Fjölnir - 30.10.1997, Page 56
Gautí Sigþórsson Söguskoðun til sölu
Bubbi Morthens:
Þulið í byrgi í Öskjuhlíð
„Hingað bæði og þangað þó
þrálega höfum flakkað“
og hjakkað
um öldurhús íslands
ölvuð stigið dans
korríró og dillidó
aldrei drukkið nóg
Hverjum er það að þakka
þú eignaðist aldrei krakka
ekki mér ekki honum
þú glataðir öllum ævinnar vonum
þú kynntist öðrum konum
með kuldablik í auga
og svarta svarta bauga
Sofið hér sofið þar
sofið hjá flestum seinast hjá mér
Er ég ekki fríður
fjandanum grimmari en blíður
það svíður
Réttu mér glasið góða mín
greyið drekktu þitt brennivín
ólukkan er örlög þín
Argara gargara hættu þessu væli
þetta er okkar bæli
þetta er okkar eina bæli
Þitt æskublik er löngu horfið
lífið og lúinn hafa sorfið
hjarta þitt og hjarta mitt
óttinn elskar hreiðrið sitt
„Hingað bæði og þangað þó
þrálega höfum flakkað“
og hjakkað
Aldrei aldrei slokknar þessi logi
logaði jafnvel skærast inn á Vogi
Ambara þambara
þú ert ekki skýr
þvöglumælta kýr
Það má vera ég sé róni
ruglaður dóni
en systir hér sitjum við bæði
bundin þessu æði
sem leiddi okkur saman
Einu sinni var það gaman
einu sinni þótti okkur gaman
Fj
56
olnir
tímarit handa
islendingum
haust '97
gengur kaupum og sölum (þótt við
tökum ekki endilega eftir því þegar
við hlustum á útvarpið í bílnum eða
horfúm á sjónvarpið á kvöldin að at-
hygli okkar sé markaðsvara, svo dæmi
sé tekið). Það gildismat sem ræðst af
vöruskiptum leitast við að gera allt að
vöru. Svo við höldum okkur við auglýs-
ingarnar þá vita allir að þær selja ekki
bara vörur heldur fýrst og fremst
ímyndir eða óljósar tengingar milli
tákna. Varan verður að tákni fyrir
eitthvað annað sem ekki fest
höndlað, líkt og bílar hafa átt
það til undanfarið að tákna
„frelsi" og „ást“ í íslenskum
auglysingum.
Þannig vitum við að
ímyndir, tákn, hugmyndir
og umfjöllun ýmiss konar
hafe raunverulegt efnahags-
legt gildi. Framsetningin
verður í askana látin, ef við hugs-
um um það að ferðamenn sem hing-
að koma eru ekki að koma bara til að sjá
eitthvert „raunverulegt" fsland, heldur það
ísland sem er selt í bæklingum, blöðum og
sjónvarpi, þessa margumræddu „ímynd landsins
út á við“ sem fengið hefúr sjálfstætt gildi á
undanförnum áratugum undir heitinu „land-
kynning". Hlutí þess verkefúis er að búa til
ímynd íslands sem uppsprettu ákveðinnar merk-
ingar, ísland á að vera tákn um „hreinleika",
„fegurð“, sitthvað „óspillt“ og umhverfisvænt,
einhvern óljósan „náttúruleika“ þar sem lítil þjóð
býr langt frá öðmm í sátt og samlyndi við stór-
brotna náttúru og í nánum tengslum við sögna.
ísland verður þannig að fjölnota tákni sem nota
má á ótal vegu til að tengja útflutningsvörur jafnt
sem túrisma fjölda óljósra, jafnvel dularfúllra
merkinga. Líkt og bílarnir tákna ást og frelsi
stendur fsland fyrir óspillta náttúm, fegurð,
hreinleika og heilnæmi.
Tólcn breqda á lcik
Ferðamannaparadísin fsland, ffamandi landið í
norðurhafi, eyjan hreina og heilnæma er ekki út-
spekúlerað samsæri um að pretta útlendinga. Við
fslendingar sýnum hvert öðm þessa mynd af
alveg jafnmikilli sannfæringu og erlendum við-
skiptavinum okkar. Hún væri heldur ekki svona
sannferandi ef ekki væri fýrir einlæga trú okkar
allra á hugmyndina um ísland hið hreina, óspillta
og fagra. Sjálfsmynd þjóðarinnar markast ekki
lengur af iðnvæðingu og innreið nútímans heldur
landkynningu. Þess vegna er okkur í mun að gera
ísland að eins fjölræðu og aðlaðandi tákni og
kostur er.
