Fjölnir

Ukioqatigiit

Fjölnir - 04.07.1997, Qupperneq 88

Fjölnir - 04.07.1997, Qupperneq 88
Huldar Breiðfjörð Maður brýtur hund Þórballur: „Hefurðu verið sbem í hnénu?“ Olesen eldri: „I hnénu! ég! er! öll! nœr! dauða! en! lífi! efiir! misþyrminguna! þegar! hann! ýtti! við! mér!“ Fj 83 •• T 1 olnir tímarit handa íslendingum sumnr '97 „Heyrðu mamma viltu hirða bleiku slaufuna?“ „Ha bleiku...?“ Dabbý leit spyrjandi á dóttur sína en áttaði sig svo. „Já... Nei, er hún ekki öll í blóði?“ Kittý opnaði pokann varlega og kíkti ofan í. „Jú.“ Gekk svo aftur fram á gang. Rétt áður en fjölmiðlafúndurinn hófst hafði Dabbý nuddað lauk í vasaklútinn sinn og sat nú öll útgrátin í stofúsófanum, ákveðin í að sigra Olaf endanlega og koma honum út úr húsinu, með smá hjálp frá helstu fréttamönnum landsins. Stöð 2 (iramatískt}. „Er hægt.... að komast yfir svona missi Dabbý?“ Dabbý (snöktandi)-. „Ég veit það ekki... ég hreinlega veit það ekki. (Vasaklútur upp að aug- um, meiri tár.) Segja þeir ekki að tíminn lækni öll sárr Mogginn (ábúðarfiillt): „Hvernig er nákvæmlega líðan þín nákvæmlega núna, Dabbý?" Dabbý (lítur hægt upp í loft): „Ég sakna hennar... og vona bara að hún sé á góðum stað.“ DagurTíminn (norðlenskur hreimur}. „Af hvaða kyni var skepnan?“ Dabbý: „Lady Queen var terrier.“ DV (ákafi}. „Geturðu lýst morðinu fýrir okkur í meiri smáatriðum?“ Dabbý: „Ha?“ Stöð 1 (rannsakandi}. „Ertu tilbúin að staðfesta fýrir okkur að tíkin hafi alveg örugglega heitið Lady Queen?“ Dabbý: „Já ég er alveg viss. Ég skírði hana sjálf.“ Æskan (gegnum kúlutyggjó} „Kunni Lady Queen einhverjar brellur eða trikk?“ Dabbý: „Jájá. Og sjálf var litla rassgatið kraftaverk.“ Fundurinn gekk eins og í sögu og nú var það Dabbý sem hló inni í sér. Olafúr var búinn að vera. Reyndar kom smá Dabb ý bát þegar einn fréttamannanna spurði hvort það væri hægt að fá að mynda hræ... líkið, en hún sneri sig út úr því með því að segja að það hefði verið sent í krufn- ingu að Keldum. Og Dabbý gaf grænt á annan fréttamannafúnd daginn eftir gegn því að hún fengi fimmþúsund kallinn sem DV borgar fýrir fréttaskot þar sem hún myndi tala meira um eigin ævi og auðvitað Lady Queen. Fréttamenn- irnir tjölduðu á túninu fýrir framan blokkina. Svona mál yrði seint búið. Enda tók þjóðin andköf yfir sjónvarpsfréttum kvöldsins. Formaður hundaræktunarfélagsins lýsti yfir sólarhringsþjóðarsorg og tvöhundruð manns söfnuðust saman fýrir framan Efstaleitið með hundana sína. Reyndar fór mínútuþögnin sem hafði verið plönuð úrskeiðis. Enda erfitt að ná henni fram í hópi tvöhundruð hunda og frétta- manna sem voru stöðugt með beinar útsendingar af staðnum. Það heyrðist að vísu kurr í stöku eld- húsi í landinu. Þetta væri nú fúllmikið dlstand og læti, tíkin hefði ekki einu sinni verið af íslenska kyninu. Aðrir stóðu í röð fýrir framan hús fslenska útvarpsfélagsins til að kaupa áskrift að SÝN sem ætlaði að sýna beint frá alþjóðafegurðar- samkeppni Terrierkynsins í Englandi um kvöldið. Forsetinn sendi samúðarskeyd. En PISSA ÍSLAND sendi hundrað pítsur sem mannsöfnuð- inum á túninu þótti heldur meiri matur í. Enda hljóp einhver svakalegur kraftur í liðið og Ómar Ragnarsson stóð fýrir því að samstundis var slegið upp frjálsíþróttamóti fjölmiðlanna þar sem hálf- fimmtugir poodleeigendur og stöku blaðamaður felldu yfir sjötíu fslandsmet. Um kvöldið var varðeldur og bænastund sem biskupinn stjórnaði. En reyndar leysdst hún svo upp þegar Bertha (Berthold) stóðst ekki alla þessa athygli og byrjaði að strippa