Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Page 97

Fjölnir - 04.07.1997, Page 97
Myndskreyting Alda Lóa Leifsdóttir Samtök áhugafólks um styrkjafíkn hafa komið á fót meðferð við styrkjafíkn Mér fcmnst líf án styrKja óhugsandi Segir 27 ára maður sem leitað hefur sér aðstoðar eftir að hafa misst stjórn á eigin líf Samtök óvirkra styrkjafikla hafa komið á fót meðferð við styrkjafíkn og hafa undirtektir verið nokkuð góðar en um sjö manns eru nú til með- ferðar í húsi samtakanna við Engihlíð í Reykja- vík. Meðferðin byggist á tólf spora kerfi AA- samtakanna og svipar því nokkuð til meðferðar við ofáti, eiturlyfjafíkn og spilafíkn. Til að gefa lesendum Fjölnis hugmynd um hugarheim styrkjafíklanna féllst ungur maður, 27 ára, sem er í meðferð hjá samtökunum á að veita blaðinu viðtal gegn því að nafn hans kæmi ekki ffam. Hvenær áttaðir þú þig á að þú værir styrkjafíkiU? „Ég held ég hafi orðið húkt á fyrsta styrkn- um. Ég trúi að þetta hafi verið í mér áður en ég sótti um í fyrsta skipti. Þetta byrjaði allt með því að ég rakst á auglýsingu um styrk til að gera heimasíður. Þetta var auglýsing frá einhverjum Evrópusjóðnum. Og ég sótti um þótt ég ætti ekki tölvu og væri ekki tengdur netinu. Það liðu síðan eitthvað um tveir þrír mánuðir frá því ég sendi umsóknina inn og þar til ég.fékk styrkinn. En allan tímann var ég með hugatin við tölvur og heimasíður. Ég keypti tölvublöð og liékk í tölvu- búðunum að skoða tölvur, módem og alls konar drasi. Þegar ég Ioks fékk styrkinn fannst mér hann alltof lítill. Þeir létu mig fá 200 þúsund kall en mér fannst mig vanta tölvur og dót fyrir 800 þúsund kall bara til að byrja. Ég sótti því um styrk til Nýsköpunarsjóðs námsmanna til að kaupa tölvur en fékk ekki. Þess vegna gerði ég aldrei neitt í þessu með heimasíðuna. Þetta var því frekar sjúkt hjá mér strax í upp- hafi. Ég trúi því sem sumir halda fram, að sumt fólk þoli einfaldlega ekki styrkina. Heilinn í þeim sé öðruvísi en heilinn í öðru fólki. Ef það leiðist ekki út í styrkjaumsóknir og svoleiðis þá getur það lifað ósköp venjulegu lífi en um leið og það fer fyrsta styrkinn þá gerist eitthvað — bing — og allt fer af stað. Eftir það snýst lífið um styrk- ina.“ En hvenær fannst þér nauðsynlegt að leita þér hjálpar? „Það var náttúrlega alltof seint. Ég var í al- gjörri afneitun á ástandinu. Ég lifði algjörlega fyrir styrkina og gerði ekki neitt annað en að sækja um og hugsa um styrki. Þegar mér fór síðan að ganga illa þá fannst mér allt búið. Mig langaði einfáldlega ekki að lifa lengur. Mér fannst líf án styrkja óhugsandi. En ég var heppinn. Ég takst á strák sem ég þekkti frá því ég var að plana að ferðast milli skóla með fræðsluefni um um- hverfismál og hann sagði mér frá þessum sjálf- styrkingarhóp styrkjafíkla. Ef hann hefði verið frá félagi sem aðstoðar fólk við að fyrirfara sér hefði ég örugglega þegið þá aðstoð. Ég var algjörlega búinn á því á þessum tíma. Ég hefði gert hvað sem er, bara ef einhver hefði styrkt mig eða stutt til þess.