Fjölnir - 04.07.1997, Page 93
Myndskreyting óskar Thorarensen
Maðurinn hefur verið til í núverandi
mynd í milljónir ára.
Nú mun hinsvegar komið að
leiðarlokum. Ómar Stefánsson
gerir hér grein fyrir hugmyndum
Asteka, Mckenna-bræðra o. fl. um
hröðun tímans sem eykst stöðugt
og mun ná hámarki desemberkvöld
eitt árið 2012.
SyndaWóa og ofunnenni
Það þykir víst klisjukennt að fjasa um heimsendi,
þar sem allt virðist ganga sinn vanagang þrátt
fýrir að heimsendir hafi verið margauglýstur í að
minnsta kosti hundrað ár en sífellt verið slegið á
frest. Vísindamenn, æðstuprestar vísindatrúarinn-
ar, eru samt með stöðugar viðvaranir og áminn-
ingar þess efnis að ef iðnaðanæknisamfélagið geri
ekki róttækar breytingar á háttum sínum strax þá
sé næsta víst að samfélagið, eins og við þekkjum
það, muni hrynja til grunna fljódega upp úr
aldamótum. Þesslags yfirlýsingar, studdar ótelj-
andi og óþolandi skýrslugerðum, línuritum,
áætlunum og útreikningum, eru stöðugt að
berast allar götur síðan Rómarskýrslan var birt
1973. Núna má til dæmis lesa eitt slíkt ákall til
mannkyns á internetinu frá alþjóðasamtökum
vísindamanna (undir ,,Omega“). Þetta breytir
ekki því að framfarir (nýjungar er kannski réttara
orð) á sviði tækni og vísinda halda áfram,
kannski ekki endilega í þeim greinum sem gagn-
ast almannaheill, en nýjungar engu að síður.
Mcgraw Hill útgáfúfélagið gerði úttekt meðal
vísindamanna á líldegum tækninýjungum á næst-
unni og var þar nefnt meðal annars: gervisýn
fyrir blinda, lyf til að auka greind, lyf við öldrun
og öðrum öldrunarsjúkdómum (sem þýðir víst
eilíft líf ef maður deyr ekki í slysi eða lætur breyta
sér í hálfgert vélmenni (cyborg)). Rannsóknir á
sviði nanótækni, genaverkfræði og upplýsinga-
tækni æða áfram með ógnarhraða og upp koma
sífellt fleiri siðferðilegar og jafnvel heimspekilegar
spurningar um hversu langt skuli ganga. Skal
gengið alla leið bara af því að tæknin er fýrir
hendi eða ber og er hægt að setja reglur, draga
línu sem ekki verði fárið yfir svipað og gert hefur
verið með kjarnorkuvopnin?
Bæði vísindaprestar og margir trúarprestar
(hindúar, búddistar og kristnir t. d.) eru nú loks-
ins sammála og þá aðallega um yfirvofandi
heimsendi. En til eru allavega tvö viðhorf til
þessa máls: „Gerið yfirbót því heimsendir er í
nánd!“ hefúr verið slagorð kristinna manna í um
tvö þúsund ár og er það óneitanlega svolítið
þrúgandi og niðurdrepandi boðskapur. Svo eru
þeir sem taka heimsendi fagnandi ýmist af því að
þeir hata mannkynið eða álíta sig vera geimverur
og í stríði við jarðarbúa. Og Ioks eru þeir sem
spáð hafa hruni siðmenningarinnar sem sé á
einhvern hátt nauðsynlegt fýrir stökkbreytingu
mannsins yfir í einhverskonar ofúrmenni eða
annað lífsform. Margir þekkja raupið í Nietzsche
um „Ubermensch“ og „Ultra humaine“ hjá
Teilhard de Chardin. Sú hugmynd að við séum að
stökkbreytast í öðruvísi og fúllkomnari lífveru var
hampað af Nietzsche, Bercson, Teilhard de
Chardin og ýmsum hópum — hvað eftirminni-
legast hjá þýskum nasistum — en hugmyndin
kemur upprunalega frá H.P.Blavatsky, stofnanda
guðspekifélagsins. En það var einmitt Teilhard de
Chardin sem fýrstur setti fram þá kenningu að
þróun mannsins væri sífellt að herða á sér. Hún
hefði farið rólega af stað en eftir 1500 hefði þró-
unin tekið stökk og sé nú farið að styttast í há-
mark þessarar þróunarlotu eða „Omega point“.
En þá, vill Chardin meina, munum við stökk-
breytast í eitthvað annað sem hann kallar „Ultra
Humaine“.
Hins vegar er hugmyndin um heimsendi
mjög vel þekkt enda hefúr heimsendir oft átt sér
stað í mannkynssögunni. Platón segir til dæmis í
Kríton 111 að mörg flóð (deluge, allsherjarflóð)
hafi orðið síðustu níu þúsund árin og sagnir af
liðnum heimsslitum má finna í gömlum bókum
víða í veröldinni. „Nú er ekkert eftir af þriðju
kynslóð manna nema aparnir í skóginum,“
stendur í Popol Vuh, eldgamalli indíánabók frá
Guatemala sem lýsir slíkum atburðum og eitt-
hvað stangast þetta nú á við Darwin dýravin.
Hopi-indíánar tala um löngu horfin tæknisam-
félög og trúa því að slík endalok muni endurtaka
sig. Ein spásögnin hljóðar uppá það að „hreins-
unin muni byrja fljótlega eftir að þeir hafa byggt
hús í himninum" og dettur manni þá í hug mír-
geimstöðin og svo eru Japanir að fara að reisa
hótel úti í geimnum!
Fllúgandi FurðuHlutir,
I Ching, Astekadagotalið
og titoeskir búddamunkar
Það muna kannski margir eftir því þegar fólk
flykktist hvaðanæva að úr heiminum hingað upp
á Snæfellsnes í ágúst 1987 til að vera viðstatt
lendingu á fljúgandi diskum sem áttu að lenda