úti í eldhúsglugga þannig að allir á túninu flúðu, nema auðvitað biskupinn sem starði stífur upp í glugga og Ijósmyndari Séð og heyrt sem tók fínar forsíðu- myndir af henni/honum þar til löggan mætti á svæðið og handtók... það? Já, hún hafði fengið sér hund og nú varð hann að fara. Daginn eftir frjálsíþróttamódð dundaði Olafúr sér við að pakka niður. Formaður húseig- endafélagsins hafði sagt í hádegisfréttum að hann hefði gerst brotlegur og yrði því líklega að flytja. Og Olafúr var prinsípmaður. Ef hann hafði brotið reglur skyldi hann taka afleiðingum verka sinna. Hann ætlaði ekki að láta bera sig út. Ónei. Frekar færi hann sjálfviljugur og það beinn í baki. Hann fann fýrir þessari ljúfsáru ró sem færist stundum yfir fólk effir heiftarlegan ósigur, og hann hafði þó verið formaður í tvö ár... Dabbý var í útvarpinu. Hann hækkaði. Dabbý: „... já svona brúnleit með bleika slaufú...“ Þórhallur miðill: „... Jú hér er hún. Skömmin er að míga utan í gullna hliðið... Hún segir: Voffl voff!... voffvoffl Skiljið þið það?“ Olesen eldri: „Já hún er að biðja um knús, æji litla rassgatið." Þórhallur: „Takk... Hún biður ykkur að vera sterkar..." Olesen yngri: „O, hún er alltaf svo óeigingjörn. Alltaf hugsandi um aðra.“ Þórhallur: „Hún segist nefnilega sjá morðhótun.“ Báðar Olesen: „Ha?“ Þórhallur: „Já hún segist ætla að hinkra við hliðið og verða samferða ykkur. Það taki því ekki að fara inn og koma aftur.“ Olesen eldri: „Helvítis kvikindið!“ Þórhallur: „Hefúrðu verið slæm í hnénu?“ Olesen eldri: „f hnénu! ég! er! öll! nær! dauða! en! lífi! eftir! misþyrminguna! þegar! hann! ýtti! við! mér!“ Olafúr slökkti á útvarpinu. Hún ætlaði ekki að hætta kerlingin. Jahérna. Hann ætti kannski að hóta að myrða hana bara svona til að miðillinn héldi vinnunni. Ænei. Hann ákvað að þiggja frekar matarboðið hjá La La. Þó að maturinn væri nú svona eins og hann væri þá var allavega ágætt að fá félagsskap þetta síðasta kvöld í húsinu. Við þessa síðustu kvöldmáltíð Olafs í Efsta- leiti sátu auk hans La La og Gerta, þau Bertha og Lelli mergj sem höfðu kynnst í anddyri lögreglu- stöðvarinnar um morguninn. Lella hafði verið sleppt eftir eina nótt því stuttu eftir að hann og Björn gengu út af PI$$A ÍSLAND hafði Bubbi tryllst og ráðist á háls fíkniefnalögreglumannsins með þeim afleiðing- um að raddbönd hans höfðu skaddast. Björn gat því ekki talað við Franklín og beðið hann að kjafta í sig um Lella og því hafði fíknó ekkert á hann. Eftir tvær sígarettur og tiltölulega smtt samtal í anddyrinu höfðu þau svo komist að því að Bertha var faðir Lella sem hann hafði reynt að hafa uppi á í mörg ár. Og fagnaðarfúndirnir urðu svo miklir að þau urðu ástfangin upp fýrir haus og því hafði Bertha tekið Lella með sér í matar- boðið. Olafúr brosti. Það var að minnsta kosti gott að vita til þess að það væri einhver dl að bera Berthu um stigagangana í framtíðinni. Rottu- búrið á ísskápnum var líka hvergi sjáanlegt og kjötkássan í pottinum bara nokkuð góð. Hann hámaði í sig matinn og honum leið vel. Þetta var eitthvað annað en þessar pítsur. Reyndar var Gerti frosinn og horfði stjarfúr úr í loftið svo að La La var byrjuð að bleyta í borðtuskunni. En hvað með það? Fólk varð víst að fá að vera til. Og hvað var betra en að fá að vera til og borða með vinum sínum? Og Olafúr brosti meir. Eða þar til hann sá að í miðri kássunni glitti í bleika slaufú. Huldar Breiðfjörð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Fjölnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.