“ Afhverju heldurðu að þú sért viðkvæmari fyrir styrkjum en annað fólk? „Er ég það? Eru ekki allir sem eru í þessum styrkjum veikir? Stundum held ég að það sé bara tímaspursmál hvenær þetta lið missir alla stjórn. En í raun veit ég ekkert um þetta. Sumir segja að þetta sé ættgengt; að það séu þriðju kynslóðar styrkþegar á launum hjá Rithöfúndasjóði og svo framvegis. En það á alla vega ekki við mig. Pabbi var þessi sjálfstæða týpa; vildi helst ekki taka lán eða neitt og var alltaf að hneykslast á þessum styrkjaumsóknum mínum. Kannski hefur það bara haft öfúg áhrif á mig; ég hafi alls ekki viljað verða eins og hann. En í raun skiptir ekki máli af hverju ég er svona; aðalatriðið er að feisa það og gera eitthvað í því.' Hvernig leið þér þegar þér var hafnað um styrk? „Það var náttúrlega óþægilegt. Manni fannst maður ekki nógu góður; manni var hafnað. Það er svo einkennilegt að maður hengir alla sjálfs- virðingu á styrkina. Þeir sem fá styrki eru í lagi. Það er citthvað að hinum. Og það hugsa allir svona. Þegar ég fékk styrk til að gera handrit að samnorrænni barnamynd fannst mér ég vera eitt- hvað. Þeir sem fá flesta styrkina tóku mig í hóp- inn og mér fannst ég loksins öruggur. En svo var umsókn minni um að halda samsýningu ungra íslenskra myndlistarmanna í Grikklandi hafnað og strax á eftir beiðni um framhaldsstyrk til að klára barnamyndina. Þá fannst mér eins og ég einangraðist. Ég veit ekki hvort það hafi verið ímyndun eða ekki en mér fannst eins og fólk forðaðist mig. Ég fór ekki eins mikið út á lífið og forðaðist staði sem ég var vanur að hanga á. Ég vildi ekki hitta þá sem þekktu mig. Ég var allur í mínus. Og þegar maður er einu sinni kominn í mínus þá hefúr maður miklu minni líkur á að fá styrk. Það er eins og fólk finni það á lyktinni að maður sé lúser.“ Kláraðir þú barnamyndina? „Nei, í raun náði ég ekki að byrja á handrit- inu. Ég fékk bara fyrsta styrkinn. Vanalega fær fólk meira til að geta byrjað. Fyrsti styrkurinn er bara upp í kostnað við umsóknina og svo ein- hverjir smáaurar til að halda upp á styrkinn." Finnst þér þú þurfa að ljúka við hana? „Mig langar það ekki. í raun fannst mér hug- myndin aldrei góð; þetta var þetta vanalega um borgarbarn sem fer í sveitina og kynnist dýrun- um og allt það. Kannski reyni ég að skila styrkn- um. Mér skilst að það sé ætlast til þess; að það sé betra fyrir batann. En mér finnst ég ekki hafa gert neitt rangt — ef þú ert að spyrja að því. Ef ég hefði ekki fengið styrkinn hefði bara einhver annar fengið hann.“ Væri sá sami þá ekki í þínum sporum í dag? „Jú, auðvitað. En ég er bara ekki orðinn nógu heill til að pæla í svona hlutum. Maður má ekki fara að pæla í því fyrr en maður hefúr verið styrklaus í nokkra mánuði. í dag einbeiti ég mér bara að því að sækja ekki um einn dag í einu. Ég er í fyrsta sporinu: „Við viðurkenndum vanmátt okkar gagnvart styrkjunum og að okkur var orðið um megn að stjórna eigin lífi“.“ Og hafðir þú misst stjórn á eigin lífi? „Af hverju heldurðu að ég hafi farið til Norður-Noregs að safna efni í einhverja ritgerð um afstöðu Norðurheimskautsþjóða til um- hverfissamtaka? Af því að mig langaði til þess? Af því ég átti eitthvert erindi til Norður-Noregs? Eða að ég hafi haft einhvern áhuga á löppum? Nei, ég fór vegna þess að ég fékk styrk til þess. Ég hefði aldrei farið án þess. Ég hefði reynt að setja upp brúðuleiksýningu og farið með hana til Stöðvarfjarðar ef ég hefði fengið styrk út á það. >- —— Auglýsing ■ „Það var náttúr- lega óþœgilegt. Manni fannst maður ekki nógu góður; manni var hajhað. Það er svo einkennilegt að maður hengir alla sjálfvirðingu á styrkina. Þeir sem fá styrki eru í lagi. Það er eitthvað að hinum. Ogþað hugsa allir svona. “ Listasafn ASÍ Ásmundarsalur - Freyjugata 41 101 Reykjavík Sími 511 5333 fax 511 5354

x

Fjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.