Það er einmitt í því samhengi sem tákn þjóð-
ernishyggjunnar má endurvinna. Þau eru orðin
gjaldgeng á alþjóðlegum markaði. Þjóðernis-
hyggja sjálfstæðisbaráttu og fúllveldis markaðist af
notagildi, hún sá þjóðinni fýrir gildismati, sjálfs-
mynd og söguskoðun sem gerði henni fært að
laga arfleifð bændasamfélagsins að iðnvæddu
markaðssamfélagi. Hlutverk hennar var fýrst og
ffemst „inn á við“, hún var lífsspeki nýiðnvæddr-
ar þjóðar, nokkurs konar „veraldleg trúarbrögð"
þar sem þjóðin, þjóðarandinn, sagan og þjóð-
menningin voru upphafin. Sá hugsunarháttur er
ekki gjaldgengur í fjölmiðlavæddum norðvestasta
hluta Evrópska efnahagssvæðisins. Á síðari árum
hefúr notagildi þjóðernishyggjunnar vikið fýrir
skiptagildi, þannig að við ímyndum okkur þjóð-
ina fýrst og fremst út frá „markaðinum". Hið
trúarlega inntak rómantískrar þjóðernishyggju á
sér engan grundvöll þegar íslenska þjóðin þarf að
fóta sig á heimsmarkaði.
í okkur eimir enn eftir af trú Jónasar og
félaga á þjóðarandann, en við höfúm ekki efni á
því að játa hana nema á tyllidögum. Samfara
markaðsvæðingu íslenskrar þjóðernishyggju verð-
ur ákveðin afhelgun þeirra tákna sem rómantíkin
og sjálfstæðisbaráttan hóf á loft. Þannig verður
forsetanum leyfilegt að leggja til teiknimynd um
Snorra Þorfmnsson, þar sem íslendinga sögur eru
ekki lengur helgar bækur uppi í hillu. Þessi hug-
mynd markar í raun viðsnúning á hinni viðteknu
meðferð sagnanna. Þær voru viðmið sem okkur
bar að fára efrir, en nú getum við lagað inntak
þeirra að öðmm og söluvænlegri fýrirmyndum,
jafnvel endurskrifað það frá grunni og einungis
stuðst við táknrænt vægi þeirra.
Endurritun er örlög allra sögulegra texta og
það verður að taka skýrt fram að ég er ekki að
fordæma þá endurritun Gmnlendinga sögu sem
Ólafúr Ragnar leggur til, né hneykslast ég yfir
þeirri endurnýtingu á táknforða þjóðemishyggj-
unnar sem hér er lýst. Saga sjálfrar þjóðernis-
hyggjunnar er saga af endurritun sögu, bók-
mennta og endurvinnslu tákna. Það er ekki
einhver „betri“ pólitík innbyggð í endurritanir
Jónasar ffá Hriflu og Jóns Aðils á íslandssögunni
en fýrirhugaða endurrimn forsetans á Grœnlend-
inga sögu. Ég syrgi ekki þá „afhelgun“ sem orðið
hefur á táknum þjóðernishyggjunnar samfea
fjölmiðlavæðingu og auknum markaðstengslum
íslands og umheimsins (t. d. með EES-samningn-
um). Spurningin er hvort við gemm verið sátt við
ríkjandi gildismat sem skilgreinir þjóðerni jafnt
sem sjálfsmynd einstaklinga út frá neyslu og þeim
táknum sem neysluvömnum fýlgja.
Það eru engar nýjar fréttir að segja markað-
inn vera ráðandi viðmið um nær allan heim. Síð-
ur er minnst á það hvernig vitund okkar mótast
af markaði, viðskiptum og neyslu. Svo ég endur-
taki mig aðeins, þá kemur sókn skiptagildisins
inn á sífellt fleiri svið mannlegrar reynslu fram í
því hvernig við tölum og hugsum um heiminn.
Hversdagslega er sagt að fráskilið fólk sé „komið
á markaðinn“, almenningur er orðinn „neytend-
ur“, einstaklingurinn er „neytandi" og um kirkjur
er talað sem kristilegar þjónustustofnanir þar sem
sálnahirðar veita söfnuðinum ýmsa „þjónustu“.
Fyrst okkur líður ágætlega að hugsa á þennan
hátt, hvað er þá því til fýrirstöðu að endurtúlka
og endurrita sögu okkar og bókmenntir á for-
sendum markaðarins? ■
Rltaskrá:
Arnar Cuðmundsson. .Mytan um Island. Ahrrf þjóðernishvggju á
íslenska stiórnmélaumræðu." Skirnir, 169. ár (vor 19951.
DV. 26. júlí 1997, s. 20: .Fyrsti hviti maðurinn sem fæddist I
Ameriku: ...og hét sá sveinn Snoni.'
Cunnar Karlsson. .Hvað er svona merkilegt við
sjálfstæðisbaráttuna?" Timarit Máls og menningar 55. árg., 4.
hefti 1994.
Harvey, Davld. The Condition of Postmodernlty. Blackwell:
Oxford 1990.
Marx, Karl. Karl Marx: Selected writings. David McLellan (ritsti.).
Oxford University Press: Oxford 1977.
Morgunblaöið, 22. júlí 1997, s. 4: .Cerð verði teiknimynd um
Snorra Þorfinnsson."
Slgríður Matthíasdóttir. .Réttlæting þjóðernis. Samanburður á
alþýðufyrirlestrum Jóns Aðils og hugmyndum Jóhanns Cottlieb
Fichte." Skímlr, 169. ár (vor 1995).
Slgurður Nordal. Islenzkmenning. Mál og menning: Reykiavik
1942.
Porsteinn Þorstelnsson. Arbók MCMXLVII. Dalasýsla.
Ferðafélag Islands: Reykjavik 1947.