru að
koma inn í anddyrið. Eftir enn fleiri vikur fór
hann að mæta niður í anddyri rétt rúmlega sex
og þóttist ýmist vera að pússa póstkassana eða
skipta um ljósaperu í loftinu eða hrista mottuna
eða skúra gólfið á meðan íbúarnir tíndust heim
úr vinnunni. Þegar tveir mánuðir voru liðnir
vélritaði hann nýja nafnamiða inn í dyrasíma-
takkana og skrúbbaði allt krot af veggjum eða
lagaði til tilkynningarnar á korktöflunni í and-
dyrinu. Þremur mánuðum fyrir kosningar fór
hann að vakna á nóttunni til að læðast út á stæði
og kveikja framljósin á bílunum sem voru ólæstir.
Svo kom hann stökkvandi út næsta morgun með
rafmagnskapal þegar bílarnir fóru ekki í gang.
Þannig færði Olafúr sig smám saman upp á
skaftið, tók það svo algjörlega í eigin hendur og
stóð brosandi og mokandi snjó af stéttinni fyrir
framan útidyrnar milli sjö og níu á morgnana
þegar hinir íbúarnir voru að fara til vinnu. En ef
ekkert hafði snjóað um nóttina vaknaði hann
klukkan sex, náði í snjó í sköflum í kring og
mokaði honum á stéttina svo hann gæti verið
brosandi og mokandi meir þegar íbúarnir kæmu
niður. Og ef hann rakst á Berthold allsberan og
dauðan á einhverri hæðinni hinkraði hann þar til
einhver birtist og þóttist þá vera að drösla hræinu
heim.
Olafúr byrjaði líka að mæta á húsfundi með
Mackintosh eða M&M sem hann lét smygla fyrir
sig til landsins (löng saga). Og útlenska sælgæti
sjentilmennisins átti aðeins meira upp á pallborð-
ið hjá íbúunum heldur en Bert hold og prumpu-
keppnirnar sem hann hafði nýverið tekið upp á
að peppa mannskapinn í.
Og Olafúr dútlaði, dundaði og dedúaði við
allt í stigaganginum sem mátti laga með lítilli
fyrirhöfn. Og mánuði fyrir kosningar var hann
orðinn alvinsælasti maðurinn í húsinu.
En hann var samt ekki í rónni, hundrað
prósent kjörið varð að vera pottþétt, sérstaklega
eftir allt þetta helvítis puð. Og síðustu nætur
hafði hann legið andvaka og hugsað til skiptis
um hvort hundrað prósentin væru algjörlega
örugg eða símtalið við bróður sinn þegar hann
myndi tilkynna honum sigurinn. Hann mætti
ekki koma að því strax í símtalinu, heldur frekar
láta bróðurinn byrja á að grobba sig af Lionsfor-
mennskunni og þá lauma því inn að hann væri
orðinn formaður í yfir tíu manna húsfélagi. Nei!
Auðvitað, hann myndi frekar faxa bróður sínum
niður í Lionsheimili. Það væri flottara. Hann yrði
bara að komast í svona faxvél, kannski láta hús-
félagið kaupa? Þyrfti ekki svona maskína að vera
til? Hann yrði bara að passa sig á að faxa á fund-
artíma þannig að allir hinir sjö meðlimir félagsins
væru í kringum helvítið þegar bréfið læki út úr
vélinni. En þetta var seinna tíma mál, nú var
aðalatriðið að klára lokasprettinn með glans og
gjörtryggja hundraðprósentin.
í stigaganginum voru sjö íbúðir. Ein í kjall-
aranum og svo tvær á annarri, þriðju og fjórðu
1
* .. .
hæð. Hver íbúð jafngilti einu atkvæði í öllum
kosningum húsfélagsins og því yrðu sjö atkvæði í
pottinum. En Olafi fannst hann bara algjörlega
öruggur um fimm atkvæði og það var bara
71,248% sigur. Þessi 28,752% sem ekki enn
voru gulltryggð voru atkvæði Dabbý á fjórðu og
lyktandi liðsins í kjallaranum. Dabbý Olesen á
4.h. t.h var hæglynd kona og kurteis en sagði
afskaplega fátt og því erfitt að átta sig á hvað hún
myndi gera í kosningunum. Reyndar hafði
Olafur enga ástæðu til annars en ætla að hún kysi
sig. En hvað ef hún skilaði auðu? Eða myndi
jafnvel ekki mæta? Það var þessi nagandi efi,
ásamt þeirri staðreynd að Gerti og eiginkona
hans La La (tælensk) í kjallaranum mættu nánast
aldrei á fúndi, sem hafði pirrað Olaf undanfarnar
nætur. Þessar undirstöður þurfti því að styrkja.
Olafúr ákvað að byrja í kjallaranum og þiggja
loksins matarboðið sem Gerti og La La höfðu
verið að troða upp á hann undanfarnar vikur en
hann hafði afsakað sig útúr hvað eftir annað
vegna stækrar lyktarinnar sem þrammaði upp
nefið á honum í hvert skipti sem þau nálguðust.
En hvað gerir maður ekki fyrir hundrað-
prósent? Og í þrjú kvöld í röð lét Olafur sig hafa
það að sitja með þeim til borðs og éta eitthvert
tælenskt gums upp úr potti þó hann fengi aldrei
svör við því hvað hann væri að láta ofan í sig og
yrði stressaðri og meira bumbult í hvert sinn sem
honum varð litið á gráu rotturnar þrjár í fiska-
búrinu uppi á ísskáp. Þar fyrir utan voru Gerti og
La La svona dálítið eins og þau voru.
Gerti hafði ætlað að verða ríkur á að selja
svokallaða Lazyboy körfúbolta sem skoppuðu
sjálfir. En það hafði eitthvað fokkast upp með
hraðann á skoppinu svo það var sénslaust að ná
þeim aftur eftir að þeir voru einu sinni byrjaðir
að skoppa. Fyrirtækið hafði því farið á hausinn
og holað Gerta í kjallarann. { raun mætti kannski
segja að fyrirtækið hafi farið með hausinn á
Gerta. Því þegar kompaníið fór yfir um hafði
Gerti verið í miðjum hárígræðsluprósess en síðan
ekki haft efni á að klára það dæmi og því leit hár-
ið á honum út eins og sambland af notuðum
sturtubursta og brilljantíngreiddum punghárum.
Ut af þessu átti hann það til að fá heiftarleg
kvíðaköst og stara frosinn með hálfopinn munn-
inn út í loftið meðan La La sló hann utanundir
hvað eftir annað með blautri borðtusku til að ná
honum til baka úr hugarástandinu. Þannig að á
endanum gafst Olafúr upp á því að leggja of
mikla vinnu í þau kjallarabændur. Þetta atkvæði
myndi alltaf verða dálítið sjeikí og hann varð bara
að vona það besta. En La La myndi örugglega
mæta þó Gerti væri frosinn ef hann hringdi í
hana kvöldið fyrir kosningar.
Næstu fjóra daga á eftir matarboðunum lá
Olafur í rúminu með heiftarlegan vindgang og
óþægindi í maganum. Niðursogið var svo rnikið
um tíma að hann rak nánast við hálskirtlunum
og höfuðið þrykktist niður í axlir svo honum leið
eins og hann væri á röngunni og að kaffærast í
sjálfúm sér. Óþægilegast fannst honum þó öll
gráu hárin sem hann fann í nærbuxunum sínum